Þjóðviljinn - 14.03.1950, Qupperneq 8
1
Ráðstefna verhatijðsféiaganna:
vzmíwmgm
>num
1WH
Ráðstefna verkalýðsfélaganna hélt áfram störfum
í gær. Forseti A.S.Í. kvað störfin myndu dragast nokkuð
þar sem nú hafi verið mynduð ný ríkisstjórn og þurfi
ráðstefnan að kynna sér fyrirætlanir hinnar nýju
stjórnar.
Lögð voru fram drög að ályktun frá stjórn A.S.Í., þar
sem lagt er til að ráðstefnan lýsi yfir að hún telji dýr-
tíðarfrumv. íhaldsins svo freklega árás á launa- og lífs-
kjör alþýðu manna í landinu að ekki verði við unað, og
skori ráðstefnan því á Alþingi að fella frumvarpið í
þeirri mynd sem það er nú.
í umræðunum var markverðust ræða Björns Bjarna-
sonar um að öflun nýrra markaða væri nú brýnasta verk-
efnið í atvinnu- og dýrtíðarmálum þjóðarinnar.
Helgi Hannesson forseti setti
fund ráðstefnunnar um kl. 2
og kvað störf hennar myndu
dragast óhjákvæmilega vegna
myndunar nýrrar ríkisstjórn-
ar er ræða þyrfti við. Á fund-
inum væri bezt að ræða hvaða
ráðstafanir þau félög ættu að
gera er væru með lausa samn-
inga.
Nefnd til að starfa með
sambandsstjórn
Eðvarð Sigurðsson taldi
nauðsynlegt að ráðstefnan kysi
nefnd til að starfa með sam-
bandsstjórn að sameiginlegum
ráðstöfunum verkalýðsfélag-
anna.
Hermann Guðmundsson kvað
nauðsynlegt að reikna með
þeim möguleika að dýrtíðar-
frumvarpið yrði samþykkt með
það iitlum breytingum að ekki
yrði hægt við það að una, og
yrði ráðstefnan að ákveða hvað
þá ætti að gera. Kvaðst hann
taka undir með Eðvarð að
kjósa þyrfti nefnd til að starfa
með sambandsstjórn, enda væri
sambandsstjórnin ekki skipuð
fulltrúum allra aðila og yrði
því sterkari til raunhæfra að-
gerða ef hún hefði slíka nefnd
til samráðs og samstarfs.
I sama streng tók Jóhannes
Jósefsson frá Akureyri.
Miklu glæsilegra að eiga
súkkulaðigerð en ....
Jón H. Guðmundsson frá Sjó-
mannafél. Isfirðinga talaði af
nokkrum sárindum um að Eð-
varð Sigurðsson hefði notað orð
Mjólkur-
fræðingar semja
• Nýr kjarasamningur var und-
irritaður 1. þ.m. milli Mjólkur-
fræðingfélags íslands og mjólk
urbúðanna.
Samkvæmt hinum nýja samn
ingi hækkar grunnkaup full-
gildra mjólkurfræðinga úr kr.
177.50 á viku i kr. 202,50 á
viku og kaup mjólkurfræðinga
er ekki eru fuilnuma, úr kr.
167.50 í kr. 192,50 á viku. —
Samningurinn er uppsegjanleg-
ur með ein; mánaðar fyrirvara. ■
ið ,,sameiningarmenn“ í ræðu
sinni, vildi Jón gera orð þetta
og hugtak útlægt af samkom-
um verkalýðsins.
Þá sneri hann sér að dýrtið-
arfrumvarpinu: lltkoman úr
reikningsdæmi hagfræðinganna
— sé því lokið — verður herfi-
legasta árás á fólkið í landinu.
Þjóðartekjurnar eru nægar til
að allir goji lifað sómasamlegu
lífi. Það er skipting teknanna
sem er í ólagi.... Verzlunar-
stéttin þrífst vel í dag þrátt
fyrir öll verzlunarhöft. Það er
miklu glæsilegra að eiga skran-
búð en 100 tonna nýsköpunar-
bá»i, miklu glæsilegra að eiga
sælgætisgerð en nýsköpunartog-
ara. Það er alltof lítill hópur
þjóðarinnar sem vinnur að
framleiðslunni, alltof stór hluti
sem lifir á henni án þess að
\dnna við hana.
Þrennt sem þarf
að svara
Björn Bjarnason form. Iðju
talaði næstur. Það hefur verið
talið dýrtiðarfrumvarpinu til
gildis að það sé verk sérfræð-
inga.... Það eru til fleiri hag-
fræðingar en þessir tveir
„Fiskur"
ffýit tímarit er fjallar
um matvælaframleiðslu
Hafin er útgáfa á nýju tíma-
rl'ii, er á að f jalla um matvæla-
framleiðslu úr íslenzkum hrá-
efnum. Nefnist tímarit þetta
Fiskur, er Gísli Þorkelsson rit-
stjóri þess, en Samband fiski-
matsmanna íslands ú»igefandi.
Auk formálsorða ritstjórans
eru í fyrsta hefti ritsins þess-
argreinar: Bergsteinn A. Berg.
steinsson, fiskimatsstjóri: Á-
varp. Jakob Á. Sigurðsson: Á-
grip af sögu Félags fiskimats-
manna. Arnlaugur Sigurjóns-
son: Hugleiðingar um fyrir-
komulag á frystigeymslum og
við afskipun. Jónmundur Ólafs-
son, k jötmatsformaður: Al-
mennt yfirlit um kjötmat.
Sveinn Árnason, fyrrv. fiski-
matsst jóri: Saltfiskverkun
fyrrum og upphaf fiskmats á
íslandi. — Fleiri greinar eru
í heftinu.
(benjamínið og ólinn) og skoð-
anir þeirra virðast jafnmargar
á þessum málum og hagfræð-
ingar í landinu, — þar með er
sérfræðigildi frumv. fallið úr
sögunni.
Það er fyrst og fremst
þrennt er við þurfum að athuga
við frumvarpið:
1. Að hve miklu leyti það
snertir samtakafrelsi verkalýðs
ins.
2. Hvernig það skiptir byrð-
unum.
3. Hvernig það leysir vanda-
málin.
Á að eyðileggja jafnóð-
um allar kjarabætur
Frumvarpið ákveður að gengi
krónunnar skuli lækka með
hverri nýrri kauphækkun.
Landsbankanum er það ekki að-
eins heimilt heldur skylt....
Afleiðingin yrði að ástandið
hér yrði eins og í Þýzkalandi
eftir fyrra stríðið. Frumvarp-
ið ákveður að 'þau félög er
semja um hækkað kaup skuli
ekki njóta uppbóta samkvæmt
vísitölu. Öll kjarabótabarátta
verkalýðsins virðist harla lítils
virði ef þetta yrði að lögum.
Þeir fátæku verða
fátækari — Þeir ríku
ríkari
Lífskjaraskerðingin er frumv.
hefði í för með sér fyrfr al-
þýðuna yrði 15—18% að fróðra
manna áliti. —Verzlunarstétt-
in hefur á undanfömum árum
safnað meiri gróða en dæmi
eru til. Frumv. skerðir þenn-
an gróða að litlu eða engu leyti.
í frumvarpinu eru engin ákvæði
sem tryggja nægar vörur. Vöru
skorturinn og þar með svarti
markaðurinn og gróðamögu-
leikar verzlunarstéttarinnar
myndu því haldast.
Hinsvegar á að svipta spari-
f járeigendur stórum hluta. Það
eiga að vera launin til þeirra
alþýðumanna sem á nýsköpun-
arárunum lögðu t. d. sparifé
sitt í stofnlánadeild sjávarút-
vegsins í því augnamiði að bæta
hag þjóðarinnar.
Bætir ekki úr þörfurn
útvegsins
Frumv. á að bjarga útvegn-
um að sagt er. Freðfiskfram-
leiðslan er um 28 þús. tonn á
ári. Nú er talið að ekki muni
seljast nema 15 þús. tonn. 1
frumv. eru engin ákvæði til að
bæta úr því. Hinsvegar hækka
rekstrarvörur bátanna, olía,
veiðarfæri o. fl„ samkvæmt frv.
Það bætir því ekki úr vandræð-
um bátanna.
Eins og markaðshorfur eru
nú er það sami þvættingurinn
að það bjargi afkomu togar-
anna. . Meðalársafli togaranna
Framhald á 3. síðu,
FxamhaidssioísiSssndnr haldimi bmðlega
S.l. sunnudag kl. 2 e.lí. var haldinn í Tjarnarkaffi stofn-
fundur félagsskapar, sem ætlar sér að vinna að áukinni kynn-
ingu og menningartengslum milli Islands og Ráðstjórnar-
ríkjanna.
Fundur þessi var boðaður af
undirbúningsnefnd, sem í áttu
sæti þeir Kristinn E. Andrés-
son, Sigurður JóhannsiHon og
Sigfús Sigurhjartarson. Kr. E.
Andrésson setti fundinn og
bauð gesti velkomna en Arn-
finnur Jónsson var fundarstjóri.
Ræður fluttu m.a. Kr. E.
Andrésson og H. K. Laxness.
Þá var og lagt fram uppkast
að lögum fyrir félagið. Fundur-
inn var mjög fjölsóttur, svo að
húsrými reyndist alltof lítið og
fjölmargir urðu frá að hverfa.
Var samþykkt að efna hið bráð-
asta til framhaldsstofnfundar
í rýmri húsakynnum.
★
FramsÖguræða Kristins E.
Andréssonar verður birt hér í
blaðinu á morgun.
Skíðamót
Reykjavíkur
Ingibjörg Árnadóttir
Rvíkurmeistari í bruni
og svigi kvenna en
Ásgeir Eyjólfsson
í svigi karla
j Skíðamót Reykjavíkur hófst
í Jósefsdal um síðustu helgi og
var keppt í 7 flokltum í svigi
og 5 flokknum í bruni. Ásgeir
Eyjólfsson Á. varð Reykjavíkur
meistari í svigi karla A-fl., og
Ingibjörg Árnadóttir Á. í svigi
|og bruni kvenna. Sveit Ár-
manns sigraði í sveitakeppni í
A-fl. karla í svigi.
Mótið hófst síðdegis á laugar
dag og stóð yfir til kl. 6. Veður
og færi var hið bezta, en fresta
varð keppni í bruni A og B-fl.
karla vegna harðfennis.
Árangur fyrstu manna í
hverjum flokki varð þessi:
Svig karla, A-fl.: Ásgeir Eyj-
ólfsson Á. 147,2 eek. Svig
kvennar A-fl.: Ingibjörg Árna-
dóttir Á. 115,8 sek. Sveitakeppni
í svigi karla A-fl.: Sveit Ar-
manns 524,9 sek. Brun kvenna
A-fl.: Ingibjörg Árnadóttir Á.
80,0 sek. Svig karla, B-fl.: Guð-
mundur Jónsson K.R. 130,0 sek.
Svig karla, C-fl.: Sigurður R.
Guðjónsson Á. 138,3 sek. Brun
kvenna B-fl.: Jóhanna Frið-
riksdóttir Á. 90.1 sek. Brun
kvenna, C_ fl.: Þórunn Björg-
úlfsdóttir KR 86, 0 sek. Svig
kvenna, B-fl.: Stella Hákonar-
dóttir K.R. 120,5 sek. Svig
kvenna, C-fl. Guðbjörg Vídalín
Á. 95,6 sek. Brun karla, C-fl.:
Stefán Hallgxámsson Val 58,0
Framh. á 3. síðu.
Fyista guðsþjénusta
óháð fiíkirkjusaínaðarins
Á annað þúsund
manns — fjöldi
varð frá að hverfa
Fyrsta guðsþjónusta óháða
frílúrkjusafnaðarins var haldin
í Stjörnubíói s.l. sunnudag og
hófst hún kl. 11 f.h. Talið er
að um 1200 manns hafi sótt
guðsþjónustuna, en fjöldi varð
frá að hverfa.
Áður en guðsþjónustan hófst
flutti formaður safnaðarstjórn-
ar, Andrés Andrésson ávarp og
bauð prestinn sr. Emil Björns-
son, velkominn til starfa.
iFríkirkjukórinn söng við
þetta tækifæri. Meðhjálpari og
dyraverðir • Fríkirkjunnar
gegndu þessum störfum sínum
við guðsþjónustuna. — Á sama
tíma stóð Fríkirkjan ónotuð,
harðlæst og tóm.
Æ. F. R.
Félagsfundur verður á Þórs-
götu 1 n. k. föstudag kl.
8.30 stundvíslega.
Á fundinum verður sýnd
hin víðfræga rússneska
kvikmynd, Þeir mæ‘ttust við
Saxelfi.
Tii Niemela
syngui í Gamla bíó
í kvöld
Finnska söngkonan Tii Nie-
melá syngur í Gamla bíó í
kvöld og hefst söngskemmtun
in kl. 7.15. Víð hijóðfærið
verður Pentti Koskimies.
Á söngskránni eru verk eftir
Haydn, Schubert, Schuman,
Edv. Grieg og loks Sangen om
livet och döden eftir finnska
tónskáldið Y. Kilpinen.
Mesta slys í sögu
flugsins, 80 farast
Brezk farþegaflugvél af Tu-
dor gerð fórst í fyrradag er
hún ætlaði að lenda í Cardiff
og fórust 80 af 83 er í henni
voru. Vélin var að koma með
fólk af rugbylandsleik milli Ir-
lands og Wales. Brezka stjórn-
in kom saman á fund í gær
vegna þessa slyss, sem er hið
mesta í sögu farþegaflugsins.