Þjóðviljinn - 17.12.1949, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 17.12.1949, Qupperneq 6
6 ÞTÓÐVILTINN Laugardagur 17. des. 1949 Kreutzer — sónatan Hin heimsfræga skáltlsaga LEO TOLSTOYS í þýðingu Sveins Sigurðssonar, ritstjóra er komin í bókabúðir. Verð kr. 18.00 heft og kr. 30.00 í ágætu rexinbandi. I liaivjt kom út Húsbóndi og þjénn og fleiri sögur, eftir sama höfund í þýðingu Sigurðar Arngrímssonar, ritstjóra. Verð kr. 23,00 og kr. 35,00 í samskonar rexinbandi. Enginn þarf 'að fyrirverða sig fyrir að gefa góða bók eftir Tolstoy í jólagjöf. Prentsmiðja Austurlands h.f. SeygisfÍEði Byrjum í dag að selja íslenzkra furugreinar Aðeins litlar birgðir til í ár. Greinasalan Laugaveg 7, sími 4881. Tlö Tilboð óskast í hita- og hreinlætislagnir (efni og vinnu) í 100 íbúðir i íbúðarhúsum Reykjavíkurbæjar við Bústaðaveg. ó- ?- '■! Teikningar og útboöslýsingar fást á skrifstofu Vatns- og Hitaveitunnar gegn 100 króna skilatrygg- ingu. Reykjavík, 16. des. 1949. Ilelgi Sigasðssen. iiHCHiMuiniiuiHHiiiins FRAMHALDSSAGA: BRDÐARHRINGURINN ■m S m 3 EFTIR Mignon lEherhart 8 IHBIHnBll 43. DAGUK HHUIHHH sem féll vel að grönnum og spengilegum likama hennar. Hún sat hnarreist í hægindastól, hvít- ar hendurnar hvíldu á öðru hnénu, hún lyfti höfðinu, horfði gráum augunum á forseta dóms ins — hún var líkust því, að hún sæti fyrii hjá myndasmið. Rödd læknisins var samúðarrík: „Lét Sedley nokkurn tíma í ljós, að hann þyrfti að jafna sakirnar við dómarann ?“ „N-nei“, sagði Catherine dræmt. „Það er að segja — auðvitað var honum ekki hlýtt til dómarans“. Turo glotti að þessu. Róní sá út undan sér dökka hárið á honum, bláu augun og hvítar tennurnar. Læknirinn ræskti sig og sagði: „Þér segið að Sedley hafi farið að heim- an hálfellefu, eða um það bil ?“ „Já. Kannski svo litið fyrr. Eg sá hann ekki aftur“. „Þakka yður fyrir, frú Sedley. Þetta er nóg“. Plefnd. Það var eina augljósa tilefnið. Það tilefni hafði lika vaxið í ríkum rnæli við það, að dómarinn hafði sagt Lewis þetta kvöld, að kona hans ætlaði að skilja við hann. Það var litillega minnzt á þetta af tillitssemi við Catherine, en bent á mikilvægi þess eig'i að síður. . Svo hafði Lewis Sedley flúið. Hann hafðist við í leyni. Brammi fyrir þessum reiðu, ákveðnu mönn- um, sem allir voru andvígir Lewis Sedley, gat Róní livorki sannfærzt um sekt hans, né skýrt frá því sem henni fannst nú v^ik og ósannfær- andi rök fyrir því, að hann mundi vera' saklaus. Bréfið, sem þau -Stuart höfðu brennt (og þar með eyðilagt sönnunargagn — og það mikil- vægt sönnunargagn) gat því aðeins leitt til þess að sanna sakleysi Lewis Sedleys, að mörð- inginn og bréfritarinn væri einn og sami mað- ur. Á meðan hún var yfirheyrð sá hún Stuart snöggvast, þar sem hann var, ásamt öðrum, í dyrunum og beið þess að verða yfirheyrður. Augnaráð hans var alvarlegt, eins og hann væri að revna að áminna hana um varkárni; láta sér ekki detta í hug ljótan blóðstorkinn bréf- snepil. Næsta vitni á eftir Catherine var Blanche, íhún staðfesti titrandi röddu, hvenær dómarinn hefði farið um borð) síðan var kallað á Buff. Hann Svaraði viðstöðulaust og skorinort, eins og hann vissi fyrirfram hvers ætti að spyrja. Aðeins einu sinni kom hik á hann. Það var þeg- ar Lamoreaux læknir spurði hversu langt hann hefði gengið eftir stígnum meðfram kílnum. „Fðruð þér lengra en að sumarhúsinu ?“ ■ „Ö —— já, góðan spöl“, svaraði Buff strax. „Sáuð þár "engan?“ Buff komst út úr jafnvægi allra snöggvast. Svo sagði hann kuldaléga : „Það var engan að sjá. Frú Sedley var inni; og ég sá áreiðanlega hvorki Lewis né nokkurn annan.“ Forseti dómsins lét sér þetta nægja, og lét Buff fara, en kallaði á Stuart. Róní leit á Catherine án þess að vita hvers vegna. Cather- ine horfði á Buff. Engin svipbrigði sáust á fögru andliti hennar, en þó virtist Róní þar bregða fyr ir uppgerðar kæruleysi, en hafi svo verið, var það aðeins andartak. Stuart sagði sína sögu í stuttu máli en skil- merkilegu, og gekk alveg fram hjá bréfinu bióð- uga. Forseti spurði hann síðan: „Var maðurinn, sem þér sáuð Lewis Sedley?“ „Eg veit það ekki. Eins og ég tók fram, sá ég aðeins mannsmynd hlaupa eftir þilfarinu. Eg gat ekki séð hver það var.“ „Þekkið þér Lewis Sedley í sjón? Hefðuð þér þekkt manninn ef það hefði verið hann?“ Stuart vafðist tunga um tönn. Hann var hár og föngulegur í hvítum lérefsfötum, dökkur yf- irlitum og ákveðinn á svip. Augu hans og Róní höfðu ekki mætzt síðan hann leit til hennar við- varandi. Þótt hann hefði verið lengi fjarverandi, mundi fólkið eftir honum og hann eftir því; íann var strax sem heima, einna af þcim, Orleans búi. „Eg er ekki viss um það“, sagði þann stilli- lega. Að vísu man ég eftir honum, en það er svo langt síðan. Nei, ég held ekki að ég mundi þekkja hann, nema ég hefði hann fyrir mér. Honum var sleppt. Sennilegt er að ekkert hefði getað haggað úrskurðinum, hvað sem sagt hefði verið. Henry Yarrow, dómari, hafði verið myrtur; hann gat ekki hafa framið sjálfsmorð. Það var hið eina sem þeim virtist kappsmál að sanna. Úrskurð- inum fylgdi viðbót; lögreglan var hvött til þess ið hafa hendur í hári Lewis Sedleys, handtaka hann sem fyrst og kæra hann fyrir morð. Auðvitað var ekki minnzt einu orði á ham- arinn. « Þrettándi kafli: Talað af sér. Enn fleiri rnenn voru sendir af stað að leita að Lewis. Matur var borinn á borð. Fleiri gest- ir komu. Blanche veitti því eftirtekt, að Róní varð því fegin, ef einhver gestanna lét í ljós sam úð með henni. „Róní mín, hér er Dentistyfjölskyldan; hana langar til ao heilsa brúðinni. Þetta er Latour- :ólkið, meðal okkar euztu vina.“ Blanche var rauðeygð, en gegndi skyldu sinni við gertina, svo ekki varð að fundið. Stundum gi’ipu gestirnir og heimilsfólkið til frönskunnar, irún vár þeim fullteins töm, og samtalið var innilegra. n a v l Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu Ingibjarga? áðalheiðar Jéhannesdótiur fer fram frá Kapellunni í Fossvogi, mánudaginn 19. des. kl. 1,30 e. h. Börn og tengdaböm.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.