Þjóðviljinn - 22.04.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.04.1950, Blaðsíða 4
Þ J Ó Ð V I L JINN Laugardagur 22. apríl 1950. t——i ' i i ■ i i’" 1 r Útgefandi: Sameiningaxflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árna- son, Eyjólfur Eyjólfsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skölavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 12.00 á mán. — Lausasöiuverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Það er ríkisstjórninni að kenna Stjómarblööin eru öðru hvoru að bera sig upp und- an þeirri ólgu reiði og fyrirlitningar, sem stjórnarflokk- arnir nú hafa vakið hjá almenningi, og segja þá, að rnenn megi ekki kenna ríkisstjórninni um allt, sem aflaga íari. Framsókn og íhaldinu er bezt að gera sér það ljóst að þessir flokkar bera ábyrgð á mesíallri þeirri ógæfu sem nú dynur yfir þjóðina, að svo miklu leyti, sem ekki er aflaleysi eða öðrum óviðráðanlegum orsökum um að kenna. Að vísu á Alþýðuflokkurinn sök með þeim, að svo miklu leyti, sem núverandi ógæfa stafar af stjórn- arstefnu undanfarinna ára, en þessir tveir núverandi stjórnarflokkar taka á sig sökina af því að breyta ekki frá þeirri stefnu, þegar I ljós kemur til hvers ófarnaöar hún hefur leitt. Ríkisstjórnin og flokkár hennar éiga sök á hinni gífurlega vaxandi dýrtíð, af því þeir hafa lækkað krón- una og hækkað þarmeð allar vörur. Það er ríkisstjóm -rnni að kenna að almenningur verður nú að greiða kr. 5,75 fyrir kaffipakkann, meir en tvöfalt hærra verð en áður. — Og ríkisstjórnin lækkaði ísenzku krónuna en þrefaldaði dollarann 1 verði samkvæmt boði undirtyllu einnar úr amerískum banka, og vegna skuldbindingar sinnar um að halda því, sem amerísku auðdrottnar álitu ‘,,rétt gengi“, en sú skuldbinding var í Marshallsamning íhalds, Framsóluiar og Alþýðuflokks frá 1948. Það er ríkisstjórninni og flokkum hennar að kenna, aö allur innflutningur til landsins kemur til með að minka ægilega og skortur að skapast á öllum sviðum af því útflutningurinn minnkar og- þarmeð geta okkar til þess að geta keypt nauðsynjar til landsins. Og út- flutningurinn minnkar, af því ríkisstjórnin og flokkar hennar halda áfram að fórna viðskiptahagsmunum ís- lands á altari þess „kalda stríðs“, sem Bandaríkin heyja gegn Sovétríkjunum. Bezti markaður íslands hefur vérið eyöilagður með þessari ofstækisstefnu, sem tekin var upp méð Marshall-,,samstarfinu“, í júlí 1947 viö þær þjóð- - ir,- sem nú traðka á öllum hagsmunum vorum, — eins og Bretar og Þjóðverjar sýna bezt í fisksölu-, veiði- og landhelgismálunum. Það 'er ríkisstjórninni og flokkum hennar að kenna, þegar það vantar nauðsynjavöru í landið eða ekki er hægt að selja útflutningsvöru. Hún einokar undir sig allan útflutning og innflutning og tekur þar með alla ábyrgð á sig af því sem aflaga fer. Hún bannar lands- . mönnum hvern snefil af verzlunarfrelsi. Þótt íslendingar gætu með frjálsum samtökum selt útflutningsvöru sína og keypt nauðsynjar í staðinn, eins og þingeyskir bændur gerðu fyrir 70—80 árum, er þeir hófu baráttu gegn sel- stöðuverzluninni, þá er þeim þetta nú bannáð af rík- isstjórn, sem stendur 1 hlýðnisafstöðu til framandi stór- veldis og hlítir fyrirmælum þess um verzlun íslendinga. Það er rJkisstjórninni og flokkum hennar að kenna - að þjóðin er að kikna undan þunga skriffinskubáknsins og einokunarkerfisins. Samtímis því sem stjórnin dregur úr mætti hvers alþýöuheimilis, til að standa undir ofur- þiunga þeirra tolla, skatta og útsvara, sem á þau eru lögð, þyngir stjómin ómagabyrði skriffinskunnar og lierðir hengingaról einokunarinnar fastar að hálsi þjóð- ariniíar. Svar vegna bréfs um bókaband Ragnar Jónsson, forstjóri, skrifar: — ,,H. G., Vestm. gerir í blaði yðar að umræðu- efni band okkar á bókum Hall- dórs Kiljan Laxness og nefnir þar sérstaklega sem dæmi um það hvemig hlutur eigi ekki að vera. — Það verður því miður að viðurkenna að síð- an hætt var að handsauma bækur með gamla laginu er band yfirleitt varla eins sterkt og áður, sama má því miður segja um marga hluti. En hand- bundin bók er nú orðið munaður, líkt og handgerð flík, sem fáir geta veitt sér. Þó munu sum bókasöfn enn handbinda bæk- ur sínar. — Ég ætla mér ekki að öðru leyti að taka H. G svo hátíðlega að biðja hann að benda mér á hvernig eigi að binda - bók, því ég óttast að honum reynist það ekki jafn- auðvelt og að slá, fram þeirri fullyrðingu að ’hann viti hvem- ig eigi ekki að gera það. • Sérstaklega vandað tO ntgáfunnar landa iðnað hvað bandið snert- ir, svona yfirleitt. Um teikn- ingar á saurblöðum, spjalda- pappír og gyllingu á verkum Laxness er það að segja að áður en tekin var ákvörðun um þær voru þær bornar undir marga dómbæra aðila, þar á meðal höfundinn sjálfan. Misheppnuð gamansaga H. G. tekur upp þá misheppn- uðu gamansögu, að bækur hafi verið verðlagðar hér af verð- lagseftirlitinu eftir vigt. Ég hefi á undanfömum árum feng- ið verðlögð hundruð bóka og vom þær flestar lagðar á vigt, en ekki til verðlagningar, held- ur til þess eins að vega pappír bókarinnar, en hann er verð- lagður eftir vigt og þykir eng- in goðgá, og þvi síður nokkur fyndni. Verðlagseftirlitið á bók- um hélt irtjög niðri bókaverði á stríðsárunum og oft um of, að mínu áliti, og því ekki á- stæða fyrir bókafólk að amast við því. Engum synjað um fyrirgreiðslu ill var á Vestfjörðum í gser á norðurleið. Ármann átti að fara frá P.vik í g-ærkvöld. til Vest- mannaeyja. Eimskip Brúarfoss fór frá Vestmanna- eyjum 18. þ. m. til Leith, Lysekil, Gautaborgar og Kaupmannahafn- ar. Dettifoss fór frá Hull 19. þ. m. til Hamborgar og Rvíkur. Fjall- foss fór frá Rvík 17. þ. m. til Halifax, N. S. Goðafoss fór frá Leith 19. þ. m., kom til Rvíkur í gærkvöld. Lagarfoss er í Rvík. Selfoss fór frá Leith 20. þ. m. til Vestmannaeyja og Rvíkur. Trölla- foss fór frá Baltimore 18. þ. m. til Rvíkur. Vatnajökull kom til Genova 21. þ. m. Nýlega opinber- uðu trúlofun sina ungfrú Herdís Birgisdóttir frá Húsavík og Sig- urður Hallmars- son frá Húsavík, nemandi í Kenn- araskóla íslands. — Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Kristin Guðjónsdóttir, Fremstu- húsum í Dýrafirði og Samúel Har- aldsson, Skúlagötu 70, Reykjavík. — Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sólrún Þorbjörnsdótt- ir, Drápuhlíð 21 og Gísli Ferdin- andsson, Grettisgötu 19A. ------ Á sumardaginn fyrsta opinberuðu trúlofun sína, ungfrú Hulda Bald- ursdóttir og Páll Bergþórsson, veð- urfræðingur. g Nýlega hafa verið gefin sam- an i hjónaband af séra Bjarna Jónssyni, ung- * frú Bára Guð- mundsdóttir, Tjarnargötu 16, Kefla- vík og Magnús Haraldsson, Skipa- sundi 38, Reykjavík. Heimili brúð- hjónanna er að Miklubraut 76. — Nýlega voru gefin saman í hjóna- „Ég get ekki neitað því að mér sámar dálítið þessi árás fyrir það eitt að henni er beint gegn þeirri útgáfu okkar, sem við höfum lagt einna mest kapp á að gera lýtalausa, þó það hafi að nokkru mistekizt, því miður, eins og flest annað á voru landi. Að loknum lestri bréfs H. G. sýndi ég nokkrum mönnum, bókbindurum, bóka- vinum og öðru fólki, sem talið er dómbært um bókband og bókaskreytingu síðustu verk Laxness og voru allir á einu máli að þau bæru af flestu þvi sem hér hefur verið gert. Ég tel það væga ástæðu til svo harðrar árásar á ákveðna tilgreinda útgáfu að hafa feng- ið í hendur eina gallaða bók, sem vitað ert að forlagið skipt- ir orðalaust. Fyrirlitningarorð hans um léreftsband er byggt á einhverjum misskilningi. • Þorir að fara í samanburð „Eitt sinn gerði einn þekktur bóksali mér og öðrum ís- lenzkum útgefendum tiltal fyrir óvandaðar útgáfur. Ég fletti til gamans og í varnar- skyni 10 erlendum bókum í búðinni hjá honum og reyndist engin þeirra heldur gallalaus. Það er nefnilega dálítið vanda- samt, ekki hvað sízt í fjölda- framleiðslu, að gera gallalaus- an hlut. Ég bið þó H. G. og aðra, sem þessar línur lesa, að skilja ekki orð mín svo, að við eigum ekkert ólært í þessu efni, en ég þori óhræddur að senda bækur HKL til útlanda til samanburðar við þeirra „Það er rétt, að bókaútgáfa hér á landi er nokkuð einþæf. Á því er erfitt að ráða bót. Mun alltaf verða nauðsynlegt að afla sér erlendra fagrita, listaverka- bóka og bóka um þau efni, sem fáa snertir. Helgafell (og Bækur og ritföng) nota þau litlu leyfi, sem búðimar fá til kaupa á erlendum bókum og blöðum, til þess að panta fyrir þá, sem þurfa slíkra bóka við. Hefur engum, sem óskað hefur að panta hjá okkur nauðsyn- legar fagbækur, orðabækur, kennslubækur, visindarit eða listaverkabækur, verið synjað um þær frá Norðurlöndum, Eng landi eða Frakklandi. Með þeim litla gjaldeyri, sem veittur er til bókakaupa er hinsvegar ekki unnt að liggja með slíkar bækur og ég tel þess ekki bráða þörf, að flytja inn tímarit, sem í engu öðru en litprentun „glans- m>-nda“ taka fram þeim sem hér eru framleidd. — Með þökk fyrir birtinguna. — Ragnar Jónsson. ★ ' V/ÍjKW.r.W'| Elnarsson og Zoega Foldin er á leið til Englands frá Palestínu. Lingestroom er í Am- sterdam. Riklsskip Hekla var væntanleg til Rvíkur snemma I morgun að austan og norðan. Esja er í Rvík. Herðu- breið fer frá Rvík um hádegi í dag til Breiðafjarðar og Vest- fjarða. Skjaldbreið er í Rvik. Þyr- band á Húsavík, ungfrú Þórunn Elíasdóttir og Eysteinn Sigurjóns- son, bókari. Á sumardaginn fyrsta voru gefin saman í hjónaband í Laugarneskirkju af sr. Garðari Svavarssyni, ungfrú Hulda Gígja og Einar Elíasson, verzlunarmað- ur. Heimili þeirra verður að Skipa sundi 56. — Á sumardaginn fyrsta voru gefin saman í Laugarnes- kirkju af sr. Garðari Svavarssyni, ungfrú Sigurveig Kristín Jónsdótt ir og Bergur Vilhjálmsson, verka- maður, Helmil! þeirra verður á Kleppsveg 102. Ferming í Laugarneskirkju á morgun kl, 2. (Séra Garðar Svavarsson). — Drengir: Árni Jakobsson, Nökkva- vog 11. Bjarni Sæberg Þórarins- son, Seljalandi. Bragi Eiriksson, Kirkjuteig 21. Bragi Guðjónsson, Hlíðarveg 40. Geir Hjartarson, Sogamýri 14. Guðmundur Grims- son, Meðalholti 11. Haukur Her- vinsson, Skipasund 17. Kristján Ingimarsson, Langholtsveg 54. Oddgeir Þorsteinsson, Borgarholts- braut 56B Pétur M. Bjarnason, Fossvogsbr. 5. Reynir Hreiðar Oddsson, Nökkvavog 37. Sigur- björn Guðmundsson, Álfabrekku v. Suðurlandsbraut. Sveinn Matt- hiasson, Hjallaveg 36. Sigurður Breiðfj. Bragason, Ártúni. Úlfar Sigurbjörnsson, Sigtún 35. — Stúlk- ur: Andrea Eiísabet Kristjánsdótt- ir, Skúlagötu 54. Bjarney Val- gerður Tryggvadóttir, Syðra-Lang- holti. Brynja Kolbrún Ólafsdóttir, Hjallaveg 4. Edda Maria Sigurðar- dóttir, Laugaveg 159A. Elín Sig- ríður Aðalsteinsdóttir, Laugaveg 159A. Erla Sigurjónsdóttir, Lang- lioltsveg 104. Guðleif Gunnars- dóttir, Skúlagötu 61. Gunna Ólafsi- son, Laugarnescamp 70. Gyða Gunnarsdóttir, Hátún35. Herdís Jónsdóttir, Gelgjutanga 1. Ingi- björg Helgadóttir, Litla-Hvammi, Engjaveg. Jóna Auðbjörg Guðný Jónsdóttir, Hraunteig 8. Kolbrún Guðmundsdóttir, Skipasund 37. Lilja Þórarinsdóttir, Miðtún SO. María Ólöf Magnúsdóttir, Lang- holtsveg 71. Sigrún Jóhannsdóttir, Samtún 38. Sólveig Jónsdóttir, Skúlagötu 78. Sæunn Kolbrún Steingrímsdóttir, Efstasund 37. Valdís Ólafsdóttir, Kirkjuteig 16. Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.