Þjóðviljinn - 22.02.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.02.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 22. febrúar 1950. ÞJÓÐVIL J I N;N 3 ŒStíULYÐSSÍOHIÍ Vopn fíl að sprengja áróSursblöSrur ■* Villuljós skipulagssfjórans Skipulagsstjóri „eykur" íjölbreytni Hörður Bjarnson skipulags stjóri ræddi um æskulýðs- hallarmálið 13. febr. í Vísis- dálkum þeim, sem bera nafn- ið „Bærinn okkar“. Af því að þarna er á ferð- inni maður, sem víst má telja einn af aðalráðgjöfum eignastéttarinnar hér í bæ og svo vegna þess að í nefndri grein fjallar hann um mál, sem snertir velferð æskunnar í Reykjavdk í framtíðinni, verður að veita þessu greinarkorni Harðar meiri athygli en hversdags- legu Vísissnakki. Skipulagsstjórinn segir: „Hér skal ekki farið út í neinn samanburð um það, hvort skemmtanir og félags- líf unga fólksins í Reykjavík séu óhollari en í öðrum bæj- um, og dreg ég það mjög í efa Aftur á móti mætti FJÖL- iBREYTNIN vera meiri“. í beinu framhaldi af þessu lýs ir svo greinarhöfundur, á hvern hátt hann vill auka fjölbreyttnina í skemmti- og félagslífi æskunnar. Og hvern ig vill hann auka hana? Hann vill að komið sé upp smáum tómstundahöllum á fleiri stöðum í bænum til styrktar og aukningar á starfsemi bindindis- og skáta hreyfingarinnar, íþróttafél. og K. F. U. M. Að þessu fengnu hefur skipulagsstjóri „aukið fjölbreytnina. Aug- ljóst er, að með þessum hætti er ekki verið að auka neina fjölbreytni, heldur væri ver- ið að auka við þá dilka, sem æskan hefur orðið að hlaupa í til að fá útrás fyrir félags- þörf sína, þ. e. a. s. sú æska, sem ekki hefur orðið sjoppu plokkurunum að bráð. Það var naumast að Hörður skipu lagsstjóri skipulagði „aukna fjölbreytni"! Skilningsleysi á þöríum nútímaæsku En það er sitt hvað fleira, sem segja má um þær skoð- anir, sem koma fram hjá þessum ráðgjafa íhaldsins, í fyrrnefndu greinar korni, ( eins og sjá má af þeirri til- vitnun, 'sem tekin er til at- hugunar í upphafi þessarar ■ grefíRar. ' ■. Mergur málsins er sá, að með þessari grein er verið að læða því inn hjá fólki, ann- aðhvort vitandi vits eða af þekkingarleysi, að í „bæn- um okkar“ sé allt 1 lagi, mið- . að við aðra bæi (Hvaða bæi?). Tómstundahús sé sjálfsagt að byggja, jú. af því að það sé almennt viður kennd nauðsyn, en málið verði bezt leyst með því að leysa húsnæðisvandræði hjá ákveðnum félagshópum hér í bæ (og þannig sé og bezt aukin fjölbreytni í félagslífi æskufólks!). í umræddri grein er gersamlega sneitt hjá að ræða örlög þess fjölda æsku fólks, sem ekki er og kemur ekki til með að ganga í þau félagssamtök, sem skipulagsstjórinn telur heppi legustu tómstundahafnir unga fólksins. Greinarhöfundurinn Hörð- ur Bjarnason er bersýnilega staðnaður borgari, sem ekki skilur þarfir nútíma æsku og þar af leiðandi ekki hinn sérstaka tilgang með bygg- irrgu æskulýðshallar. Hann gerir sér ekki ljóst, að þeir, sem fylkt hafa sér saman til að gera drauminn um veg- lega æskulýðshöll að veru- leika hafa fyrir sínum innri sjónum allt annað en þau borgaralegu og lágkúrulegu sjónarmið, sem droltna hjá Herði Bjarnasyni og öðrum ,þeim íhaldsmönnum, sem kannski vilja gera eitthvað fyrir æskuna? Sjúkir geta bað. Hvað þá um æskuna? Gg þau sjónarmið, sem skipulagsstjóranum eru ann- arleg, eru þessi: Að skapa nýjan vettvang fyrir æskuna, sem er óþekktur hér i bæ smáborulegs einkaframtakí Þetta kann Herði skipulags- stjóra og hans líkum að íinn- ast all þokukennt slagorð. Trúlegt er, að ýmsum star blindum íhaldskurfum hafi þótt áætianir hinra sjuku dugnaðarmanna, sem komið hafa upp starfsheimili berklasjúklinga að Reykja- lundi, þokukennd slagorð og er þó sú stofnun orðin þjóðar stolt og betri en í „öðrum bæjum“. Trúlegt þætti einnig að geti hinir sjúku gnrt svo stóra hluti, þá skyldi maður halda, að þróttmiki! æska geti líka skapað sér skilyrði, sem betri eru en í .„öðrum bæjum“. Æskan er ætíð ásökuð um að vera öfgafull og óraunsæ þegar hún ætlar sér að gera stóra hluti, sem eru í sam- ræmi við þarfir hennar sjáifr ar. Og ásakanirnar koma ætíð frá málgögnum. þeirra, sem búnir eru að hreiðra svo vel um sig. á kostnað annarra, að þeim finnst allt í lagi í „sínum bæ“, og þann ig mæla einnig þeir, sem eru á kaupi til að hugsa fyr- ir eignastéttarmenn, sbr. Hörð Bjarnasan. .; • 0í þungt íyrir hann Öfgarnar hjá æskunni eru : ekki aðrar í þessu tilfelli en 1 þær, að hafa futgið í gegn- | um upplýsingar i'rugga vi.ssu fyiar, að háegt er að koma upp tómstuadahull, sem !jgí- ur uppá að bjóða rnarga hluti. em :n?m ein samtök af því tagi. . áður v.rru upp talin, gætu nckkiu sinni boðið udd á. S ðMEIGI NLK.'r A geta öll þau æskulýðsfélög, sem hafa undir sínum merkjum æsku, er gerir kröfur til nýrri og betri skilyrða fyrir Reykja- víkuræskuna, komið upp æskulýðshöll, sem væri SAM EIGINLEGUR VETTVANG- UR allrar æsku með ólíkar skoðanir og áhugamál. Þetta er eftilvill of þungt fyrir Hörð Bjarnason. En það ger- ir ekkert til. Hann er sýni- lega ekki fær um að leggja neitt jákvætt til múlanna þama. Við verðum að bera skoð- anir Harðar og annarra Vís- ismanna út á haug, til þess að geta tileinkað okkur því I , betur hugsjón B. Æ. R.. Und- ir því merki sigrum við. Ó. J. Eitt sinn skrifaði Hannes á Horninu grein um Stef. Jóh. Stef. í jólablað Al- þýðubl., þar sem meðal annars var á það minnzt, hve Stefán ætti stórt bóka safn um sósíalismann. Þótt þessi orð Hannesar um hið stóra bókasafn væru sýnilega sett fram til að læða því inn í hug- skot lesandans; að eigandi safnsins væri mikill sósíal isti, þá mátti strax skynja að þetta var í senn blekk- ing hjá Hanesi en að öðru lýsing á víti til varnaðar. Mér þótti ég fá þarna gott dærni um, hve góðar og gagnlegar bækur geta komið að litlu haldi við að móta daglegt starf og tal manna. Það hefur auð- vitað komið fyrir fleiri en Stef. Jóh. að eiga bækur um sósíalisma sem legið hafa í bókaskápnum gagns lausar von úr viti. En ó- sennilegt er að nokkur eigi fleiri bækur um sósíal isma ónotaður í skáp en Stefán.. Hann á trúlega met í því. Þessa hugleiðingu um hið mikla bókasaín vildi ég nota til að agitera fyr- ir sið, sem á að taka upp hér í síðunni. Hann er fólginn í því, að taka upp kaíla úr okkar klassísku ritum um sósíalisma, sem komið hafa út á íslenzku. Tilgangurinn með siðn- um er tvennskonar: í fyrsta lagi leggja lesand- anum upp í hendurnar nytsama punkta, sem gætu dugað sem sverð til að stinga göt á áróðurs- blöðrur afturhaldsins, þeg ar lesandinn nær svo góðu valdi á fræðslutilvitnun- um. að hann getur notað þær í praxís. í öðru lagi eiga slíkar tilvitnanir í okkar klassísku rit að vera hvatning til lesendanna um að þeir fái sér stærri bita af fróðleik úr þeim bókum og bæklingum sem vitnað er til. Á þennan hátt er ætlun- in að vinna gegn því að menn líkist manninum sem á stóra bókasafnið ŒSMmSÍORN Málgagri Æskulýðsfylk- ingarinnar —— sambands RITSTJÓRAR: .'C. VVWWW Páll Bergþórsson Ólafur Jensson Rúmensk æska vex nú upp í sósíalistisku samfélagi með örugga framtíð. Hún þarf ekki að óttast kreppu og atvinnuleysi, f em eru fylgifiskar mannspillandi arðráns. Myndin er tekin á 5 ára afmæli frelsunartnnar undan oki nazismans og leppa hans. um sósíalismann. Að þessu sinni skulum við taka kafla úr bók, sem kalla má sósíalistíska „Litlu gulu hænu“. Heiti bókarinnar er „Ævintýr- ið um áætlunina miklu“ eftir M. Ilin í þýðingu Vilmundar Jónssonar, út- gefin af Bókmenntafélagi jafnaðarmanna 1932. Þessi kafli sýnir okkur ljóslega, hvernig endirinn verður, þar sem verk- smiðjur eru notaðar áætl- unarlaust af spekulönt- um kapitalismans. Kunni maður þetta dæmi vel, kemur enginn að tómum kofanum hjá manni, ! ef auðvaldskreppa er á dag- skrá. Það er mjög hentugt að beita þvd í daglegum - áróðri eins og hver og einn getur komist að me5 því að lesa það. En áður en dæmið er tekið vil ég auðvitað hvetja ykkur .til að lesa alla þessa ,jLitlu gulu hænu“ um áætlunar- búskap og kreppuíhald, og gerir ekki til þótt nokkr- ir kaflar í henni hafi ekki gildi fyrir okkur i dag. Hún er öll bráðskemmti- leg. Og svo kemur dæmið sem byrjar á bls. 6 í bók- inni: „Herra Fox kemst yfir pen. inga, — eina milljón dala. En peningarnir mega ekki liggja aðgerðalausir. Herra Fox lítur yfir dagblöðin. Hann ráðgast við vini sína. Hann ræður sér erindreka. Frá morgni til kvölds hring- sóla þeir um borgina, grand- skoða alla hluti og spyrjast fyrir. Hvað á að gera við peninga herra Fox? Loks detta þeir niður á fyrirtæki, Hattar;! Það er það sem á að gera. Hattar ganga út. Menn verða ríkir. Það er ekki eftir neinu að að bíða. Herra Fox kemur sér upp hattaverksmiðju. En á sama tíma dettur herra Box og herra Crox og herra Nox hið sama í hug. Og allir reisa þeir sér hatta verksmiðju samtímis. Áður en misseri er liðið hafa nokkrar nýjar hatta- verksmiðjur bæzt við í land- inu. Sölubúðir eru troðfull- ar af hattaöskjum. Vöru- skemmurnar eru að springa utan af þeim. Allstaðar eru auglýsingar, merki og til- kynningar: Hattar. Hattar. Hattar. Miklu fleiri hattar* eru gerðir en þörf er fyrir, — helmingi fleiri, þrisvar sinnum fleiri. Og verksmiðj- urnar vinna með fullum hraða. Og nú skeður það, sem hvorki herra Fox né herra Box né herra Nox, né herra Crox óraði fyrir. Fólkið hættir að kaupa hatta. Hei'ra Nox setur hattana niður um 20 sent, herra Crox um 40 sent. Herra Fox selur hatta , sér í skaða til þess að losna við þá. En verzlunin gengur verr og verr. í öllum blöðum birtist svo látandi auglýsing: Það getur verið, að þu hafir ekki nema eitt höf- uð. En þar með er ekki! sagt, að þú eigir ekki að háfa nema einn .hatt. Hver Ameríkumaður ætti að ~ eiga þrjá hatta. Kaupið Framhald á 7. síðu. í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.