Þjóðviljinn - 07.03.1950, Síða 5
Þriðjudagur 7. febrúar 1950
Þ J ÓÐVILJINN ____*
Framsókn ofsækir bændur
Ein afleiðing gengislœkkunar er að mark
aður fyrir landbúnaðarafurðir dregst sam
an, „offramleiðsla" skapast og bœnd-
ur flosna upp af búum sínum
Framsóknarflokkurinn hefur jafnan talið sig
að verulegu leyti pólitískt tæki íslenzkrar bænda-
stéttar og er það eðlilegt. Hann er runninn upp úr
samtökum bænda og á mest fylgi sitt í sveitum
landsins. Hann hefur einnig látið málefni bænda
mjög til sín taka, en ekki hafa öll aískipti hans
verið jafn heillavænleg. Á síðari árum hefur hann
orðið æ afturhaldssamari og hefur staðið í vegi
fyrir nauðsynlegum breytingum á búnaðarháttum
og reynt að halda við úreltu skipulagi. En aldrei
hafa Framsóknaríorsprakkarnir verið jafn glám-
skyggnir á þarfir bænda og óþarfir hagsmunum
þeirra og nú, þegar þeir krefjast stórvægilegrar
gengislækkunar og eru þess albúnir að ganga í
bandalag við íhaldið um að hrinda henni í fram-
kvæmd.
Hvað merkir gengisiækkun
fyrri íslenzka bændur?
Svo sem alkunnugt er fram-
leiða bændur að heita má ein-
göngu fyrir innlendan markað.
Otflutningurinn nam 5 milljón-
um á síðasta ári, og hefur
þannig engin áhrif á hag stétt-
arinnar. Gengisiækkuhin eykur
ekki andvirði það sem bænudr
fá fyrir framleiðslu sína svo
neinu nemi.
Öðru máli gegnir um útgjöld-
in. Bændur nota ámóta magn
af aðfluttum neyzluvörum' og
almenningur bæjanna og fá
þannig í sinn hlut þá stórvægi-
legu verðhækkun osm á þeim
verður. Auk þess eru bændur
nú mjög háðir innflutningnum,
hvað rekstrarvörur snertir. Þeir
flytja inn bæði áburð og fóður-
bæti, og er hvorútveggja þetta
orðinn mjög veigamikill liður í
framleiðslukostnaði meðalbús,
og lrækkar um 74,3% í gjald-
eyrisverði eins og annað. Þá
eru olíur og varahlutir til land-
búnaðartækjanna sem hækka
á sama hátt í verði. Og síðast
en ekki sízt kemur öll nýsköp-
un i búnaðarháttum, nýbygg-
ingar og vélakaup, sem lilýtur
að stöðvast að me'tu við
gengislækkunina. Þó er aukin
véltækni eitt mesta nauðsynja-
mál landbúnaðarins.
Útgjöld bænda aukast þannig
mjög mikið við gengislækkun-
ina án þess að tekjurnar aukist
nokkuð fyrir tilstilli hennar.
Þetta á síðan að vega upp að
nokkru með verulegri hækkun
á afurðaverði innanlands, en
njokkurn hluta eiga. bændur að
taka á sjálfa sig..
Þetta er aðeins önnur hliðin
á vandamálinu. Hin er ;?ú ,að
kaupgeta almennings í bæjum
minnkar stórlega við gengis-
lækkunina. Hagfræðingur Lands
bankans, Klemenz Tryggvason,
telur að kjararýrnunin nemi alit
að 15%, sem .mun vera mjög
gætilega áætlað. Þessi minnk-
aða kaupgeta gerir það að verk
um að fólk fer að spara við sig,
og kemur það éinna fyrst niður
á landbúnaðarafurðunum, sem
enn eiga að hækka í verði. Fólk
kaupir minna kjöt, minni mjólk,
sama og ekkert srnjör — eins
og á kreppuárunum fyrir stríð.
Afleiðingin verður „offram-
leið:la“ með venjulegu kapítal-
istísku sniði — að vísu nægileg
þörf, en óyfirstíganlegt djúp
milli kaupgetu og verðlags.
Og hvað tekur þá við? Við
skulum líta í hina ,,hagfræði-
legu álitsgerð“ sem fylgir frum
varpi því seni Framsóknarfor-
sprakkarnir vilja nú óðfúsir
hjálpa íhaldinu að fá sam-
þykkt. Þar segir svo á bls. 23:
„Hugsum oklair, að eftir-
spurnin eftir heimaframleidd
um vörum dragist saman, og
þá einkum eftir Iandbúnað-
arafurðum. Verðlag á heiina-
framleidduni vörum lækkar
og framleiðsla þeirra dregst
að líkindum saman. En á
þann hátt losnar um vcrka-
fólk og tæki (!!) til útfluín-
ingsframleiðslunnar, enda er
einmitt það sem þarf . . .
Við það að verðlag á land-
búnaðarvörum lækkar til
muna innanlands, flyzt fólk-
ið yfir í aðra framleiðslu."
Með öðrum orðum: Þegar
búið er að skapa ,-,offram-
leiðslu" innanlands, óyfirstígan-
legt djúp milli kaupgetu og
verðlags, neyðast bændur til
að leggja að sér og lækka verð-
ið. Sumir þola það, þeir sem
þátt tóku í búnaðarháttabylt-
ingu nýsköpunaráranna, sem
Framsókn fordæmdi hvað mest,
en margir þola það ekki, fiosna
upp af búum sínum, og fara
til bæjanna. Og að sögn hinna
vísu hagfræðinga eiga bænd-
urnir að taka ,,tækin“ með sér
og væntanlega þá að draga fisk
úr sjó með sláttuvélum, herfum
og traktorum. — Það er sem
kunnugt er Framsóknarflokk-
urinn ie>em alla tíð hefur barizt
gegn „flóttanum úr sveitun-
um“!
Hinir vísu hagfræðingar
hugsá scr þó jafnframt að svo
geti farið að þróunin verði ekki
alveg svona einföld. Þeir segja
á sömu blaðsíðu:
„Þótt verðlag á landbún-
aðarvörum lækki undir
svona kringumstæðum, er
ekki líklegt að skjótur(!)
samdráttur verði á fram-
leiðslunni. Líklegra er, að
reynt(!) verði að flyíja út
það magn afurða, sem ekki
selst innai!lands.“
Sem i~agt: Þegar bændurnir.
sitja uppi með afurðir sínar og
geta ekki selt nema hluta þeirra
innanlands vegna áhrifa gengis
lækkunarinnar telja hagfræð-
ingarnir trúlegt að þeir „reyni“
að finna einhver úrræði. Og
úrræðin eru að selja útlending-
um afurðirnar. Samkvæmt því
ættu íslenzkir bændur að taka
upp samkeppnina á erlendum
mörkuðum, og selja t.d. Bret-
um kjöt. Bretar kaupa nú mik-
Hvar þu íiniiur fátækan á förnum
vegi
gerðu lionunr gott en grættu
hann eigi
guð mun launa á efsta degi.
H. P.
Þessar Ijóðlínur duttu mér i
liug, þegar ég las nöfn þeirra
þingmanna, sem felldu tillögu
sósíalista um 20% dýrtíðarupp.
bót á elli- og örorkulífeyri
gamla fólksins.
En þegar gengið var til at-
kvæða í þinghiu um dýrtíðar-
uppbót á laun embættismanna,
nú fyrir skömmu síðan, þá
stóð ekki á þessum sömu mönn-
um, minnsta kosti sumum
þeirra, að samþykkja hana. En
þegar sósíalistar komu með til-
lö'gu um það að hæstlaunuðu
embættismennirnir fengju ekki
hærri uppbót en allir aðrir, þá
var nú komið við hjartað í
Finni Jónssyni, Emil, Stebba
jó og Ásgeiri, þeir áttuðu sig
furðu fljótt á því, að þeir voru
með þeim hæst launuðu og
máttu þess vegna ekki við því
að fá sömu uppbót og þeir
sem lægri höfðu launin. Rétt-
lætiskennd þeirra krafðist
hæstu dýrtíðaruppbótar fyrir
sig, en engrar fyrir gamla
fólkið, sem sumum hefur dott-
ið í hug að þeir væru þó full-
trúar fyrir, en það lítur helzt
úr fyrir það, að þeir hafi
gleymt því og verið fulltrúar
fyrir sjálfa sig, Mikið er rétt-
ið af kjöti sínu frá Argentínu
og verðið á því er 2—3 krónur',
komnu í búðir í Bretlandi. Sam
kvæmt lögum hinnar frjálsu
verzlunar ættu íslenzkir bændur
því að koma sínu kjöti út í
Bretlandi á ca. 2 kr. kílóið og
fá fyrir það þá upphæð — að
frádregnum flutningskostnaði
og milliliðagjaldi!
Þegar þarna væri komið má
tslja trúlegt að Framsóknar-
flokkurinn rankaði við sér og
vildi fara að „bjarga“ bændum
— þeim i;em ekki væru flosn-
aðir upp. Hann mundi flytja
frumvarp á þingi um útflutn-
ingsuppbætur á landbúnaðar-
vörur, þannig að bændur
fengju sama verð fyrir það sem
þeir flytja út og þeir fá innan-
lands. Þessar útflutningsupp-
bætur yrðu teknar með skött-
um og tollum af almenningi
bæjanna.
Og þá væri dýrðin fullkomn-
uð. Almenningur bæjanna hsfði
ekki efni á að kaupa. afurðir
sveitanna nema að mjög tak-
mörkuðu leyti. Hann væri hins
vegar skattlagður til þess að
bændur — þeir sem ekki væru
flosnaðir upp — gætu fram-
leitt landbúnaðarvörur —
handa útlendingum! Og þessi
þróun er engin fjarstæða. Ein-
mitt þetta átti sér stað á
kreppuárunum fyrir stríð, og
sagan endurtekur sig sagði
bændaleiðtcginn Tryggvi Þór-
lætið og mikið er lýðræðið.
Eg man eftir því, þegar ég
var unglingur, að fólk leit
mjög niður á þá menn, sem
grættu gamalmenni og las-
burða fólk og það talið óláns-
merki. — En nú á því herr-
ans ári 1950 er „mórallinn“
og manngæðin hjá þingmönn-
um þjóðarinnar ekki á hærra
stigi en það, að þeir græta
gamalmennin, eins og lítilsigld-
ir menn og illa innrættir gerðu
á þeim árum, sem engir voru
skólar og menningin talin minni
og félagsþroski allur á lægra
stigi, en nú er.
En þeim virðist nú ekki
verða bumbult af því sumum
þingmönnunum, þó þeir verði
að leggjast lágt í svaðið, ef
þeir hafa von um að ná í meira
gull, og jafnvel þó það sé eina.
lambið sem fátæklingurinn á,
— bara að þeir geti náð í
meira fyrir sig, þá er allt
í lagi.
Og svo eru líka til menn 1
þinginu, sem hafa kannske ekki
gert sér það nógu ljóst, hvað
þeir voru að gera fyrr en um
seinan, það hafi orðið nokkurs
konar óviljaverk, að þeir fylgdu
illum málstað, þannig býst ég
við, að geti skeð, að hafi far-
ið fyrir Ásgeiri Bjarnasyni,
því ég hef haft þá skoðun, að
hann sé drengur góður. En
samt get ég ekki stillt mig
um það að segja honum frá
Framhald á 7. síðu.
Fyrir |á er geagislækk
iii gerð
Mánudagsblaðið er sem
kunnugt er eitt af afkvæm-
um íhaldsflokksins, þótt
ekki sé það skilgetið. Þeir
sem í það skrifa eru ná-
tengdir stórgróðaklíkunum í
Reykjavík og þekkja vel,
það sem gerist meðal hinna
nýríku. I fyrradag segir
blaðið frá líferni þeirra m.a.
á þennan hátt:
„Eg kaimast við eina slíka
fjölskyldu, hjón og tvö börn,
sem eru tæplega tvítug að
aklri. Fjölskyldan á þrjá
lúxusbíla, börnin sinn hvort
og hjónin einn saman, en
frúin kvað vera sáróánægð
yfir því að fá ekki fjórða
bílinn fyrir sig eina. Þetta
fólk heidur veizlur, þar sem
eytt er 40—50 þús'und krón-
uni á einu kvöldi eða mun
meira en árstekjum verka-
mannafjölskyldu. f slíkum
veizlum flýtur allt í smygl-
uðu kampavíni og öðrum
svartamarkaðsvörum, þar
eru fullir kassar af appel-
sínum, banönum, vínberjum
og öðrum varningi, sem al-
menningur hefur varla séð í
fjöldamörg ár. Ekki tekur
betra við þegar þetta fólk
fer til útlanda, en þar dvelst
það oftast marga mánuði á
hverju ári, þó að ekki fái
það einn eyri í erlendum
gjaldeyri á löglegan hátt. í
stórborgum Evrópu skera
lúxusbílar íslenzku stórlax-
anna sig úr að öllum íburði,
og íslendingar eru orðnir
frægir fyrir fyliirí og óhófs-
eyðslu á lúxushótelum í
mörgum löndum álfunnar.
Sumir íslenzku stórgróða-
mannanna fara til Ameríku
og búa þar vikum saman í
heilum álmum á lúxushótel-
um í Miami og Palm Beach.
Kunnur skattsvikari í
Keykjavík fór til Bandaríkj-
anna í fyrra ásamt konu
sinni og tók þar á leigu
einkaflugvél i heilan máruo
og flaug henni um Ameríku
þvera og endilanga milji
Iúxushóte!anna.“
Þessa lýsingu Mánudags-
blaðsins hefði gjarnan mátt
prenta sem fylgirkjal með
gengislækkunarfrumvarpi
fhaldsins. Það er til hags-
bóta þessu fólki sem frum-
varpið er samið.
hallsson.
mm