Þjóðviljinn - 14.12.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.12.1949, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 14. des. 1949 ÞJÖÐVHJINN 5 Ráfmagnsskorfurlnn stafar af vanrækslu valdhafa rikis og hæja Fyrír tveimur árum krafSist Sósialistaflokkurinn tafar- lausra framkvœmda i 'j þessum efnum Þær framkvæmdir eru enn hafnar - og munu taka minnst tvö til þrjú ár Nú í kulda og myrkri skamm degisins, eru ýmsir háttsettir menn að gera þá „uppgötvun“ að ekki sé allt í sem beztu lagi með raforkuframleiðHluna hér á landi. Jafnvel ráðherrar lýsa því yfir, á Alþingi, að á það raforkuver, sem helmingur allra landsbúa á að fá raforku frá, sé lagt meira, en það getur bor- ið. Þingmenn hinna ráðandi flokka taka undir, í sama tón, og blöð þeirra básúna, hvert í kapp við annað, hversu ískyggi- legt ástandið sé, í þessiam efn- um — og hversu ófært það mimi verða þau ár, sem enn hljóta að líða, áður en úr verð- iur bætt. 1 blöðum og útvarpi birtast auglýsingar, til iðnrekenda í Reykjavík, um að þeir skuli forða fyrirtækjum sínum frá stöðvun, vegna rafmagnsskorts, með því að kaupa sér disel- rafstöðvar . (náttúrlega fyrir lítið verð) — og frá höfuð- stað Norðurlands, sem rekur annað stærsta raforkuver lands íns, berast þær fregnir, að þar sitji menn ljóslausir í kuld amim, til skiftis eftir bæjar- hverfum. Hvernig stendur á þessúm ósköpum ? Þannig, að tímann, sem átti að nota til þess að byggja ný orkuver, hafa valdhafarnir — í viðkomandi bæjarfélögum og á Alþingi — notað til þess að masa um undirbúning virkj- ananna. Aðein s Sósí alis taf lokkurinn ' hefur heimtað raunhæfar fram- kvæmdir. Fyrir tveimur til þremur ár- um benti hann á þá hættu, sem vofði yfir, í þessum efnum, ef ekki yrði hraðað, eins og unt væri, þeim virkjunarfram- kvæmdum, sem hér er um að ræða. í þingbyrjun 1947 fluttu þeir Steingr. Aðalsteinsson og Einar Olgeirsson þingsályktunartil- lögu, um að Alþingi legði fyrir ríkisstjórnina „að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að viðbótarvirkjunum í Soginu og í Laxá í Suður-Þing- eyjarsýslu verði lokið svo .fljótt, sem frekást má verða, og ©kki siðar en haustið 1949.“ j 1 greinargerð fyrir þessari tillögu var bent mjög rækilega á það, hversu alvarlegur raf- magnsskortur mundi verða á orkuveitusvæðum þessara virkj- ana, ef nokkur óþarfur dráttur yrði á framkvæmdunum. Skýrt var frá því, að Sogsvirkjunin væri þá þegar yfirhlaðin, svo taka yrði strauminn af hinum nýju veitum um Reykjanes og um Árnes- og Rangárvallasýsl- ur, þann tíma sólarhringsins, sem rafmagnsnotkunin er mest. Að vísu mundi verða bætt úr þessu í bili, með eimtúrbínu- stöðinni, sem þá var verið að hyggja— en síðan sagt orð- rétt: „En með þeirri hraðvax- andi rafmagnsnotkun, sem ver- ið hefur í Reykjavík, mun þessi orkuaukning verða fullnotuð jafnvel þegar á fyrsta ári, þannig, að á árinu 1949 verði aftur orðinn skortur á rafmagni til þeirra raforkuveita, sem tengdar eru Sogsvirkjuninni." Um Laxárvirkjunina er talið sömu sögu að segja. Orka henn ar sé þá þegar fullnotuð, og því ekkert til að mæta vax- andi þörfum Akureyrar og þeirra orkuveitna, sem við Lax- árvirkjunina eru tengdar. Niðurstaða greinargerðarinn- ar var því sú, að „það má eng- um tíma spilla í undirbúningi þessara mála, og f ásinna ein — þrátt fyrir takmarkaðan gjald- eyri að veita ekki nauðsynleg gjaldeyrisleyfi í þessu sam- bandi, eða að hika við fjár- festingarleyfi til jafn lífsnauð- synlegra hluta, og hér er um að ræða.“ Síðan lauk greinargerðinni með þessum orðum: „Framkvæmd þessara virkj-. ana hefur svo geysimikla þýð-[. ingu fyrir almannahag og af- komu heilla atvinnugreina, að óverjandi væri að láta óeðlileg- an drátt verða á framkvæmd- unum, enda mundi þá sá mikli skortur á raforku, sem þegar er og enn meira vofir yfir á allra næstu árum, valda miklum hluta þjóðarinnar hin- um mestu vandræðum.“ Þetta var, sem sagt, fyrir tveimur árum þ. e. a. s. tveim- ur árum áður en mektarmenn ríkis og viðkomandi bæja gerðu þá uppgötvun, sem greint er frá í upþhafi þessa máls. Þá var fyrirhyggjan og fram kvæmdaþrekið ekki meira en svo, að fyrrnefnd þingsál.till. þvældist hjá fjárveitinganefnd allan veturinn 1947—48 án þess að fá afgreiðslu. Og sá ráðherra, sem farið hefur með raforkumál og sem í umræðunum um áðurnefnda þingsál.tillögu viðurkenndi, að undirbúningi Laxárvirkjunar væri þá, (fyrir tveimur árum) komið svo langt, að ástæða væri til að fara að kaupa v.élar og efni til hennar, hefur samt ekki enn notað heimild, sem Alþingi veitti honum hinn 24. maí 1947 til þess að festa kaup á umræddum vélum. 4* Árangur þessa athafnaleysis er sá, að meginhluti allra þeirra landsmanna sem raforka hefur verið leidd til, búa við það á- stand, sem drepið var á í upp- hafi þessarar greinar. Og það ástand á eftir að stór-versna þann tíma, sem enn líður áður en viðbótarvirkjunum lýkur. Árangurinn er ennfremur sá, að nú verða þessar virkjanir um það bil helmingi dýrari en áætlað var, að þær mundu kosta. j Það þýðir, að þegar meiri- hluta þjóðarinnar hafa verið bökuð óhemjuóþægindi árum saman, vegna rafmagnsskorts- ins, og stórkostlegt fjártjón af römu sökum — verða menn, þegar rafmagnið loksins fæst, að borga það miklu hærra verði, en annars hefði orðið. Væri ekki rétt fyrir allan þann fjölda fólks, sem hér á hlut að máli, Reykvíkinga, Ak- ureyringa og aðra þá, sem búa á orkuveitusvæðum þessara virkjana, að draga hér af nokkra lærdóma — og vera þeirra minnugir t. d. við bæjar- stjórnarkosningarnar, sem nú fara í hönd. Sjómenn, notum tækifærió! Saga Sjómannafélags Reykja víkur hin síðari ár er svartasti bletturinn í sögu íslenkzra al- þýðusamtaka og jafnframt á- takanlegt dæmi um mannlega niðurlægingu. Hér er um að ræða alger svik forystumanna félagsins við þær hugsjónir, sem þeir á sínum manndóms- árum börðust fyrir. Þó er einn maður í hinni deyjandi sjó- mannafélagsstjórn, sem ekki verður sakaður um hugsjóna- svik. Þessi maður er Sæmund- ur Ölafsson. Hann virðist aldrei hafa haft aðra köllun, en þá, að vinna öll þau skít verk, sem baráttan gegn hags munum sjómanna útheimtir. Mér yitanlega hefur hann aldrei verið vinsælli í félags- lífi sjómanna en kexið hans í mataræði þeirra. Við hann hafa sjómenn aldrei neinar vonir tengt. Aftur á móti er hart til þess að vita að maður eins og Ólafur Friðriksson sk’iij. hafa hlotið þau ömurlegu örlög að lifa sjálfan sig. Vegna hins sérstæða „lýð- ræðis“ í sjómannafélaginu hef- ur þeirri stjórn, sem hér hef- ur lauslega verið lýst tekizt að halda völdum til þessa í trássi við vilja yfirgnæfandi meirihluta starfandi sjómanna. En nú hefur það kraftaverk gerzt að sjómönnum tókst að koma fulltrúum sínum í öll sæti á lista þeim, sem verið er að kjósa um. Við sjómenn munum nú nota þetta tækifæri til þess að gera upp reikninginn við þá menn, sem svikið hafa málstað okkar. Þjónkun þeirra við útgerðar menn bitnar á okkur í dag- versnandi lífsafkomu og minnir sífellt á þann dauðadóm, sem þeir hafa sjálfir upp kveðið yfir sér, sem leiðtogar okkar. Þessum dómi munum við fullnægja í yfirstandandi kosn ingum. Það mun vera venja að tiigreina helztu málsatvik áður en dómi er fullnægt. 1 þessu tilfelli eru afbrotin svo mörg og augljós, að ég mun fara þar fljótt yfir sögu. Við minnumst þess er flutt var á Alþingi frumvarp um styttingu vinnutíma á togurum. Flestallir togarasjómenn sendu þá Alþingi áskorun um að sam þykkja það. Fram til þessa hefur hvorki stjóm Sjómanna- félagsins í heild né formaður þess, sem sæti hefur átt á Al- þingi, verið „viðbúnir“ að taka afstöðu til þessa máls og verða það ekki héðan af, sem þing- menn. Það er vissulega of seint að iðrast eftir dauðann. Þetta mun vera heimsmet í „lýð- ræði“ að taka ekki til greina viljayfirlýsingu svo til allra umbjóðenda sinna. Þá er og minnisstæð fram- koma þessara manna í samn- ingunum við útgerðarmenn síðastliðinn vetur, þar sem þeir börðust eins og ljón gegn hagsmunum sjómanna, en hundsuðu þá menn, sem kosn- ir voru af sjómönnum, til þess j að fylgjast með samningsgerð- inni. Þeir samningar eru verð- ugur minnisvarði á leiði þess arar stjórnar. 1 þeim eru flest ar greinar svo loðnar að þær má skilja á ýmsavegu og út- gerðarmenn hafa getað túlkað jöll vafaatriði sér í hag í friði Ifyrir stjórn Sjómannafélagsins. Þó er ótalið sem er hættuleg- 'ast við þessa samninga en það jer að fela mönnum að semja Ihverjum fyrir sig um kaup fyrir viss störf. Þar með er lútgerðarmönnum gefin aðstaða Itil að kúga menn til vinnu án iendurgjalds og munu mörg idæmi þess að þeir hafi, notað sér þessa aðstöðu. Það er til marks um „vin- sældir“ þessa samnings að hægt mun að telja á fingrum annarrar hahdar þá sjómenn sem viðurkenna að hafa sam- þykkt þá. Það er ekki úr vegi að geta þess nú þegar togar- I'ramhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.