Þjóðviljinn - 19.02.1950, Blaðsíða 6
Þ. J Ó $>, V I L J I N N Sunnudagur 19. fébrúar 1950.
Bæjarpóstur
' Framhald af 4. síðu.
einskorðun í fréttaöflun í'3-
lenzka útvarpsins, þá virðist
liggja beinast við að taka upp
praktískt fyrirkomulag þessara
mála, — senda sérstakan frétta
mann — til dæmis morgun-
geispann Axel Thorsteinsson
— suður til London, láta
hann vinna úr brezku fróttun-
imi þar á staðnum, síma þær
svo hingað heim eins og gerist
með íslenzka fréttamanninn hjá
sameinuðu þjóðunum, og síðan
mætti spila þær af plötu yfir
þjóðina kvölds og morgna á
hverjum degi. Þetta mundi losa
Fréttastofuna við allt stúss og
umstang með hlustun og hrað-
ritun, auk þess sem af því hlyti
að leiða sparnað fyrir ríkissjóð,
sem vissulega kæmi sér ekki
illa, þar sem nú eru, einsog
fyrri daginn, erfiðir tímar fyrir
þjóðfélagið, — já, jafnvel ekki
óhugsandi að brezka útvarpið
byðist til að borga sjálft laun
mannsins og uppihald í þakk-
lætisskyni fyrir það traust sem
hin fátæka íslenzka þjóð mundi
•með þessu sýna hlutleysi þess
og frjálsiyndu eðlisfari.
í
I
I
Félag ísl. hljóSfæxaleikara.
ÁSalfi
verður haldinn að -Hyerfisgötu 21, laugardaginn 25.
þ. m. kl. 1 e. h.
Fundarefni:
Lagabreytingar.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
1920 30 ára 1950
Félag járniðnaðarmanna
i ÁRSHÁTÍÐ
félagsins verður haldin að Hótel Borg, laugardag-
inn 4. marz n. k. og hefst með sameiginlegu borð- ;■
haldi kl. 17.30.
Fjölbreytt skemmtiskrá.
Áskriftarlisti liggur frammi í skrifstofunni, sunnu-
daginn 19. febrúar kl. 1—-6 og miðvikudaginn 22.
febrúar kl. 5—8.
Hátíðarnefndin.
Trésmiðaíélag Seykjavikur
félagsins verður haldin í Breiðfirðingabúð laugar-
daginn 4. marz kl. 8.30.
Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu félagsins.
FJÖLMENNH)!
Skemmtinefndin.
Öllum þeim mörgu, frændum, vinum mínum, og
félögum, nær og f jær, sem með stórhug og sérstakri
vinsemd minntust mín á sjötugsafmæli mínu þann
12. febrúar s.l. og gjörðu mér daginn ógleymanleg-
an, þeim vil ég þakka af héilum hug, og biðja haxm
sem gefur allt hið góða að blessa þeim framtíðina.
Kjartan Ólafsson
múrararaeistari.
FRAMHALDSSAGA:
BROÐARHRINGURINN
EFIIS
Mignon G. Eberhart \
87. DAGUR.
Vindhviða hristi skútuna. Stuart lagði við
eyrun, en hélt svo áfram. „Það virðist svo sem
morðinginn sé sá maður, hver sem það var, sem
Marie Benoit sá, e. t. v. einhver sem hún kann
að hafa rekist á mörgum árum áður en réttar-
höldin fóru fram, á meðan andlitið var henni
enn I fersku minni. Það hefur verið sá sem
framdi skemmdaxverkin. Eg held að hún sé vitni
sem ekki láti hvem sem er kaupa sig. Svo mikið
er víst að hún er fátæk. Ef allt þetta er rétt,
ef einhver hefur haft ástæðu til þess að halda
að Erie vissi leyndarmálið og myndi nota það
til þess að ieika með hann eins og köttur að
mús — æ, þetta eru tómar getgátur; en þó held
ég að Eric hafi skrifað Yarrow dómara um
þetta, að vísu undir rós, annars hefði hann ekki
látið brunnu eldspýtuna fylgja. Eg býst við —
og það heldur Picot líka — að Eric hafði ætlað
að fara hægt í sakimar, tína staðreyndimar
fram smátt og smátt. En morðingjanum var
þetta nóg. Hann hefur einhvern veginn komizt
að því, að Eric vissi þetta. Þess vegna varð
Eric að deyja.“
„Erie!“ hrópaði Róní. „En það var Yarrow
dómari —“
„Já,“ sagði Stuart og stóð á fætur. „En hann
var aukaatriði. Það var fyrst og fremst Eric
sem þurfti að myrða. Það gat hugsazt að Yarr-
ow dómari gæti fengið Eric til þess að segja
sér það sem hann vissi — að Marie Benoit hefði
DANSINN UM
borið ljúgvitni. Dómarinn hefði svo haldið áfram
að rannsaka málið, og hefði e. t. v. komizt að
hinum helmingi leyndarmálsins. Morðinginn gat
ekki talið sig óhultan á meðan Eric var á lífi.
Eric varð umfram allt að losna við. Dómarinn
skipti ekki eins miklu máli. Dráp hans var að-
eins varúðarráðstöfun, fyrsta víglína. Þú varst
önnur víglína."
„Eg skil ekki —“
„Mjög einfalt mál. Lewis Sedley, sem alltaf
hafði talið sig saklausan, kom heim þennan dag.
Ef Yarrow dómari væri myrtur á grimmilegan
hátt, eins cg búast mætti við af Lewis, hver
myndi þá efast um að hann væri morðinginn?
En það gerðist fleira. Mannstu eftir hamrinum
sem fannst undir svölunum. Picot heldur að
morðinginn hafi ætlað sér að myrða Eric sömu
nóttina, áður en uppvíst yrði um morð dómar-
ans. En svo datt Eric í hug að senda þig um
borð, þú fannst dómarann og síðan fylltist allt
af lögregluþjónum. Auðvitað var bráðnauðsyn-
legt að Lewis reyndi að lcomast undan, þegar
hann frétti um morðið. Og það var víst að hann
myndi fljótlega frétta það, það þurfti ekki annað
en að segja honum það. Þetta hlýtur að hafa
verið áformið. Það tókst enn betur til um Lewis
heldur en morðinginn hefur búizt við. Hann af-
réð að fara strax að heiman frá Catherine — og
fór um borð og komst að hinu sanna. Hánn
hefur sagt okkur frá þessu — ég skal segja
þér það seinna.
GULLKÁLFÍNN '