Þjóðviljinn - 12.02.1950, Side 4
■ tm n
ÞJÖÐVILJINN
Sunnudagur 12. febrúar 1950
8
Þióðviliinn
Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Slgurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjór!: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson
Ritstjórn, aígreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu-
etíg 19 — Sími 7500 (þrjár línur)
Áskriftarverð: kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverð 50 aur. tint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
SósS&Hstaflokkurínn, Þórsgötn 1 — Síml 7510 (þrjár línur)
\ Hræsnisskrif um atvinnuleysið
Afturhaldsblöðin kreista nú úr sér krókódílstár
yfir atvinnuleysi því sem er orðið ömurieg staðreynd hér
á Islandi eins og annars staðar í heimi kapítalismans. Þau
tala réttilega um hinar alvarlegu afleiðingar atvinnuleysis
og þykjast vera full umhyggju fyrir atvinnuleysingjunum
og aðstandendum þeirra, konum, börnum og gamalmennum,
sem nú horfast í augu við skortinn.
Það fer ekki hjá því að þessi umhyggjuskrif aftur-
haldsblaðanna veki andstyggð skynbærra manna. Þessi
blöð eru einmitt gefin út af þeim auðmannaklíkum sem
komið hafa atvinnuleysinu á vitandi vits og af ráðnum
hug. Atvinnuleysið er ekkert aðsteðjandi böl í líkingu við
eldgos eða jarðskjálfta, heldur afleiðing stefnu, þeirrar
stefnu sem þríflokkarnir hafa mótað undanfarin ár.
Sósíalistar hafa bent á það frá upphafi að stefna
lafturhaldsflokkanna hlyti að leiða til atvinnuleysis, enda
væri það tilgangur hennar. Innanlands hefur sem kunn-
ugt er verið unnið markvisst að þ^í að draga úr öllum
atvinnuframkvæmdum, og hafa þá lagzt á eitt ríkis-
stjórnin, bankarnir og fjárhagsráð. í viðskiptum við út-
lönd hefur ísland verjð njörvað við iönd kreppunnar þar
sem atvinnuleysingjunum fjölgar nú um hundruð þús-
unda á hverjum mánuði, og afleiðingin hefur orðið sú,
að m^rkaðirnir eru að dragast saman á geigvænlegan
hátt og hafa þegar lamað útflutningsframleiðslu íslend-
inga að verulegu leyti. Þó er það sem enn er fram komið
aðeins upphafið, ef haldið verður áfram á sömu braut.
★
Tilgangur íslenzku auðstéttarinnar með þessari stefnu
er ofur auðsær. í stéttaátökum auðvaldsþjóðfélagsins er
atvinnuleysi nauðsynleg forsenda fyrir yfirstéttina. Þess
er enginn kostur að ráðast á kjör almennings, ef atvinna
er næg og eftirspurn eftir vinnuafli mikil. Á tímum
atvinnuleysis er aðstaðan hinsvegar öll önnur; með skort-
inn að vopni er hægt að ná árangri.
Og það er sannarlega engin tilviljun, að á sama tíma
og atvinnuleysið hefur aftur fengið þegnréttindi á íslandi
er auðmannastéttin að undirbúa nýjar, stórfelldar árásir
á lífskjör almennings. Hin laumulegu „bjargráð" íhalds-
stjórngrinnar eru einmitt byggð á atvinnuleysinu,- mið-
uð við að skorturinn, öryggisleysið og óttinn knýi samtök
alþýðunnar til undanhalds. Hins vegar má ekki fiíka
opinberlega jafn kaldrifjaðri hernaðaráæ'tlun, og þess
vegna reyna afturhaldsritstjórarnir að kreista tár fram
á hvarma sina á sama tíma og auðmannaklíkurnar núa
saman höndum í fögnuði yfir bættri vígstöðu.
★
Reynslan á eftir að sýna hversu rökstuddur sá fögn-
uður er. Víst er um það, að á næstunni mun reyna á
karlmennsku og baráttuþrek alls almennings, en auð-
stéttin mætti minnast þess, að íslenzk alþýða hefur til
þessa kunnað að takast á við andstæðinga sina. Samtök
alþýðunnar eru nú voldugri en nokkru sinni fyrr, og nú
veit almenningur af reyuslu nýsköpunararanna að það er
engin þörf á því að íslenzk alþýða búi við atvinnuleysi og
fikort. Það eru enn möguleikar til góðra pg batnandi lífs-
kjara á íslandi og þá möguleika verður að hagnýta.
BtJ\«I»«STlKI\N!
■■■. .--r .* ““
Isl. togaraskipstjórar
ráðnir til Spánar.
Vinur minn einn kom til mín
í gærmorgun og sagði: „Nú
skýrir Morgunblaðið frá því,
athugasemdalaust og eins og
ekkert sé sjálfsagðara, að héð-
an séu farnir tveir togar’askip-
stjórar áleiðis til Spánar, þar
sem þeir eru ráðnir á spánska
togara sem fiskiskipstjórar. —
Það ef auðvitað ekkert efamál,
hvar menn þessir eiga að starfa
sem fiskiskipstjórar fyrir þá
spænsku. Eða halda menn
kannski að þeim sé ætlað að
starfa á spænskum eða ein-
hverjum öðrum fiskimiðum þar
sem þeir eru algjörlega ékunn-
ugir? Nei, þeim er áreiðanlega
hvergi annarsstaðar ætlað að
starfa en á þeim miðum, þar
sem þeir þekkja vel alla stað-
háttu, á Islandsmiðum,“,
□
Æðisgangurinn í surnar
sem leið.
Og maðurinn hélt áfram:
„Og nú væri ekki úr vegi að
rifja upp sögu Morgunblaðsins
frá í sumar sem leið, þegar það
hamaðist á því dag eftir dag,
að einhvpr Islendingur væri
fiskiskipstjóri á rússnesku síld
veiðiskipi — gat þó ekkert
sannað í því máli — og líkti
slíku athæfi við hina verstu
glæpi og landráð. Það er ekki
margt málið sem Morgunblaðið
hefur gert að öðru eins æsinga
máli og þetta mál hins ímynd-
aða íslenzka fiskiskipstjóra á
rússneska síldveiðiskipinu. —
En þegar tveir ísl. menn taka
sig upp til að gerast fiskiskip-
stjórar á togurum hjá fasista-
ríki Francos á Spáni — og at-
hugaðu að hér er ekki um að
ræða neitt órökstutt fleipur,
heldur blákalda staðreynd —
þá finnst þessu sama blaði að
slíkt sé alveg sjálfsagt og eðli-
legt, mér liggur við að segja,
vottur hinar mestu dyggðar og
mannkosta. — Vituð þér enn
eða hvat?
□
Frétíirnar af tímaritun-
unum í útvarpinu.
En vinur minn hafði ekki
lokið við að segja það sem
hann vildi sagt hafa um efni
Morgunblaðsins þennan morg-
un: Hann hélt enn áfram: „Svo
er Víkar að tala um að fárán-
legt sé~ það uppátæki hjá
Fréttastofu útvarpsins að segja
frá útkomu tímarita og láta
jafnframt getið efnis þeirra.
En ég vil þá skjóta því að hon-
um, að sé þetta fáránlegt uppá
tæki hjá Fréttastofu útvarps-
ins, þá er það ekki síður fárán-'
legt hjá hlöðunum — Morgun-
blaðinu ekki undanskildu —
því að ég veit ekki betur en að
þau segi líka nákvæmlega frá
öllum tímaritum og efni þeirra,
jafnóðum og þau koma út.
□
Afstaða lestrarfélaga
áti á landi.
„Annars má sjálfsagt deila
um það, hver§u fáránleg er í
raun og veru sú ráðstöfun út-
varpsins að segja frá efni út-
kýminna. tímaritshefta. Við
skulum taka eitt dæmi: Lestr-
arfélög eða bókasöfn úti á
landi.Þessir aðiljar eru eflaust
þakklátir fyrir að þeim veitist
tækifæri til þess í gegnum út-
varpið, að fylgjast með því sem
hin ýmsu tímarit hafa að flytja
lesendum sínum hverju sinni.
Forráðamennirnir hafa kannski
hug á að aíla lestrarfélaginu
eða bókasafninu fróðleiks um
eitthvert ákveðið efni, er það
þá ekki til nokkurs hægðar-
auka að geta heyrt það i út-
varpinu hvort til dæmis grein
um þetta ákveðna efni hefur
birzt á prenti í einhverju tíma-
ritinu — og haga síðan pönt-
unum samkvæmt því?“
□
Enn um hurðlrnár £
nýju strætisvögniiBuni.
Þa.nnig fórust vini mínum
orð, og svo er hér að lokum
kafli úr bréfi sem „Dagur“
sendir, efnið hefur að vísu ver-
ið rætt hér í dálkunum áður,
en það er tímabært engu að
síður: . Eg vil nota tæki-
færið til að skjóta lítilsháttar
Framhald á 5. síðu.
EIMSKIPAF. REYKJAVIKUR
Katla er á leiS til Grikklands
og Italíu frá Reykjavík.
f» (I ■» ' > A rt * li f í I* O ’ ‘
EMSKIP:
Brúarfoss kom til Hull 10.2. fer
þeðan til Gdynia og Ábo í Finn-
landi. Dettifoss kom til Reykjavík
ur i gærmorgun, 9.2. frá Leith.
Fjallfoss fór frá Frereriks. til Men
stad í Noregi. GoSafoss fór frá
Reykjavík 8.2. til N. Y. Lagarfoss
fór frá Reykjav. kl. 17.00 í gær til
Antverpen, Rotterdam og Hull.
Selfoss fór frá Reykjavíli í gær
morgun 11.2. vestur og norður.
Tröllafoss kom til Reykjavíkur
4.2. frá N. Y. Vatnajökull kom til
Hamborgar 19.1.
RIKISSKIP:
Hekla er væntanleg til Reykja-
víkur i dag að austan og norðan.
Esja er á Austfjörðum á norður-
leið. Herðubreið fer frá Reykjavík
annað kvöld til Breiðafjarðar -og
Vestfjarða. Skjaldbreið er á Húna
fióa á norðurleið. Þyrill er í R-
vík. .Skaftfellingur á að fara frá
Vestmannaeyjum á morgun til R-
víkur.
EINARSSON & ZOffiGA H.F.
Foldin var væntanleg til Reykja
víkur síSdegis í gær. Lingestroom
er í Amsterdam.
SKIPAÖEILÖ S. I. S.
Arnarfell fór frá Hamborg á föstu
dag áleiðis til Húsavíkur. Hvassa-
fell er í Álkborg.
MESSUR 1 DAG.
Dómkirkjan.
Messa kl. 11 f, h.
— Séra Jón Auð-
uns. Messa kl. 5
e. h. — Séra Bj.
Jónsson. — Laug-
arneskirkja. Messað kl. 2 e. h. —
Séra Garðar Svavarsson. Barna-
guðsþjónusta kl. 10 f. li. — Séra
Garðar Svavarsson. — Fríkirkjan.
Messað kl. 5 e. h. — Séra Þor-
steinn Björnsson. — HaUgríms-
Idrkja. Messað kl. 11 f. h. — Séra
Sigurjón Árnason. Barhaguðsþjón
usta kl. 1.30 e. h. — Séra Sigurjón
Árnason. Messa kl. 5 e. h. — Séra
Jakob Jónsson.
Merkjasöludagur Kvenfélags Laug
arnessóknar er í dag. Hefur kven
félagið haft mörg hytjamál innan
safnaðarins með höndum og unnið
að þeim öllum með miklum dugn
aði. Hefur' þáð nú ýmislegt á
prjónunum m. a. fegrun svæðisins
umhverfis kirkjuna, og er þvi von
andi að merkjasalan gangi vel og
verði til styrks og uppörvunar.
Nýlega hafa opin-
berað trúlofun
sína, ungfrú Jó-
hanna B. Þorsteins
dóttir, Beygalda
Mýrasýslu og Guð-
laugur B. Guðmundsson frá Veiði
læk í Mýrasýslu.
1 gær voru gef
in- saman í
hjónaband í kap
ellu Háskólaná™
af séra Bjarna
Jónssyni, Ruth
Hedeager Pedersen, Kaupmanna-
höfn og Aðalbjörn Tryggvason,
forstjóri, ísafirði. Brúðhjónin
dvelja nú á Hótel Borg. — í gær
voru gefin saman í hjónaband á
Akureyri, ungfrú Kristín Jónsdótt
ir, verzlunarmær, Barmahlið 39,
Reykjavík og Sigurður Kristjáns
son, verzlunarstjóri, Akureyri. —
1 dag verða gefin saman í hjóna-
band, ungfrú Kristín Malmquist
og Þórir K. Karlsson. Heimili
ungu hjónanna verður á Lang-
holtsvegi 34. — í gær voru gefin
sarnan í hjónaband af séra Þor-
steini Björnssyni, Birna Ögmunds-
dóttir, Hrísateig 12 og Birgir
Magnússon, Túngötu 22. Heimili
brúðhjónanna verður á Túngötu
22. — 1 gær vorrs -:gefin saman í
kirkjunni Heavenly Rest í N. Y.,
ungfrú Elizabeth Camp, dóttir
Guðrúnar P. Camp, og Frank
Crowford forstjóri. Heimili ungu
hjónanna verður að 22 Whelaa
Drive, Verone, New Jersey, en
hveitibrauðsdagana munu þau
eiga heima að Sea Island í Georg-
íu-fylki.
Borgfirðingafélagið heldur kvöld-
vöku með félagsvist o. fl., í Tjarn
arcafé n. k. miðvikudag kl. 8.30.
Kvennadeild Slysavarnafélagsins í
Reykjavík heldur aðalfund sinn
mánudaginn 13. þ. m. kl. 8.30 í
Tjarnarcafé. Auk venjulegra að-
alfundarstarfa verða ýmis skemmti
atriði.
Rannsóknarlögregiáh hefur frétt
að maður hafi verið staddur. á bið
staðnum á Flókagötu rétt um
sama leyti og ekið var þar á barn
ið sl. fimmtudag. Hafði maður
þessi farið upp í strætisvagn rétt
eftir að slysið varð. Biður ranm-
sóknarlögreglan mann þennan a3
gefa sig fram við hana sem allra
fyrst.
LEIÐRÉTTING.
1 greininni „Tíminn auglýsir
viljaleysi fyrrv. ríkisstjórnar ....“
stóð í öðrum dálki að samninga-
nefnd hefði setið undanfarið í Lon
don en átti að vera Vestur-Þýzka-
landi.
11.00 Morguntón-
leikar. 14.00 Messa
í Laugarneskirkju
(séra Garðar Svav
arsson). 15.15 Út-
várpt til íslend-
inga erlendis. 15.15 Miðdegistón-
leikar. 18.30 Barnatími (Hildur
Kalman): a) Amma segir sögu.
b) Fréttatími barnanna. c) Leik-
rit: „Bræður Máglis" eftir Kipling
(Nemendur úr leikskóla Ælvars
Kvaran leika). 19.30 Tónlcikar:
„Comus," ballettsvíta eftir Purcell.
20.20 Einleikur á kontrabassa Ein
ar B. Waage). 20.35 Erindl: Sjón
leikir og trúarbrögð hjá Forn-
Grikkjum. (séra Jakob Jónsson).
21.00 Tónleikar: Blandaður kór
syngur ýmis lög. 21.15 Upplestur:
Kvæði (Einar Pálsson leikari).
21.30 Tónleikar: Symfónía nr. 2 í
D-dúr eítir Beethoven. 22.05 Dans-
lög. 23.30 Dagskrárlok.
ÚTVARPIf) Á MORGUN:
18.30 íslenzkukennsla; I. fl. 19.00
Þýzkukennsla; II. fl. 20.30 Útvarps
hljómsveitin. 20.45 Um daginn og
veginn (frú Lára Sigurbjörnsd.).
21.05 Einsöngur: Paul Robeson
syngur. 21.20 Erindi: Eldhætta af
olíukyndingu. 21.35 Tónleikar. 21.50
Frá Hæstarétti (Hákon Guð-
niundsson hæstaréttardómari).
22.10 Passíusálmar. 22.20 Létt lög.
22.45 Dagskrárlok.
Nasturakstur í nótt annast Litla
bílstöðin. Sími 1380. Aðra nótt
B.S.R. — Sími 1720.
Helgidagé.læksiir: Axel BlöndaJ,
Drápuhlíð 11, .simi 3951.
Næturvör8ur er í Ingólfsapóteki
---- Simi 1330.