Þjóðviljinn - 04.01.1950, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 04.01.1950, Qupperneq 4
Þ JÓÐVIL JÍNN Miðvikudagur 4. janúar 1950. pIÓÐVILIINH Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmuridsson (áb.) Fréttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðam.: Arl K&rason, Magnús Torfl Ólafsson, Jónas Árnason Áuglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson Bltstjóm afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- ■tíg 19 — Sími 7500 (þrjár línur) Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Áskriftarverð: kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Sóaiallstaflokkurlnn, Þórsgötu 1 — Síml 7510 (þrjár línur) Afurðasölumálin & Um þessi áramót hafa margir af voldugustu mönn- Tim þjóðarinnar flutt henni boðskap sinn gegn um út- ivarpið, lýst ástandi því, sem þeir telja vera í efnahags- málum hennar, og framtíðarhorfum öllum. Munu áreiðanlega vera nokkrir áratugir síðan ann- að eins hefur dunið yfir þjóðina í einu af dökkum lýs- ingum, hrakspám og fullyrðingum um að nú verði þjóðin iað fara að fórna þeirri afkomu sem 'hún hefur síðustu ár fbúið við ef bjarga eigi frá algerðu efnahagslegu hruni. flHefur þessi nýársboðskapur því. síður en svo verið almenn- jngi fagnaðarboðskapur. n : ,! Um ástæðumar til þess að nýársboðskapurinn er á fþennan veg nú um áramótin má ýmislegt segja. ■' Formaður eins stjórnmálaflokksins, Framsóknar, heldur því m. a, fram í sínum boðskap, að þetta sé því að k;enna að íslendingar hafi keypt of marga nýja tog- ara, of marga nýja vélbáta og of mikið af vélum og öðrum atvinnutækjum. Vitnar hann m. a. í orð fjármála- ráðherra, þau, að hér hafi verið ráðizt í of miklar fram- kvæmdir á of stuttum tíma. Engan þarf að undra þótt yið þennan tón kveði úr þeirri átt, því þetta hefur verið aðalinntakið í boðskap þessara samherja, síðan stjómar- skiptin urðu 1944. En það er annar þáttur, sem ekki er bent á af þessum sama kór, og það eru markaðsmál okkar, nema ‘aðeins er það upplýst að verð á afurðum okkar fari lækkandi. Hins er ekki getið, hvemig þríflokkastjórnin fyrrverandi eyðilagði þá markaði, sem búið var að opna og nú hefðu getað forðað okkur frá kreppu og e. t. v. hruni, ef á þeim málum hefði verið vel haldið. Þeir sem minnast áróðurs borgarablaðanna á stríðs- árunum, muna einnig að gegn um hann gekk sú full- yrðing ætíð eins og rauður þráður að um leið og friður yrði saminn myndi verðlag á afurðum okkar hrynja. Núverandi fjármálaráðherra kvað einna gleggst að þessu í blaði sínu Vísi er hann.sagði þau eftirminnilegu 'orð, að allt framleiðslukerfi þjóðarinnar stæði á leirfót- /um er mundi hrynja þann dag er friður kæmist á í álf- ;unni. Friður komst á í álfunni, eh' markaðir íslendinga íhrundu ekki, heldur stórbötnuðu. Sú einokunaraðstaða sem Englendingar höfðu haft hér var allt í einu rofin við það að nú tókst að ná til þjóða, sem engin tök voru á að semja við áður um neinskonar viðskipti. Voru Sovétríkin þar í fremstu röð þótt einnig mætti nefna mörg fleiri. Vorið 1946 var gerður viðskiptasamningur við ÍSovétríkin um kaup á íslenzkum sjávarafurðum og nam Ilipphæðin rúmum 90 millj. kr. Verðið hækkaði frá því 'sem verið hafði, í stað þess að lækka eins og áróðurs- 'málgögn borgaraflokkanna höfðu fullyrt að verða mundi. 'Snemma á árinu 1947 var einnig send samningánefnd til Sovétríkjanna. í skýrslu sem þessi nefnd sendi íslenzku ríkisstjórninni hafði þess verið getið, að samningamenn Rússa teldu verð það sein Islendingar kröfðust of hátt. Þessi ummæli hefur Bjarni Benediktsson utanríkisráð- 'herra flutt þjóðinni í næstum hverri útvarpsræðu sem ibann hefur flutt síðan, og þar á ofan hafa þau verið margtuggin í blöðum borgaraflokkanna allra nú hátt á þriðja ár. ÁrangTirinn er sá, að fjöldi Islendinga trúir því að Víil barnasýningar á „Bláu kápunni.“ . * 3 \ “ f. Ung móðir, sem oft hefur áður rætt við okkur hér í dálk unum, hringdi til mfn í gær og sagði: „Eg brá mér í Iðnó núna um jólin og sá „Bláu kápuna.“. Það fannst mér góð skemmtun. En mér datt í hug: Hvers vegna eru ekki hafðar sérstak ar bárnasýningar á þessari á- gætu óperettu? Hún er létt og fjörug, full af dönsum og hressilegum söng, að mínum dómi í alla staði vel til þess fallin að vekja hrifningu barna. Ennþá stendur yfir jóla frí í skólunum, og þessvegna. einmitt upplagður tími til að hafa bamasýningar á „Bláu kápunni“ eitthvert kvöldið. Bið ég Bæjarpóstinn að skila þess- um tilmælum mínum til Léik- félagsins.“ — Það er hér ‘rieð gert. □ Vill að „Hvíta drepsótt- in“ og „Krakatít“ verði sýnd aftur. Kj. skrifar: „Skömmu fyrir jólin voru sýndar tvær ágætar tékkneskar kvikmyndir hér í Reykjavík, „Hvíta drepsóttin," sem sýnd var á Hafnarbíói, og „Krakatit," sem sýnd var í Stjömubíói........ Vil ég nú mælast til að báðar þessar kvik myndir verði sýndar aftur. Eg er sem sé viss um, að miklu færri sáu þær en vildu, þar eð þær voru sýndar á þeim tíma þegar annríki fólks er svo mik- ið, að það hefur yfirleitt lítinn tíma til að fara í bíó. — Kj.“ Þessum tiimælum vil ég láta fylgja skilaboð frá ungri stúlku, sem biður forráðamenn Stjörnubíós að sýna „Steinblóm ið“ endilega kl. 9 eitthvert kvö'dið núna. Hún hefur ekki að stöðu til að fara i bíó kl. 5 (en á öðrum tíma er hætt að sýna „Steinbtómið"), og svo er ef- laust um fjölda annarra, sem enn hafa ekki séð þessa ágætu kvikmynd, en hafa þó mikla löngun til þess. □ Athugasemd út af vöru- bílunum í sorpheeinsnn- inni. Á gamlársdag birtist bréf, þar sem „Vesturbæingur“ sagði frá því, að sorpinu úr hverfi . hans væri ekið burt á venju- legum vörubílum. Ut af þessu hefur Jón Sigurðsson, borgar- læknir, beðið mig fyrir ofyrlitla Framhald á 7. síðu. * Í1EISSKIF: Hekla var væntanleg til Akur- eyr síðdegis í gær á vesturleið. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. Herðubreið er í Rvík. Skjald- breið verður væntaniega á Akur- eyri síðdegis í dag. Þyrill er á leið frá Gdynia til Rvíkur. Helgi fór frá Reykjavík í gærkvöld til Vestmannaeyja. E I M S K I P : Brúarfoss fór frá Flatey 31. 12. til Frakkiands. Dettifoss kom til Rvíkur 1. 1. frá Huli. Fjallfoss fór frá Rvík 30. 12. til Káupmanna- hafnar og Gautaborgar. Goðafoss fór frá Reykjavlk 30. 12 til Ant- werpen, Rotterdam og Hull. Lag- arfoss fór frá Gdynia 31. 12. til Kaupmannahafnar. Selfoss kom til Reykjavíkur 30. 12. frá Leith Tröllafoss fór frá Siglufirði 31. 12. til N. Y. Vatnajökull fór frá Vestmannaeyjum 2. 1. til PóIIa.nds. Katla fór frá N. Y. 30. 12. til Reykjavíkur. Skipadeiid S. 1. S. Arnarfell fór frá Gdynia á gaml- árskvöld og er væntanlegt til Ak- ureyrar á föstudag. Hvassafell er í Aalborg. þarna hafi samningar strandað á því að Islendingar hafi krafizt of mikils verðs, Þannig getur ein lítil setning, slitið úr samhengi og mistúlkuð orðið til ao blekkja tug þúsundir manna. Sann- leikurinn er að þessir samningar strönduðu ekki. Sann- leikurinn er að þrátt fyrir þes3i ummæli hins rússneska samningamanns, var gerður viðskiptasamningur, sá stærsti er íslendingar hafa gert á friðartímum, eða um vörusölu upp á 96VÍ> millj. kr. án þess að verðið lækkaði. Þótt íslendinga brysti vörumagn til að notfæra þau réttindi ér samningurinn veitti þeim, þá sýnir það að eins hve mikilsverður árangur hafði náðzt á þessum tveim árum er liðin voru síðan stríðinu lauk. En sagan er ekki hér með búin. Hinn 3. júlí 1947 nokkrum vikum eftir að þessi stóri og hagfelldi við- skiptasamningur var gerður, undirritaði Bjami Benedikts- son Marshallsamninginn. Með þeirri undirskrift skuldbatt ríkisstjórnin sig til að draga. úr viðskiptunum austur á bóginn. Árið 1948 voru þau sama sem engin og árið 1949 alls engin. Hvers virði það mundi vera okkur nú, þegar brezka stjómin neitar að kanpa af okkur freðfiskmagn það sem hún hefur verið kaupandi að síðustu ár, ef opin væri sú leið til.viðskiptasamninga, sem opnuð var 1946, og notuð með svo góðum árangri 1946 og 1947, getur hver maður skilið sem líta vill raunhæft á þessi mál. En hinir vísu landsfeður, sem fluttu þjóðinni fyrr- nefndan nýársboðskap gleymdu þeirri sögu. Næturakstur í nótt annasð Hreyfill, sími 6633. NæturvörSur er i Laugavegsapó- teki. — Sími 1618. Næturiæknir er í læknavarðstof- 30. desember opin- beruðu trúlofun sína ungfru Björg Bogadóttir, skrif- stofumær, Bjarg- arstíg 2, og Árni Benediktsson frá Hofteigi. — Á gamlárskvöld opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Sig- ríður Sigurða^dóttir, Flókagötu 4, Reykjavík og Björgvin Árnason frá Þórshöfn. -— Á nýársdag opin- beruðu trúlofun sína, Sigríður Halldórsdóttir frá Úlfsstöðum í Landeyjum og Óskar Sigurjóns- son frá Torfastöðum í Fljótshlíð. — Á gamlárskvöld opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Sonja Kristien- sen hárgreiðsiumær og Jón Krisb- insson, Sólvallagötu 12. — Á ný- ársdag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Kristrún Guðnadóttir, Hólmum, Austur-Landeyjum og Hörður Guðmundsson, skrifstofu- maður hjá Vegágerð ríkisins. 18.30 Islenzku- kennsla; I. fi. — 19.00 Þýzku- kennsla; II. fl. 19.25 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Kvöldvaka: a) Séra Halldór John- son flytur nýárskvéðjur frá Is- lendingum vestan hafs. b) Tón- leikar af plötum: Gömul kórsöngs- lög. c) Sigfús Elíasson les frum- ort kvæði: „Norska jólatréð". d) Herdís Þorvaldsdóttir leikkona les smásögu: „Fjárhús í Betlehem" eftir Jules Superville. Tómas Guð- mundsson þýddi og endursagði. 22.10 Danslög. Á nýársdag voru gefin saffl- an í hjónaband á Akureyri, ungfr.ú Annella Stefánsdóttir, Oddeyrargötu 24 og Magnús Ól- afssOn stud. med. Reykjávík. — Á gamlársdag voru gefin saman í hjónaband af séra Halidóri Kol- beins, Benónía Jónsdóttir, Vest>- mannaeyjum og Þórarinn Eiríks- son, Vestmannaeyjum. — Á gaml- ársdag voru gefin saman í hjóna- band af séra Garðari Þorsteins- syni, ungfrú Gerður Ásgeii-sdóttir, Hafnarfirði og Gunnar Hallgríms- son, Reykjavik. Heimili brúðhjón- anna verður fyrst um sipn á Norð urbraut 25 B Hafnarfirði. Ármótamóttaka forseta ts- lands. Forseti íslands hafði mót- töku í Alþingishúsinu á nýárs- dag, svo sem venja hefur verið. Meðal gesta voru ríkisstjórnin, fulltrúar erlendra ríkja, ýmsir embættismenn og fleiri. Nýárskveðjur til forseta Islauds. Meðal nýárskveðja, sem forseta hafa borizt eru kveðjur frá Há- koni VII. Noregskonungi, Paasi- kivi Finnlandsforseta, Reza Pahl- avi Iranskeisara og Francisco Franco ríkisleiðtoga. Sjánar. Heiðursmerki: Forseti Islands hefur í dag sæmt eftirtalda menn heiðursmerkjum fálkaorðunnar, svo sem hér segir: Stórriddara- krossi: Guðmund Ásbjörnsson, kaúpmann, forseta bæjarstjórnar Reykjavíkur s.l. aldarf jórðung. Jón Maríasson, bankastjóra Lands bankans, Magnús Gíslason, skrif- stofustjóra i fjármálaráðuneytinu, og Sigurð Halldórsson, trésmiða- meistara. Riddarakrossi: Bjarna Jónsson, skipstjóra, Reykjavík. Davið Jónsson, frv. hreppsstjóra, Kroppi, Eyjafirði, og Sigurð Sig- urðsson, sjómann, Kaplaskjólsveg 15, sem stundað hefur sjómennsku undanfarin 60 ár, á öllum tegund- um fiskiskigá og er ennþá við sjómennsku. (Frétt frá orðuritara, 1, 1. 1950.) Gjafir til B. Æ. R. Kr. 10.00 hafa gefið: Jonny Jak>- obsdóttir, Hrafnhildur Guðbrands- dóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Guðrún Eiríksdóttir. Kr. 5.00: Elín Krist- insdóttir, Katrin Guðjónsdóttir, Helga Isaksdóttir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.