Þjóðviljinn - 13.05.1950, Síða 4
ÞJÓÐVILJINN
Laugardagur 13. maí ,1950.
ÞlÓÐVlLIINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson.
Frétþaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árna-
son, Eyjólfur Eyjólfsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skölavörðu-
stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur).
Áskriftarverð: kr. 14.00 á mán. — Lausasöluverð 60 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
Það var þetta sent Framsékn kaus
Aldrei hafa stjórnmálamenn eöa stjórnmálaflokkav,
sem fundiS hafa ..,bjargváð“ viö öllum vandamálum þjóö-
arinnar, veriö yfirlætislausari og hlédrægari aö eigna
sér heiðurinn af þeim bjargráðum en núverandi stjórn-
arflokkar, íhaldsflokkurinn og Framsóknarflokkurinn.
Hálf tylft ráöherra er send í útvarpiö kvöld eftir kvöld
til að fullvissa þjóðina urn aö „bjargráð" gengislækkunar-
innar og núverandi ástand sé meir að þakka samstarfs-
flokknum, já líklega alls ekki stjórnarflokkunum aö
þakka hsldur einhverjum allt öörum flokkum og öflum!
Þessi öfgafuila kurteisi og lítillæti er svo skilin þann-
ig af vanþakklátri þjóð aö ,,bjargráðin“ séu reyndar loka-
ráð, sem stjórnarfíokkarnir þori ekki fyrir sitt litla líf
cið eigna sér nema sem minnst af; og þar sem dálítið
erfitt er að kenna .,kommúnistum“ og Rússum um her-
ferð íhalds og Framsóknar gegn alþýðu á íslandi, sé
ekki annaö ráð en það sem Ólafur Thórs greip til í eld-
húsdagsumræðunum — að kenna „vísindam.önnunum“
Ólafi Björnssyni og Benjamín Eiríkssyni alla klækina!
(Hvað hafa íslenzkir vísindamenn unniö til saka aö enn
skuli reynt aö tengja tignarheitið vísindamaður viö skop-
leg merkilegheit og ósvífni tveggja auövaldsþjóna?).
Framsóknarráöherrarnir reyndu auövitaö aö marka
sérstöðu sína. eins og Framsókn reynir.alltaf í orði þegar
hún sekkur dýpzt til óþokkaverka gegn íslenzkri alþyðu
— og sérstaöan voru þau blæbrigöi í afsökunum sem
Hermann Jónasson flutti: Það var ekki um annað að
ræða! Telja á róttækum kjósendum Framsóknar, sem hafa
andstyggð á samvinnunni við Thcrsarahyskiö, Bjarna
Ben. & Co, trú um þaö að allar aðrar leiðir hafi verið
þrautreyndar. En allt sem gerzt hefur eftir kcuningar í
vetur sannar, aö samvínna við íhaldið var það sem
Framsókn vildi, var nákvæmlega þaö sem afturhalds-
foringjar og Bandaríkjadindlar Framsóknarkusu. Þcir
hindruðu ásamt Alþýðuflokknum alla möguleika á vinstri
stjórn, þsss konar ríkisstjórn, sem fær var um aö
stjórna landinu heiðaiiega og finna raunveruleg bjarg-
ráð við því ástandi sern afturhaldsstjórn og marsjall-
stefna hefur valdið. En Framsókn féll ekki í -faðmlög við
heildsalana vegna þess áö „ekki var um annaö aö ræöa“
heldur vegna þess að aíturhaldsdurgar og Bandaríkja-
leppar ráöa úrslitum í flokknum og vildu þessa íhalds-
stjórn fremur en allt annaö. Hitt er næsta skoplegt aö
heyra Iiermann Jónasson buröast viö aö tyggja upp þá
áróöurslygi Bjarna Ben & Co. aö ekki sé hægt að mynda
stjórn með' Sósínlistaflokknum vegna „Moskvaþjónustu".
Það er c-inungis fyrirskipun hinna bandarísku húsbænda
sem hér er kyrjuð, og íslendingar taka ekki mark á söngn-
um, þeim er fullkunnugt að fjöldi Framsóknar- og Al-
þýðuflokksmanna telur stjórnarsamstarf við Sósíalista-
flokkinn einu hugsanlegu leiöina til aö snúiö verði af ó-
gæfubraut íslenzka afturhaldsins, og vita aö slíkt væri
mögulegt ef mikill hluti. af foringjaliði þessara flokka
teldi sig ekki rígbundinn ölmususkilyröum Bandaríkjaauð
valdsins — en það fyrsta þeirra er að sósíalistar megi
ekki koma nærri stjórn landsins.
Afsökunin: „ÞaÖ var ekki um annað að ræða“
bjargar ekki heiöri Framsóknarflokksins. Flokkurinn er
brennimerktur staðreyndinni: ÞaÖ var þetta sem Fram-
6Ókn kaus.
Undarlegt hátterni
húseiganda
,,Óli“ lýsir undarlegu hátt-
erni húseiganda nokkurs í eft-
irfarandi bréfi: „Kæri bæjar-
póstur. Mig langar til að biðja
þig að birta samborgurum mín
um eftirfarandi smásögu. Ekki
þó neinum til eftirbreytni,
heldur til þess að menn sjái
hvað vissir huseigendur standa
á háu menningarstigi. Þann 28.
4>. þurfti maður nokkur að fá
leigt herbergi, varð hönum
fyrst fyrir að líta á húsnæðis-
auglýsingar blaðanna, og fann
í Vísi auglýst hei'bergi í húsi
einu vestur í bæ, á efstu hæð.
Á hann því næst tal
af húsráðhanda og semst
þeim svo, að maður. þessi
megi flytja inn um klukkan 20
sama kvöld, og á þá um leið
að greiða húsaleigu, 300 kr.
(mánuð fyrir fram), og gera
skriflegan húsaleigusamning.
Þessu næst fær svo maðnr
þessi félaga sinn til að taka
saman dótið og flytja með sér
um kvöldið.
•
Þegar leigt öðrum.
„Um kl. 21 þetta sama kvöld
gátu vegfarendur um götuna
litið mann standa yfir mubl-
um og öðru dóti, á gangstétt-
inni fyrir framan þetta hÚE.
Þetta var hinn nýi leigjandi.
Félagi hans var svo aftur á
móti á næsta horni og veifaði
hverjum vörubíl er um göt-
una fór. Tilefni þessa ástands
félaganna var það að þegar
átti að fara að bera inn dótið,
borga og gera samning, sagði
húsráðandi hinum nýja leig-
anda sínum að hann gæti bara
alls ekki fengið herbergið.
Ekki fékk þó pilturinn greið
svör, um hvernig á þessari
breytingu stæði en skildist
hinsvegar að herbergi það er
honum hafði verið lofað, væri
þegar leigt öðrum.
•
Hvað verður áður
en lýkur?
„Um þetta ætla ég alls ekki
að fjölyrða meira. Hitt er aft-
ur annað mál að sú spurning
hlýtur að vakna hjá, fólki sem
fyrir slíku sem þessu verður,
hvað sumir reykvískir húseig-
endur muni sökkva djúpt í
frekju og þjösnaskap áður en
lýkur? Með þökk fyrir birting-
una. — Óli“.
Heiðnabergsvísur.
Knúkur skrifar: „Á þessum
vetri birtust allmargar penna-
striks vísur í gamla Tímanum,
og ekki að ástæðulausu. Nú
hefur viðhorfið breytzt. Tíma-
liðið gengið á mála hjá íhala-
inu og því ekki óverðskuldað
þó formanni Framsóknar væru
sendar nokkrar vísur. Hór
sendi ég þrjár. Þær heita:
Heiðnabergsvísur.
Ljótt er að heyra landi minn,
ljúfar veigar fergið.
Hermann sveif með öllu inn
í íhalds heiðnabergið.
Mörgum frómum manni og
snót
miklast stórum skaðinn
er bergsins grófa loppan ljót
læsti klóm um vaðinn.
Eg segi þér það maður minn
mikið er það ergið.
Hann ætlaði að vígja auming
inn
íhaldsheiðnabergið.
Hér má svo bæta við eftir því
sem hverjum finnst við eiga.
Knúkur“.
★
Skinfaxi, 1. hefti
þ. á. er komið út
og. hefst á kvæð-
inu Aftúrelding
eftir Þórodd GuS-
mundss. frá Sandi.
Birt er viðtal við Stefán Runólfs-
son, formann Ungmennafélags
Reykjavíkur, greinin Þjóðdansar
á Norðurlöndum cftir Sigríði Val-
geirsdóttur, Barrskógar á Islandi
eftir Helga Kr. Einarsson, Félags-
lundur eftir Stefán Jasonarson,
Gleðin í bæ og byggð, þættir
um leiklist og leiksvið á íslandi
eftir Lárus Sigurbjörnsson, U.M.F.
Mýrarhrepps 40 ára eftir Jóhann-
es Davíðsson í Neðri-Hjarðardal
og fleira.
% ;
lsfisksalan
Þann 11. þ. m. seldi Sævar 1302
vættir fyrir 795 pd. í Fleetwood.
12. maí seldi Ingólfur Arnarson
3783 kits fyrir 4056 pd.
Ríkisskip
Hekla er á Austfjörðum á norð-
urleið. Esja fór frá Reykjavík í
gærkvöld vgstur um land til Ak-
ureyrar. Herðubreið er í Reykja-
vík. Skjaldbreið var á Skaga-
strönd síðdegis í gær. Þyrill er
norðanlands. Ármann fór frá
Reykjavík í gærkvöld til Vest-
mannaeyja.
SkipadeUd SIS
Arnarfell fór frá Oran í gær
áleiðis til Piraeus í Grikklandi.
Hvassafell er á leið til Bremen.
Bimskip
Brúárfoss er í Rvík. Dettifoss
kom til Hamborgai 11. þ. m., fer
þaðan 13.—15. mai til Antwerpen.
Fjallfoss fór frá Halifax, N.S. 3.
maí, væntanlegur til Reykjavíkur.
um hdegi í dag 13. maí.
Goðafoss fór frá Antwerpen 11.
maí til Reykjavíkur. Gullfoss fer
frá Kaupmannahöfn 14. maí til
Leith og Reylcjavíkur. Lagarfoss
er í Reykjavík. Selfoss var vænt-
anlegur til Isafj^rðar síðdegis í
é'ær frá Kópaskeri. Tröllafoss fór
frá Reykjavik 7. maí til New
York. Vatnajökull er í Reykjavík.
15.30—16.25 Mið-
degisútvarp. 16.25
Veðurfregnir, 19.30
Tónleikar: Sam-
söngur. 20.30 Leik-
rit: ^Launvíg" eftir Patrick Ham-
ilton. Leikstjóri Ævar Kvaran. —
Leikendur: Jón Aðils, Baldvin
Halldórsson, Klemenz Jónsson,
Erna Sigurleifsdóttir, Valur Gísla>
son, Ævar Kvaran og Gestur Páls-
son. 22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.05 Danslög. (plötur). 24.00 Dag-
skrárlok.
Heroldo de esperanto, eitt út-
breiddasta blað esperantistahreyf
ingarinnar, birti 1. maí sl. ýtar-
lega frásögn um för dr. Ivo
Lapenna til Islands og starf hans
hér á landi í þágu esperantista-
hreyfingarihnar. Frásögnina ritar
Árni Böðvarsson.
Á sumardaginn
fyrsta opinberuðu
trúlofun sína Mar-
grét, eldri dóttir
þeirra frú Ingu og
Sigursteins Magn-
ússonar aðalræðismanns í Edin-
borg, og Ronald Alistair Bennett,
M.A. í Edinborg. — Á sumardag-
inn fyrsta, opinberuðu trúfófun
sína ungfrú Anna Ingólfsdóttir,
Flugustöðum, Álftafirði og Gunn-
ar Guðlaugsson, Starmýri. —
Nýlega 'hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Aðalbjörg Ingólfs-
dóttir, Flugustöðum, Álftafirði og
Lárus Pálsson frá Papey við
Djúpavog. — Nýlega opinberuðu
trúlofun sína Margrét Jónsdóttir,
Hringbraut 9, Keflavík og Ingi-
mar Ingimundarson, Garðhúsum,
Garði.
Islandsglíman 1950 verður háð
26. maí. Þátttökutilkynningar send
ist Ágúst H. Kristjánssyni, Soga-
mýrarbletti 56, fyrir 18. þ. m.
Glímuráð Rvíkur.
^ 1 gær voru gef-
in saman í
hjónaband af
séra Ragnari
, Benediktssyni
ungfr. Jóhanna
L. Jóelsdóttir, Gularóshjáleigu,
Austur-Landeyjum og Brynjólfur
Magnússon, Laugarnescamp 5,
starfsmaður hjá Málmiðjunni. —
Heimili brúðhjónanna er í Laug-
arnescamp 5.
Kvennaskólinn í Reykjavílc
Sýning á hannyrðum og teikn-
ingum námsmeyjanna verður í
skólanum, laugardag 13. mai kl.
5—10 e. h., sunnudag 14. maí kl.
2—10 e. h. og mánudag 15. maí
kl. 2—10 e. h.
Guðþjónustur á
morgun: — Dóm-
kirkjan. Messa kl.
11 f. h. — Séra
Bjarni Jónsson. —
Messa kl. 5 e. h.
Sr. Jón Auðuns. — Laugarnes-
kirkja. Messa kl. 2 e. h. — Sr.
Garðar Svavarsson. — Hallgríms-
kirkja. Messa kl. 11 f. h. (Ferm-
ing). — Sr. Jakob Jónsson. (Kirkj
an opnuð almenningi kl. 10.45). '—•
Messa kl. 2 e. h. (Ferming). —■
Sr. Sigurjón Þ. Árnason.
Næturlæknir er í læknavarðstof
unni, Austurbæjarskólanum. —
Sími 5030. —
Næturakstur: Eifreiðastöðvarn-
areru opnar allan sólarhringinn.
S ö f n 1 n
Landsbókasafnið er opið kl. 10
—12, 1—7 og 8—10 alla virka
daga, nema laugardaga, þá kl.
10—12 og 1—7. — Þjóðskjalasafn-
ið kl. 2—7 alla virka daga. —
Þjóðminjasafnið kl. 1—3 þriðju-
daga, fimmtudaga og sunnudaga.
— Náttúrugripasafnið er opið
sunnudaga kl. 1,30—3 og þriðju-
daga og fimmtudaga kl. 2—3. —
Listasafn Einars Jónssonar kl.
1.30—3.30 á sunnudögum. — Bæj-
arbókasafnið ki. 10—10 alla virka
daga nema laugardaga kl. 1—4.