Þjóðviljinn - 26.02.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.02.1950, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. febrúar 1950. U.S. Dansleikur \ í samkomusalnum á Laugaveg 162 í kvöld kl. 9. Hinn vinsæli sextett Steinþórs Steingrímssonar leikur. Sigurvegararnir úr síðustu danskeppni sýna dans. Aðgöngumiðar við innganginn. í H! i o m I e i k a r I Ufvarpskórsins j í Dómkirkiunri í dag kl. 5. i; Oseldir aðgöngumiðar við innganginn. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Friðféns Bjarnasonar frá Ásgarði. Fyrir hönd vandamanna, Ásgeir Bjamason. „Bjargráð" afturhaldsins Framhald af 1. síðu. varpinu ekki gert ráð ívrir lækkun þessara tolla og skatta, að því undanskiidu að verðtollur á að lækka _ úr 65% í 45%. Er su lækkun stórum minni en gengislækkunin, þannig að reiknað er með í frum- varpinu sjálfu að verðfdlurinn hækki í heild um ca. 26 milljónir á ári með sama innflutningi og s. 1. ár. ftðrir tollar og óhQiniz skattar munu einnig hækka um tugi milljóua. Hœkkun fasteignamafs, úfflufningsskattur o. fl. Samkvæmt frumvarpinu á að fimmfalda fast- eignámat á húsum í !evh''avík, fjórfalda það í öðrum kaupstöðum og þrefalda í sveitum. Jafnframt á að meta á ný ýmsar aðra.r eigrir. Af eign sem þannig kemur fram og er meiri en 300.000 kr. á að taka 10—12% skait af einstaklingum en 8—10% af hlutafélögum og samvinnufélögum, ef þau eiga meira en eina milljón í hreinni eign! Þá er í frumvarpinu gerí ráð fyrir útflutnings- gjaldi af nýsköpunartogurunum, hvalafurðum og "'síldarafurðum. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um litla uppbót á sparifé manna, sem stöðugt hefur verið rýrt und- anfarin ár. Á að verja til þess 10 millj. og skal þeirri upp.hæð skipt í hlutföllunum 6:1 milli fjár sem stóð inni frá 1939—1942 og fjár er stóð inni frá 1942 til 1. júlí 1947. Ýmis fleiri atriði eru í frumvarpinu, sem minna máli skipta, og verður það nánar skýrt hér í blaðinu næstu daga. unum. Jim Burchell, Washington fréttaritari fyrir Globe í New York, og Ted Loghran, stjórnmálafréttaritari við sama blað, fylgdust með því sem fram fór með hæðnislegu brosi. „Hann skemmtir sér prýðilega, ha?“ hvíslaði Loghran. „Þetta er svei mér slunginn náungi. Háll eins og áll,- Taktu eftir spurningum hans. Ekkert neima geltið. Hann bítur engan“. „Nema hvað“, hvíslaði Burchell glottandi. „Radísan skrifaði þær, og hann veit hvað til síns friðar heyrir“. „Radísan“ var viðurnefni sem þeir notuðu sín á milli um Stephen Reddish, sem hafði árum saman haft það starf að sjá um að Star Oil hefði gott orð meðal almennings. „Þetta er ekki annað en svívirðileg ágizkun", hvíslaði Loghran. „Þú gætir pkki sannað það“. „Víst gæti ég það. En mér dettur ekki í hug að reyna. Það gerir einmitt blaðamennskuna svo skemmtilega — að vita ýmislegt, sem maður má ekki segja frá“. „Þegiðu", hvíslaði Loghran. „Hann er að horfa á þig“. Burchell hlýddi. Vitnið fór úr vitnastúkunni, sem var stóll við endann á hinu langa nefndarborði, og ann- ar kom í þessu stað — dálítið sérkennilegur maður, hár, ljóshærður með blómlegan litar- hátt og skærblá augu. „Hver er þetta?“ hvíslaði Burchell. „Gæti ver- ið Hollendingur eftir útlitinu að dæma“. „Hann er hollenzkur — eða móðir hans var það. Faðir hans er af hollenzkum ættum — sá áður um hollenzka hlutann af skemmtiferða- lögum milli Hollands og Ameríku. Hendrick Maarten". En þeir fræddust um fleira hjá herra Maart- en sjálfum. Hann bar af sér þann orðróm að hann væri fæddur í Haag. Faðir hans hefði ver- ið Ameríkumaður og hann væri sjálfur amer- ískur borgari. Þekking hans á olíumálum byggð- ist á tuttugu ára reynslu, en hann hefði fyrst starfað hjá Sir Willem Meierling, formanni Dut- ch Petroleum, og verið einkaritari hans; síðan hefði hann unnið að ýmsum verkefnum hjá ððrum amerískum félögum og í fimm ár hefði hann verið í yfirstjórn hjá Star Oil. Sem maður með svo víðtæka reynslu í olíu- málum var hann í rauninni skammarlega fá- fróður. Eða ef til vill væri meira sannmæli að segja að minni hans virtist mjög ábótavant á köflum. I vitnisburði hans komu þráfaldlega fyrir orðatiltæki eins og „Eg veit ekki“, „Eg er ekki viss um“, „Eg man ekki“, Það var ekki í minni deild“. Hið eina, sem kom nokk- urn veginn skýrt fram var, að eftir hans beztu vitund, hefðu öll þau viðskipti sem Star Oil hefði getað átt við þýzka félagið, átt sér stað fyrir að minnsta kosti fimm árum, eða fyrir stríðsbyrjun. „Er það ekki rétt“, var hann spurður, „að Star Oil, samkvæmt samningi við Chemie Ges- ellschaft, hafi gefið félaginu upplýsingar um reynslu sína í framleiðslu gervigúmmís, og um leið látið hjá líða að gefa yfirvöldunum hinar sömu upplýsingar ?“ Það var ekki Walling, sem bar fram spurn- inguna, heldur einn hinna nefndarmannanna, skrýtinn náungi með uppbrett nef og kuldaleg, grá augu. Þunnar varir hans lokuðust eins og gildra, þegar hann hafði lokið máli sínu. Þetta var Harris öldungadeildarmaður frá Idaho. Maarten horfði á hann með raunverulegum undrunarsvip. „Við höfum auðvitað staðið við lagalegar skuldbindingar okkar samkvæmt núgildandi samningum. Mér er ekki kunnugt um, að nein- um upplýsingum hafi verið haldið eftir. Eg vildi gjarnan benda öldungadeildarmanninum á það, að þetta land á ekki í ófriði við Þýzka- land“. Gildran opnaðist og hleypti út annarri spurn- ingu. „En er það þá satt, að þið hafið gefið þýzka félaginu þessar upplýsingar, og þá um leið þýzku stjóminni ?“ „Þessu get ég ekki svarað. Þetta heyrir undir lögfræðideild okkar, sem hefur með einkaleyfi að gera. Sambandið á milli þýzka félagsins og þýzku stjórnarinnar tilheyrir ekki okkar verka- hring“. Walling ðldungadeildarmaður tók aftur við yfirheyrslunum með sinni venjulegu festu, en öldungadeildarmaðurinn frá Idho lét ekki þagga niður í sér. Um leið og Maarten var að fara úr vitnastúkunni, sagði hann hranalega: „Mér þætti fróðlegt að vita, hver hefur orð- ið árangurinn af leitinni að Chester Dimmock, og hvort nefndin muni fá tækifæri til að leggja fyrir hann spurningar". „Mér er sagt að herra Dimmock muni láta sjá sig hér á fundi á fimmtudagsmorguninn“. Það varð þytur við blaðamannaborðið um leið og allir sneru sér að formanninum. Öld- ungadeildarmaðurinn frá Idaho hallaði sér á- frám. „Er búið að finna hann?“ „Mér er ekki kunnugt um málsatriði", sagði Walling. „En fyrst tilkynnt er að hann muni mæta hér, geng ég út frá því að hann hafi fundizt". Andartak hefði mátt heyra saumnál detta í fundarsalnum. Kuldaleg grá augu Öídungadeild- armannsins frá Idaho litu af Walling á Maart- D AV ÍÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.