Þjóðviljinn - 14.03.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.03.1950, Blaðsíða 4
ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 14. marz 1950. IHÓÐVILIINN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sóaíalistaflokkurinn Bltstjórar: Magnús Kjartansson, (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttastjórt: Jón Bjamason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi ólafsaon, Jónas irnason 'Auglýslngastjóri: Jónsteinn Haraldsson Rltstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðu- ■tíg 19 — Siml 7600 (þrj&r línur) Xskriftarverð: kr. 12.00 á m&n. — Lausasöluverð 60 aur. elnt. Prentsmlðja Þjóðvlljana h.f. Bóslaiistaflokkiirinn, Þórsgðtu 1 — Siml 7610 (þrjár Ifnur) '•■ii ■ ' i -..... ... i. i .. .. i i i i. Hermanni kippt í Heiðnaberg Hermann Jónasson hefur allra íslenzkra stjórnmála- manna mest verið kenndur við fþróttir. Fyrst og fremst hefur glímumennsku hans verið viðbrugðið, en samkvæmt fyrirmynd frægra íþróttamanna fornra hefur hann á síðustu árum haft löngun til aö ástunda aihliða snilld. Og fyrir rúmu ári lýsti hann yfir opinberlega að hann hefði ákveðið að reyna manndóm sinn á nýju sviði, nú skyldi hann verða mestur sigmaður íslenzkur síðan Guð- mund góða leið. Það berg sem Hermann ætlaði að síga í var Heiðna- herg íhaldsins, bústaður forréttindastétta þjóðfélagsins, þar sem loppan með sveðjuna hjó á alla viðleitni fram- faraaflanna til umbóta í þjóðfélaginu. Hermann lýsti því átakanlega hversu sigursæl loppan hefði verið í þessari viðureign: „Ýmsum virðist, sem Sijálfstæðisflokkurinn, íhaldsloppan, hafi í þessari viöureign fengið allt bergið til umráða og gert að sínu Heiðnabergi". En nú skyldi verða á þessu gagnger breyting, að sögn Hermanns, nú ætlaði hann aö síga í bergið og þaö var á honum að skilja að hann ætlaði að vera það haröskeyttari en Guð- mundur góði, að enginn staður skyldi skilinn eftir handa vondum að vera í. Og hinn mikli sigmaöur lét dólgslega um skeið. Hann lét flokk sinn rjúfa samninga viö loppuna, það var efnt til kosninga og í kosningabaráttunni veifaði Hennann vaönum framan í kjósendur með glímukóngslegum til- burðum. Og honum var klappaö lof í lófa, hann og flokk- ur hans fengu aukiö fylgi og þjóöin beið meö eftirvænt- ingu eftir afrekum hins mikla íþróttamanns. Síðan rann hin mikla stund upp. Forseti íslands gaf Hermanni leyfi aö taka forustu í þjóðfélaginu; hinn mikli sigmaöur batt vaöinn um sig miðjan — og seig. Þjóöin beið og hélt niðri í sér andanum. En þegar búizt var viö að hin miklu átök hæfust hljómuðu allt í einu annarleg orð frá munni sigmannsins. Hann ávarpaöi loppuna og bað hana auðmjúklega að veita sér „hlutleysi eða stuðning“ til að hreinsa bergið, til að útrýma „rangri skiptingu innflutningsins, svarta- markaðsverzlun, húsnæðisokri og öðru því, sem skapar einstökum fjáraflamönnum möguleika til að skerða kjör almennings“, eins og hann komst að orði. •— Viðbrögð in urðu snögg og afdráttarlaus, loppan með sveðjuna skar á vaöinn og sigmaðurinn lá limlestur í fjörugrjótinu. Síðan drottnaöi loppan ein um skeið meðan sigmað- urinn greri sára sinna. En hann átti þann eiginleika íþróttamannsins að gefast ekki upp. Fimm mánuöum eftir hrapið mikla lýsti hann yfir.vantrausti á loppuna og fékk þaö samþykkt. Enn á ný veitti forseti íslands hon- um blessun sína, enn á ný batt sigmaðurinn vaðinn um sig — og seig. En í þetta sinn beið þjóðin ekki í neinu ofvæni og í þetta sinn kom það engum á óvart þegar Hermann ávarpaöi loppuna á nýjan leik blíöum rómi og bað í þetta sinn um „samstarf um tillögur Framsóknarflokksins“. Enn sem fyrr brá gráa loppan sveðjunni á vaðinn og sigmaðurinn engdist í fjörugrjótinu og varð í viðbót við þjáningarnar að þola miskunnarlausan hlátur þjóðar- innar. Eftirleikurinn varð síðan sá sem vænta mátti. Lopp- an greip sigmanninn í fjörugrjótinu, vippaði honum upp í Heiðnaberg og gaf honum örlitla sillu til umráða. Þar Þörf 'lillaga um tryggingahandbók B. S. skrifar: „Ég sé í blað- inu, að Finnbogi Rútur Valdi- marsson ber, — meðal margs ágæts í sambandi við almanna- tryggingarnar, — fram tillögu um að Tryggingastofnunin gefi út handbók um tryggingamál. Þetta er mjög þörf tillaga, því að sannleikurinn er sá, að tryggingamálefni eru svo marg brotin, að almenningur hefur ekki haft neina aðstöðu til að afla sér fullkomins kunnug- leika um þau, og af þessu hefur síðan leitt það, að menn, sem eiga rétt á bótum ýmiskonar og styrkjum, fara á mis við þau hlunnindi.... láta m. öl o. hjá líða að leita réttar sins, af þeirri ástæðu að þeir vita ekki hver réttur þeirra er. — .. Það hefur sem sé verið mikil þörf almennra upplýsinga um þessi mál og úr þeirri þörf mundi einmitt hægt að bæta með út- gáfu sérstakrar handbókar, eins og Finnbogi leggur til.... — B. S “ □ Blekidngar gengis- lækkunarfrumvarpsins „Bjarni“ hefur sent bréf um gengislækkunarfrumvarp aftur- haldsins, og segir þar meðal aunars: — „.... Þessari geng- islækkun eiga að fylgja ráð- stafanir, sem reynt er að telja mönnum trú um, að hafi þau áhrif að almenningur verði hennar ekki var, hvað afkomu- möguleika snertir, en um þá fullyrðingu er vægast að segja að hún sé ótrúleg, því til hvers er verið að grípa til gengis- lækkunar, sem allir virðast sammála um að sé neyðarúr- ræði, ef hún breytir engu um kaupgetu og afkomuskilyrði alls þorra manna í landinu ? □ Verðhækkanir, sem draga má lærdóm af „Það vill svo til að einmitt nú, um sama leyti og þetta frumvarp kemur fram, er verið að tilkynna verðhækkanir sem stafa af gengislækkuninni gagn vart dollar á síðasta ári. Sá lærdómur, sem draga má af þeim verðhækkunum, sem frá þeirri gengisfellingu stafa, ætti að vera nokkurskonar ábending um, hvers vænta má af enn stórfelldari og víðtækari geng- isfellingu nú. — Það mun líka reynast jafn satt hvorttveggja, að almenningur verði gengis- fellingarinnar ekki var eins og það að til þess sé ætlazt, enda gera fleiri og fleiri sér grein fyrir því, að ef þetta frumvarp öðlast líf, þá muni margar vonir þeirra deyja. □ Vonir og draumar bregðast „Margir, sem höfðu hug á utanför til frekara náms, verða að hætta við þá fyrirætlun, fjöldi þeirra, sem dreymdi um að eignast íbúð, uppgötva að jafnvel draumar geta breytzt með falli krónunnar og verða aldrei að veruleika, og allir, sem trúðu á áframhaldandi tækniþróun í íslenzkum iðnaði og landbúnaði með auknum af- komumöguleikum, munu sjá þá hugsun sína farast í svörtu- giljum gengislækkunarinnar. C Kafli í „bjargráða“- sögu íhaldsins „Þetta frumvarp er kafli í „bjargráða“-sögu sem íhaldið hefur verið að skrifa und- anfarin ár, með vísitölubinding- unni, þátttdku í Marshall-áætl- uninni, gengisfellingunni á síð- asta ári og síhækkandi tollum og sköttum. Og almenningur óttast að sagan endi með alls- herjar uppgjöf fyrir erlendu auðmagni, sem hefur stöðugt aukin áhrif á allt fjármálalíf landsins. — Bjarni“. ).xa, KI i ZO.UU, Höfnln Neptúnus kom af veiðum í g:ær- morgun og Jón Þorláksson frá Englandi. Skipadeild S.l.S. Arnarfell er í New York. Hvassa- fell er á Akureyri. Einarsson & Zoega Foldin fór frá Stöðvarfirði þann 11. þ. m. áleiðis til Hollands með frosinn fisk. Lingestroom er í Færeyjum. Bíkisskip Hekla er i Keykjavík. Esja á að fara frá Reykjavík í kvöld vest- úr um land til Akureyrar. Herðu- breið var á Isafirði síðdegis í gær. Skjaldbreið er i Reykjavík. Þyrill var á Isafirði í gær. Ármann á að fara frá Reykjavik í dag til Vestmannaeyja. Eimskip Brúarfoss er i Reykjavík. Detti- foss kom til Rotterdam 12 marz, fer þaðan 14. marz til Hull og Leith. Fjallfoss kom til Akureyr- ar síðdegis í gær fer þaðan til Húsavikur og Menstad i Noregi. Goðafoss er í Reykjavík. Lagar- foss fór frá Reykjavík kl. 22.00 í gær til New York. Selfoss kom til Reykjavíkur 12. marz frá Men- stad. Tröllafoss fór frá Halifax 7. marz til Reykjavikur. Vatna- jökull er á Norðfirði, fer þaðan til Hollands og Palestinu. á hann nú. að nota íþróttahæfileika sína til að viðhalda „rangri skiptingu innflutningsins, svartamarkaðsverzlun, húsnæðisokri og öðru því sem skapar einstökum fjár- aflamönnum möguleika til að skerða kjör almennings“. Einhversstaðar verða vondir að vera — líka Hermann Jónasson. Vélstjóraféiag íslands heldur fund í kvöld kl. 8 » Tjarnarcafé. Til umræðu verða samningarnir og fleiri mál. Aðalfundur Náttúrulækningafé- lags Reykjavíkur verður haldinn í húsi Guðspekifélagsins, fimmtu- daginn 16. marz hefst kl. 8.30 eftir hádegi. Athugasemd I texta kvikmyndarinnar Síð- asti bærinn í dalnum hefur vegna leiðinlegs misskiinings fallið nið- ur nafn ungfrú Sigriðar Ármann, en hún samdi og æfði álfádansana í kvikmyndinni ásamt frú Sif Þórz. — Athygii bíógesta er vin- samlegast vakin á þessu. 1 fyrradag opinber uðu trúlofun sina Pálína Kjartans- dóttir, verzlunar- mær, Hraunteig 7 og Haraldur Her- mansson, rafvirkjanemi, Holtsgötu. 41. — S. 1, laugardag opinberuðu trúlofun síoa, Guðjóna Jónsdótt- ir, hjúkrunarkona, Hraunteig 24 og Kristleifur Jóhannsson, trésmið ur, SturJi«eykjum í Reykholtsdal. Forseti lslands sæmdi i gær dr. theol. Bjarna Jónsson vígslu- biskup stjörnu stórriddara hinn- ar islenzku fálkaorðu. — I gær voru liðin 40 ár frá þvi að séra Bjarni Jónsson var skipaður prestur við dómkirkjuna i Reykja- vík. (Frá orðuritara). Áhelt til Þjóðviljans. Frá JónL Guðmundssyni kr. 100. — Frá S.B. kr. 25.00. yy' 18.00 Framhalds- saga barnanna: „Eins og gerist og gengur" eftir Guð mund L. Friðfinns- son; I. (Gúðmund- ur Þorláksson kennari les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Dönskukennsla I. fl. 19.25 Þingfréttir. — Tónleik- ar. 20.20 Erindi: Þættir úr sögu Rómaveldis; II.: Skattlönd og riddarar (Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur). 20.50 Tónleikar (piötur) 20.55 Frásöguþáttur: Gömlu lögin (Gunnar Stefánsson). 21.15 Útvarp frá tónleikum sinfón- iuhljómsveitarinnar, sem fram fóru i Austurbæjarbiói 9. þ. m. — Róbert Abrahaði stjórnar — (plötur). a) „Egmont“-forleikurinn eftir Beethoven. b) Sjö rúmenskir þjóðdansar eftir Béla Bartók. c) Divertimento í B-dúr fyrir fimm blásturshljóðfæri eftir Haydn (Willy Bohring: flauta; Paul Pud- elski: óbó; Egill Jónsson: klarín- ett; Adolf Kern: fagott; Alois Spach: horn 22.10 Passíusálmar. 22.20 Framhald sinfóníutónleik- anna: d) Sinfónía nr. 8 í h-moll (Ófullgerða hljómkviðan) eftir Schubert. 22.45 Dagskrárlok. WT Æfing í kvöld. Karl- ^* " * ar mætið kl. 8, konur kl. 9. STUNDVISI. £ Nýlega voru gefin saman í hjónaband á Akureyri, ung- frú Hólmfríður * Þórlaug Hall- grímsdóttir og Bragi Árnason, iðn verkamaður. Heimili þeirra er að Klettaborg 3. Næturakstur i nótt annast Hreyf- ill. — Sími 6633. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Simi 1330. Næturlæknir er i læknavarðstof- unni, Austurbæjarskólanum — Sími 5030. Kvöldbænir fara fram í Hall- grimskirkju á hverju kvöldi nema sunnudaga og miðvikudaga, kl. 8 stundvíslega. S ö f n i n Landsbókasafnið er opið kl. 1Ö —12, L—7 og 8—10 alla virka daga, nema laugardaga, þá kl. 10—12 og 1—7. — Þjóðskjalasafn- ið kl. 2—7 alla virka daga. — Þjóðminjasafnið kl. 1—3 þriðju- daga, fimmtudaga og sunnudaga. — Náttúrugripasafnið er opið sunnudaga kl. 1,30—3 og þriðju- daga og fimmtudaga kl. 2—3. — Listasafn Einars Jónssonar kl. 1.30—3.30 á sunnudögum. — Bæj- arbókasafnið kl. 10—10 alla virka daga nema laugardaga kl. 1—4.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.