Þjóðviljinn - 22.04.1950, Page 5
Laugardagur 22. apríl 1950.
Þ J 6 Ð V I LJINN
Ær þetta það sem koma skal44
Málfrelsi og tillöguréftur afnuminn
i V.B.S. Þróttur
Hinn úzskurðaði íormaður félagsins Friðleifur Friðriksson beitir félags-
menn fáheyrðu ofbeldi. — Ætla Alþýðuflokksmennirnir í stjórn „Þróttar",
þeir sem bera ábyrgð á forustu félagsins einnig að taka á sig ábyrgðina9
Þegar saga Vörubílstjórafélagsins „Þróttur“ verður skráð,
mun síðasta félagsfundar þess verða getið sem eins dekksta
blettsins I þeirri sögu. Framkoma hins „úrskurðaða“ formanns,
fyrst misbeiting hans á valdi fundarstjóra, og síðar hreint of-
beldi er hann framdi'á fundinum, hlýtur að verða alvarlegt
umhugsunarefni öllum sönnum verkaiýðssinnum, um hvar ís-
lenzk verkalýðshreyfing sé stödd í lýðræðislegu tilliti.
Þeir atburðir sem þar gerðust eru alvarlegir fyrir álit
félagsins i augum annarra verkalýðsfélaga, enda er hið úr-
skurðaða handbendi atvinnurekendastéttarinnar ekki aðeins
blettur á „Þrótti“ heldur á heildarsamtökum alþýðunnar sem
bera ábyrgðina á honum í þessu starfi.
Eftir að Friðleifur hafði þvælt
um hina fyrirhuguðu Sogsvirkj
un með blekkingavaðli, um
heimsókn sína til borgarstjóra,
sem hljómar nú orðið í eyrum
Þróttarmeðlima, sem reyfara-
kennd stefnumótafrásögn, voru
tekin til umræðu atvinnumál
félagsmanna. Maðurinn með
,,aðstöðuna“ gaf að sjálfsögðu
yfirlit yfir þau gey;ilegu afrek,
sem núverandi stjorn hefði
unnið til hagsbóta fyrir félags
menn í þeim efnum, en sem
hafa því miður birzt félags-
mönnum Þróttar í sívaxandi
erfiðleikum.
Undir þessum dagskrárlið,
bar einn félagsmaður, Guðlaug
ur Brynjólfsson, fram tillögu
þess efnis, að „Þróttur“ skoraði
á bæjarstjórn Reykjavíkur að
láta fara fram iskiptingu á
þeirri bifreiðavinnu, sem bærinn
léti framkvæma.
Ot af þessari tillögu, greip
alvarlegur ótti þann „úrskurð-
aða“, eflaust vegna aðstöðunn-
ar, svo alvarlegur að hænn
neitaði í fyrstu að bera tillög-
una undir atkvæði. Að lokum
lét hann undan, þó þannig, að
hann bar undir atkvæði, hvort
bera skyldi tillöguna undir at-
kvæði, sem var að sjálfsögðu
samþykkt. Siðan var tillagan
felld með 5 atkvæða mun, enda
voru þeir félagsmenn vel mæt’':-
ir, sem hafa hag af óbreytt i
fyrirkomuiagi, en hinir aftur ú
móti mæta síður, vegna von-
leysis um úrbætur.
Þe-si óvenjulega meðferð á
tillögu Guðlaugs, sem verður
að teljast brot á því lýðræði,
sem á að ríkja innan verka-
lýðsfélaganna, er þó aðeins
sýnishorn af því ofbeldi, sem
sá ,,úrskurðaði“ beitti síðar á
fundinum annan félagsmann,
Sveinbjörn Guðlaugsson, einn
traustasta málsvara -téttarinn-
ar.
Síðasti liður dagskrárinnar
var skýrsla um verkalýðsráð -
stefnu Alþýðusambands ís-
lands, og verður það af þeim
sem til’ þekkja, ■ ékki talið neitt
tiltökumái, þótt sá „úrskurð-
aði“ sé ekki ginnkeyptur fyrir
rökræðum um þau mál, sem
líú ráðstefna fjallaði um, eftir
þann skilyrðislausa skriðdýrs-
hátt, sem einkenndi alla af-
stöðu hans meðan á afgreiðslu
málsins stóð. Þá var að hans
áliti ekki þörf á því að ræða
við félagsmenn „Þróttar" um
þær geigvænlegu afleiðingar,
sem gengislækkunin hefur í
för með sér fyrir lífsafkoma
utéttarinnar. Þá óð þessi aftur-
haldsþjónn bæði í tíma og ó-
tíma fram fyrir skjöldu tjl að
verja álögurnar og pantaði
meiri og í stærri stíl. Nú var
komið að því að þessi maður
stæði frammi fyrir sínum eigin
félagsmönnum, og verði gerðir
sínar, og þá breyttist sú vöru
í algjöra uppgjöf, og aftur birt-
ist í ofbeldislegri framkomu
hans gagnvart félagsmöimum.
Sveinbjörn Guðlaugsson bar
fram, undir umræðum um þessi
mál, eftirfarandi ályktun:
„Fundur í V.B.S.F. Þrót'tur,
haldinn miðvikudaginn 12. apríl
1950, mótmælir harðlega geng-
islækkun þeirri sem Alþingi hef-
ur nýlega samþykkt, sem mjög
alvarlegri kjaraskerðingu gagn
vart launastéttum landsins og
þó sérstaklega varðandi bifreiða
stjórastéttina sem er nauð-
beygð að reka tæki sín með er-
Iendum hráefnum sem hækka
stórkostlega.
Fundurinn felur nefnd þeirri
sem kosin var af félaginu í
haue«i til viðræðna við formenn
þingflokkanna, um hina alvar-
legu hættu sem rekstrarafkoma
stéttarinnar er í sökum hins
háa verðlags á öllum nauðþurft
um til bifreiðareksturs að halda
viðræðum áfrain við rikisstjórn
ina og freista þess að fá af-
numda tolía þá sem orsaka
hinn óheyrilega rekstrarkosXn-
að.
Varðandi ályktun þá sem
verkalýðsráðstefna A.S.l. gerði
viðvíkjandi hinu nýja viðhorfi
í dýrtíðar- og launamálum
verkalýðsstéttarinnar lýsir
fundurinn yfir eihdregnu sam-
þykki sínu, syo og ánægju
sinni með þá einingu sem var
ráðandi við afgreiðslu ályktun-
arinnar jafnframt því sem hann
væntir þess að hún megi í
fram*iíðinni móta starf og
stefnu verkalýðssamtakanna."
Formaður neitaði að bera
ályktunina undir atkvæði, neit-
aði Sveinbirni um orðið til aö
ræða þá neitun, og sleit fundi
án þess að Sveinbjörn fengi
rétt sinn hlut.
Á þessu ofbeldi ber öll stjórn
félagsins ábyrgð, þar sem eng-
inn stjórnarmeðlimur, en allir
voru viðstaddir, reyndi að koma
í veg fyrir það.
Sveinbjörn hefur nú kært
þessa framkomu fyrir stjórn
félagsins og krafizt félagsfund-
ar, þar sem framkoma for-
manns verði rædd, og þau mál,
sem félagsmenn bera fram
hljóti lýðræðislega afgreiðslu.
Setti Sveinbjörn stjóminni frest
til að ganga að þeim skilyrð-
um sem forðað gætu henni
frá þeim þunga dómi, sem al-
menningsálitið og þá sérstak-
lega verkalýðshreyfingin fellir
yfir slíkri framkomu, sem hér
hefur verið lýst. Sá frestur var
útrunnin að kvöldi 18. þ.m. án
þess að stjórnin gerði neinaí
alvarlegar tilraunir til að bæta
fyrir sín brot, og tryggja að
slíkt ofbeldi skyldi ekki framar
koma fyrir.
Málið mun nú verða kært
fyrir stjórn Alþýðusambands
íslandá og stjórn Fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna í Reykja-
vík, og er þess fyllilega að
vænta að þeir aðilar skerist í
þetta mál, og beiti valdi sínu
til þess að slikir hlutir endur-
taki sig ekki.
Þess verður einnig að vænta
af félagsmönnum Þróttar, að
þeir veiti þeim „úrskurðaða"
þá hirtingu, sem hann verð-
skuldar, en hún er raunveru-
lega ekki önnur en sú, að
félagið geri honum það ljóat,
að „leiðsagnar" hans sé ekki
lengur óskað.
Sem betur fer, búa fá verka-
lýðsfélög við svipaðar aðstæður
atvinnulega séð, og Þróttur
Atvinnukúgun og sú aðstaða,
eem atvinnuleysið skapar at-
vinnurekendastéttinni til and-
legrar kúgunar, er undirstaða
þeirrar stjórnar, sem nú fer
með völd í félaginu, og þeirra
atburða sem þar gerait.
Lýðræðisöflin í Þrótti, krefj-
ast skilyrðislausrar aðstoðar
heildarsamtakanna, til að koma
í veg fyrir að slíkt ofbeldi sé
framið á meðlimum verkalýðs-
félaganna. _■ y.
Hvert er gildi Þjóðviijans
fgrir ísienzha alþýðn?
Spurningu þessari svarar
Þjóðviljinn sjálfur daglega.
Alþýðan þ. e. hinar vinnandi
stéttir þjóðfélagsins heyr
án afláts baráttu til vemd-
ar lífsafkomu sinni ýmist
einstakar greinar hennar á
sviði launa- og kjaramál eða
sem .heild í baráttunni fyrir
verndun fenginna réttindí
eða öflunar nýrra. Þjóðvilj
inn er eitt hinna fimm ís-'
lenzku dagblaða sem stend-
ur opið til sóknar og varn-
ar í þessum ójafna leik og||
þýðing hans fyrir lirslit
hinna margþættu deilumála,
er því ótvíræð frá sjónar-
miði þeirra alþýðumanna
sem bera skyn á hvar í stétt
þeir standa.
Þótt blaðið hafi frá því að
það hóf göngu sína rækt
þetta hlutverk sitt og hinn
upphaflegi tilgangur þess
verið einskorðaður við stétt-
arbaráttuna hefur framvind-
an orðið sú, að blaðið hefur
nú orðið miklu yfirgripsmeiri
verkefnum að sinna.
I sjálfstæðisbaráttu þjóð-
arinnar hefur það eitt dag-
blaðanna í raun staðið gegn
afsali landsréttinda. Þannig
hefur blaðið orðið málsvari
allrar þjóðarinnar að kalla.
Rétt væri ef til vill að und-
anskilja þá, sem hafa lífs-
framfæri sitt af erlendu
mútufé en afstaða annarra
dagblaða verður tæplega á
'annan hátt skýrð en þann
að þau séu með tölu, beinlín-
is uppkeypt af útlendingum
til baráttu gegn íslenzkum
málstað. Leiga Keflavíkur-
flugvallarins og aðild að
hernaðarbandalagi eru svo
augljós svik við sjálfstæðis-
mál íslands, að hverjum ó-
brjáluðum íslendingi ætti að
vera vorkunnarlaust að sjá.
En því er ver að margan
landann hefur hent að verða
Forrestalbrjálsemi að bráð.
Forrestalbrjálsemin er nýtt
amerískt fyrirbæri, Forres-
tal var bandarískur hermála-
ráðherra, sem lauk æfi sinni
með þeim sorglega hætti, að
kasta sér út um glugga af
ótta við Rússa. Það má til
sanns vegar færa að þeir Is-
lendingar sem ]já landsölu-
blöðunum brautargengi séu
með Forrestalblindu sinni að
tortíma eigi aðeins eigin lífi
og sjálfstæði heldur og lífi
og i'jálfstæði gervallrar þjóð-
arinnar.
Stríð eða friður, er hið
brennandi spursmál dagsins
í dag. Hversu hátt sem and-
stæðingar Þjóðviljans, út-
lendu dagblöðin fjögur, tala
um friðarviljann er áróður
þeirra allur gegnsýrður
stríðsæsingum, þ. e. æsing-
um gegn Ráðstjórnarríkjun-
um og lýðræðisríkjum Aust-
ur Evrópu en gegn þessum
ríkjum undirbýr hinn vest-
ræni auðvaldsheimur útrým-
ingarstríð af ofurkappi. Dag-
lega berast fregnir um, að
verið sé að þröngva upp á
þjóðir Vestur-Evrópu heilum
skipsförmum af hinum stór-
virku drápstækjum sem eigi
alls fyrir löngu var af ís-
lenzkum broddborgara dá-
samað sem eitt hið hjart-
fólgnasta bjargráð, sem ís-
lenzku þjóðinni gæti hlotn-
azt.
Þjóðviljinn hefur afdrátt-
arlaust fordæmt þessar
stríðsæsingar og þannig fyr-
ir atburðanna rás gerzt and-
svari þeirra örfáu Islendinga
sem hafa í sjálfstæðisbarátt-
unni séð sér hagsmuni í að
s\íkja hana, því það leikur
ekki á tveim tungum, að
þriðja heimsstyrjöldin myndi
þýða gereyðingu íslenzku
þjóðarinnar, en Island er af
sérfræðingum talið einn af
brennideplum ef til styrjald-
ar drægi milli austurs og
vesturs.
Niðurstaðan hlýtur því að
verða sú, að Þjóðviljinn hef-
ur nú orðið eigi aðeins gildi
sem skjöldur og skjól ís-
lenzkrar alþýðu heldur bein-
línis málsvari hvers einasta
Islendings í baráttunni fyrir
tilveru sinni.
Isleifur Högnason.
1íJWLrtnAftíWWVífl<WWUlíVWUWVUVVVWVUV^A.«tfVUVW.V
s
Malverkasýiting i;
S
Asgeirs Ejarnþórssonar ij
í Listamannaskálanum, er opin daglega frá ^
- ' kl. 11—11. - - \
^WVVWVVV'^VWVVVVVVWVVVWVVUWWVWWVUV'WWWN'i '