Þjóðviljinn - 14.12.1949, Blaðsíða 4
4
ÞJÖÐVILJINN
Þrið judag ukí oISj -ídes. 1949
plÓÐVILJINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason
Ritstjórn afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu-
stíg 19 — Sími 7500 (þrjár línur)
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Áskriftarverð: kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverð 50 aur. eint.
,
Sósíalistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur)
Auðvaldsfylgjan: atvinnuleysið
‘‘f!
Versti draugur sem verkamenn eiga að glíma við,
atvinnuleysið, gengur á ný ljósum logum um Reykjavik
og marga aðra íslenzka bæi. Kreppan sem marsjallspeking-
ar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins hafa gert grín
að undanfama mánuði, er nú orðinn svo áþreifanlegur
veruleiki, að glottið er stirðnað á vörum f jármálaspeking-
anna, sem reyndu að telja fólki trú um að mútugjafir og
jmarkaðsráðstafanir Bandaríkjaauðvaldsins nægði til að
skapa velmegun og atvinnuöryggi hér á landi. Nú er
Alþýðublaðið meira að segja. búið að fá svo mikla timbur-
menn eftir sæluvímu og veizlur marsjallástandsins og
blygðunarlausa áróðursþjónustu fyrir Bandaríkjaauðvaldið
að það minnist þess, að eitt einkenni auðvaldsskipu-
lagsins eru síafturkvæmar viðskiptakreppur og markaðs-
órðugleikar. Fyrsta viðbragð afturhaldsins hvarvetna um
iheim er að hef ja í kreppubyrjun harðvítugar árásir á lífs-
ikjör fólksins og samtök, sú herferð hefur verið á byrjunar-
stigi í framkvæmdum „fyrstu stjórnar sem Alþýðuflokkur-
inn myndar á Islandi,“ hinnar vesælu bandarísku lepp-
stjórnar Stefáns Jóhanns, Bjama Ben. og Eysteins, en sú
stjórn ’hefur beinlínis með ráðstöfunum sínum í utanríkis-
og markaðsmálum orðið þess valdandi að auðvaldskreppan
skellur með ógnarþunga á íslendingum, og „viðbrögð Al-
jþýðuflokksins“ undanfarið sýna að foringjar þess flokks
standa enn, eins og áður, dinglandi skottinu' af þjónustu-
semi, við fótskör svartasta íhaldsins í landinu.
Það er því ekki ófyrirsynju að Sósíalistaflokkurinn
ihefur gert tilraun að samfylkja í Reykjavík öllum þeim
óflum, sem vilja tryggja að næg atvinna við hagnýt störf;
haldist í bænum næstu árin. Reykvískir verkamenn vita !
það og muna, nema yngsta kynslóðin, hver ævi þeirra var
3 kreppunni miklu 1930, sem raunar framlengdist óleysan-
3eg íslenzka auðvaldinu og flokkum þess þar til komin var
heimsstyrjöld. Það eru kröpp kjör heimilisföður, að snapa
eftir vinnu dag eftir dag og fá hana ekki, að þurfa nærri
að slást um hvert handtak, sjá beztu vinnuna fengna þeim
sem þægastir eru máttarvöldunum, þeim sem bogna fyrir
ofurþunga fargsins sem liggur á heimilum þeirra, kröpp
kjör að sjá konuna og börnin líða skort. Það eru kröpp
ikjör fyrir ungan mann, sem er að ná þroskaaldri, finnur
kraftana vaxa og starfsþrek eflast, að sjá þjóðfélagið loka
fyrir honum hverjum dyrum af annarri, neita honum um
að skapa sér og þjóðinni viðurværi með vinnu sinni. En
þetta er ástand sem fylgir þjóðskipulagi Sjálfstæðisflokks-
ins, auðvaldsskipulaginu, einn af aðalþáttum þess, og ein
af nauðsynjum þess. Reykvískir verkamenn muna mátt-
lausar 'hlakkandi hótanir Sjálfstæðisflokksbroddanna á
iundanförnum árum er þeir hafa neyðzt til að láta undan
isamtakamætti verkalýðsins með kjarabætur: Bíði þeir
bara, verkamenn, það verður jafnað um þá þegar atvinnu-
leysið kemur.
i Samfylkingartilboð Sósíalistaflokksins til Alþýðu-
flokksins og Framsóknarflokksins hefur fengið djúpan
hljómgrunn í þessum flokkum og meðal fylgjenda þeirra.
Alþýðumenn sem fylgja Alþýðuflokknum og Framsókn
eru ekki allir búnir að gleyma því hvernig íhaldið beitti
einmitt bæjarstjóm Reykjavíkur, misbeitti meirihluta sín-
ium þar, til þess að ráðast á lífskjör verkamanna á kreppu-
»runum eftir 1930. Enn muna Reykvíkingar svívirðilega
Jólastemning i
Reykjavík.
Það gerast núna margir
merkilegir hlutir. — Kaup-
menn ýmsir eru, aldrei þessu
vant, orðnir skáldlega þenkj-
andi og farnir að stilla þannig
út vörum sínum að fólk nennir
að horfa á þær. Ein verzlun
lét meira að segja það boð út
ganga til íbúa þessa járnbrauta
lausa lands á laugardaginn var,
að hún mundi hafa vöruflutn-
ingalest í -förum fram og aft-
ur um húsakynni sín yfir
helgina. Allavegalitar ljósa-
perur eru víða komnar í brúk-
un, kviknandi og slokknandi
eftir kúnstarinnar reglum. I
sýningarglugga Haraldar við
Austurstræti stendur hvít-
skeggjaður jólasveinn, óað-
finnanlegur í klæðaburði, og
hneigir sig gjafmildilega fyr-
ir vegfarendum yfir hrúgu af
skrautlegum bögglum. Á Aust-
urvelli er allt í einu risið fag-
urt og tígulegt tré með gul
og rauð og græn og blá aldin
sem loga þegar dimmir. —
Þetta er það sem kallast jóla-
stemning í Reykjavík.
□
Ilmurinn sem aidrei má
vanta.
Svo er líka ilmurinn, yndis-
legur ilmurinn af suðrænum
sæluströndum, hann er líka óað
skiljanlegur þartur af þessari
stemningu, sætlega svífandi
útá götuna í gegnum dyrnar á
búðunum að boða jól, ávaxta-
ilmurinn. Hann er það parfume,
hann er það lavendur og eau
de Cologne sem aldrei má
vanti þegar Reykjavík býr sig
sparikjólnum til hátíðarhalds
í desember. Hann er svo sjálf-
sagður í jólastemningunni að
engar ríkisstjórnir, jafnvel
ekki þær bölvuðustu, hafa und-
ir þeim kringumstæðum hætt
á að setja bann við honum.
Jafnvel ekki þær bölvuðustu,
sagði ég, og sést það bezt á
því, að nú er kominn til lands-
ins álitlegur kassafjöldi af
hinni ilmandi vöru.
□
Hvað veldur ávaxfca-
banninu ?
En nú vaknar sú spurning,
sem óhjákvæmilega hlýtur að
leiða af öllu tali um ávexti.
„Helgi“ tekur hana til með-
ferðar í eftirfarandi bréfkafla:
.... Það væri fróðlegt að vita,
hvaða rök stjórnarvöld lands-
ins þykjast geta fært fyrir því,
að nýjir ávextir þurfi að vera
bannvara á Islandi allan tíma
ársins, nema nokkra daga í
kringum jólin... Því það er
vitað mál, að ávextir eru ódýr
vara, og framboð á þeim er
venjulega mjög mikið, jafn
vel svo mikið, að mark-
aðsskortur veldur því iðu-
lega að ræktendur þeirra eyði-
leggja uppskeruna í stórum
stíl... Geta nokkur skynsam-
leg rök mælt með því, að ís-
lenzk börn fái ekki að njóta
þeirrar hollustu og gleði, sem
ávextir veita, meðan ávöxtum
er ekið í sjóinn eða fleygt fyrir
svín og annan kvikfénað í
nágrannalöndum okkar ? —
Nei, ég er hræddur um, að til
grundvallar ávaxtabanninu á
íslandi liggi ekkert annað en
þröngsýni eða fjandskapur við
heilbrigða skynsemi. —Helgi“.
□
BeíKð eftlr strætis-
vagninum I Klepjís-
holtd.
„Kleppshyltingur" skrifar:
— „Kæri Bæjarpóstur! — Þú
ættir að birta fyrir mig fá-
einar línur um strætisvagna-
þjónustuna hér í Kleppsholt-
inu. — . .Það kemur sem sé
þráfaldlega fyrir, að vagninn,
sem á að fara frá Svalbarða
kl. 7, kemur ekki fyrr en
kortér yfir 7. Oft er þetta
svona marga daga í röð, stund
um heila viku. .. .Eg þarf ekki
að útskýra það, hversu baga-
legt þetta er fyrir okkur, sem
eigum að byrja vinnu klukkan
20 mín. yfir 7 eða hálf 8, en
erum kannski 5-10 mínútur að
ganga frá Lækjartorgi og á
vinnustaðina, til dæmis vestur
í Héðlnn, Steypustöðina eða
Jötun.
□
Vinsamleg tilmæli til
ráðamanna.
„Það eru þessvegna vinsam-
leg tilmæli okkar til þeirra,
sem páða Istrætisvögnunum
að bætt verði úr þessu ófremd
arástandi. . Komi það fyrir,
að maður sá, sem á að hefja
ferðirnar í holtið á morgnana
sé ekki mættur nógu snemma,
þá væntum við þess, að annar
maður sé sendur með vagninn,
og sé látinn fara það snemma
á stað, að ferðin frá Svalbarða
geti hafizt stundvíslega kl. 7,
eins og til er ætlazt. — Klepps
hyltingur".
hungurárás bæjarstjórnar Reykjavíkur 1932, er íhaldið
samþykkti þar að lækka kaupið í atvinnubótavinnunni úr
1.36 kr. í 1.00 kr. um tímann, hungurárásinni sem alþýða
Reykjavíkur hratt 9. nóv. berhent og vopnlaus í slag við
lögreglukylfur afturhaldsins. Verkamenn sem þá atburði
muna, karlar og konur, sem ekki geta hugsað til hinnar
hræðilegu martraðar atvinnuleysisins, skilja hvers virði það
er að flokkurinn sem misnotaði bæjarstjórn Reykjavíóur til
sveltiárásarinnar 9. nóv. 1932, og enn er sama sinnis, fái
ekki aðstöðu til að ráða gerðum bæjarstjórnar Reykjavíkur
þau erfiðu ár sem framundan eru;
HÖFNIN:
Togararnir Kári og Úranus
komu af veiðum í gærmorgun.
Afli þeirra verður saltaður hér.
Kári var með ca. 3900 kits.
ISFI8ESALAN:
Þann 13. þ. m. seldi Skúli Magn
ússon 3890 kits fyrir 8322 pund í
Grimsby. Þann 12. þ. m. seldi
Egill rauði 4337 kits fyrir 7864
pund í Grimsby.
RIKISSKIF:
Hekla er á Austfjörðum á
norðurleið. Esja fer frá Reykja-
vik kl. 21.00 í kvöld vestur um
land í hringferð. Herðubreið fer
frá Reykjavík kl. 20.00 í kvöld
austur um land til Bakkafjarðar.
Skjaldbreið var á Ólafsfirði í
morgun. Þyrill er í Faxaflóa.
Helgi fór frá Reykjavík í gær-
kvöld til Vestmannaeyja.
I
SKIPADEILD S. I. S.
Arnarfell lestar síld á Norður-
landi. Hvassafell fer væntanlega
frá Gdynia í dag.
BINAESSONAZOECA:
Foldin er væntanleg til Reykja
víkur frá Hull á miðvikudags-
morgun. Lingestroom er í Amster
dam.
E I M S K I P :
Brúarfoss kom til Rotterdam
13.12. fer þaðan til Antwerpen,
Hull og Reykjavíkur. Fjallfoss-
kom til Gautaborgar i gærmorg-
un, fór þaðan væntanlega í gær-
kvöld 13.12. til Reykjavíkur. Detti
foss fór frá Akureyri 12.12. til
London. Goðafoss kom til N. Y.
9.12., fer þaðan væntanlega 15.12.
til Reykjavíkur. Lagarfoss kom
til Reykjavikur 10.12. frá Kaup-
mannahöfn, Selfoss er á Siglu-
firði. Tröllafoss fór frá N. Y.
6.12. til Reykjavíkur. Vatnajök-
ull fór frá Vestmannaeyjum 10.12.
til Hamborgar.
Frá Happdrætti Templara.
Seinni dráttur í Happdrætti
Templara hefur farið fram. Vinn-
ingaskrá verður birt síðar, þegar
skilagrein liggur fyrir utan af
landi.
Næturakstur í nótt ánnast Hreyf
ill. —- Sími 6633.
Nýlega hafa opin-
berað trúlofun
sína, Kristín Þórð
ardóttir skrifstofu
stúlka, Kapla-
skjólsveg 11 og
Magnús Axelsson sjómaður Ás-
vallagötu 26.
18.30 Islenzku-
kennsla; I. 19.00
Þýzkukennsla; II.
19.25 Þingfréttir.—•
Tónleikar. 20.30
Kvöldvaka a) Ól-
afur Þorvaldsson þinghúsvörður
flytur frásöguþátt: „Gamla réttin
í hrauninu." b) Jónas Jónasson frá
Hofdölum fer með frumortar stölt
ur. c) Tónleikar: Strauss-valsar.
d) Frú Ólöf Nordal les smásögu
eftir Pearl S. Buck: „Dansleikur-
inn.“ 21.55 Fréttir og veðurfregn-
ir. Dagskrárlok. (22.05 Endurvarp
á Grænlandskveðjum Dana).
^ 1 gær voru
gefin saman í
hjónaband af
séra Garðari
Þorsteinssyni,
ungfrú Jónína
Jónsdóttir (Bergssonar stórkaup-
manns), Hávallagötu 40, Reykja-
vík og stud. polyt. Gísli Júlíus-
son (Sigurðssonar skipstjóra)
Skúlaskeiði 5, Hafnarfirði. Heim
ili ungu hjónánna verður fyrst
urn sinn að Hávallagötu 40.