Þjóðviljinn - 26.02.1950, Blaðsíða 5
Sunnudagur 26. febrúar 1950.
Ein notalegasta náðargjöf
æskunnar er, hve auðveldlega
hún fellur í stafi. Seint getur
mér gleymzt, í hvílíkt andlegt
uppnám ég komst við fyrstu
kynni mín af Strindberg, og
var ég þó kominn yfir tvítugt,
þegar ég las „Röda rummet",
þetta geníala æskuverk, sem
setti allt á annan endann á
sínum tíma. Er ég alllöngu
síðar kom fyrst í „Berns sal-
onger“ og drakk grogg uppi í
„rauða herberginu“ með pólsk-
um fulltrúa á þingi sænska al-
þýðusambandsins, fannst mér
það stærsti heimsviðburðurinn
í veraldarsögu minni til þess
tíma.
Strindberg er svo stór í and-
anum, svo fjölgáfaður og við-
menntaður, svo snilliríkur lista-
maður, að um skáldskap hans
mætti með sanni segja hið
kaupmannslega slagorð Egils
Vilhjálmssonar: „Allt á sama
stað“. Hann var ýmist eða allt
í senn sannkristinn og hund-
heiðinn, ástsjúkur og ofstækis-
fullur kvennahatari, eldheitur
bolsivikki og reikull borgari.
Og hann var jafnsannur í öllum
þessum „gerfum“, þvi að sál
hans var eins og úthaf, þar sem
lækir og stórfljót, bergvötn og
jökulár mætast, þar sem himin-
háar hrannir rísa og hrynja
með ógnþrungnum gný aðra
stundina og bragandi norður-
ljós dansa á dimmgrænum fleti
þess hina.
En þetta átti ekki að vera
neinn ástaróður til hins stóra
Strindbergs, heldur ætlaði ég
að segja lesendum Þjóðviljans
lítillega frá tveimur leikritum
hans, sem verið er að sýna um
þessar mundir á „Kungliga
dramatiska teatern" hér í Stokk
hólmi, þó að telja megi vafa-
samt góðverk að veita þannig
aðeins reyknum af réttunum
að vitum þeirra. Þessi leilkrit
eru PARIA og FRÖKEN
JULIE.
PARIA er stuttur einþátt-
imgur, eterkur og hnitmiðaður
í byggingu, sálgreininn og at-
burðalaus, en þó áhrifaríkur —
og spennandi eins og svæsnasti
glæpareyfari. Leikendur eru að-
eins tveir: X fornleifafræðing-
ur, og Y, ferðamaður frá Ame-
ríku — eða Aria (ofurmennið)
og Paria (úrhrakið).
Paria hefur gerzt sekur um
víxilfölsun og þjófnað og verið
dæmdur í 2ja ára hegningar-
vinnu. Leikurinn gerist í sumar
bústað Aria, þar sem Paria er
gestur hans að nafninu til, en
'hefur raunverulega leitað þar
hælis á flótta undan yfirvöldun-
um. Hann hefur þá afplánað
fyrri sekt sdna, en heldur áfram
á glæpabrautinní og er þjófur
og ræfill af auðvirðilegustu
tegund.
Þeir sitja og ræða um glæpi
og refsingu. Það kemur upp
úr kafinu, að Aria veit um
vixilfölsunina, og hann knýr
Paria til að segja sér, hvaða
orsakir hafi til þess legið, að
hann framdi hana; Paria reynir
að telja honum trú um, að hann
hafi verið á valdi óviðráðan-
legrar ástríðu, framið hana ó-
vitandi. En Aria trúir ekki frá-
sögn hans. Hann heldur því,
fram að refsingin ein geti bætt
að fullu fyrir framinn glæp,
en kenning kristninnar um
fyrirgefning syndanna sé sið-
epillandi — hins vegar hefur
sá, sem tekið hefur út sína
refsingu enga ástæðu til að
vera niðurlútur — hann á að
horfast einarðlega í augu við
hvern, sem er. Sum afbrot eru
r
STRINDBERG
þannig vaxin, að þau veita enga
áistæðu til sektartilfinningar.
Til staðfestingar þeirri skoðun
sinni trúir hann Paria fyrir því,
að hann hafi á æskuárum sín-
um drepið mann óviijandi, en
af óvarkámi — það hafi aldrei
komizt upp og hann hafi aldrei
fundið til neinnar sektarmeð-
vitundar vegna þeis. Við þessi
tíðindi lifnar mjög yfir Paria,
og hann reynir á auðvirðilegan
hátt að nota sér þann trúnað,
sem honum hefur verið sýndur,
til að ná valdi yfir Aria og fé-
fletta hann: Hann hótar honum
að skýra konunni hans frá, að
hann sé morðingi, nema hann
steli verðmætum < dýrgripum,
sem hann hefur undir höndum,
og láti sig hafa. Og nú hefst
hin harðvítugasta andans bar-
átta milli Aria og Paria, þar
sem hvor beitir þeim vopnum,
sem hann á skæðust, til að
fella hinn, og auðvitað lýkur
þeirri arrahríð með sigri Aria,
'hin1: vitsmunalega og siðferði-
lega ofurmennis, sem greinilega
túlkar viðhorf Strindbergs
sjálfs.
Þessi leikþáttur er saminn í
Kaupmannahöfn árið 1889 og
sýndur þar í fyrsta sinni sama
ár. Hugmyndina að honum fékk
Strandberg úr smásögu eftir
Ola Hansson, sem birzt hafði
árið áður í tímaritinu Ny Jord,
en Strindberg víkur þó mjijg
frá söguþræðinum og bætir inn
í sínum eigin viðhorfum að
vild sinni. Strindberg gerist hér
talsmaður þeirrar „Úbermán-
schen“-kenningar, sem kennd
hefur verið við þýzka heim-
spekinginn Nietzche og nazist-
arnir notuðu síðar til réttlæt-
ingar kynþáttahleypidómum
sínum: Skiptingu manna í
herrafólk og óæðri þjóðir —
aría og ekki aría. Þar með er
ekki sagt, að Strindberg hafi
átt neitt andlega skylt við naz-
istana þýzku. Það leiðir aðeins
af fjölbreytninni í list hans, að
flestir munu þykjast finna þar
nokkuð að sínu skapi — borg-
ararnir þó sízt.
Lars Hansson leikur Paria
og gerir það með mikilli prýði.
Hlutverkið er vandasamt, eink-
um framan af, því að þá segir
hann yarla nokkurt orð, heldur
verður hann að sýna hinn innri
mann með ytra látbragði eiriu,
svipbrigðum, hreyfingum, við-
brögðum.
Anders Henrikson leikur
Aria. Hlutverk hans er auðveld
ara, veitir betri möguleika til
tjáningar. Hann hefur oftast
orðið, einkum framan af, er í
engu frábrugðinn því, sem fólk
er flesit, ber ekki skaphöfnina
utan á sér. Leikur hans er
góður.
Rune Carlsten hefur sett
þáttinn á svið. Leikritið er
ekki stórbrotið né vandasamt
í sviðsetningu og reynir því
ekki til muna á leikstjórann.
En heildaráhrifin eru þau, að
það sé nákvæmlega eins og
það á að vera, og kannski er
meiri vandi eh margan grunar
að setja jafnvel einfaldasta
þátt svo á svið.
FRÖKEN JULIE er íslenzk-
um útvarps.hlustendum í svo
fersku minni, að ég mun ekki
rekja efni þess hér. En þessi
sýning leikritsins er merkileg,
þótt ekki sé nema af því einu,
að þetta er í fyrsta skipti, sem
það er sýnt eins og Strindberg
gekk upphaflega frá því.
Strindberg samdi Fröken
Julie sumarið 1888, en það var
ekki fyrr en 1905, eða 17 árum
síðar, að neinn sænskur leik-
stjóri áræddi að setja þetta
hættulega sjónarspil á svið og
þá eftir hinni prentuðu útgáfu,
en í henni hafði útgefandinn
fellt niður veigamikla kafla án
samþykkis Strindbergs. Fyrir
nokkrum árum kom frumhand-
ritið í leitirnar í Nordiska
Museet, og nú eftir rúm 60 ár
fá leikliúsgestirnir sem sagt í
fyrsta sinn að sjá leikritið í
sínum upphaflega búningi.
Ástæðan til þess, hver erfið-
lega þessu snjalla leikriti gekk
að brjóta sér braut upp á svið-
ið, var hinn alkunni mannlegi
veikleiki: Að þora ekki að kann
ast opinberlega við það, sem
allir kannast við með sjálfum
sér. Auk þessa bætist við sú
þjóðfélagslega nauðsyn ríkjandi
stéttar að viðhalda virðingu
sinni meðal hinna undirokuðu.
Fröken Julie er tákn úr-
kynjaorar deyjandi stéttar, sem
dæmd er úr leik, dæmd fil að
víkja fyrir hinum mörgu smáu
samkvæmt járnhörðu lögmáli
náttúrunnar, lífsbaráttunnar.
En þótt Strindberg viti, að svo
hlýtur að fara og telji það
æskilegt og nauðsynlegt, að
skógurinn sé gresjaður, að f jar
lægð sé gömul „feyskin tré,
sem staðið hafa lengi í vegi“
fyrir nýgræðingnum, leynir sér
ekki, að hann dáist að Julie,
dáir hið aristókratiska, ele-
gansinn bak við breyskleikann,
nautnasýkina, dutlungana,
tryllinginn. Þegar gamli tím-
inn steypist í djúpið og tor-
tímist, ber hann enn að glæsi-
leik, ytri fágun höfuð og hsrðar
yfir þá, sern eiga að erfa land-
ið. Uppeldið skilur þar á milli.
Þjónninn Jean og eldabuskan
Kristin eru einkar ógeðfelld við
hlið Julie. Þau eru eins og börn
á óvitaaldri, gróf, eigingjörn,
tillitslaus, eiga flest ólært, en
þeirra er framtíðin eigi að síð-
ur.
Inga Tidblad leikur Julie.
Hún er hrífandi fögur, glæsi-
leg á leiksviði og góður karakter
leikari. En rödd hennar hljómar
óviðkunnanlega frá sænsku leik
sviði. verður of mjó og hrjúf,
eins og hún valdi heririi ekki
fyllilega. Leikur hsnnar er
einnig of einhliða með köflum
— henni tekst ekki alltaf að
taka. nógu skjótt á sig hinn
nýja ham þesrarar limafögru,
ástríðuheitu, „léttu hryssu“ —
fröken Julie.
Ulf Palme lék þjóninn Jene
og fór bráðskemmtilega með
lrlutverkið á köflum. Einkum
tókst honum vel að láta hin
stuttu, strákslega kaldlirana-
legu tilsvör við tilfinningaheit-
um spurningum Julie koma eins
og skýfall yfir áheyrandann.
Annars hættir honum við að
bregða fyrir sig þessu nýtízka,
ódýra, hollívúðska handapati
og sauðsglotti, sem alþekkt er
úr amerískum, útvötnuðiun
fimmtaflokks kvikmyndum.
Márta Dorff leikur eldabusk-
una Kristínu. Þetta er minnsta
hlutverk leikritsins, en hún
fer þannig með það, að af ber
leik hinna. Maður óskaði hvergi
eftir, að hún gerði neitt öðru-
vísi en hún gerði það — og
þó: Hún notaði sér helzt um
of ánægju áheyrendanna af að
heyra hana raula undir með
fólkinu, sem syngur fyrir Jóns-
messunæturdansinum í fjarska.
Alf Sjöberg annast leikstjórn
ina þannig, að ég get ekki með
bezta vilja bent á neitt, sem
honum hefði getað tekizt betur!
Eitt af því, sem Strindberg
tók sér fyrir hendur um dag-
ana, var að búa til gull. Þá
var hann ungur stúdent í
Lmidi. Á úrslitastundinni, réttu
sekúndunum áður en gullið átti
að fara að glóa í tilraunaglös-
imi hins unga snillings, varð
ægileg sprenging í rannsóknar-
stofunni. Þegar að var komið,
stóð skáldið hágrátandi á miðju
gólfi umlukinn eldi og eimyrju
og hirti ekki um að forða sér
— fannst víst jafngott að
deyja með voninni um gullgerð
ina. En gifta StrindbergSi var
meiri en svo. Vissulsga tókst
honum að gera gull og það
gull, sem ekki glatar gildi sínu,
þótt ár og aldir líði.
Stokkhólmi 19. - 2. - ’50.
E — bs.
\ í dag íáið þið hið vinsæla
Ha I Ivelgarstaðarkaf f i
í Tjamarcaíé írá kl. 2—6.
Bárborðið er hlaðið góðgæti!
AVAWVWWVWÍAWWk^WVWWWVWWUWWVWWVUVVVI'
wViíwwwwwwwywwuw«vjWAW