Þjóðviljinn - 11.12.1949, Síða 4

Þjóðviljinn - 11.12.1949, Síða 4
4 ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 11. desgfáfaer 1949 Þ1ÓÐVIL3INN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson fáb.), Sigurður Guðmundsson Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson Ritstjórn afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stig 19 — Sími 7500 (þrjár linur) Áskriftarverð: kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sósíalistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár Iínur) Jólagjafir og stjérnmá! Enn nálgast jólin og mannfólkið fyllist af eirðarleysi, randar um götumar, horfir í búðarglugga, bregður sér inn í verzlanir og spyr. Og svörin eru harla fábreytileg: ekki til ■— eða ef eitthvað er til, þá er það lélegt og dýrt. Þó eru ekki nema nokkrir dagar síðan Reykvíkingar höfðu mögu- leika á að sjá góðar og fjölbreyttar vörur; sjá en ekki kaupa. Það var á Reykjavíkursýningunni, þar sem íslenzkur iðnaður sýndi getu sína. Sú geta er orðin mikil, iðnaðurinn er á mörgum sviðum kominn á mjög hátt stig — en hann fær ekki að nota getu sína; nefndimar og ráðin og óstjórnin öll koma í veg fyrir það. Þess vegna er haidin sýning á varn- ingi sem hvergi fæst til kaups, og líkist það einna helzt pyndingaraðferðum í gömlum ævintýrum um bundna mey á stóli með rjúkandi krásir fyrir framan sig. Það er ra-unar engin ný bóla að ekkert fáist í búðum nema það sem verst er og dýrast, sú bóla er að heita má jafn gömul fyrstu stjóm Alþýðuflokksins. En gömul hefð gerir þó vöruskortinn enn tilfinnanlegri í mánuði jólanna en endranær. Maður spyr mann: koma engar vörur fyrir jólin, og svarið berst í enn einni tilskipun skömmtunarstjórans: allir vefnaðarvöruseðlar skulu framlengdir í ársfjórðung í viðbót, til marzloka 1950, þar á meðal hinn frægi stofnauki 13, sem er jafngamall skömmtuninni; og ætlar að verða ó- brotgjarn minnisvarði um störf fyrsta skömmtunarmálaráð- herrans, Emils Jónssonar. Þó vora allir þessir sömu skömmtunarseðlar framlengdir síðast. Þjóðin getur farið að syngja með skáldinu: Ég er jólleysingi japla á tappakorg. Og þó er okkur kennt að þetta sé mesta sæluástand hjá því sem koma skal, nú fyrst fari að taka í hnúkana. Brátt komi að því að engar afurðir verði seldar nema verðið lækki niður úr öllu valdi, svo komi kreppa í gamalkunnum stíl, atvinnuleysi eymd og volæði, fátækt og hungur. Og fólki er spurn: er þetta nauðsynlegt, og margir líta á sívaxandi yfirdrottnun volæðisins eins og óviðráðanlegt náttúrafyrirbæri. En auðvitað er þetta ekki nauðsynlegt, þetta era aðeins eðliseinkenni kapítalismans, þess þjóðskipu- lags sem aldrei starfar með eðlilegu móti nema á styrjaldar- tímum. Kreppan er sjálfskaparvíti, og það er sjálfskapar- víti Islendinga að láta auðvaldskreppuna ríða yfir þetta land án varnar og andstöðu. Ef hér á landi væri stjórn sem bæri nafn með réttu, gæti hér haldizt vaxandi velmegun og framfarir. En í stað þess að verjast auðvaldskreppunni með viðskiptum við þjóðir hins skipulega búskapar, hvað :sem allri pólitík líður, bætist innlend óstjórnarkreppa v.ið þá erlendu og úr verður æ ömurlegri óskapnaður. Ein versta ásóknin sem nú hrjáir þessa þjóð er böl- móðurinn og svartsýnin, fólk tuldrar ef til vill eitthvað í barm sér frammi fyrir uppljómuðum búðargluggum og í verzlunum þar sem ekkert fæst nema drasl, en flestir taka volæðinu með þolinmæði og undirgefni. En þetta er allt þarflaust sjálfskaparvíti. Þess vegna ber hverjum þeim sem enga nýta jólagjöf finnur handa fjölskyldu sinni að taka mannlega á móti jólaviðurgemingi stjórnarvaldanna. Jafn- vel þeir sem telja stjórnmál óskiljanlegt torf hljóta þó að skilja jafn óbrotna staðreynd og þá að þarflaust er að Is- lendingar búi við.sívaxandi eymd og volæði í landi mikilla gæða og óþrotlegra möguleika. að ekki sé allt í orden með stjórn Reykjavíkur, það hlýtur að vera eintómur uppspuni og illgjarnra manna lygi. Reykja- vík er næsti bær við Himna- ríki. Það stendur í Morgunblað inu. □ Tólf klukkustunda fatabiðröð. ,,Fatalaus“ skrifar: — „Kæri bæjarpóstur! — Mig langar til að segja þér eina sögu um á- standið í verzlunarháttum Reykvíkinga. — Klæðaverzlun- in TJltíma selur föt á hverjum miðvikudegi, og er mikil eftir spurn eftir þessum fötum. — Fyrst í sumar, þegar byrjað var að selja þau, byrjuðu menn að standa í biðröðum kl. 6-7 á miðvikudagsmorgun, en búðin er opnuð kl. 9, eins og aðrar búðir. — En nú eru menn byrj aðir að standa við dyrnar á þriðjudagskvöld, og nú síðast kom sá fyrsti kl. 8.30 um kvöld ið, snmir koma í bílum og sitja í þeim. □ Gott .fyrirkomulag við Vesturgötu. „Nú vil ég spyrja: Er nokk uð vit í svona fyrirkomulagi ? Og hvers vegna lætur verzlun arst jórinn þetta viðgangast ? Því ég efast ekki um, að hann viti um þetta. — Á Vesturgötu er búð, sem einnig tekur fram föt einu sinni í viku, en þar er hafður sá háttur, að afgreidd eru númer daginn áður en á að selja fötin, og þá þarf eng- inn að bíða. — Því tekur Úl- tíma ekkí upp þetta fyrirkomu lag, og yfirleitt allar búðir bem líkt er ástatt um ? Því það er vissulega til fyrirmynd ar. — Fatalaus." * Næsti bær við Himnaríki? Sá, sem læsi að staðaldri Morgunblaðið um þessar mund ir, hann gæti helzt haldið að Reykjavík væri næsti bær við Himnaríki, stundum skilst manni jafnvel sem viturlegast væri fyrir íbúa fyrri staðarins að ílendast þar til eilífðar og gefa það alveg frá sér að halda nokkurntima áfram ferðinni til að taka við borgararétti í þeim seinni; maður veit þó allt af fyrir víst að hið ágæta í- hald sem stjórnar fyrri staðn- um (og býðst góðfúslega til að gera það áfram) elskar útaf lífinu allar framfarir í verk- legum málum sem menningar- legum, aftur á móti ómögulegt að vita nema stjórnendur seinni staðarins reynist þröng- sýnir sérvitringar á hverju sviði, já meir að segja algjört efamál hvort þeir eru einusinni nokkurt íhald, þegar allt kem- ur til alls. □ Flnnst nokkur sá sem ekki kann að meta...? Eða finnst nokkur sá sem ekki kann að meta ágæta stjórn íhaldsins í bæjarmálum Reykjavíkur? Sjá ekki allir hví lík hugulsemi um hag almenn- ings, hvílik réttsýni og stórhug ur ríkir í stjórn þessarar borg ar ? Má ekki með sanni segja að ósérplægni, samvizkusemi og dugnaður hafi hvergi risið hærra en í starfi reykvískra embættismanna ? Er ekki íhald- ið okkar, blessað elsku íhald- ið okkar, búið að gera Reykja vík að háborg hagsældar og velmegunar, félagslegs öryggis, fegurðar og snyrtimennsku ? Já, var nokkur furða þó því nægði ekki minna en eitt stærsta hús landsins frá kjall- ara og allaleið uppá háaloft, þegar það loksins tók sig til og hélt sýningu á ávöxtum af- reka sinna ? □ Það hlýtur að vera ein- tómur uppspuni. ... e I M S K I P : t' ... u n. vci.Tr Brúarfoss kom til Amsterdam Ju, allt þetta tal um reyk- ’ 1 , 5.12., fer þaoan til Rotterdam, vískar götur sem seu sumar ^ntwerpén, Hull og Reykjavíkur. illar yfirferðar einsog óruddarFjanfoss kom ti] Kaupmanna- Útilegumannaslóðir að baki hafnar 5.12. Fer þaðan væntan- jökla allt þetta tal um að lesa 1 dag til Gautaborgár 05 Revkvíkingar þjáist af munn- Heykjavíkur. Dettifoss var- á ÓI- . , _ afsfirði 1 gær 10.12. lestar fros- herkjum og naglakuli i he ma inn flgk> Goðafoss kom til New húsum af því Hitaveitan þoll York 9.12. fer þaðan væntanlega ekki frost, allt þetta tal um 15.12. til Reykjavíkur. Lagarfoss að Rafveitan ofreyni sig dag- kom til Reykjavílcur 10.12. frá lega Við að sjóða þorskinn í Kaupmannahöfn. Selfoss fór frá hadegismatmn, allt þetta tal Tröllafoss fór fra New York 612. urn að fjöldi folks se latinn til Reykjavíkur. Vatnajölcull. fór búa í heilsuspillandi kjallara- frá Reykjavik 8.12. til Vestmanna holum og bröggum sem rigni e>'Ja °£ Hamborgar. í gegnum, allt þetta tal um að R1KTSSKIp. bærinn sé skipulagour eftir Hekla fer frá Reykjavík kl. 19 þeirri aðferð sem sagt er frá í j kvöid austur um land í hring- bókum um sálarlíf hvítvoðunga ferð. Esja er væntanleg til og heitir happa — og glappaað Reykjavílcur í dag að austan úr ferð, allt þetta tal um að æsku hfingferð Herðubreið er i Reykja íolk bæjanns hafi ekki 1 onn Norðurleið. Heigi fer frá Vest- ur hús að venda með tómstund mannaeyjum annað kvöld til ir sínar en sjoppur þar sem Reykjavíkur. mórallinn er sambland af gæja , , ,, ... , EINAItSSON&ZOfiGA: skap ur amenskum biomynd- . TT „ . ^ . Roldin for fra Hull siðdegis um, coca-cola og tollsviknu ^ föstudag áleiðis til Reykjavík- tyg&i§úmmíi, alTt þetta tal um ur. Lingestroom er í Amsterdam. SKIPADEILD -Si-I:- S. Arnarfell er á Alcureyri. Hvassít- fell er í Gdynia. Messur í dag: Dómkirkjan: lcl. 11 f.*“ h. Séra Bjarni Jónsson — Kl. 5 e. h. C. J. Bleeker prófessor. — Laugarnes- prestakali: Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. Séra Garðar Svavars- son. — Fríkirkjan: Kl. 2 Emil Björnsson cand. theol prédikar. Kl. 11 f. h. Barnaguðsþjónusta. — Haligrímskirkja: Kl. 11 f. h. Séra Jakob Jónsson. Ræðuefni: Yfirburðir kristinna trúarbragða. Kl. 1.30 er barnaguðsþjónusta. Séra Jakob Jónsson. Kl. 5 Séra Sigurjón Árnason. Næturakstur í nótt annast B.S.R. Sími 1720 —Aðra nótt: HREYF- ILL sími 6633. Næturvörður’ er í lyfjabúðinnl Iðunn. — Sími 7911. Dregið hefur verið í happdrætti Kvenfélagsins Hringsins og kom upp nr. 1401. Vinninginn hlaut Valdemar Jónatansson, Eskihlíð 14. yyf ( Útvarpið í dag: 11.00 Messa í Hall- grímskirkju (séra Jakob Jónsson). 15.15 Útvarp til Islendinga erlend- is. 15.45 Útvarp frá siðdegistón- leikum í Sjálfstæðishúsinu. 18.30 Barnatími (Hildur Kalman). 19.30 Tónleikar: Sónata í Es-dúr fyrir flautu og píanó eftir Bach (plöt- ur). 20.20 Einleikur á fiðlu (Josef Felzmann). 20.35 Auglýst síðar. 21.00 Tónleikar: Donkósakkakór- inn syngur kirkjuleg lög (plötur) 21.10 Uppiestur: „Með eilífðar- verum"; bókarkafli (Þórbergur Þórðarson rithöfundur). 21.30 Tón leikar: Píanókonsert í Es-dúr (K482) eftir Mozart (plötur). 22.05 Danslög (plötur) — Útvarp- ið á morgun: 18.30 Isiénzku- kennsla; I. 19.00 Þýzkukennsla; 11. 19.25 Þingfréttir — Tónleikar. 20.30 Útvarpshljómsveitin: Þýzk alþýðulög. 20.45 Um daginn og veginn (Vilhjálmur S. Vilhjálms son blaðamaður). 21.05 Einsöngur (ungfrú Guðný Jensdóttir). 21.20 Erindi: I gestahóp Sameinuðu þjóðanna (Friðjón Þórðarson lög- reglufulltrúi). 21.45 Tónleikar (X>Tötur). 21.50 Frá Hæstarétti (Hákon Guðmundsson hæstarétt- arritari). 22.10 Létt lög (plötur). 1 gær voru gefin saman i hjónaband af séra Jóni Thor arensen, ung- frú Guðrún Sveinsstöðum við Kaplaskjólsveg og Magnús B. Gíslason, bílayfirbyggingameist- ari, Ivlapparstíg 12. Heimili ungu hjónanna verður að Klapparstíg 12. — 1 gær voru gefin sa.man í hjónaband, ungfrú Una Petersen og Þorsteinn S. Thorarensen, full- trúi. Heimili ungu hjónanna er á Þórsgötu 17 A. — 1 goer voru gefin sarnan í hjónaband af séra Eríki Brynjólfssyni, ungfrú Ing- veldur Jónsdóttir frá Valshamri, Skagarhreppi og Jón Haráldsson, slcipstjóri, Skeggjastöðum í Garði Tilkynning frá nefnd heiðurs- merlcis Rauða lcross fslands. Forseti ftlands hefur í dag, á tuttugu og fimm ára afmælis- degi Rauða krossins sæmt eftir- talda menn heiðursmerki Rauða kross Islands, annars stigs: Björn E. Árnason, endurskoðanda, Björn Ólafsson, fjármálaráðherra, Guðmund Thoroddsen, prófessor, Kristínu Thoroddsen, yfirhjúlcr- unarkonu og Magnús Kjaran, stórkaupmann. Stefán Þorvarðsson, sendiherra í London, sem skipaður hefur verið til að vera jafnframt sendi herra Islands í I-Iollandi, af- henti hinn 9. desem'bér drottn- ingu Hollands trúnaðarbréf sitt. (Frétt frá ríkisstjórninni). Steingrímsdóttir,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.