Þjóðviljinn - 21.02.1950, Page 4
ÞJÓÐVILJINN
Þriðjudagúr 21. febrúar 1950,
Útgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sóaíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Slgurður Guðmundsson (áb.) -
Fréttastjór1 JOn Bjamaaon.
BlaSam. Arl Kárason, Magnús Torfi ólafsson, Jónas Arnason
Auglýsingaotjórl: Jónsteinn Haraldsson
Ritstjóm afgraiSsIa, auglýslngar, prentsmlðja: SkólavörOu-
stíg 18 ^Smi 7500 (þrjár línur)
Askriftarverð kr 12.00 á mán. — Lausasöluverð 60 aur. elnt.
Prentsmiðja ÞjóSviljans h.f.
Sóslalistaflokknrinn. Þórsgötu 1 — Siml 7610 (þrjár Ifnur)
irtöfiuskorturinn
Vöruskortur hefur undanfarin ár verið „eðlilegt á-
stand“ hér á íslandi. Stórnarvöldin telja gjaldeyrisskort
vera ástæðuna. en sannleikurinn er sá að allt of oft staf-
ar vöruskorturinn af óstórn og hirðuleysi. Þegar Tíminn
segir t. d. í fyrradag að skortur á ljósaperum stafi af
gjaldeyrisvandræðum, er það augljós þvættingur. Ástæðan
er óstjórn, ski rilagsleysi á meðferð galdeyris. Það þarf
ekki að skyggnast dýpra en virða fyrir sér ilmvatnsglösin
sem enn tróna r flestum búðargluggum til að sjá það.
En ömurlegasta dæmið um óstjórn viðskiptamálanna
er kartöfluskorturinn. Kartöflur eru algengasta og óhjá-
kvæmilegasta neyzluvara almennings, þær eru að heita má
nauðsynlegur liður í hverri máltíð. Þeir menn sem við-
skiptamálunum 'tjórna ættu því að telja það frumskilyrði
í starfi sínu ao almenningur hafi aðgang að kartöflum.
En þessu fer sem kunnugt er víðs fjarri. Kartöflur eru
-oft ekki til viktmum saman, auk þess sem þær eru not-
aðar ár eftir ár til að falsa vísitölu, svo sem alkunnugt
er.
Það ætti þó að vera einfaldur hlutur að sjá íslending-
nm fyrir nægilrgum kartöflum. Þau mál eru í höndum
eins aðila, Grænmetiseinkasölu ríkisins, og það ætti ekki
iað vera sérlega flókið reikningsdæmi að leysa þann vanda
hversu mikils þjóðin neytir á ári og fá vitneskju um hversu
mikið hefur verið framleitt á árinu hér innanlands. En þó
er það dæmi sem erfitt virðist að láta ganga upp. Ein-
íhverju kann að valda að forstjóri einkasölunnar er svo
störfum hlaðinn við háleit vandamál að kartöflurnar eru
í yzta útjarðri verksviðs hans. Hann er fulltrúi í fjárhags-
ráði, sem nú hefur einnig lagt viðskiptanefnd undir sig,
og hefur ekki viðtalstíma í grænmetiseinkasölunni nema
fyrir klukkan níu á morgnana!
En hvort sem annir forstórans valda kartöfluskortin-
•um eða eitthvað annað, er þetta hneykslisástand sem al-
menningur sættir sig ekki við. Það eru vissulega ekki bú-
ihyggindi að stórna viðskiptamálunum á þenn hátt að
kartöflur séu ófáanlegar, heldur sinnuleysi og óstjórn.
k siðmenning
Á laugardagin var birti Morgunblaðið á fimmtu síðu
stóra mynd frá Bandaríkjunum, hinu andlega föðurlandi
(Morgunblaðsinanna. í texta sem blaðið birti með mynd-
inni segir svo: „Þessi mynd er tekin í fangelsinu 1
Jackson, Mississiþpi. Á henni sjást móðir, systir, þrír
bræður og frænai manns nokkurs, sem var myrtur. Þau
voru viðstödd, ásamt fleirum, er morðingi hans var tek-
inn af lífi, og myndin er tekin af þeim, um leið og
straumnum var hl'eypt á rafmagnsstólinn. Það er ekki of-
sagt, að rnynd j essi er í senn Ijót og óskiljanleg.“
Nánari skýringar er ekki að finna í Morgunblaðinu,
en frekari n álavextir eru þessir: Sá sem tekinn var af
lifi var negrapiltur, og aftakan fór fram á 18 ára afmæl-
isdegi hans. TT n hafði verið dæmdur til dauða sextán ára
iyrir „morð“ á bvítum manni, en mjög var sú dómsniður-
staða dregin I < fa. Síðan var hann látinn bíða í tvö ár
•eftir því að iunn næði þeim aldri að leyfilegt væri að
.steikja hann Jifandi. Og á 18. afmælisdegi hans var sem
.sagt boðið ti? þess veizlufagnaðar sem Morgunblaðsmynd-
in sýnir.
Morgunblaðinu finnst myndia „Ijót. og öskiljanleg.“
„Aðgát skal
höfð.....“
Kolakraninn hafði ennþá
ekki fengið frí úr vinnunni þeg-
ar við komum niðrá höfn núna
um daginn í afbragðsfögru en
frosthörðu veðri klukkan langt
gengin sjö tveir vinir mínir og
ég. Hann var að flytja kol
á milli bingja og það risu svart
ir rykmekkir uppí lognið þegar
sturtaðist úr kjaftinum.
Við stóðum lengi þegjandi á
hafnarbakkanum og hlustuð-
um á kolakranann, hvernig
hann rakti raunir sínar. Því
það er hinn mesti misskilning-
ur, sem sumir halda, að kola-
kraninn sé ekki annað en venju
leg tilfinningalaus grind úr
stáli. Eg hef að minnsta kosti
aldrei verið í vafa um að hann
væri gæddur viðkvæmum til-
finningum, — að ég nú ekki
tali um alla þá vitsmuni sem
erfið lífsreynsla hefur þroskað
með honum. — Já, það þarf
ekki annað en hlusta á hann til
að sannfærast um þetta. Hið
undarlega hljóð, sem hann gef
ur frá sér við vinnuna og virð-
jst kannski í fljótu bragði ekki
stafa af öðru en sljórri leti,
það reynist við nánari athugun
hafa að geyma tregafullan tón,
sáran söknuð þess hins ógæfu-
sama, sem er misskilinn í líf-
inu. — Eg ætla mér ekki þá
dul að útskýra til fullnustu
þetta fyrirbæri, en oft hefur
mér dottið í hug, að kolakran-
inn teldi það ósamboðið hæfi-
leikum sínum að vera í kola-
vinnu.
□
Harpa hafnarinnar
og Debussy
Það var mikið flóð; höfnin
slétt einsog tinnuspegill í myrkr
inu; glampaði sumstaðar af
gljásvörtum skipsbógi svo að
myndaðist lýsandi bugða sem
fór í gegnum yfirborðið án þess
að slitna og hélt þaðan áfram
með öfugri sveiflu oní djúpið,
samskonar fögur og háleit
bugða sem sagt er að verið
hafi mest prýði hrossanna hans
Fals í Eystridal, sú bugða sem
heldur lífinu gangandi. Ljósin
frá möstrum og luktarstaur-
um loguðu til manns hinu-
meginfrá hafnarinnar, titruðu
einsog hörpustrengir í yfirborð-
inu, — og alltíeinu fóru ákveðn
ir tónar að leika við hlustir
manns, lýriskir tónar úr lagi
eftir Debussy, því að þetta var
sama stemningin. Svo kom
lóðsbáturinn og sigldi gegn-
um strengi hcrpunnar þannig
að þeir brustu sundur í bliki ó-
teljandi smágeisla, nákvæmlega
einsog þegar tónarnir tvístrast
skyndilega og hrynja sem perl-
ur yfir allt hljómborðið hjá
Debussy. — Síðan varð sjór-
inn aftur sléttur og strengir
hörpunnar stilltir, — og kom-
in að nýju kyrrð á í huga De-
bussy.
□
Fjórir skarfar
á sjö krónur stykkið
Maður nokkur kom gang-
andi eftir hafnarbakkanum og
hélt á fjórum fuglum, tveim
-í hvorri hendi, og vinir mínir
urðu óðara veraldlega þenkjandi
þegar þeir sáu hann.
„Hvaða dauðu fuglar eru
þetta?“ sögðu þeir.
„Skarfar“, sagði maðurinn og
stanzaði hjá okkur.
Haim var hár vexti og þrek-
inn og hafði ekki getað út-
vegað sér nógu stóra peysu
því að ermamar á henni náðu
aðeins með naumindum niðrá
miðjan framhandlegg, berhent-
Ur einsog ekkert væri sjálf-
sagðara í öllu þessu frosti,
með sígarettu í munninum og
sogaði allan reykinn oní sig
án þess nokkuð kæmi upp aft-
ur, — einn þessara hraustu
manna sem aldrei fá nógu
sterkt tóbak.
„Hvar skauztu þá?“ sögðu
vinir mínir.
„Kringum Engey“, sagði mað
urinn.
„Varstu lengi?“ sögðu þeir.
„Við vorum tveir á trillu
síðan átta í morgun“, sagði
hann.
„Á hvað seljiði þá?“ sögðu
þeir.
„Sjö krónur stykkið í Fisk-
höllinni“, sagði hann.
„Það er lítið kaup fyrir tvo
menn í heilan dag“, sögðu þeir.
„Það er betra en ekki neitt“,
sagði hann, kvaddi og var far-
inn.
□
Debussy einráður
að lokum
Eftir þetta höfðu vinir mín-
ir ekki eirð í sér að standa
lengur og hlusta. Þeir fóru að
Framhald á 7. síðu.
um land til Akureyrar. HerðuDteið
fer frá Reyltjavik í kvöld austur
um land til Sigiufjarðar. Skjald-
breið er á Húhaflóa á suðurleið.
Þyrill er í Reykjavík. Skaftfelling-
ur á að fara frá Reykjavík í dag
til Vestmannaeyja.
EIMSKIP:
Brúarfoss kom til Ábo í Finn-
landi 18.2. fer þaðan væntanlega
23.2. til Kaupmannahafnar. Detti-
foss er á Ólafsvík, fer þaðan til
Stykkishólms, Grúndarfjarðar og
Vestmannaeyja, lestar frosinn
fisk. Fjallf.oss kom til Ðjúpavogs
19.2. er á Reyðarfirði, fer þaðan
austur um land til Akureyrar.
Goðafoss kom til N. Y. 17.2. frá
Reykjavík. Lagarfoss kom til Hull
19.2. fer þaðan til Leith og Reykja
víkur. Selfoss fór frá Sauðárkróki
19.2. tii Kaupmannahafnar. Tröila-
foss fór frá Reykjavík 14.2. til
N.Y. Vatnajökull fór frá Ðanzig
17.2. til Reykjavíkur.
Frá rannsóknarlögreglunni.
Á laugardaginn kl. 10.25 varð á-
rekstur milli vörubifreiðar og
jeppabifreiðar á gatnamótum
Reykjahlíðar og Miklubrautar. Á-
reksturinn var harður og miklar
skemmdir urðu á báðum bifreið-
unum. Lögreglúnni ér kunnugt
um að tveir menn voru að moka
úr ofaníburði á umræddum gatna-
mótum, því sennilegt að þeir hafi
séð er áreksturinn varð. Rann-
sóknarlögreglan biður menn þessa
að hafa samband við sig hið allra
fyrsta.
Vér þökkum bæjarbúum, kærlega
fyrir þann mikJa velvilja er þeir
sýndu Kvennadeild Slysavarnafé-
lagsins i Reykjavík við merkja-
söluna 19. þ. m. og einkum sölu-
börnunum dugnað þeirra og skil-
vísi.
Merkjasölunefndin.
Föstudaginn 17.
þ. m. voru gef-
in saman í
hjónabánd af
séra Jóní Thor-
arensen, ungfrú
Steinunn Lárusdóttir og Ólafur
Þ. Ögmundssón, trésmíðameistari.
---- Heimili brúðhjónanna er í
Höfðaborg 64. —
<y'y
ISFISKSALAN.
X gær, 20. febr., seldi Gylfi 2445
kits fyrir 5485 pund í Grimsby.
Einarsson Zoega
Foidin er í Reykjavílc. Linge-
stroom er í Amsterdam.
EIMSKIPAF. REYKJAVIKUK
Katla fór laugardagskvöidið 18.
febrúar frá Napoli áleiðis til Pira
eus í Grikklandi.
Ríkisskip
Hekia er í Reykjavík. Esja fer
frá Reykjavik á morgun vestur
Það er kurteislegur áfellisdóxnur. Verst er þó að þessi at-
burður. er ekki undantekning, heldur aðeins eitt dæmi af
mörgum um kynþáttahatrið og negraofsóknimar í önd-
yegisríki hins „vestræna frelsis“.
Hjónimum Jó-
, hönnu Nýborg Ja-
jj"“' W — kobsson og Geir
í ÆÍI ^ Þörleifssyni, Borg-
M <. arnesi, fæddist 16-
marka meybarn í
gær, 20. þ. m. — Hjónunum Ólöfn
D. Jóhannsdóttur og Guðmundi
Sigurðssyni, Njálsgötu 48, fæddist
15 marka dóttir í dag 20. þ. m.
Musica, 1, tbl. 1949,
er komið út ög
hefst á efniságripi
Bláu kápúnnar eft
ir Lárus Sigur-
Yj- björnss., og fyigja
margar myndir, Þá er grein um
Erik Satie: ' Er hann faðir tón-
listar nútímans?; Fréttabréf frá
Italíu; Saga tónlistarinnar, 9.
grein o. fl. Hverju hefti Musica
fylgir lag á nótum, og að þessu
sinni er það lagið: Nú skal ég
fagna, eftir Karl Sigurðsson.
18.00 Framhalds
saga barnanna: Úr
sögunni um Árna
og Berit eftir Ant
on Mohr; VI. (Stef
. án Jónsson nám-
stjóri). 18.30 Dönskukennsla; XI.
fl. — 19.00 Enskukennsla; I. fl.
19.25 Þingfréttir. — Tónleikar.
. 20.20 Ávarp frá Rauða krossi Is-
lands (séra Jón Auðuns). 20.30
Tónleikar: Brailowsky leikur á
píanó (plötur). 20.45 Erindi: Nytj-
ar jarðar: Um sement; I. (dr.
Jón Vestdai). 2L10 Tónleikar: Létt
hljómsveitai-lög (plötur). 21.25 Mál
fundur í útvarpssal: Umræður um
áburð, ræktun og heilbrigði. —•
Fundarstjóri; Vilhjálmur Þ. Gísla-
son. 22.10 Passiusálmar. 22.20 Vin-
sæl lög (plötur). 22.45 Dagskrár-
lok.
Næturakstnr í nótt annast
Hreyfill, sími 6633.
Næturvörður er í Laugavegsapó-
teki. — Sími 1616.
Næturbeknlr er í - læknavarðatof-
UBtU. — Bimi 6030.