Þjóðviljinn - 19.02.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.02.1950, Blaðsíða 3
Sunnudagur 19. febrúar 1950. Þ JÖÐ VILJIN N iSjálfsagt verða flestir sem rita í blöð og bækur á einhvern hátt varir við að það sé lesið sem þeir láta frá sér fara. Meira að segja skákdálkahöf- undar fá bréf stöku sinnum frá lesendum sínum, óskir og bend- ingar, fyrirspurnir eða jafnvel þakkir. Fyrir nokkru barst mér bréf sem dregizt hefur að svara. Það var fyrirspurn frá dul- nefndum manni. Spurning þessi var í sambandi við skák, sem birtist hér í dálkunum 24. júlí í sumar. Virtist um annaðhvort að ræða, prentvillu eða lirapa- lega yfirsjón teflenda og skýr- anda. Nú var frumritið löngu glatað þegar mér barst bréfið, og skákina hafði ég tekið úr frakknesku tímariti, sem ég hafði að láni en var löngu bú- inn að skila. Nú er ég loks bú- inn að afla mér tímaritsins aft- ur og get glatt hinn ókunna bréfritara með því að sökin liggur hjá mér eða setjaranum. Prentvilla hefur semsé slæðst inn í 81. leik svarts, en hann átti að vera Dd8 í stað Df8 eins og misritazt hafði. Prentvillur eru hvimleiðar en örðugt að losna við þær að fullu. Þó vona ég að þær séu fátíðari hér i dálkunum en þær voru fyrst. Að minnsta kosti hef ég ekki síðustu þrjú árin heyrt jafn átakanlega s.ögu og einn helzti skriffinnur Spegilsins sagði mér þá. Hann var að tefla skák eftir fyrirsögn dálksins. 1 miðju tafli verður fyrir honum leikur sem honum þótti ólíklegur, en það var að leika manni á reit þar sem annar stóð fyrir. Hann treysti sér þó ekki til nnars en að hlýða þessari fyrirskipun. Nokkru síðar kemur þriðji mað ur á sama reit. Um það leyti sem kunningi minn gafst upp skildist honum að flestir menn- irnir ættu að vera komnir á þennan eftirsótta reit. Þess má geta manninum til verðugs hróss að hann lét þetta mótlæti ekkert á sig fá, en hélt áfram að lesa og tefla skákdálkana og gerir það vonandi enn. Það er skemmtilegt að skák- dálkurinn skuli eiga lesendur sem athuga lengstu skákir hans með sömu gagnrýni og þær styttstu, en ég vildi mælast til þess að þeir sem kunna að skrifa mér í sambandi við dálk- ana geri það undir fullu nafni, oft er þægilegt að geta komizt í beint samband við þá. Það var eitt borð á skákþingi Reykjavíkur sem erfitt var að komast að á sunnudaginn var. Þéttur hópur áhorfenda stóð umhverfis það allan tímann. Þetta var borð þeirra Guðjóns M. Sigurðssonar og Benónýs Benediktssonar. Menn áttu von á skemmtilegum átökum því að þeir börðust um forustuna og eru báðir viðurkenndir víghan- ar, enda varðí3ská.kin hin fjör- ugasta. Guðjón var fljótt ofan á á miðborðinu, og kom riddara inn í miðja fylkingu hjá Benó- ný. Svo komst drottning Benó- nýs í sjálfheldu yzt úti á drottn ingarvæng. Um síðir virðist her Benónýs vera að sprengja af sér böndin, en þá sneri Guðjón sókninni skyndilega yfir á kóngsvæng með fallegri mann- fórn. Upp úr því urðu drottn- ingarkaup og voru tafllokin greinilega Guðjóni í vil, enda vann hann. Skákin var fjörug til hins síðasta og lauk henni þannig að Benóný varð mát á afar spaugilegan hátt. Hvítt: Svart: Guðjón M. Sig. Benóný Ben. 1. d2—d4 2. Kgl—f3 3. c2—c4 4. Kbl—c3 5. Ddl—b3 6. Bcl—f4 7. e2—e3 8. Bfl—e2 9. h2—h3 10. 0—0 11. Rf3—e5 12. Hal—dl Rg8—f6 d7—d5 c7—c6 g7—g6 Bf8—g7 0—0 e7—e6 h7—h6 Hf8—e8 Rb8—d7 Rd7—f8 Rf6—h7 fW Abyrgð Islendinga i Benóný hefur lent í afbrigði af slafneskri vöm sem ekki þykir fyllilega gott. Hann býr sig nú undir að leysa úr vandamálum Bc8 á frumlegan hátt: opna honum leið með f7—f6 og e6— e5. En allt er þetta dálítið þung lamalegt og hætt við að hvítur haldi sínum yfirtökum. 13. e3—e4 f7—f6 14. Re5—f3 Dd8—b6 15. Db3—c2 d5xe4 (Db3—c2 d5xe4) 16. Rc3xe4 e6—e5 17. Bf4—e3 e5xd4 18. c4—c5! Db6—c7 19. Re4—d6 He8—e7 20. Rf3xd4 Rh7—g5 21. Be2—c4f Kg8—h8 22. Be3—f4 Dc7—a5 'Svarta drottningin er í vanda stödd. 23. Rd4—b3 Da5—b4 24. a2—a3 Db4—a4 25. Bf5xg5 Hvítur gat haldið eltingar- leiknum við drottninguna á- fram: 25. Hd4 f5 25. Bb5! Hið eina sem svartur getur nú reynt til þess að forða sér frá að missa D fyrir H og B er að leika 26. — He2! ? en þá getur hvítur annaðhvort haldið hót- unum sínum með Dd3 eða Bd2, eða (og það er sennilega betra) leikið 27. Dxe2 Dxb3 28. Bc4 Da4 29. Be5. Hann á þá skipta- mun yfir og betri stöðu að auk. 25. ---------------- f6xg5 26. Hfl—el He7xel 27. Hdlxel Bc8—f5 28. Rd6xf5 g6xf5 29. Hel—e7 Hvítur hótar einfaldlega Hxb7 — b4 og vinnur drottninguna. En nú gerir Benóný síðustu til- raunina til að losa sig og mun- ar mjóu að hún takist. , 29.------ b7—b5! •— Takist að framleiða vetnissprengju er alger eyð- ing alls lífs á jörðunni hugs- anleg á þann hátt að and- rúmloftið eitrist af geisla- verkunum. Þannig fórust kunnasta vísindamanni heimsins, Einstein, orð fyrir réttri viku í útvarpsræðu í Bandaríkjunum. 1 þessari sömu ræðu rakti hann á glöggan hátt hervæðingar- æði Bandaríkjanna, hvernig allar aðgerðir þeirra í utan- ríkismálum hefðu átt eitt og aðeins eitt markmið undan- farin ár. Komið hefði verið upp herbækistöðvum víðs- vegar um hnöttinn og fjár- magnið óspart verið notað til að kaupa bandamenn. Inn an Bandaríkjanna hefði her- inn nú geysileg fjárhagsleg völd, æskan væri alin upp í styrjaldaranda og komið hefði verið á nákvæmu eftir liti með skoðunum borgar- anna og ofsóknum beitt gegn því fólki sem leyfði sér þann munað að hafa sjálfstæðar, vitlegar skoðanir. — Það verður æ Ijósara að ef svo stefnir sem nú horfir verður endir alls þessa fullkomin eyðing hnattarins, voru loka orð þess manns sem af mest um myndugleik getur rætt og gerst má vita. Alvarlegri vamaðarorð hef ur mannkynið aldrei heyrt. En þau voru sögð í öndvegis ríki andlegs frelsis, og frétta stofur þess ríkis hafa ekki skipað þeim í neitt öndvegi. Það var með naumindum að þau fengju að fljóta með aft an í fréttum um hervæðing- aröskur og ný morðtól. Og hin heiðarlegu, sannorðu, ís- lenzku borgarablöð hafa ekki verið að hampa þeim í dálk- um sínum. Hins vegar risu pólitíkusar hins andlega frelsis upp einn af öðrum vestanhafs og formaéltu hin- um aldna visindamanni. Einn ávarpaði hann „gamlan glæpamann," annar „gyð- ingasvín,“ þriðji valdi hon- um kommúnistaheiti og vildi láta flytja hann úr landi brott hið bráðasta. Gott ef eitthvert blaðið stofnaði ekki austurfararsjóð. Sið- ustu daga hefur Einstein, andnazistanum, eflaust orðið tíðhugsað til fyrri samlanda sinna, sem hann yfirgaf fyr ir 17 árum. En jafnvel þótt fréttastof ur frelsisins hafi reynt að kæfa varnaðarorð Einsteins, þótt pólitíkusar frelsisins hafi reynt að yfirgnæfa þau með ókvæðisöskrum, eru þau þó orðin sameign milljón- anna. Tíðindin um vetnis- sprengjuna og áhrif hennar hafa valdið andlegri bylt- ingu um allan heim, blindir hafa öðlazt sýn og daufir heyrn. Því er það að Chur- chill, foringi stríðsæsinga- manna, ,sér nú þann kost vænstan að prédika sam- komulag og frið til að ná á- rangri í kosningunum í Bret landi. Því er það að sömu menn sem í gær töldu Över- land postula andlegs frelsis segja hann hættulega geggj aðan í dag, en Överland þessi hrópaði í trylltri gleði þegar hann frétti um vetnis sprengjuna: kastið henni, kastið henni! En ef Över- land er geggjaður, hvað eru þá ráðamenn Bandaríkj- anna; ekki framleiða þeir vetnissprengjuna án þess að geta hugsað sér að kasta henni. En þótt mikil ólga hafi risið í umheiminum kringum okkur gerist fátt hér á Is- landi. Og ef til vill finnst ýmsum að fátt sé hægt að gera annað en bíða þess hvort mannkynið fær að tóra enn um sinn eða hvort við deyjum út af einhvern dag- inn af eitruðu andrúmslofti. Þó skyldi enginn dylja fyrir sér að einnig við Islendingar berum ábyrgð á þessari djöf- ullegu þróun. Þann 30. marz fyrir tæpu ári, daginn sem mynd forsetans stóð umluk- in bandarískum gasmeklci og landar hans voru barðir, voru íslendingar gerðir form lega aðilar að hernaðarkerfi Bandarikjanna. Síðan þá er utanríkisstefna Bandaríkj- anna utanríkisstefna íslands og hermálastefna Bandaríkj- anna er hermálastefna ís- lands. Einnig Islendingar bera ábyrgð á helvítis- sprengjunni meðan þeir af- neita ekki þeirri ábyi’gð. Stánzlausar hótanir Banda- ríkjanna um að eyða borg- ir Sovétríkjanna eru einnig ógnanir Islendinga, og sé hætta á algerri tortímingu mannkynsins stafar sú hættr einpig frá okkur. Því skjddi enginn gleyma að vel gæti svo farið, að Island yrði vetnissprengjustöð, að landið okkar yrði notað sem bæki- stöð fyrir þetta óskynjan- lega morðtól. ★ Þetta er sú þungbæra á- byrgð sem §7 alþingismenn kölluðu yfir þjóðina 30. marz 1949, og undan þeirri ábyrgð verður ekki skotizt meðan Islendingar eru aðilar að hernaðarkerfi Bandaríkj- < anna. Það stoðar okkur lít- ið að kveða upp þunga dóma yfir ráðamönnum Bandarikj- anna; þeir dómar hitta okk- ur sjálf. íslendingar eru að- ilar að stefnu sem leitt get- ur til tortímingar mann- kynsins og algerrar eyðnigar hnattarins, svo að notuð séu ummæli Einsteins. Sú skoð- un er þess vegna röng að íslendingar geti ekkert að- hafzt. íslendingar bera sína þungbæru ábyrgð, og þeirra er að velja hvört þeir vilja enn standa undir henni. Ef- laust eru þeir menn íslenzk- ir til sem taka undir með Överland og hrópa: kastið henni, kastið henni! En ís- lenzka þjóðin getur ekki ver ið haldin slíkri sturlun og væntanlega ekki heldur meiri hluti þeirra stjórnmála- manna sem sæti eiga á þingi. ★ Islendingar geta sagt sig úr Atlanzhafsbandalaginu — vetnissprengjubandalaginu — og þeim ber að gera það, vilji þeir ekki bera ábyrgð á þessu nýjasta afreki vest- rænnar menningar. Aðstæð- umar eru vissulega ger- breyttar síðan 37 alþingis-' menn kváðu upp úrskurð sinn fyrir tæpu ári. Þær rök- semdir sem þá þóttu fram- bærilegar eru nú hrundar í grunn. Allt talið um nauð- syn morðtóla og vígvéla, all- ar bollaleggingarnar um hernaðarlegar vamir eru nú fávíslegt babl. Þess er nú enginn kostur að sigra eða lifa af í styrjöld, kosturinn er aðeins einn: að lifa í friði. i Einnig Islendingar verða nú að gera upp við sig hvort þeir vilja fylgja villimönnunum í Volstrít, hvort helstefna vetnissprengjunnar á að vera stefna íslenzku þjóðarinnar. Og að hafna vetnissprengj- unni er að hafna Atlanzhafs- bandalaginu. /IrvL ''T^Uð' 30. c5xb6 a. p. 31. Dc2—e2! a7xb6 b6—5 Hringurinn um svörtu drottn- inguna er rofinn. 32. He7xg7! Á réttum tíma. Ef nú Kxg7, þá 33. De7f Kh8 (Kg6 Df7 mát) 34. Df6f Hh7 35. Df7f Kh8 36v Dg8 mát. 32. — — Da4xc4 Nú má hvítur að minnsta kosti ekki leika 33. Dxc4 bxc4 og hann tapar manni. 33. De2—e5 34. De5xd5 35. Hg7—b7 36. Rb3—d4! Dc4—d5 c6xd5 Ha8—{18 Það er sjálfsagt að stöðva frípeð andstæðingsins, b-peðið hleypur ekki frá hvítum. 36. --- 37. Hb7xb5 38. a3—a4 39. a4—a5 40. Hb5—b6f 41. að—a6 fí>—f4 Kh8—g7 h6—h5 Kg7-f6 Kf6—f7 Hd8—a8 42. Hb6—b7f 43. a6—a7 44. h3xg4 45. Hb7—b8 46. Hb8xf8t 47. Rd4—e6t 48. Re6xf4 49. Rd8 50. Hd6t 51. fxg3 52. Rd3 53. Hxd4t 54. Rf2 55. Rhl mát! Kf6—f7 ■ g5—gl h5xg4 Ha8xa7 Kf6—g5 Kg5—h6 d5—d4 gS Kg5 Hb7 1 Kg4 M Kxg3 -f Hb4! \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.