Þjóðviljinn - 11.03.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.03.1950, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. marz 1950 1» J.ÓÐ V I L J,I N N Hlíf í Hafnarfirði mótmælir því framferði að Bæjarátgerðin vísi atvinnuleysingjum heim og afgreiði togarana með bæjarvinnumönnum Helgi Hannesson uppvís ésannindamaður á síðasta bæjarstjé rnarfundi Á síðasta fundi verkaniannafélagsins Hlifar í Hafnar- firði voru eftirfarandi tillögur samþykktar: „Fundurinn samþykkir að ítreka áskoranir Hlífar til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að hefja tafarlaust úrbætur á ríkjandi atvinnuástandi.“ „Fundur í verkamannafélaginu Hlif, haldimr 6. marz .1950, samþykkir að fela stjórn félagsins að mótmæla framkomu verkstjóra Bæjarútgerðarinnar við vinnu- skiptingu er Bjarni riddari var afgreiddur s.I. sunnudag. Þessi mótmæli verði tilkynnt bæjarstjóra og framkvstj. Bæj arútgerðarinnar. “ Samþykktir þessar eiga sér dálítið óvenjulega forsögu — og athyglisverða frá bæ sem stjórnað er af flokki sem kenn- ir sig við alþýðuna. Við atvinnuleysingjaskráning una í Hafnarfirði í byrjun febr. s.l. voru skráðir 40 atvinnu- leysingjar. í þeim hópi voru sérstaklega 5 fjölskyldumenn sem mjög illa voru staddir fengju þeir þá ekki einhverja vinnu. * Áskorun Hlífar Á fundi sem Hlíf hélt 12. febr. samþykkti hún eftirfar- andi: „Fundurinn skorar á bæjar- stjórn að bæta nú þegar úr at- vinnuástandi verkamanna og vörubílstjóra. Telur fundurinn heppilegt i því sambandi að bæjarstjóm skipi nefnd til framkvæmda við mál þetta og hafi nefndin nána samvinnu við verkamannafélagið Hlíf.“ Bæjarsáð ákveðus að koma þeim í vinnu Á bæjarstjómarfundi 20. feb. gerði Eristján Andrésson at- vinnuleysið og áskorun Hlífar að umræðuefni. Upplýstist á fundinum að bæjarráð hafði ákveðið að gera ekkert í málinu að sinni. Á þessum fundi hétu ' bæjarráðsmenn því að taka mál ið fyrir aftur og á bæjarráðs- fundi 22. febr. var samþykkt að koma 5 verst stæðu fjöi- skyldumönnunum í vinnu. Ógert 6. marz Á Hlífarfundinum 6. marz beindi Kristján Andrésson þeirri 1 fyrirspurn til formanns Hlifar, Hermanns Guðmundssonar, hvað liði framkvæmd þessarar samþykktar. Upplýsti hann að enginn fyrnefndra manna hefði fengið vinnu hjá bænum. Jafn- framt upplýstist á fundinum að 3 menn hefðu verið teknir í ibæjarvinnuna, en enginn þeirra hefði verið skráður atvinnulaus. Atvinnuleysingjainix teknii heim Á Hlífarfundimnn upplýstist einnig fleira í þessu máli. Þegar togarinn Bjarni riddari var los- aður 4. marz voru, auk þeirra sem átvinnulausir voru, teknir menn úr vinnuflokki við vatns- veitu bæjarins. Daginn eftir (sunnudaginn) þurfti ekki við afgreiðslu togaransi nema ca. helming þeirra manna er unnu við hana daginn áður. Þá gerðist sá undarlegi hlut- ur að vinnuflokkurinn frá vatns lögn bæjarins var látinn vinna áfram en menn sem höfðu ver- ið atvinnulausir frá því fyrir áramót vor'u reknir heim. Móðgun við Hlíf Þegar Hermann Guðmunds- son formaður Hlifar vissi um þetta snéri hann sér til verk- stjóra Bæjarútgerðarinnar, svaraði verkstjórinn því einu til að Hermanni kæmi ekkert við hvaða menn hann tæki í vinnu á sunnudegi! Slík afstaða verkstjóra Bæj- arútgerðarinnar gagnvart at- vinnuleysingjunum og fram- koma hans við formann Hlífar telja hafnfirzkir verkamenn móðgun við Hlíf, og þannig eru framanskráð mótmæli þeirra til komin. Helgi veikfallsbijótui Hannesson uppvís ósannindamaðui Á bæjarstjórnarfundi í Hafn arfirði s.l. þriðjudag gerði Kristján Andrésson þá fyrir- spurn til formanns skrifstofu vinnumiðlunarstjórnar hvort menn þeir er hefðu átt að sjá um framkvæmd á samþykkt bæjarráðs frá 22. febr. hefðu komið fyrrnefndum mönnum i átvinnu, og hvort bærinn hefði bætt nokkrum mönnum í bæjar- vinnuna. Hann svaraði þvi að í raun- inni væri ekki búið að ráðetafa þessu ennþá, en forstjóri vinnu- miðlunarskrifstofunnar hefði lofað að ljúka því næstu daga. Helgi Hannesson bæjarstjóri fullyrti hinsvegar að búið væri að útvega þessum mönnum vinnu, og að bærinn hefði ekki bætt neinum við í bæjarvinn- una. Eftir að hafa ítrekað hvort þetta gæti átt sér stað óskaði Kristján að bæjargjald- keri legði fram vinnuskýrslur svo hægt væri að ganga úr skugga um hvað rétt væri í málinu. Kom þá í ljós að bær- inn haffti bætt þrem mönnum í bæjarvinnu — og jafnframt áð enginn þeirra bafði verið skráður atvinnulaus!! Helgi Hannesson bæjarstjóri stóð þannig uppi sem vísvitandi ósannindamaður á bæjarstjórn- arfundinum. Sætta sig ekki við slíkt Samþykktir Hlífarfundarins um atvinnubótavinnu og mót- mæli gegn íramkomu verkstjóra Bæjarútgerðarinnar sýna greini lega að Hlifarmenn ætla ekki að sætta sig við slíka framkomu gagnvart verkamönnum. Verkstfóra- námskeið samþ. í M Neðri deild alþingis sam- þykkti í gær við 3. umr. frum- varp til laga um verkstjóra- námskeið. Frumvarp þetta gerir ráð fyrir að „árlega verði haldið námskeið, ef nægileg þátttaka fæst, til þess að búa menn undir verkstjórapróf. Nám- skeiðin skal halda á kostnað ríkissjóðs, undir sömu yfir- stjórn og iðnskólarnir. Hvert námskeið skal vera allt að 6 mánuðir að meðtöldum próf- tíma“. Þátttaka skal vera háð þvi skilyrði, að viðkomandi sé fullra 22 ára að aldri, hafi unn- ið 12 mánuði eða lengur við þá starfsgrein, sem hann vill taka verkstjórapróf í, hafi auk þess verið flokksstjóri eða að- stoðarverkstjóri í sömu starfs- grein 4 mánuði eða lengur, og að hann hafi lokið miðskóla- prófi, eða tilsvarandi inntöku- prófi. Verkstjórar, sem lokið hafa prófi af námskeiðum þessum, skulu ganga fyrir öðrum um verkstjórn í hlutaðeigandi starfsgrein i opinberri vinnu. Frumvarpið fer nú fyrir efri deild. JOHANN KRISTO eftir Romain Rolland * II. bindi er komið út FER JÓHANN KRISTÓFER ei einhvei íeguista sháld- saga sem nokkiu sinni heiui veiið lituð. Hún kom út á fiummálinu í tíu bindum á áiunum 1905 — 1913, og hlaut höfunduiinn Nóbels- verðlaim fyiii þetta verk. Höfuðpeisónan ei tón- snillingux, og ei álitið að Beethoven sé aðalfyiii- mynd skáldsins. Sagan ei boiin uppi af tiú höf- undaiins á fullkomleik mannsins og sigui hins góða sem lögmál fxamþióunaxinnai. Hún ei sem heill heimux mannlegrai auðlegðax, feguiðai og góðvildai. I. BINBI ER ÞEGAR AÐ VERÐA UPPSELT Bókabúð Máls og menningar IAUGAVEGI 19 — SlMI 5055

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.