Þjóðviljinn - 26.04.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.04.1950, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 26. apríl 1950. ÞJÓÐVILJINN Carson brosti fyrir Ijósmyndarana, en hann var óvenju rjóður í kinnum. „Hvernig ætti ég að geta svarað spurningum ?“ sagði hann eymdarlega. Eg er ekki farinn að títa á piltinn. Hlifið mér.“ Leynilögreglumaðurinn var þögull og þungbú- inn og gekk á undan gegnúm hópinn. „Þeir halda þá að það sé Dimmock,“ sagði Morton þegar dyrnar höfðu lokazt á eftir Car- Eon og fylgdarmanni hans. „Hamingjan sanna.“ Og hann hljóp af stað niður götima í áttina að næstu búð til að síma og flestir blaðamenn- irnir fylgdu á eftir. Barney var þegar búinn að tilkynna blaði sinu þessa mikilvægu frétt. Hann settist í eina tröppuna og fór að dekra við myndavélina sína. Holdafar Seamans leyfði engin spretthlaup, svo að hann settist hjá honum. „Stundum," sagði hann um leið og hann hristi sigarettu út úr pakka og stakk henni upp í sig, „stundum fæ ég hreinasta viðbjóð á starfsorku mannfólksins. Það minnir mig á litlu vatns- bjöllurnar, sem sjást oft á stöðuvötnum. Þær eru alltaf að flýta sér en komast ekkert áfram.“ Barney samþykkti. « „Þú þarft engar áhyggjur að hafa,“ sagði hann óvildarlaust. „Þú hefur sjálfur frá miklu að segja.“ Seaman glotti. „Mig rámar í að hafa veðjað við Carson í gær- kvöldi." „Þú gerðir það. Þú varst fullur.“ „Það hlýtur að vera. Jæja, hann fékk samning- inn.“ Hann reykti þegjandi. „Okkar á milli sagt finnst mér nóg um merkilegheitin í honum. Mér líkar ekki allskostar við þessa alvitru sérfræð- inga.“ Barney rumdi. „Það er ekki annað en auðvirðileg afbrýði- semi,“ sagði hann og hugsaði til Muriel. „Alveg rétt. Auðvitað afbrýðisemi. En hann sparar mér mikinn eril í þessu máli. Það er ef til vill tiu dala virði.“ Þeir reyktu þegjandi um stund. „Eg vildi að ég hefði eitthvað að drekka,“ sagði Seaman nokkru síðar og andvarpaði. Barney samsinnti. Þeir biðu enn. Carson fór inn í bakherbergið. Hann Var í vel sniðnum fötum, skegg hans var snyrtilega greitt og hárið féll í lokkum eins og venjulega. Hann virtist undarlega utangátta í þessu skuggalega, óvistlega herbergi. Stundarkorn sagði enginn neitt. Meisner virti hann fyrir sér svipbrigða- lausum, dökkum augum. „Annaðhvort hafið þér gizkað mjög rétt á,“ sagði hann, „eða þér hafið fengið góðar upplýs- ingar.“ Carson leit í áttina að rúminu. Rödd hans var alvarleg. ,,Eg vildi óska að ég hefði á röngu að standa." Meisner starði enn á hann. Síðan gekk hann að rúminu og tók ábreiðuna burt. Carson elti hann. Hann starði á hinn látna. Þeir biðu og horfðu á hann. Hann sneri sér undan, fölur í andliti. „Guð minn góður,“ tautaði hann. Hann horfði ráðþrota á þá. „Það gæti verið Dimmock,“ sagði hann. „En ég er ekki viss. Það gæti enginn ver- ið viss um það.“ Meisner breiddi aftur yfir líkið. rjrj FERÐ AAÆTLU N fyrir m.s. „Gullfoss" sumarið 1950 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Frá Kaupmannah. laugard. kl. 12 á hád. 10. júní 24. júní 8. júlí 22. júlí 5. ágúrat 19. ágúst 2. sept. 16. sept. 30. sept. 14. okt. Frá Leith, mánud. síðdegis 12. — 26. — 10. — 24. — 7. — 21. '— 4. — 18. — 2. okt. 16. — Til Reykjavikur, fimmudagsmorgun .... 15. — 29. — 13. — 27. — 10. — 24. — 7. — 21. — 5. — 19. — Frá Reykjavík, laugard. kl. 12 á hád. .. 17. — 1. júlí 15. — 29. — 12 26. — 9. — 23. — 7. — 21. — Frá Leith, þriojud. síðdegis 20. — 4. — 18. — 1. ágúst 15. — 29. — 12. — 26. — 10. — 24. — Til Kaupmannah., fimmtudagsmorgun . . 22. — 6. — 20. — 3. — 17. — 31. — 14.. — 28. — 12. — 29. — FARGJÖLD A. Fargjöld með m.s. „Gullfoss" Á I. farrými: Ibúð á C-þilfari f. 1 mann ................ Ibúð á C-þilfari f. 2 menn ................ íbúð á C-þilfari f. 3 menn ................ íbúð á C-þilfari f. 4 menn ................ I eins manns herb. á C- og D-þilfari .. 1 2ja m. herb. á B- og C-þilf. f. hv. farþ. I 2ja og 3ja m. herb. á D-þilf. f. hv. farþ. Á II. farrými: I 2-4 m herb. á D- og E-þilf. f. hv. farþ. Á III. farrými: Á D-þi]fari f. hv. farþ.................... Milli Reykja- vikur og Kaup- mannahafnar Kr. 2.0S0.00 — 3.200.00 — 1.480.00 — 5.760.00 — 1.360.00 — 1.280.00 — 1.200.00 800.00 560.00 Milli Reykja- víkur og Leith Kr. 2.010.00 — 3.020.00 — 4.070.00 — 5.120.00 — 1.140.00 — 1.050.00 — 9.15.00 — 620.00 390.00 B. Fargjöld með m.s. „Dettifcss", „Goðafoss", „Lagarfoss": Á I. farrými: í 2ja manna herb. f. hvern farþ Milli Reykja- víkur og Kaup- mannahafnar og annarra megin- landshafna Milli Reykja- víkur og Bretlands Kr. 1.200.00 Kr. 915.00 C. Fargjöld með e.s, „Brúarfoss“ og „Fjallfoss": Á I. farrými: í 2ja manna herb. f. hvern farþ. Milli Reykja- ví'kur -og Kaup- mannahafnar og ahnarra megin- landshafna Kr. 988.00 Milli Reykja- víkur. og Bretlands Kr. 850.00 D. Fargjöld milli Rvíkur og New York: með m.s. „Tröllafoss", „Dettifoss", „Goðafos :“ og „Lagarfoss“: I. farrými: I 2ja og 4ra m. herb. f. hv. farþ. Kr, 2,500,00 I ofangreindu fargjaldi er innifalinn fæðiskostnaður og þjónúsíugjald, en 3% söluskattur bætist við. Teitið á móti farpöntunum og nánari upplýsingar veittar á skrifstofu vorri. H.F, EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS (FARÞEGADEILD, 2. KÆÐ)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.