Þjóðviljinn - 13.05.1950, Side 6
6
ÞJÓÐVILJINN
Laugardagur 13. maí 1950.
S. A. R. 5
a n s I e i k u r j
í Iðnó í kviUd kL 9. ji
Með hljómsveitinni syngur Kamma Karlsson. ;!
Aðgöngumiðar seldir í Iðnó frá kl. 5. Sími 3191.
ölvuðum mönnum óheimill aðgangur. í
Bækur gegn
afborgun
Islendingasagnaútgáfan hefur undanfarna mánuði selt
bækur sínar gegri afborgun við miklar vinsældir.
H. E. skrifar um útgáfima:
.... og voru bækumar allar prýðilegar að frágangi.
Svo framarlega sem alþjóð kann að meta bækur og vill
eignast góðar bækur með góðum kjörum, þá eru þeir
greiðsluskilmálar, sem íslendmgasagnaútgáfan býður,
þeir haganlegustu, sem þjóðin á völ á nú, og er 'það vel.
Ég álít, að Islendingasögumar ættu að vera til á hverju
heimili.“
Nú þegar getið þér fengið allar bækur útgáfunnar með
afborgunarkjörum. Klippið út pöntunarseðil þennan, og
sendið útgáfunni.
Ég undirrit.....óska að mér verði sendar Islendihga
sögur (13 bindi), Byskupasögur, Sturlunga og Annálar
. íisamt Nafnaskrá (7 bindi), Riddarasögur (3 bindi) og
Éddukvæði I—II, Snorru-Edda og Eddulyklar (4bækur),
Kamtals 27 bækur, er kosta kr. 1255,00 í skinnbandi.
Bækumar verði sendar mér í póstkröfu, þannig, að ég
við móttöku bókanna greiði kr. 155.00 að viðbættu öllu
póstburðar- og kröfugjaldi og afganginn á næstu 11
mánuðum með kr. 100.00 jöfnum mánaðargreiðslum sem
greiðast eiga fyrir 5. hvers mánaðar.
Ég er orðin.. 21 árs og er það ljóst, að bækurnar
verða ekki mín eign fyrr en verð þeirra er að fullu
greitt.
Það er þó skilyrði af minni hendi, að ég skal hafa rétt
■’ til að fá skipt bókunum, ef gallaðar reynast að einhverju
leyti, enda geri ég kröfu þar um innan eins mánaðar frá
IL móttöku verksins.
Litur á bandi óskast
Svartur
Brúnn
Rauður
Strikið yfir það sem
ekki á við.
Útfyllið þetta áskriftarform og sendið það til
útgáfunnar.
'Séu þér búinn að eignast eitthvað af ofantöldum
bókum, en langi til að eignast það er á vantar,
fáið þér þær bækur að sjálfsögðu með afborgunar-
kjörum — þurfið aðeins að skrifa útgáfunni og
Iáta þess getið bvaða bækur um er að ræða.
Aldrei hafa íslenzkum bókannnendum
verið hoðin slík kostakjör sem þessi.
Islendingasögurnar inn á hvert íslenzkt heimili,
fslendingasagnaútgáfan h. f.
Síniar 7508 og 81244 — Túngötu 7.
Nafn .
Staða .
Heimili
r<rl
OLIA
og astir
John
Stephen
Strange
52. DAGUR.
hræddir við eitthvað sem ógnaði tilveru þeirra,
ef það næði að breiðast út. Og þeir hötuðu það
sem þeir óttuðust. Því ekki það? Það var eðli-
legt. Það var það rétta. 1 stað þess að breiða
faðminn á móti ógninni, eins og Elena, eins og
Pierre. Hún útilokaði hugsunina um Pierre, og
andlit hans unglegt og djarflegt, eins og ....
Hún og Hendrick Maarten höfðu verið gefin
saman áður en sumarið var liðið og í október
hafði hún kvatt gamla manninn í hjólastólnum
með ábreiðuna á hnjánum og elnbeitta, rán-
fuglslega andlitið — Borosov prins, föður henn-
ar.
Hjónabandsárin liðu hratt gegnum huga henn-
ar: Washington og kurteisissamkvæmi, sem
líktust öðrum samkvæmum, sem voru haldin til
að hitta Kið rétta fólk og tala við einhvern sem
gat veitt einhverja. aðstoð í einhverju máli.
Sumarleyfi uppi í sveit, sem voru þó engin
sumarleyfi, heldur liður í ráðagcrðunum. Og
síðan aftur Frakkland. England og Holland. Ár
eilífra ráðagerða cg áætlana, tafl með lifandi
peð. Og fjarlægðin óx milli hennar og manns
hennar.
Og nú voru þau að komast að úrs'litastundu
leiksins. Eftir mörg mistök og ósigra. var
stundin loks að renna upp. Engin mistök máttu
eiga sér stað, enginn mátti f’ýja af hólmi.
Jafnvel þótt ....
Hún stóð við gluggann og horfði niður á fjar-
lægt strætið fimmtán hæðum fyrir neðan sig:
leikfangabílana, örsmátt mannfólkið og skemmti-
garðinn sem teygoi úr sér til hægri og gang-
stígamir voru eins og mjóir borðar sem lágu
um hann þveran og endilangan. Andartak hafði
hún gleymt dimmu þokunni sem umlukti hana.
En nú var eins og merki hefði verið gefið, og
hún féll þéttar að henni, svo að hún hætti að
streitast á móti og lét berast með þessum
dimma straumi. Hún gleymdi nútímanum. Hún
var ekki lengur stcid^ í New York ásamt hin-
um ameríska eiginmanni sínum. Hún .var í
barnaherberginu heima hjá sér, á beztu árum
ævi sinnar, þegar hún og systur hennar voru.
börn, áður en stríð og byltinga>- höfðu gert
þær að útlögum og ferðalöngum um óvmveitta
veröld.
Faðir hennar hafði farið til Þýzkalands og
komið heim með dásamlegt þýzkt líkan af svona
borg, örsmátt og fullkomið með skemmtigörð-
um, húsum, bílum og ótal örsmáum mannverum.
Hún gat séð fyrir sér fögnuðinn ; andliti Mariyu,
yngstu systurinnar, fögnuð sem engin orð fengu
lýst, svo að tárin streymdu niður litlu kinnam-
ar hennar. Hún liélt áfram um stund að hugsa
um þetta herbergi, þetta atvik: móðir hennar
greip Mariyu í fang sér, og dökkt, frítt andlit'
hennar var fullt af glettni og blíðu. „Hvers
vegna græturðu, elskan litla?“ „Af því að þetta
er svo fallegt.“ Og hin systirin, Elena var
fimmtán ára gömul fegurðardís og hafði tak-
markaðan áhuga á leikfangaborgum. Já, ^ún,
leyfði sér þann munað að minnast þess. Hinnar
vinalegu kyrrðar rússnesku sveitanna, heimiiis-
öryggisins sem aldrei væri hægt að rjúfa. Óms-
ins frá hljóðfæraslættinum í setustofunni niðri.
Það var Andrei, bróðir hennar, sem var tvítug-
ur cg var heima í leyfi. Hann hafði leikið mjög
vel á píanó, áður en Bolsévíkarnir skutu hann.
Henni leið illa við tilhugsunina um Andrei.
Hún varð að reyna að herða sig upp. Hún
mátti ekki hugsa um hann. Hún gat aldrei
haft taumhald á hugsunum sínum. Hún hélt
alltaf of lengi áfram og mundi eftir deginum,
þegar þeim var sagt, að Andrei hefði verið skot-
inn. Og svo sá hún fyrir sér blátt og tekið
andliti Mariyu litlu. Hún hafði dáið á hinum
hræðilega flótta þeirra yfir f jöliin til Tyrklands.
Og hún mundi eftir þjáningasvipnum sem aldrei
hvarf af andliti móður hennar fyrr en við dauða,
hennar í París, mörgum árum seíana.
Natasha Maarten var gripin sömu óstjómlegu
reiðinni og venjulega: og sú reiði beindist aðal-
lega að Pierre, syni Elenu systur hennar.
Elena hafði gifzt N'kulási Lupovsky, syni ná-
búa þeirra Lupovsky greifa. Pieire var einka-
bam þeirra og hafði fæðzt í útlegð í París. Nú
var hann orðinn ungur maður, á sama aldri og
Andrej hafði verið þegar hann dó. Hann líktist
líka. Andrei — svo mikið að hún hrærðist þegar
hún sá hann. En hann hafði borið í bætifláka
fyrir Bolsévikana. Hann sagði að þeir hefðu
gert Rússlandi ómetanlegt gagn. Hann reifst við
afa sinn, Borosov gamla. prins. — hafði sakað
hann um að vera svikari, af þvi að hann aðstoð-
aði Þjóðverja gegn Slalín. Svikari! Vegna þess
að hann hataði mennina, sem höfðu drepið son
hans og rekið fjölskyldu hans í útlegð. Vegna.
þess að hann langaði til að ná aftur landareign-
um sínum, sem forfeður hans höfðu átt í tíu
ættliði.
Gamli minntist ekki framar á dótturson sinn.
Fyrir honum var Pierre einnig dáinn. Hann
hafði aldre framar umgengizt Elenu dóttur
sína og mann hennar, sem hafði verið á bandi
Pierre. Ekki einu sinni þegar Nikulás féll í inn-
rásinni í Frakkland, og Elena hafði flúið frá
París og farið til New York.
Natasha hafði verið á bandi föður síns. Allan
þann tíma sem Elena hafði dvalizt í New York
höfðu þær ekkert samband haft hvor við aðra,
að undanteknu hinu kynlega símasamtali fyrir
nokkrúm mánuðum.