Þjóðviljinn - 06.11.1949, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.11.1949, Blaðsíða 3
Surmudagur 6. nóvember 1949 ÞJÓÐVILJINN & Ífe Ný kirkjulög í Tékkóslóvakíu Prestar verða íastiaunaðir embæitismemi ríkisins og öll trúarleg siarfsemi kostuð aí opinberu fé Fyrir tékkóslóvafeiska þjóð- þinginu liggur nú nýtt frum- varp um kirkjumál, sem rikis- stjórnin leggur fram og talið er víst að verði samþykkt af þinginu. Samkvæmt fpimvarpinu er öll- um söfnuðum og trúfélögum, sem starfa samkvæmt lands- lögum, tryggður jafn réttur til starfsemi; allir starfandi prest ar og kennarar við trúarlegar menntastofnanir gerðir að eið- svömum embættismönnum rík- isins,með föstum jöfnum laun- um, samkvæmt reglunni: sömu Iaun fyrir sömu vinnu. Þá greið við starfsemi safnaðanna, prestaskóla og aðrar slíkar stofnanir. Jafnframt tekur rík- ið í sína umsjá allar eignir kirkjunnar í föstu og lausu. Engir trúflokkar njóta nokk- urra sérréttinda. Áður fyrr átti rómv.-kaþ. kirkjan hér í landi miklar jarð eignir og mikil auðævi önnur. Einnig áttu margir biskupanna feiknamiklar jarðeignir sjálfir. Þessi eignaaðstaða hinna æðri manna kirkjunnar skipaði þeim á bekk með öðrum burgeisum landsins, sem lifðu ríkulega á vinnuarði fátækra leiguliða og ir rikið einnig allan kostnað verkafólks, og þokaði þeim f jær alþýðunni og því hlutverki, sem kirkjan átti að vinna, en nær Mammoni og Vatíkaninu. Hinsvegar lifði allur fjöldi hinna óbreyttu kennimanna mesta eymdarlífi, oft að miklu leyti á samskotum meðal sókn- arbarnanna. Aðrir söfnuðir landsins áttu aftur á móti litl- ar eignir, svo að páfakirkjan naut í raun og veru , mikilla sérréttinda vegna auðæfa sinna, og gerði það gildandi ákvæði um trúfrelsi og jöfn réttindi allra safnaða, að dauðum bók- staf. Með hinu nýja kirkjufrum- varpi er ölliun söfnuðum og trúfélögum tryggður jafn fjár- hagslegur grundvöllur til þess að rækja hina trúarlégu og sið- gæðislegu köllun sína. Jafn- framt er kennimannastéttin Leyst undan hinni óviðeigandi og siðspillandi eignaumsýslu og áhyggjum út af tímanleg- um gæðrnn kirkjunnar. Um leið er tryggt að ekki verði hægt að nota kirkjuna, eins og oft áður, sem skálkaskjól í póli- tískum áróðri gegn hagsmun- um alþýðunnar. Þekktur rómv.-kaþ. prestur, Cernocký, talaði í Pragútvarp- ið 6. þ. m. um hið nýja frum- varp og lýsti ánægju sinni yfir því. Hann sagði að allur fjöldi presta og trúaðra manna í landinu liti á þetta frumvarp sem augljósan vott þess hve mikillar virðingar trúarlífið r.yti í alþýðulýðveldinu Tékkó- slóvakíu. Hann sagðist ekki efa það að yfirgnæfandi meirihluti rómv.-kaþ. presta landsins væri sér sammála í því, að ákvæðið um föst laun presta og kostn- að ríkisins við starfsemi safn- aðanna væri margfallt endur- gjald fyrir jarðeignir kirkjunn ar. Hann minntist á árásir er- lendra blaða og útvarps á I stjórnarvöld Tékkóslóvakíu og sagðist vel skilja tilfinningar hinna fyrri stórjarðeigenda, íðjuhölda og heildsala, sem lifðu enn í þeirri fánýtu von að hinn „gullni tími“ þeirra kæmi aftur. En hann kemur aldrei aftur. Æsingar erlendra afturhaldsmanna munu engin áhrif hafa á vinnandi alþýðu þessa lands. Þetta ættu sumir kirkjunnar menn, sagði hann að lokum, að leggja sér á hjarta og, í anda hinna nýju kirkjulaga, gerast liðsmenn þjóðar vorrar við byggingu hins nýja þjóðfélags. 8. 10. ’49. H.G. ÍJt breiðlð P|óHvil|aim miiuunimiiimmmiuiiiimuiimiuv HLUTAVELTA Eina glæsilegustu hlutaveltu ársins heldur Breiðíirðingafélagið í Lisíamannaskálanum í dag kl. 2. Þar getur fóík eignazt fyrir litla 50 aura mikið verðmæti. T. d. 3 rafmagnseldavélai, flufíesS 10 ákiireyiar, sklpsfeið fil Breiððifasðai:, bílferS fyrir 2 til Irngerðareyiar, fyris 2 ao Skarði á SkarSs- sfrönd, fyiir 2 , 6—8 daga me'ð Ferðalélagi íslands, mfmagnsstandlampa, kariöfiur í sekkjum, marga peka af ksium, steisoimtunnur, ritsaln lénasas Hallgrímssonar, ísiands þúsund ár og ritsaln Gísla Konráðssonar útgefin af HelgaielSi, máiverk, teikrJmynd eftir Kjarval og margt fleira, sem ekks er hægt upp að teiia. Inngangur 50 aurar ©g dráiiarssn 50 aurar. Breiðfirðmgafélagið. Heildarútgáfa af LJOÐU I tilefni fimmtugsafmæiis Jóiiannesar skálds úr Kötium hefur Bókaútg. Heimskringia ákveðið að gefa úi beildarúigáfn af Ijóðum hans. EítTr hann hafa komið átta Ijóðabækur, sem flestar hafa lengi verið uppseldar, en heild- arútgáfan verður í tveim bindum í Skírnisbroti, um 700 bls. að stærð. Vandað verour sem bezt til úígáfunnar. Bækurnar koma út í þessum mánuoi. Verð beggja binda til á- skrifenda er áætlað 120 kr. heft, 145 kr. í rexínbandi og 170 kr. í vandaðasta skinnbandi. Motið þetta tækifæri og eignist öll Ijóð eins bezía skálás þjéðarinnar Syrir hagstæii verð. Til Bókahúðar Máls oa menningar, Laugav. 19, Beykjavík Undirrit.....gerist hér með áskrifandi að heildarútgáfu af ljóð um Jóhannesar úr Kötlum. Bækumar óskast heftar, í rexínbandi, í skinnbandi. (Merkið vin- samlegast við það sem óskað er). Nafn ...................................... Heimili ................................... Þj. — 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.