Þjóðviljinn - 12.02.1950, Page 6

Þjóðviljinn - 12.02.1950, Page 6
6 Þ JÓÐ VILJINN Sunnudagur 12. febrúar 1950 SKÁKÞING REYKJAVlKUK -er fjölmennara í ár en nokk sinhi fyrr, og snnnilega hafa aldrei verið samankomnir fleiri meistaraflokksmenn á neinu taflmóti hérlendis. Þetta er gleðilegt tímanna tákn og hitt ekki síður að mótinu virðist stjórnað af röggsemi og aðbún aður keppenda og áhorfenda eftir því sem föng eru á, Hér er í fyrsta sinni á mikilvægu móti notað Monradkerfið. Tefld ar verða iííu umferðir, svo að hver þeirra 24 manna ,sem taka þátt í meistarafl. teflir að- eins við 9 menn, -En þannig er raðað í umferðir að þeir tefl endur sem jafnt standa að vinn ingafjölda tefli saman að svo miklu leyti sem því verður við komið. Síðan tefla efstu sex menn til úrslita. Erlendis er þetta kerfi mikið notað þar sem keppendur eru margir og þá oft án sérstakrar úrslitakeppni. Er þess skemmst að minnast að sú fastheldna þjóð Bretar höfðu þetta kerfi á síðasta Bretlands- þingi. En þetta þing er ekki siður merkilegt fyrir þá sök að þar tefla ýmsir hinna efnilegustu af okkar ungu skákmönnum fyrsta sinn við beztu taflmenn landsins. Þetta er að vissu leytf fyrsta viðureign ungu kynslóðarinnar við þá eldri á alvarlegum vettvangi. Þegar hefur ýmislegt skeð sem bendir til þess að hinir fyrrnefndu ætli að verða hinum síðar- nefndu skeinuhættir og úrslit- anna er beðið með óþreyju. Freistandi væri að birta ým- islegt úr því sem þegar hefur verið teflt á mótinu, en hér er ekki rúm fyrir meira en eina skák og verður skák þeirra Árna Snævarrs og Guðm. S. Guðmundssonar fyrir valinu. Hún mun vera einhver harð- vítugasta skákin sem enn hef- ur séð dagsins ljós á mótinu. Guðm. S. Árni Guðmundsson. Snævarr. 1. d2—d4 e7—e6 2. e2—e4 d7—d5! S. e4—e5 c7—cð| 4. c2—c3 RbS—c6 5. Rgl—f3 Dd8—b6 6. Bfl—e2 Bc8—d7 7. 0—0 f7—f6 8. c3—c4! ? Hvítur svarar tilraunum svarts til að rífa upp miðpeð hans með gagnsprengingu, sem lítur vel út en reynist ekki að sama skapi. 8. ------------------ c5xd4 9. c4xd5 c6xd5 10. e5xf6 Ekki er skemmtilegt að þurfa að hjálpa svörtum á þennan hátt, en hvítur verður að koma í veg fyrir f6xe5, og e5—e6 er víst of glannalegt. 11. ---------------- Rg8xf6 12. b2—b3 Bf8—c5 13. Bcl—b2 0—0 14. Rbl—a3 Rf6—e4 15. Ra3—c2 Re4.\f2! Þegar hvítur loks er tilbúinn að taka peðið aftur, svarar svartur með kombinasjón sem vinnur skiptamun að minnsta kosti. Hvítur tapar í fáeinum leikjum ef hann drepur ekki riddarann með hróknum. (T.d. Kxf2 d3 16. Kel dxe2 17. Kxe2 Hfe8 18. Kd2 Be3). 15. Hflxf2 d4—d3 16. Ddlxd3 Bc5xf2t 17. Kgl—hl Bd7—Í5! Taflstaðan er orðin opin og hættuleg og Árni fórnar d-peð- inu til þess að flýta fyrir sér. 18. Dd3xd5f Kg8—h8 19. Rf3—g5 Með rólegu framhaldi er Skákin töpuð, Guðm. setur allt inn á sókn og flækjur 19. ----- Bf5xc2 20. Be2—d3 Ef nú Bc2xd3?, kemur Dxd3 og svartur getur ekki varizt máti! Hótanir hvíts eru margar svo að svartur verður að gæta sín mjög. Auk leiksins sem Ární velur og sennilega er sá bezti kemur Re7 til greina, þvi að þannig opnast drottningunni leið yfir á kóngsvæng. T. d. 20 -----Re7 21. Rf7f Hxf7 (En ekki Kg8, Rh6f, Kh8, Dg8f, Hxg8, Rf7 mát) 22. Dxf7 Bd4 og svartur heldur manninum. Eða 21. De5 Df6 22. De4 Bxd3 Eða loks 21. Bxg7f Kxg7 22. Re6f Kg8! og fráskákirnar eru ekki hættulegar. 20. ---- Bf2—d4! Biskupinn á c2 er valdaður óbeint! Nú kemur röð af snögg um, auðskildum sveiflum. 21. Bd3xc2 Bd4xb2 22. Dd5—d3 g7—g6 23. Dd3—d7 Bb2—g7 24. Dd7—h3 h7—h6 25. Rg5—e6 Db6—f2 Svartur kemur með eina máthótun á móti rétt til til- breytingar. 26. Bc2—d3 Bf2—f6 Framhald á 7. síðu. jwwvw.vwuwwtfwuvvvwwwrtvuvi FRAMHALDSSAGA: BRDBARHRINGURINN E F T I R Mignon G. Eherhart .WA'JVVWAV-VWVAWAVAVUVLVAWA^NVWW 81. ÐAGUR tWVkWMi%%W i" Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík heldur aðalfund sinn mánudaginn 13. þ.m. kl. 8,30 í Tjamarcafé. Venjuleg aðalfundarstörf. Til skemmtunar: Nína Sveinsdóttir syngur gamanvísur. Upplestur: Frú Guðrún Sigurðardóttir. DANS. Fjölmennið! STJÓRNIN. ,,En það er ekki —“ Hún þagnaði. Var þetta satt? hugsaði hún með skelfingu. Átti dapri beiskjusvipurinn á honum rót sína að rekja til þessa? Var það vegna þessa sem hann vildi helzt ekkert tala um morðið og grun þann sem á hana hafði fallið ? Hafði hann mesfar áhyggjur af þvi sem hann vissi að óumflýjanlega var að nálgast dag frá degi ? Eg hafði rangt fyrir mér, sagði hann. Mér þykir mjög fyrir því, Róní öllu saman. Það voru tár í augum hennar. Picot sagði: „Þér giftust honum, og hann var auðngur maður. Hann samdi erðaskrá og arf- leiddi yður ekki aðeins að öllum eignum sínum heldur einnig því sem hefði átt að renna til systranna. Það var að vísu hans lögleg eign, en öll sanngirni mælti með því, að þær ættu tvo þriðjunga. Hvort sem Eric hefur viðurkennt þetta fyrir yður eða ekki, þá er það satt. Hann sá á engan hátt fyrir systrum sínum. Það var óréttur sem hann framdi af ásettu ráði, á þvi er enginn vafi. Hann hefur þá hatað þær Blanche og Mimi svona mikið, hugsaði Róní. Pieot hélt áfram: „Yarrow dómari setti sig upp á móti þessum órétti, og hann sagði yður að hann skyldi sjá til þess að þér fengjuð alls ekki þessa fjármuni. Eg held að hann hafi sagt að þér skylduð aldrei fá að leggja hendur á þá. Hann dó um nóttina. Þér voruð um borð í skút- unni. Þér eyðilögðuð bréf, þar sem þér voruð sökuð um morðið. Bréfið var undirritað af dómaranum. Læknirinn segir að það sé ekki hægt að segja ákveðið um það hvort dómarinn hafi lifað nógu lengi til þess að geta skrifað þetta bréf. Slíkt er aldrei unnt að fullyrða um eftir á. Dómarinn var hraustur og gæddur óbilandi viljaþreki". En hún þóttist örugg í þessu máli. Hún hafði bréfið frá Lewis, það gæti hún notað hvenær sem henn sýndist, nú eða síðar. „Eg get sannað yður það, að ég hef ekki myrt dómarann", sagði hún. „Hann var dauður áður en ég kom um borð í skútuna“. „Eg saka yður ekki um það“, sagði Picot. „Ekki nú.“ Hún minntist þess sem Lewis hafði sagt: Hún fæst ekki til þess að tala, ef þér komið með lög- regluþjón. Nú gat hún ekki staðið við skuldbind- ingu sína við Lewis, jafnvel þótt Pieot leyfði henni að fara, myndi hún ekki komast til borg- arinnar vegna stormsins. En það var áreiðan- legt að Lewis Sedley hafði eitthvað sérstakt á prjónunum. Hún mátti ekkert gera sem komið gæti í veg fyrir fyrirætlanir hans. Hún ætlaði því ekki að segja Picot (ekki enn, ekki fyrr en hún mætti til) hvar Lewis væri, né heldur að hann hefði skrifað sér. Picot tók aftur til máls, hægt og afsakandi: „Magnolía segist hafa séð byssuna, hún hafi ver- ið í skúffu í kommóðunni". „Byssu! Það er ekki satt. Það er ekkert satt af því sem Magnolía segir. Henni þótti vænt um Eric og hún kennir mér um —“ „Við erum engan veginn vissir um, að kúla úr þessari byssu hafi orðið Eric að bana. Það getum við ekki vitað fyrr en við komust til borgarinnar. En þessa byssu átti Lewis Sedley upphaflega, og hún var í sumarhúsinu kvöldið sem Yarrow dómari var myrtur. Svo virðist sem Scott hafi beðið Catherine um hana. Scott fékk Stuart Westover byssuna, en hann segist hafa. komið með hana hingað þá um kvöldið og ætlað að afhenda frú Sedley hana. Hann segir að hún hafi verið í vasa sínum, hann hafi ekkert tæki- færi fengið til þess að afhenda hana um kvöldið og því látið það biða morgun. Til allrar ógæfu man frú Sedley ekkert um þetta. Hún segist ekki hafa séð byssuna síðan í sumarhúsinu. Af- henti Westover yður byssuna ?“ spurði Picot. Augnará hans var dreymandi, dökka andlitið eins og gríma. Og nú vissi Róni, að hann hafði orðið einhvers áskynja. Ef til vill hafði hann séð, þegar þau Stuart horfðust í augu og dregið einhverjar ályktanir af svip hans, og ef til vill látið sér detta i hug aðra orsök til morðsins. „Nei“, sagði hún, „nei. Eg get fullyrt að þetta er alrangt. Þér verðið að hlusta á mig.“ „Vöm yðar er sú, að fyrst Eric var dauð- vona hvort sem var, þá hafi verið óþarfi fyrir yður að myrða hann. Hvorki til fjár né vegna ástamála. Eg hef velt þessu fyrir mér, en það gæti verið önnur ástæða ekki veigaminni. T. d. hræðsla, frú Chatonier. Hræðsla. Vissi Eric hver hafði drepið dómarann?11 Hún minntist samtalsins við Eric. Samtalsins sem hafði verið rofið með svo hryllilegu móti. Það hafði ýmislegt komið i ljós, og þó ekki í ljós. Hún sagði: „Eric grunaði mig ekki, herra Picot, og það af góðri og giidri ástæðu. Ef þér vilduð aðeins hlusta á mig —“ „Eg er að því.“ 1 „Eg átti tal við Eric í gærkvðld. Rétt áður en hann var myrtur. Hann — það er dálítið erfitt að útskýra það — en allt þangað til í gærkvöld \rar hann sannfærður um að Lewis hefði myrt Yarrow dómara. Hann sagði mér að sér hefði enginn annar dottið í hug fyrr en þá. En hann skipti um skoðun í gærkvöld". Hún reyndi að rif ja upp fyrir sér hvernig þetta kynlega, hrein- skilnislega samtal hafði farið fram. „Það var sem honum dytti allt í einu í hug að það hefði ekki verið Lewis. Hann —“ „Hann bar það á yður“, greip Picot hrana- lega fram í fyrir henni. Var ekki svo. Svarið mér“. „Nei, nei. Hann ásakaði mig ekki. Hann —“ „Hafið þér séð erfðaskrána ?“ 4 „Nei, en hann sagði mér frá henni“. ÐAVÍÐ !;AX —= . , . ' 1—

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.