Þjóðviljinn - 22.02.1950, Page 4

Þjóðviljinn - 22.02.1950, Page 4
4 ÞJÓÐVILJI N N Miðvikudagur 22. febrúar 1950. ÞlÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Slgurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfl Ólafsson, Jónas Arnason Auglýslngastjóri: Jónsteinn HaraJdsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- Btig 19 — Simi 7500 (þrjár línur) Xskrlftarverð: kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverð 50 aur, eint Prentsmiðja Þjóðviljans h'f. Sósialistaflokkurlnn, Þórsgötu 1 — Síml 7510 (þrjár línur) Verkin lofa meistarann Það er ekki ýkjalangt síðan að Ólafur Thors hélt eft- Srminnilega ræðu um ástandið í markaðsmálunum og afrek flokksbróður síns, Bjarna Benediktssonar, í þeim efnum. Hlóð hann Bjarna miklu lofi, sagði að hann hefði haldið við eldri mörkuðum íslendinga og aukið þá af mikilli lipurð og festu. Aldrei hefur ástandið verið betra í markaðsmálunum, sagði hann með yfirlæti hins sjálfs- umglaða manns í röddinni, og lauk máli sínu með þeirri röksemd sem sízt verður véfengd: „Verkin lofa meist- arann.“ Já, verkin lofa meistarann, víst er um það. Vísir birtir lof verkanna á þennan hátt í forustugrein sinni í iyrradag: „Útvegsmenn munu líta svo á, að gengislækk- un sé algerlega ófullnægjandi, ein út af fyrir sig, með því að markaður sé ekki fyrir hendi fyrir hraðfrystan fisk eða ísaðan fisk“. 'Markaður ekki fyrir hendi fyrir hraðfrystan fisk eða ísaðan, þannig tala verkin að sögn Vísis. Og þá er ekki að furða þó jafnvel útgerðarauðvaldið viðurkenni fánýti gengislækkunar. úndanfarið hafa togarasölurnar verið þannig í Bretlandi að verðið sem fengizt hefur fyrir ísaða fiskinn hefur rétt rúmlega nægt fyrir kostnaði í Bret- landi sjálfu! Og hvað stoðar þá að lækka gengið? í Bret- landi eru nú óseld 15—20.000 tonn af hraðfrystum fiski og talið að þau muni ekki vera seld fyrr en undir árslok. Verzlunarsendinefnd hefur dvalizt í Vestur-Þýzkalandi síðan um áramót og árangurinn af dvöl hennar hefur til þess verið neikvæður að mestu. Svipaða sögu er að segja um Holland og Frakkland. Þessir markaðir hinna ástríku samvinnuþjóða eru að lokast, sökum þess að þær þykjast sjálfar framleiða nægilegt miðað við litla og rýrnandi kaupgetu almennings. Og hvað stoðar þá að lækka gengið? Verkin lofa meistarann, sagði Ólafur Thors og þannig hljómar lof þeirra. Og víst er um það að meist- arinn iBjarni Benediktsson ber fulla ábyrgð á verkum sínum. Þau hafa ekki verið mótuð af hagsmunum íslend- inga, heldur fyrirskipunum frá hinum voldugu yfirboð- urum vestanhafs. Afurðasölumál íslendinga hafa verið liður í kalda stríðinu, og mun enginn agent Bandaríkj- anna í Evrópu haf verið jafn hundhlýðinn og meistarinn Bjarni Benediktsson. Hann hefur í einu og öllu látið stjórnast af þeim sjónarmiðum sem hið heimskunna enska ihaldsblað Observer túlkaði á þessa leið í maí 1949: „Það er hafin barátta fyrir verzlun milli Austur- og Vestur-Evrópu. Það hljómar mjög sakleysislega... aukin viðskipti milli Austur- og Vestur-Evrópu myndu gera Vestur-Evrópu óháðari amerískum matvælum og minnka þannig dollarahallann. All hljómar þetta freistandi: En ef við föllum fyrir freistingunni, myndu pólitísku afleið- ingarnar verða ægilegar... Verzlunin milli Austur- og Vestur-Evrópu verður ekki aðskilin frá kalda stríðinu. Okkar stefna verður að vera að beina verzlun Vesturevrópu til svæða, þar sem sú verzlun hjálpar til að styðja mót- spymuna gegn Rússlandi og hindra þá verzlun, iþegar hún anyndi hjálpa fylgiríkjum Rússa“. Þessari stefnu hefur meistarinn fylg't. Hann vildi hjálpa til í kalda stríðinu og hann átti von á hjálp á móti. En sú hjálp brást. Þegar meistarinn var búinn að rígbinda ísland efnahagskerfi marsjalllandanna (kom eparkið sem nú svíður mest undan. Auðyald Vestur- BÆ J AUPOSTIRIN N Vill fá erindi Sverris. lá stálþráð. ,,Utanbæjarmaður“ skrifar: •— „Kæri Bæjarpóstur! — Eg er einn af þeim sem hlustuðu á erindi Sverris Kristjánssonar sagnfræðings, Úr sögu imperi- alismans, eins og hann nefndi það. — Mér datt í hug hvort það væri ekki heppilegt að taka slík erindi upp á stálþráð, fyrir okkur sem eigum heima utan- bæjar, svo við getum einnig notið þeirra — innan okkar félagsskapar. — Eg vona að Sósíalistafélag Reykjavíkur skilji þýðingu .þess. — Með kveðju. — Utanbæjarmaður.“ □ Vill fá þurrkaða ávexti. Kona ein, sem hefur mikinn hug á að fluttir verði inn þurrk aðir ávextir, sendir eftirfarandi bréf: — „Kæri bæjarpóstur! — Það er oft réttilega talað um nauðeyn þess, að við Islending- ar fáum meira af ávöxtum en verið hefur hin seinustu árin, og bent á að engir verulegir örðugleikar, hvorki fjárhags- legir né aðrir, þyrftu að vera á því að halda þeim málum í því horfi sem ákjósanlegt mætti kallast. En það ber minna á því að stjórnarvöldin fáist til að hlýða þessum ábendingum. Að vísu er einstöku sinnum fluttur inn dálítill slatti af epl- um, og þá helzt í kringum stór liátíðir, en þetta er ekki annað en kák — ég vil segja hneyksl- anlegt kák — sem gerir hvorki til né frá að breyta ástandinu. n Eplin rýrna um allt að 25%. „Og það var einmitt út af þessum- eplainnflutningi, sem ég tók pennann til að skrifa þér .... -— Það er vitað mál að epli eru viðkvæm og þola illa geymslu. Það þarf að geyma þau í sérstökum geymsluhúsum, ef vel á að vera, en slík geymslu hús eru víst ekki til hér. Þess- vegna skemmast eplin mjög fljótt, eftir að þau eru komin til landsins (og raunar líka á leiðinni þar sem þau liggja í venjulegum skipslestum innan um annan varning), og hef ég það eftir manni, sem málunum er kunnugur, að af þessu orsak ist svo mikil rýrnun á birgðun- um, að ekki sé ofætlað að hún nemi að meðaltali 25%. Það er m.ö.o. heldur „slæmur bissness“' að kaupa epli til íslands... . □ Heldur apríkósur, sveskjur og rúsínur en ónýt epli. „....Ekki má skilja þessi orð mín svo að ég sé á móti því að nýir ávextir séu fluttir hingað. En ég er á móti þessu dæmalaust fáránlega káki, sem viðgengst í þessu efni.... Og heldur en að fluttir 'séu inn þessir smáskammtar af eplum, sem rýrna um allt að því fjórð- ung við flutning og geymslu, mundi ég miklu frekar kjósa að fá þurrkaða ávexti, sem lítil hætta er á að skemmist eða rýrni, þó geymdar séu dálítinn tíma. . . . Eg þykist sem sé mæla fyrir munn flestra hús- mæðra þegar ég beini þeim orðum til Grænmetisverzlunar- innar — eða hvaða annars að- ila sem hefur með þessi mál að gera -— að það mundi koma sér miklu betur fyrir okkur að fá að staðaldri þurrkaða ávexti, í staðinn fyrir þessa hálfónýtu eplaskammta með höppum og glöppum. . . . Og það þýðir ekkert að reyna að telja okkur trú um, að þjóðfélagið ha.fi ekki ráð á slíkum innflutningi. All- ar þesskonar fullyrðingar falla dauðar og ómerkar andspænis þeirri staðreynd, að jafnvel í allri eymd og hallæri kreppu- áranna fyrir stríð fengust á- vallt þurrkaðir ávextir — þurrk uð epii, apríkó;ur, sveskjur, rúsínur, gráfíkjur o.s.frv. — í búðunum. . . . Eva.“ □ (Þágufallssýki í stóru letri. Margir munu hafa veitt at- hygli sérkennilegri fyrirsögn sem birtist með stóru letri í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag. Fyrirsögnin hljóðaði svo: „Rússum skortir viljann til samkomulags segir Attlee“. — Útaf þessu hefur einn les- andinn sent ofurlitla athuga- semd, þar sem hann bendir á, að hér er um að ræða stærsta og víðlesnasta blað landsins; og segir að lokum „að „ein- hverjum“ skorti bereýnilega þekkingu á íslenzkri tungu.“ ★ HÖFNIN. Akurey og Ingólfur Arnarson komu af veiðum í gær. Einarsson Zoega Foldin er í Reykjavík. Linge- stroom fermir í Amsterdam 25. þ. m. Ríklsskip Hekla er í Reykjavík. Esja fer frá Reykjavík i kvöld vestur um land til Akureyrar. Herðubreið fór frá Reýkjavík í gærkvöld austur um land til Siglufjarðar. Skjald- breið er á i leið frá Húnaflóa til Reykjavíkur Þyrill er í flutning- um i Faxaflóa. EIMSKIP: Brúarfoss kom til Abo í Finn- landi 18.2. fer þaðan væntanlega 23.2. til Kauþmánnáhafnar. Detti- foss var væntanlegur til Vestm.- eyja kl. 13.00.- í gærdag 21.2. frá Stykkishólmi. Fjallfoss fór frá Norðfirði um hádegi i gær 21.2. til Seyðisfjarðar. Goðafoss kom til N. Y. 17.2. frá Reykjavík. Lag arfoss kom til Hull 19.2., fer það an 21.2. til Leith og Reykjavíkur. Selfoss fór frá Hofsósi 19.2. til Kaupmannahafnar. Tröllafoss fór frá Reykjavík 14.2: til N. Y. Vatna jökull fór frá Danzig 17.2. til R- víkur. Föstumessa kl. 8.15 e. h. — Séra Þorsteinn Björnsson. , Nýlega voru gefin saman í hjónaband, ung fr. Kristin Jóns dóttir, Reykja- yík og Sigurð- ur Kristjánsson, skrifstofumaður hjá K. V. A., Akureyri. — Sl. laugardag opin- beruðu trúlofun sína, ungfrú Jór- unn Jónsdóttir, Há teigsveg 40 og Pét ur Sörlason, starfs maður hjá Stálsmiðjunni, Hverfis- götu 102 B. — Nýlega opinberuðu trúlofun sína, ungfrú Ingibjörg Pálsdóttir, Skólavörðustig 3 og Þorgrímur Tómasson, framkv.stj., Bröttugötu 6, Reykjavík. — Ný-( lega opinberuðu trúlofun sína ung frú Halldóra S. Gissurardóttir og Högni Egilsson. Bæði til heimilis á Suðureyri, Súgandafirði. Málfundir Verzlunarmanna hefjast að nýju. 1 kvöld kl. 8.30 hefjast að nýju hinir vinsælu málf undir verzlunar- manna í Félagsheimili Verzlunar- manna. Eru fundir þessir haldnir að tilhlutan Skrifstofumannadeild ar og Afgreiðslumannadeildar fé- lagsins og er í ráði að fá mann sem hefur góða kunnáttu i fram- sögn og ræðumennsku til þess að veita félagsmönnum tilsögn. Ráð- gert er að málfundír þessir standi fram á vor og verði fundir haldn ir einu sinni á hálfum mánuði, á fimmtudögum. Tekin verða fyrir á fundunum ýms félagsmál og jafnframt almenn þjóðfélagsmál. 1 fyrravetur voru haldnir fundir með svipuðu sniði og gáfu þeir mjög góða raun og það sem gerði þá fjölbreytta og skemmtilega var að menn úr öllum flokkum tóku til máls. Á fundinum í kvöld verður rætt um nánari tilhögun væntanlegra málfunda og almenn félagsmál og er ekki að efa að verzlunarmenn fjölmenni á fundinn og gerist virk ir þátttakendur í þessum málfund um. Leiðrétting. 1 frásögn um afgreiðslu almanna tryggingalaganna við 2. umr. í efri deild i blaðinu i gær var sagt, að Steingrímur Aðalsteinsson hefði flutt breytingartillögu um niður- fellingu ákvæðisins um að bílstjór ar skuli vera gjaldskyldir eins og atvinnurekendur. Þessi frásögn byggðist á no’kkrum misskilningi. Á þessu stigi kom ekki fram slík breytingartiilaga frá sósíalistum, heldur greiddu þeir allir atkvæði gegn þeirri grein frumvarpsins sem hefur að geyma þetta rang- láta ákvæði. 18.25 Veðurfregn- ir. 18.30 Islenzku- kennsla; I. fl. — 19.00 Þýzkuk.; II. fl. 19.25 Þingfrétt- ir. — Tónleikar. 20.20 Kvöldvaka: a) Föstumessa í Dómkirkjunni (séra Jón Auð- uns). b) 21.20 Tónleikar (plötur). c) 21.30 Frásöguþáttur: Vorhret í varplandi (Bjarni Sigurðss. bóndi í Vigur. — Helgi Hjörvar flytur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passiusálmar. 22;20 Dans- hljómsveit Björns R. Einarssonar leikur. 22.50 Dagskrárlok. evrópu er kaldrifjað — það lætur ekki stjórnast af til- finningum. Þess vegna verður Bjarni Benediktsson sjálf- ur að taka afleiðingum verka sinna, þeirra verka sem vissulega lofa meistarann á sinn hátt. Næturakstur í Hreyfill, sími 6633. nótt annasfi Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. — Sími, 1760. Næturlæknlr er I læknavarðstof- unni. —'Simi 5030.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.