Þjóðviljinn - 07.03.1950, Page 8
Iðnnemar mótmæla gengislækkun-
ríkisstjórnarínnar
Stjórn Iðnnemasambands íslands samþykkti
eftirfarandi ályktun á fundi sínum föstudaginn 3.
marz s. 1.:
„Þar sem stjórn I. N. S. í. álítur að geng-
islækkun sú> sem ráðgerð er í frumvarpi rík-
isstjórnarinnar mundi hafa í för með sér
mikla rýrnun á kjörum iðnnema, sem nú búa
við svo lág laun að þau mega ekki skerðast,
þá mótmælir stjórnin frumvarpinu og heitir
á Alþingi að fella það".
Ályktunin var samþykkt einróma.
Mann fekiir út af mk Fylki
Tveir feátar írá Akranesi urðu íyrir áföllum í
óveðrinu á iaugardaginn
Frá fréttaritara Þjóðviljans á Akranesi í gær.
Það slys varð í óveðrinu á laugardaginn. að oinn
skipverja á mótorbátnum Fylki frá Akranesi tók út og
náðist hann ekki aftur. Var það Kristján Kristjánsson
2. vélamaður. Hann var búsettur á Akranesi, 20 ára
gamall, og lætur eftir sig unnustu og foreldra.
Þjóðviljasöfnunin:
Barónsdeild
heldur enn 1.
sætinu — Góður
árangur í gær
f gær bættust enn við nokkr
ir áskrifendur og hækkuðu
þrjár deildir sig all verulega
ÍBarónsdeild þó mest. Þann 10.
marz verður dregið um fyreta
vinninginn í áskrifendahapp-
drættinu. Fyrir þann tíma þurf
um við að ná 100 áskrifendum
og höfum við góða möguleika
á að ná þeim. Herðið sóknina
og t'lkynnið áskrifendur í skrif;
stofu Þjóðviljans Skólavörðu-
stíg 19 sími 7500 og í skrif-
stofu Sósíali:tafélags Reykja-
víkur Þórsgötu 1 sími 7511.
Munið eftir að happdrættis-
miði fylgir hverjum nýjum á-
skrifanda.
Náum 100 nýjum áskrifend-
um fyrir 10. marz.
Bandarískar
kjaniorkuógnanir
Louis Johnson, landvarnar-
ráðherra, (sá sem nýlega hót-
aði Rússum að „berja þá í
plokkfisk") hefur látið ráðu-
neyti sitt tilkynna, að fjöldi
þeirra bandrísku flugvéla af
gerðunum B-29 og B-3G, sem
færar eru um að bera kjarn-
orkusprengjur, hefði verið stór-
aukinn. Tekið var fram að
B-36 vélarnar ættu að geta
flutt kjarnorkusprengju frá
Bandarílíjunum á hvaða stað
á hnettinum, sem vera skal.
Tilkynning þessl var ekki gef-
in út að neinu sérstöku tilefni
og er því skoðuð sem enn ein
tilraun Bandaríkjastjórnar tii
að ógna öðrum þjóðum.
Slysið vildi til er skipverjar
voru að enda við að draga lín-
una, en þá fékk báturinn á sig
sjó. Tók þá manninn út. Bróðir
Kristjáns, Einar, slasaðist er
sjór gekk yfir bátinn, hlaut
hann áverka á höfði og marðist
víðar. Liggur Einar nú í sjúkra
húsi og líður vel eftir atvikum.
Annar bátur frá Akrane:i,
Svanur, varð einnig fyrir áfalli
á laugardaginn. Vélamaður á
bátnum, Sigurður Magnússon,
varð fyrir meiðslum en ekki al-
varlegum. Allir Akranesbátarn-
ir voru á sjó þennan dag. Veið-
arfæratjón varð ekki mjög
mikið.
Bandarísk
kágunarlög
Dómsmálanefnd cildungadeild-
ar Bandaríkjaþings hefur sam
þykkt með átta akvæðum
gegn einu og sendi deildinni
til umræðu lagafrumvarp um,
kúgunarráðstafanir gegn kom-
múnistum. Eru í frumvarpinu
ákvæði um að skylda alla
kommúnista að viðlögðum
þungum refsingum til að láta
skrásetja sig opinberlega, um
að hanna kommúnistum öll
störf í þjónustu hins opinbera
og að banna að veita þeim
vegabréf til utanferða.
Flitnskur démstéll
dænrir II verk-
fallsmsnn í
fangelsi og sektir
Dómstóll í Kemi í Finnlandi
hefur dæmt 80 karla og konur
í sektir og fjögurra mánaða til
eins árs fangelsi fyrir þátt
þeirra í verkfalli timburiðnað-
armanna í Kemi s. 1. haust.
í verkfalli þessu skaut vopn-
uð lögregla tvo verkfallsmenn
til bana.
Ríkissfjórnin
yfirtekur
isykhéla
Á fundi sameinaðs þings í
gær var samþykkt, með 22
atkv. gegn 6, þingsályktunar-
tillagan um að ríkisstj. heim-
ilist „að yfirtaka fyrir hönd
ríkissjóðs núverandi læknisbú-
stað á Reykhólum í Reykhóla-
sveit, ásamt landi, hitaréttind-
um og beitarréttindum, með
þeim skilmálum er um semst
við hlutaðeigandi hreppa.“
Meirihluti fjárveitingarnefnd
ar bar fram við tillögu þessa
svohl jóðandi viðaukatillögu:
„Jafnframt heimilast ríkis-
stjórninni að yfirtaka á sama
hátt fyrir hönd ríkissjóðs nú-
verandi læknisbústað á Klepp-
járnsreykjum ásamt hitaréttind
um, landi og ö'llum byggingum,
sem á því • eru, og með þeim
skilmálum, sem um semst við
viðkomandi aðila.“ — En við-
aukatillaga þessi var felld með
15 atkv. gegn 14.
^ Þórdís Árnadóttir
keppir í 200 m bringusundi
og 100 m skriðsundi á sund-
mótinu í kvöld.
Sundmót
í kvöld
Súndmót I.R. og K.R. fer
fram í ltvöld í sundhöllinni og
hefst kl, 8.30. Á mótinú verð-
ur keppt í 10 sundgreinum og
eru skráðir keppendur 70.
Keppt verðúr um fjóra bik-
ara í eftirtöldum sundgreinum:
100 m skriðsundi kvenna, 200
m bringusundi kvenna, 100 m
baksundi karla og 3X100 m
boðsundi. Auk þessa verður
keppt í 100 m skriðsundi karla,
200 m bringusundi karla, 50
m skriðsundi telpna, 100 m
skriðsundi drengja, 50 m
bringusundi telpna og 100 m
bringusundi drengja.
Egill SigfflrSssoM vdism
12 skákk ai 13
Akranesi í gær.
Frá fréttaritara
Þjóðviljans.
Á sur.nudaginn vaj tefld fjöl
skák innan Taflfélags Akrá-
ness. Egill Sigurðsson telfdi á
13 borðam, vann haim 12 skák-
ir, og gerði eitt jafntefli.
ÚRRÆÐI SÓSÍALISTAFLOKKSINS III.
AFNÁM TOLLA
Ein helzta orsök sívaxandi
dýrtíðar og verðbólgu og
aukins framleiðslukostnaðar
er tolla- og skattaþunginn.
Á undanförnum árum hefur
það verið meginstefna aftur-
haldsfl. að bæta við nýj-
um nefsköttum ár frá ári.
Afleiðingin hefur orðið sí-
hækkandi vöruverð, en laun-
þegar hafa svo eftir á neyðzt
til þess að snúast til varnar
gegn verðbólgunni með
grunnkaupshækkunum. Þann
ig hefur hið opinbera með
beinum aðgerðum sínum stór
minnkað verðgildi krónunnar
og hækkað framleiðslukostn
aðinn.
Sósíalistar hafa barizt
gegn þessari þróim innan
þings og utan og sýnt fram
á að hún leiddi til öngþveitis.
Þeir hafa borið fram á þingi
sundurliðaðar tillögur um
lækkun og afnám tolla, en
ekki fengið neina áheyrn
hjá afturhaldsflokkunum.
Að hér er ekki um neitt
smáatriði að ræða má sjá af
því að 1947 komust hagfræð
ingar ríkisstjórnarinnar að
þeirri niðurstöðu að vísital-
an myndi lækka um ca. 20
stig, ef tollar á vörum þeim
sem inn í vísitöluna ganga
yrðu afnumdir. Síðan hafa
tollar verið margfaldaðir
þannig að lækkun og afnám
þeirra myndi samsvara mörg
um tugum stiga. Sú stefna
myndi stórauka verðgildi
krónunnar og lækka fram-
leiðslukostnaðinn að mun.
í kosningastefnuskrá Sósí-
alistaflokksins í haust var
þessi stefna þannig mörkuð:
„Tollar á almennum
neyzluvörum verði stór-
lækkaðir og afnumdir
með öllu á nauðsynjavör-
um þeim, sem vega mest
til verðlagsmyndunar í
landinu eða hafa mikil á-
hrif á framleiðslukostnað
innanlands."
Fyrsta list mannsins. Isaldar-
hellarnir miklu, Altamira
og Lascaux
Mjög oft er þeirri spurningu varpað fram, hvert
sé eðli listarinnar, eða hvað list raunverulega sé. Fátt
getur svarað greinilegar þessu margþætta vandamáli
en einmitt athugun á því, hvernig list mannsins verði
fyrst til, af hvaða orsökum og hvernig hún komi fram.
Elstu listaverk, sem til eru
munu vera frá síðasta skeiði
ísaldarinnar, þeim tíma er
nefndur er Aurignac-skeiðið,
eða um 40—50000 ára gömul.
Eru það ýmsar mótaðar leir-
myndir en þó fyrst og fremst
hin miklu og stórfenglegu mál-
verk í ísaldarhellum Suður-
Frakklands og Spánar. Það eru
aðallega dýramyndir, villisvín
og bisonuxar en einnig myndir
þess, er menn berjast við dýr
og leggja þau að velli.
Til skamms tíma hefur
Altamira á Spáni verið lang-
frægastur þessara hellna, og
hafa flestar listfræðilegar rann
sóknir byggt á myndum hano.
En nú á stríðsárunum fundu
nokkrir franskir unglingar, með
limir mótstöðuhreyfingarinnar,
nýjan helli við Lascaux í Suð-
vestur Frakklandi.
Á veggjum og í hvolfi Las-
caux eru málverk hundruðum
saman, enn eldn og enn stór-
brotnari en í Altamira, svo fund
ur hans verður að teljast merki
legasti listsögulegi viðburður
þersarar aldar.
Þetta, og ýmsar athuganir
varðandi það, verður áðalefni
næsta erindis Björns Th.
Björnssonar listfræðings, sem
hann flytur í Teiknisal Hand-
íða- og myndlistaskólans nú á
miðvikudag kl. 8.30.
Með erindinu verður sýndur
fjöldi skuggamynda, og m. a.
margar myndir af málverkum
hins nýfundna hellis í Lascaux.
r Handíðaskólinn hefur nú
fengið nýja og mjög fullkomna
sýningavél, svo allar aðstæður
eru stórum bættar. Að venju
verður erindið opið fyrir al-
menning, á meðan húsrúm
leyfir.
Schuman utanríkisráðherra
Fralcklands lýsti í gær yfir van
þóknun sinni á ummælum ráða
manna í Vestur-Þýzkalandi
vegna samnings Frakklands og
Saar. Einkum kvaðst hann
gramur ásökun Adenauer for-
sætisráðherra um að Frakkar
foeiti nazistaaðferðum. Sehu-
man lét í ljós þá von að Þjóð-
verjar þessir fengju vitið bráð-
lega aftur.