Þjóðviljinn - 15.04.1950, Page 4

Þjóðviljinn - 15.04.1950, Page 4
Láugafdagur 15. apríl 1950. | ---- ^PJðDYILJINN *■" i i i ■'■■■■ ■>.p™.nr",M- r—1 i '■ ........ --- (IIÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árna- son, Eyjólfur Eyjólfsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skölavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. ■ - ■ - ... ÁrásÍEi á iðnaðinn er þáttur í stefnu ríkisstjórnarinnar Iðnaðurinn er að stöövast. Atvinnuleysið stendur við dyr iðnverkamanna, þúsundir Reykvíkinga horfa með skelfingu fram á sívaxandi atvinnuleysi. Örlög, segir einhver, eitthvað sem enginn fær að- gert, segir afturhaldið. * En stöðvun iðnaðarins er ekki ill örlög, ekki einu sinni ill nauðsyn, hún er aðeins stefna ríkisstjórnarinn- ar í framkvæmd, og stefnan, sem ríkisstjórnin er að framkvæma er Marshallstefna, stefna ameríska auðvalds- ins. Hagfræðingur ameríska auðvaldsins, Benjamín, sem hingað var sendtir til þess að kenna þjóðinni Marshall- þjónustu, fór ekkert dult með þetta atriði stefnuskrár- innar, hann og hjálparsveinn hans Ólafur Björnsson, sögðu fullum fetum að draga yrði úr iðnaðarstarfseminni, og stuðla að því aö fólkið flyttist til sjávarútvegsins. Þessi stefna er ekkert nýmæli í viðskiptum auðvalds- þjóöa, þvert á móti hafa allar auðvaldsþjóðir gert allt sem þær hafa getað til þess að skapa sér sem mesta sérstöðu á Sviði iðnaðarins á kostnað annarra þjóða. Sú þjóð sem nær forustu á sviði iðnaðarins, og getur gert aðrar þjóðir sér háðar um kaup iðnvöru verður auðug þjóð og getur drottnað í heimi viðskiptanna og stjóm- xnálanna f krafti auðlegöar sinnar. Þessa aðstöðu hafa Bretar haft í auðvaldsheiminum um meira en aldar- skéið, og einn veigamesti þátturinn í deilum Breta og Þjóðverja, bæði fyrr og síðar, hefur verið baráttan um forustu á sviði iðnaöarins. Nú hefur þessi aðstaða fallið úr hendi Breta og Bandaríkin hafa tekið þá forustu meö- al auðvaldsþjöðanna, sem þeir höfðu, og bandaríska auð- valdið skilur hlutverk sitt álveg á sama hátt og brezka auðvaldið áður, þaö gerir allt, sem í þess valdi stendur til þess að knýja aörar þjóðir sem mest yfir í fram- leiðslu hráefnis, og þoka þeim jafnframt burtu, eftir því sem auðið er, af sviði iðnaðarins. Þessi stefna er í alla staði sðlileg frá sjónarmiði auð- valdsins. Sú staðreynd má aldrei gleymast, að auðvalds- skipulagið byggir á grundvelli samkeppninnar, byggir á þeim grundvelli að einn eigi að brjóta sér braut, á' kostn- að arihars. Samkvæmt þessari kenningu byggjast við- skipti þjóðanna á því að keppa um markaöi, keppa um framleiðslu. Sá er bjáni í leiknum sem ekki reynir að efla sinn hag á kostnaö annarra, og ráöamenn hins ame- ríska auðvalds eru ekki bjánar. Tilraunin, sem verið er að gera, til að eyöiieggja vœntanlega frá Heroya í Noregi 18. þ. m. til Rvíkur. Tröllafoss kom til N. y. 8. þ. m., fer þaðan væntanlega 14. þ. m. til Balti- more og Rvíkur. Vatnajökull fór frá Tel-Aviv 11. þ. m., vænt- anlegur til Palermo 15. þ. m. Maður fótbrotnar á skíðnm. Einn gamall vinur minn ligg- ur rúmfastur, fótbrotinn, og fór ég um daginn að heimsækja hann. — Hann var á skiðum um páskana, datt í einni brekk unni og braut aðra pípuna í hægri fótlegg. Þetta var hjá Skíðaskálanum, og bróðir hins slasaða fór þangað inn að sækja eitthvert deyfilyf til að gefa honum og lina þannig þjáningar hans. En þeir, sem þarna ráða húsum, sögðu að engin þesskonar lyf væru til. Þeir gátu ekki einu sinni skaff- að hinum slasaða jafn algengt meðal eins og aspirin eða magnyl! — Síðan var honum ekið í bæinn, en í leiðinni kom- ið við á Kolviðarhóli, og þar tókst að útvega tvær magnyl- töflur, — en ekki heldur meira! □ Sofaiidaháttur helzti míkill. Eg geri ráð fyrir að margir muni undrast stórlega, er þeir heyra þessa sögu. Því að það er svo sannarlega enginn venju legur sofandaháttur sem hún vottar um þá aðila er húsum ráða í Skíðaskálanum, — og raunar líka að Kolviðarhóli. Um páskana eru fleiri hundruð manns á skíðum í næsta ná- grenni þessara staða, og sam- kvæmt margfenginni reynslu má alltaf gera ráð fyrir fleiri eða færri slysum undir slíkum kringumstæðum, — en . það vantar samt algengustu' lyf í meðalaskápa húsanna, — rétt aðeins hægt að útvega tvær magnyltöflur með herkjum á Kolviðarhóli! — Þess er að vænta, að ráðamenn Skíðaskál- ans verði að minnsta kosti bún- ir að útvega sér nokkra aspirin skammta fyrir næstu páska. □ Hvergi hægt að fá hækjur. En fyrst ég er farinn að tala um þennan gamla vin minn, þá er rétt ég segi einnig frá öðru merkilegu atriði, sem upp lýstst hefur í sambandi við meiðsli hans. — Eftir hálfs- mánaðar legu í rúminu, verður sett utan um brotna legginn svokallað „göngugibs“, og hin- um slasaða leyft að fara dá- lítið á stjá, — þó ekki án þess að styðja sig við hækjur. —- Hann vildi vera búinn að út- vega sér hækjurnar í tíma, hringdi þessvegna á spítalana, hringdi líka á Rauða krossinn, og spurði, hvort ekki væri hægt að fá leigðar hækjur hjá þess- um stofnunum, — en það var hvergi hægt. Yfirleitt skildist honum á þeim, sem svöruðu, Ríkisskip Esja er í Rvík. Hekla var í Vestmannaeyjum í gærkvöldi á austurleið. Skjaldbreið var á Hólmavík síðdegis í gær. Herðu- breið var á Norðfirði í gærkvöldi á suðurleið. Þyrill er í Rvík. Ár- mann fer væntanlega til Vest- mannaeyja í dag. Næturakstur í nótt annaafi Hreyfill, sími 6633. Næturlæknlr er i læknavarð- stofunni. —. Sími 5030. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki, sími 1618. að hækjur væru mjög torfeng- in vara. Rauði krossinn hafi þær til leigu. Telur hann réttilega, að þetta ástand sé óþolandi. Það sé skrambi hart, að þeir, sem þurfa að nota hækjur einhvem takmarkaðan tíma — kannski ekki nema eina eða tvær vik ur —verði að láta smíða þær sérstaklega handa sér. í út- löndum, þar sem hann þekkir til, sé hægt ag fá leigðar hækj- ur hjá spítölunum, og líka hjá Rauða krossinum, og viíl hann eindregið mælast til þess að slíkt fyrirkomulag verði einnig tekið upp hér á landi. Álítur hann það mundi helzt tilheyra verksviði Rauða krossins að koma því í kring. — Er þess að vænta, að málið verði tek- Franih. á 7. síðu. ★ Isfisksalan Togarinn Sævar seldi 1146 vætt- ir fyrir 2922 pund í Pleetwood 13. þ. m. Hinn 14. þ. m. seldi Bjarni Ólafsson 3441 kits fyrir 8339 pund í Grímsby. Höfnin Hvalfell og Akurey komu af veiðum í gær. Ingólfur Arnarson kom af veiðum í fyrrinótt og fór til útlanda í gærkvöld. EIMSEIF: Brúarfoss er í Keflavík, væntan- legur til Rvíkur 15. þ. m. Detti- foss fór frá Rotterdam 13. þ. m. til Hull. Fjallfoss fór frá Isafirði í gærmorgun til Flateyrar, Þing- eyrar, Stykkishólms og Reykja- víkur. Goðafoss kom til Antwerp- en 12. þ. m., fer þáðan væntanlega 15. þ. m. til Leith og Rvíkur. Lag- arfoss fór frá Searsport 7. þ. m„ væntanlegur til Rvíkur aðfaranótt sunnudags 16. þ. m. Selfoss fer 19.30 Tónleikar: Samsöngur (plöt- ur). 20.30 Útvarps- tríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Leik- rit: „Michael" eft- ir Miles Mallison; samið upp úr sögu eftir Leo Tolstoy (Leikstjóri: Valur Gíslason). 21.15 Upplestur og tónleikar. 20.05 Danslög (plöt- ur). 24.00 Dagskrárlok. Nýlega hafa op- inberað trúlofun sína ungfrú Sig- ríður Þórðardóttir, Snorrabraut 36 og Magnús Smith, Snorrabraut 87. — Nýlega hafa op- inberað trúlofun sína ungfrú Gerð- ur Guðnadóttir, Drápuhlíð 5 og Halldór Arinbjarnar, stud. med., Miklubraut 34. Skátakaffi. Á morgun verður hið árlega Skátakaffi í Skátaheimilinu. Þar verður á boðstólum kaffi, mjólk, heimabakaðar kökur og brauð. Auk þess ýmis^skemmtiatriði. Um kvöldið verður svo dansað. Laugarneskirkja. Messað kl. 2 e. h. (Ferming) — Séra Garðar Svr.varsson Barnaguðsþjón. kl. 10 f. h. — Dóm- kirkjan. Messað kl. 11 f. h. _____ Séra Bjarni Jónsson. (Ferming). Messað kl. 2 e. h. — Séra Jón Auðuns. (Ferming). — Nespresta- kall. Messa í Kapellu Háskólans kl. 2. e. h. Séra Jón Thorarensen. — Fríkirkjan, Messa kl. 2 e. h. (Ferming). Séra Þorsteinn Björns- son. — KFUMF fundur kl. 11 f. h. FERMING í Laugarneskirkju n. k. sunnu- dag. (Séra Garðar Svavarsson). Drengir: Einar Sveinbjörnsson, Laugarnes. 50. Guðmundur Gestur Kristjánsson, Múlacamp 1. Hauk- ur Gunnarsson, Hrísat. 21. Hreinn Björnsson, Hjallaveg 54. Jón Ein- arsson, Seljalandsveg 13. Kristján Pálmar Jóhannsson. Efstasundi 56. Narfi Hjörleifsson, Hrisateig 7. Óiafur Albertsson, Skúlagötu 76. Ómar Sigurs Zophóníasson, Digra- nesveg 8. Skúli Ágústsson, Lang- holtsveg 47. Stefán Sigurmundsson, Seljalandsveg 14. Þórir Þórðarson, Áshól við Tunguveg. Þráinn Ei- ríkur Viggósson, Grenimel 23. — Stúlkur: Auður Jónasdóttir, Laug- arnesveg 45. Erla Olgeirsdóttir, Hlíðarveg 7, Kópav. Erla Dóro- thea Magnúsdóttir, Hjallaveg 28. Fjóla Guðmundsdóttir, Efstasundi 16. Guðmunda G. Guðmundsdóttir, íslenzkan iðnaö, er örsmár þáttur í þessum leik banda- ríska auövaldsins, sendimaður þess, og ríkisstjórn þess, 5egir viö okkur: Stundið þiö sjóinn, og verið þið ekki að föndra viö iðnaö. Sömu bendingu gefur það Þjóðverjum og fleiri þjóðum. Árangurinn er þegar farinn aö sýna sig. Daglega fjölgar skipunum á fiskimiöunum, og allar lík- ur benda til að nú þegar sé um offiski aö ræða, aö farið sé að ganga á fiskistofninn svo aflaleysi hlýtur að fara d hönd. Jafnhliða þessu fyllast fiskmarkaðir og sölu- tregöa er þegar orðin alvarleg. Allt eru þetta afleiðingar af stjómmálastefnu auðvaldsins, erlends og innlends, og svona hlýtur þetta að vera, meðan viðskipti þjóða, stétta einstaklinga grundvallast á samkeppni. Þessu verður ekki viðbjargað nema horfið verði af óheilla brautinni yfir á braut samvinnu í stað samkeppni, og áætlunarbúskap- ar 1 stað gróðahyggjubúskapar. Það eru ugglaust margir, sem sjá það nú hvert stefn- ir með okkar hag, margir sem ekki sáu það fyrir fá- um mánuöum, reynslan hefur kennt og hún er strangur kennari. En þeir sem nú sjá hvert stefnir, verða að gera sér ljóst, að sérhver stuðningur við íhaldið, Fram- sókn og Alþýðuflokkinn, er stuðningur við Marshall- stefnuna, það verður ekki snúiö af óheilla brautinni nema hnekkja valdi þessara auðvaldsflokka. Otrateig 4. Herta Wendel Jcns- dóttir, Laugarnesv. 61. Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, Grensásveg 2. Jensína Þórarinsdóttir, Höfðaborg 15. Jóhanna Þuríður Bjarnadótt.ir, Stórholti 29. Jónína Þorsteinsdótt- ir, Efstasundi 22. Katia Ólafsdótt- ir, Baldursgötu 30. Ragnheiður Konráðsdóttir, Laugateig 60. Rak- el Ólafsdóttir, Háaleitisveg 22. Rakel Björg Ragnarsdóttir, Sól- landi, Reykjanesbraut. Rannveig Pálmaclóttir, Sigtún 55. Sesselja Guðmunda Ásgeirsdóttir, Efsta- sundi 11. Sigríður Pétursdóttir, Háteigsveg 4. Sigrún Einarsdóttir, LaugarneSveg 65. Sigrún Hanneæ dóttir, Laugarnesveg 65. Valgerð* ur Pálsdóttir, Langholtsveg 22.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.