Þjóðviljinn - 11.03.1950, Page 1
■ ■ íJ'saMWwiv
15. árgangur.
Laugardagur 11. marz 1950
59. tölublað.
Skálaferð c.k. laugardag
— Skrlfið ykkur á listann.
Ennþá vofir vantraust yíir Attlee
Kemur til atkvæða í sambandi við
húsnæðismálin strax eftir helgina
Hin nýja ríkisstjórn Attlees, sem með naumindum
slapp undan vantrausti við atkvæðagreiðslu um áfram-
hald þjóðnýtingar stáliðnaðarins í brezka þinginu 1 fyrra
kvöld, horfir nú fram á annað vantraust í næstu viku,
þegar teknar verða fyrir tillögur íhaidsmanna váröandi
ráðstöfun opinbers fjár annarsvegar og húsnæðismál
hinsvegar.
Ihaldsflokkurinn hefur gagn-
rýnt nokkuð reikninga stjórn-
arinnar yfir útgjöld til reksturs
hinna ýmsu ráðuneyta á undan
föraum1 árum, talið þá ófull-
nægjandi. Út af þessu ber
Churschill fram tillögu, sem,
ef samþykkt verður, mun skoð-
ast sem vantraust á stjórnina.
Hefur Churchill mælzt til þess,
að hún verði tekin fyrir í neðri
deildinni strax á mánudag.
Hin tillagan snertir húsnæðis
málin, fram komin vegna þess,
að Ihaldsmenn telja að málum
þeim hafi verið óviðunandi lítill
gaumur gefinn í hásætisræðu
konungs, sem ávallt felur í sér
stefnuyfirlýsingu hverrar
Valdsvið ítölsku
lögreglunnar
Franska útvarpsstöðin Brazza
viile skýrði frá því í gær, að
fyrir ítalska þinginu liggi nú
frumvarp, er miði að því að
skerða allmikið valdssvið lög-
reglunnar og innanríkisráðherr-
ans. Frumvarpið hefur þegar
gengið í gegnum neðri deildina.
— I efri deildinni hefur innan-
ríkisráðherrann hinsvegar bor-
ið fram við það breytingartil-
lögur, sem miða í þveröfuga
átt, auka valdsvið hans og lög-
reglunnar, kveða meðal annars
svo á, að lögreglustjórar í ein-
stökum héruðum og borgum
Framhald á 7. síðu
brezkrar ríkisstjómar. ■— Verði
sú tillaga samþykkt mun það
einnig skoðast skylda stjómar-
innar að segja af sér.
I gær urðu kunn úrslit í kjör
dæmi því í Manchester, þar
sem fresta varð kosningu vegna
andláts eins frambjóðandans.
Ihaldsflokkurinn sigraði þar,
og eru endanleg úrslit kosning-
anna því þau, að Verkamanna-
flokkurinn hefur aðeins 6 þing-
sæta hreinan meirihluta.
Hvað er rætt
í Stokkhólmi?
Utanríkisráðherrar Dana,
Norðmanna og Svía Ikomu í
gær saman á fund í Stokkhólmi.
Lundúnarútvarpið lét svo um-
mælt í sambandi við frétt um
þetta, að ráðherrarnir vildu
ekkert gera uppskátt við blaða
menn, hvað þeir mundu helzt
ræða, en líklegast væri talið
að þeir mundu taka fyrir
spursmálið um tollabandalag
milli ríkja sinna. — Útvarp í
New York fullyrti hinsvegar
að þeir mundu aðallega ræða
hina stækkuðu landhelgi Rússa
og af;kipti þeirra af sænskum,
dönskum og norskum fiski-
skipum, ssm hafa verið tekin
á veiðum innan hennar í Eystra
salti. — Jafnframt fylgdi það
fréttinni frá New York, að ís-
lenzkur fulltrúi ætti sæti á
fundinum.
Óeirðir í
Berlín
Frá því var sagt í norska
útvarpinu í gærkvöld, að í
gær hefði komið til óeirða
nokkurrá á mörkum her-
námssvæða Sbvétríkjanna
og Bandaríkjanna í Berlín.
Gerhard Eisler var að halda
ræðu á útiiundi æskulýðs-
samtaka austanmegin, þeg-
ar skyndilega kvað við háv-
aði mikill frá gjallahorni
einu vestanmegin, og
þannig reynt að yfirgnæfa
rödd Eislers. Stóðu að trufl
un þessari samtök sósíal-
demókratískrar æsku. Nokkr
ir fundarmanna reyndu að
fá þaggað niður í gjallar-
horhinu, eii þeim var svarað
með grjóthríð. Urðu af þessu
óeiríirnar, sem stóðu all-
langa hríð, — en leiðtog-
um æskulýðssamtaka þeirra,
sem að fundinum stóðu,
tókst loks að stilla til frið-
ar.
Utanþings-
stjórn?
Eftir að Heiðnabergsó-
vætturin neitaði að þýðast
Hermann Jónasson hefur
forsetinn ekki séð ncina á-
stæðu til að skýra þjóðinni
frá stjórnarmyndunartilraun
ununum. Þó fréttist á skot-
spónum að har.n hefði fal-
ið Vilhjálmi Þór að reyna
stjórr-armyndun innan þings
Vísir segir frá því í gær að
sú tilraun sé nú „larin út
um þúfur innan þingflokk-
anna, með því að Framsókn
arflokkurinn Iiefði endanlega
hafnat- samvinnu við Sjáif
stæðisflokkinn, jafnvel þótt
boðið væri upp á slíkt sam-
starf án sérstaks málefna-
samnings. Áhrifamaður inn-
an Framsóknarflokksins,
Vilhjálmur Þór forstjóri,
mun að undanförnu hafa
reynt að miðla málum en
þrátí fyrir ágætt r.tarf af
hans hálfu kom aUt fyrir
ekki.“
Vísir krefst þess síðan að
mynduí. verði „utanþings-
stjórn valinna manna“, og
mun Vilhjálmur Þór nú
einnig hafa hafizt handa um
slíkar tilraunir.
Blildksmiðir mótmæla
gengislækkun
Á fundi í Félagi blikksmiða í Reykjavíli í fyrra-
kvöld var eftirfarandi ályktun samþykkt:
,,Fundur haldinn í Félagi blikksmiða í
Reykjavík þann 9. marz 1950, lýsir yíir
íyllstu andstöðu sinni við ba leið í dýrtíðar-
og fjárhagsmálum þjóðarinnar að gengi ís-
lenzku krónunnar verði lækkað í nokkurri
mynd, þar eð slík ráðstöfun myndi hækka
allt verðlag í landinu og rýra laun al-
mennings.”
\
En franska ríkisstjórnin kveðst
munu vísa þeim mótmælum á bug
Adenauer kanslari flutti í gær ræðu um nýgert sam-
komulag milli Frakklands og Saar á aukafundi í vestur-
þýzka þinginu. Lýsti hann því yfir; að vesturþýzka
stjórnin teldi þetta samkomulag ólöglegt, og mundi hún
bera fram út af því opinber mótmæli við ríkisstjórnir
Bretlands, Bandaríkjanna og Frakklands.
Adenauer sagði, að samkomu
lagið bryti þvert í bága við lof
orð þau, sem Vesturveldin
hefðu gefið Þýzkalandi í Saar-
málinu. Frá því yrði ekki hægt
að ganga með rétti fyrr en um
leið og gengið yrði frá friðar-
samningum við Þýzkaland.
Hann sagði, að v.þýzka stjórn-
in mundi ásamt mótmælun
um senda ríkisstjórnum Vestur
veldanna tillögur sinar í mál-
inu, en í þeim fælist það m. a.
að alþjóðleg stjóm yrði fyrst
um sinn sett yfir Saar. —
Ræðu Adenauers var fagnað af
þingmdnnum allra flokka.
Opinber talsmaður frönsku
stjórnarinnar hefur hinsvegar
tilkynnt í þessu sambandi, að
hún muni vísa á bug mótmæl-
um Bonnstjómarinnar. Brezka
stjórnin hefur gefið í skyn að
hún styðji Frakka í málinu.
Bonnstj. mun því byggja mest
ar vonir um stuðning á banda-
rísku stjórninni, enda kom það
og fram í ræðu Adenauers.
Nokkurt uppistand varð á
þessum fundi vesturþýzka.
þingsins í gær, þegar þingmað-
urinn Wolfgang Hedler, sem
liggur undir ákæru fyrir Gyð-
inga-hatur og nazistískar skoð-
anir, settist í sæti sitt í salnum.
Þingforseti skipaði honum að
fara út, en hann neitaði. Var
þá gert klukkustundar hlé á
fundinum, en þegar hann hófst
aftur, sat Hedler enn sem fast-
ast í sæti sínu. Eftir ítrekaðar
skipanir forseta gekk hann loks
af fundi, þó ekki lengra en út
í anddyri þinghússins. En þar
þyrptist svo að honum hópur
þingmanna og drógu þeir hann
út á tröppur.
Kosið
um Leopold
Á morgun greiðir belgíska
þjóðin atkvæði um það, hvort
hún skuli aftur kveðja Leopoid
konung til rikis yfir sig. Hef-
ur mikill æsingur ríkt í kosn-
ingaundirbúningnum, og valdið
óeirðum víða, m. a. í borgun-
um Brússel og Antwerpen. —■
En enda þótt svo færi, að þjóð-
aratkvæðið gengi Leopold í vil,
þá væri málið ekki þar með úr
sögunni, því að sameinað þing
verður einnig að samþykkja
heimkumu hans.
Stríðsfurstar á ferðalagi
Stríðsfurstarnir frá Washington ferðast nú mikið um heiminn
til að gefa leppríkjum Bandaríkjanna fyrírskipanlr um hern-
iðarviðbúnað. Á myndinni sjást þrir þeirra í Frankfnrt. Forseti
bandaríska herráðsins, Omar Bradley, er til hægri.