Þjóðviljinn - 03.11.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.11.1949, Blaðsíða 6
2 ÞJÓÐVIL]INN Fmmitudagur 3. nóvemb. 1949 Kirkjufundurinn Uinn almenni kirkj'ufundur hófst með fjölsóttri guðsþjón- ustu í Hallgrímskirkju kl. 2 á sunnudag. Séra Eiríkur Bryn- jólfsson í Ctskálum prédikaði og þjónaði fyrir altari ásamt sr. Sigurjóni Þ. Árnasyni. Fundurinn var settur í Hal!- grímskirkju kl. 16,30 af form. undirbúningsnefndar séra Sig- urbimi Á. Gíslasyni. Fundar- stjóri var kosinn Ólafur B. Björnsson kaupm. á Akranesi. Þá flutti sr. Sigurbjörn Einars- son prófessor framsöguerindi — Iíjör barna... Framhald af 3. síðu. tst af völdum hungurs og styrj- alda. Þjóðir Indlands, Kína, Indó- nesíu, Grikklands og Spánar berjast nú fyrir tilverurétti sín- ain, þær berjast fjTrir rétti barna sinna til að lifa frjálsu og hamingjusömu lífi. Bai’átta þessara þjóða kemur okkur öllum við. Við hljótum áð taka afstöðu með þeim, en móti þeim afturhaldsöflum, sem af gróða- fíkn gera lítil börn að vinnu- þrælum og eru reiðubúin til að hleypa heiminum út í nýja heimsstyrjöld í von um enn meiri gróða. Við hljótum að skipa okkur undir merki þeirrar mannúðarhugsjónar, sem krefst réttar allra þjóða til að skapa bjart og hamingjuríkt umhverfi fyrir börn sín og æskulýð. Einhver hefur sagt að móður ástin í sinni fullkomnustu mynd birtist ekki eingöngu í því að bera umhyggju fyrir eigin af- kvæmum, það geri öll dýr, held- ur hinu, að finna til með öllum börnum, að leggja krafta sína fram til þess að öllum börnum megi liða vel. Það er þessi andi sem er rauði þráðurinn í starfsemi Alþjóðasambands lýðræðissinn- aðra kvenna, sem telur yfir 80 milljónir meðlima, og það er þessi sterki og voldúgi félags- skapur kvenna frá öllum lönd- um heims, sem berst fyrir því að 20. öldin verði raur.verulega öld barnsins og öld mannkyns- ins. (Þýtt úr Vi kvinnor, timariti cr sænska deildin úr Alheims- bandalagi kvenna gefur út.) Þ.V. ‘ um annað aðaimál fundarins: Lestur og útbreiðslu Heilagrar ritningar. Um kvöldið hélt Ól. Ólafsson kristniboði erindi í K.F.U.M.: „Biblían á þúsund tungum“. Var því útvarpað. Kór K.F.U.M. og K. söng bæði í Hallgríms- kirkju og í K.F.U.M. Á mánudagsmorgun hófust umræður um lestur og út- breiðslu Heilagrar Ritningar og sr. Björn 0. Björnsson inn- leiddi. Kl. 11,30 var kirkjusýn- ingin sýnd fulltrúum og kenni- mönnum. Kl. 2- hófust umræð- ur að nýju — og tóku margir til máls. Rætt var um, að fundurinn beitti sér fyrir útbreiðslu Bibl- íunnar og útgáfu hjálpargagna um Biblíulestur en léti ekki staðar numið við samþykktirn- ar tómar. Kl. 4 fluttu sr. Þorgrímur Sig urðsson og Steingrímúr Bene- diktsson framsöguerindi um kristindómsfræðslu og skóla- kerfið nýja. Kl. 20,30 flutti sr. Sigurður Pálsson erindi sem hann nefndi: Kirkjan, og vakti mikla athygli. Á þriðjudag hófust fundar- störf með morgunbænum hjá Jóhannesi Sigurðssyni kl. 9,30. Þá var tekið til umræðu frum- varp um hina almennu kirkju- fundi, sem undirbúningsnefnd- in hafði samið — og var það samþykkt. Kl. 11 f. h. flutti Róbert Abraham, söngstjór er- indi um sálmalög á dögum Luthers. Kl. 2 var hin heims- þekkta litkvikmynd „Dásemdir sköpunarverksins“ sýnd 7 í Stjörnubíó við góða aðsókn. Kirkjugarðsstjórn bauð fulltrú- um að skoða Fossvogskirkju og veitti síðan kaffi í K.F.U.M. Kl. 4 fór fram kosning undir- búningsnefndar næsta kirkju- firndar — og þar á eftir sögðu sr. Lárus Halldórsson og Sig- urður Magnússon, stud. theol. erlendar kirkjumálafréttir. Kl. 6 var altarisganga í dóm- kirkjunni og kirkjusamsæti var haldið í K.F.U.M. um kvöldið kl. 8,30. Fundurinn hefur verið vel sóttur og farið vel og skipu- lega fram. Yfir 30 prestar hafa sótt fundina og fulltrúar nál. 100. Fundarstjóri var Ólafur B. Björnsson, og þótti mönnum fundarstjórnin takast sérlega vei. SHELL m M0T0R0IL ? * . - - l —v Kaiipum flöskur og glös. Sækjum heim. Efnagerðin VALUK :j Hverfisgötu 61. Simi 6205 FRAMHALDSSAGA: ««■■■■■■*■■■* 1 BROÐARHRINGURINN I I I S Þlignon G. Eberhart 5 f B I....H.........H..K......H........... 1X- DAGUK- qmn«««n.n öðrum fætinum fram og aftur. Fóturinn var líka grannur og fíngerður í háhæluðum, hvítum sandalnum. Það var eins og sólin hefði aldrei skinið á andlit Mimi, bera handleggina eða fót- leggina, hörund hennar var allt svo hvitt. Hún setti alltaf hvítt púður á andlit sér, og hún fór aldrei hattlaus út fyrir hússins dyr, þannig að hinar miklu mótsetningar milli blásvarts hárs- ins og svartra augnanna annarsvegar og hvítrar húðarinnar hinsvegar, voru með ráði fengnar. Blár kjóllinn hennar féll fast að grönnu mittinu og íbjúgum brjóstunum og mjöðmunum. Það var yfir henni kuldalegur blær, nema þegar hún lyfti dökkum augnalokunum og horfði beint á mann. Þá virtist Róní eins og allúr hinn kulda- legi blær væri ekki annað en gríma til að dylja eldinn, sem undir logaði. Mimi lagði frá sér dagblaðið og tók upp litla postulínsstyttu, sem stóð á borðinu ásamt öðrum hlutum, svo sem eins og stækkunargleri með gimsteinasettu handfangi, þremur innrömmuð- um smámyndum sem ljómuðu í fíngerðum, litlum silfurkassa sem útflúraður var með ör- smáum skjaldbökuplötum. Húsið var fullt af þesskonar skrautmunum, sem sumir voru einskis virði, sumir ósmekklegir, allir samt í uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Róní kom í hug bréfið, sem hún geyrndi í vasa sínum, og hún hallaði sér í áttina til Mimi og sagði lágt, til þess að trufla ekki Blanche og Turo: „Ætli Henry dómari sé heima?“ Mimi sneri postulínsstyttunni hugsunarlaust milli fingra sér, en horfði rannsakandi á Róní. „Nei,“ sagði hún. „Hann er farinn til New Orleans. Hann kemur aftur seinna í dag.“ Ut úr svip bennar mátti lesa spuminguna: Hvers vegna spyrðu? Og einmitt þá hætti músNrin. Turo lagði frá sér fiðluna og bogann, tók uppvasaklút og fór að þurrka sér um ennið og hálsinn. Blanche setti hendurnar í kjöltu sér, andaði djúpt, sneri sér við og kom nú fyrst auga á Mimi og Róní. Róní stóð upp: „Heyrðu mig Blanche, áður en þú byrjar að spila aftur. Eric bað mig að segja þér, að —“ Hún þurfti að þvinga sig til að segja nafnið, svo að rödd hennar hljómaði óeðli- lega hátt — „að Stuart Westover kæmi í kvöld.“ Postulínstyttan féll úr hendi Mimi og brotnaði í smátt á beru gólfinu. Blanche stóð snöggt á fætur, studdi um leið höndimum á nótnaborðið svo að flygillinn ómaði af ósamstæðum tónum, starði á Róní og hrópaði: „Stuart Westover! Hann getur ekki komið hingað. Hann naá ekki koma hingað! Eric hlýtur að vera orðinn geggj- aður!“ Þessu fylgdi stutt og óþægileg þögn. Turo horfði skilningssljór á Blanche, snerv sér síðan og leit á brotna postulínstyttuna, og hélt svo áfram að þurrka sér um andlitið .Mimi sagði: „Eg er búin að brjóta Dresden-hirðinn, Blanehe. Það var gott að losna við hann. Mér geðjaðist aldrei að honum. Það er bezt að kalla á Jilly og láta hann hreinsa brotin upp.“ Hún stóð upp, gekk yfir að langri klukkusnúrunni, sem hékk við arininn, kippti tvísvar í hana, og skundaði því næst út í anddyrið. - Turo var ennþá undrandi á svipinn, en undrurt hans virtist þó ekki nógu mikil til að hann spyrði nokkurs, heldur hætti hann að þurrka sér, laut niður að nótunum, fór að blaða í þeim: „Svei mér, Blanche, ef maður gæti ekki haldið. að þessi náungi væri líkþrár. Svona nú — við skulum halda áfram með æfingarnar.“ Augu Blanche störðu á dyrnar, þar sem Mimi hafði horfið út. Turo sagði óþolinmóðlega: „Jæ- ja, jæja, Blanche. Ertu tilbúin?" tók svo eftir því að einn strengur fiðlunnar var falskur og fór að stemma hann. — Siðan yfirgaf einnig Róní herbergið. Mimi var þegar komin upp á. loft. Róní lieyrði raddir þaðan..“ „.., en herra Eric er að hvíla sig..“ „Mér er alveg sama um það. Eg þarf að tala við hann.“ Fyrri röddin, dauf og ellileg, hefur líklega verið rödd Magnoliu. Hitt var rödd Mimi, og það var reiðihljómur í henni. Þær hlutu vita, að Eric varð að hafa frið. Róní gekk að stiganum, og þá barst rödd Mimi niður til hennar, há og skýr og hvöss: „Eg kannast við þennan svip á þér, Eric. Þú ert með einhverjar ráðagerðir. Ef þú heldur að þér tak- ist að spilla fyrir mér núna -—“ Dyrnar á herbergi Erics voru opnar, þvi að Róní heyrði greinilega rödd hans, þegar hann greip fram í: „Láttu ekki eins og asni, Mimi. Stuart kemur til að finna mig. Engan annan. Og komdu þér nú i burtu. Eg er þreyttur.“ Hurðin skall aftur. Smellir af háum hælum, sem fóru eftir ganginum, hljómuðu eins og fóta- tak Mimi. Augnabliki siðar sneri Róni til útidyr anna. Hvorki Eric né Mimi hefði sennilega kært sig um, að hún skipti sér af þessu, og nú var það, hvort sem var, um seinan. En hvað hafði Stuart gert Blanche og Mimi? Og því var hann að koma, fyrst hann var ekki velkominn, að minnsta kosti ekki hvað snerti Blanche og Mimi ? Eric hafði talað um frí i sam- bandi við heimsóknina, og það hlýtur að hafa verið óviðbúið frí. Jæja, en hvað sem öllu leið, þá kom þetta henni ekkert við. Það var skuggsælt á flísalögðum súlnagöng- unum. Vafningsviður óx upp eftir súlunum og hékk í stórum brúskum niður af járnriðinu fyr- ir ofan. Sólin skein glatt á grasflatirnar,. en stigurinn milli eykanna teýgði sig 'inn í blaan og svalan skugga. . ■ fii Eftlr 12 tima mundi Stuart koma meðfram þessum eykitrjám, koma til Belle Fleur eins. og hún hafði gert daginn áður. Mundi staðurinn koma honum eins einkennilega fyrir sjónir og henni? Líklega ekki, líklega hafði hann oft áð- ur komið hingað. Hið brúna andlit Stuarts, með beint nefið og reglulegan hökusvipinn, stillileg- grá augun, kom allt í einu upp í huga hennar svo undarlega skýrt og greinilegt, eins og hún hefði þekkt það lengi og vel. , DAVÍÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.