Þjóðviljinn - 25.05.1950, Page 5

Þjóðviljinn - 25.05.1950, Page 5
Fimmtudagur 25.. maí 1950. ÞJÓÐVÍLII N N Skotlandssiglingar m.s. Heklu sumarið 1950 Frá Rvík: Til Glasgow: Frá Glasgow : Til Rvíkur 1. ferð 10/6 13/6 1. ferð 16/6 19/6 2. ferð 23/6 26/6 2. ferð 29/6 '2/7 3. ferð 6/7 9/7 3, ferð 12/7 15/7 4. ferð 19/7 22/7 4. ferð 25/7 28/7 5. ferð 1/8 4/8 5. ferð 7/8 10/8 6. ferð 14/8 17/8 6. ferð 20/8 23/8 7. ferð 27/8 30/8 7. ferð 2/9 5/9 F ’ar? j öld Innifalin fæðis- og þjómistugjölá Fram og til baka Aðra leiðina I 2ja rnanna klefurn miðskips kr. 1510.00 kr. 825.00 í 4ra manna klefum miðskips — 1260.00 — 685.00 I 4ra maima klefum afturá — 1015.00 — 550.00 E!NN FYRIRLESARI FLETTUR KLÆBUM Því miður er það enn óákveðið, hvort Skipaútgeroin eða Ferðaskrifstofan fær • ■ einhverja úrlausn gjaldeyris. líkt og í fyrra, til þess að skipuleggja fræðsluferðir fyrir þá farþega 'xéðan, sem taka sér far með skipiiiu fram og til baka, en það «r ákveðið, að þessir farþegar geta fengið að búa um borð í skipinu þá dága,sem því er sam- kvæmt áætlun ætlað að standa við í Glasgow, fyrir 150 kr. gjald til viðbótar far- gjaldi samkvæmt ofangreindu. Væntanlegir farþegar geta látið skrá sig í skrifstofu vorri frá og með deginum í dag AUGLYSING um greiðslu launa samkvæmt vísitölu Samkvæmt 6. gr. laga nr. 22, 19. marz 1950, skal greiða uppbót á laun fyrir maí eftir þeirri hækkun framfærslubostnaðar, sem vísitala fyrir maí sýnir. Ef vísitala fyrir júní og júlí hækkar um minnst 5% frá maí-vísitölu, skal greiða uppbót á laun samkvæmt vísitölu hvors mánaðar. Uppbót á laun, samkvæmt vísitölu, helst óbreytt frá júlí- mánuði til ársloka. Viðskiptamálaráðuneytið, 24. mai 1950. MWJVVWUWW^%ftWVV%WVWVVVPUV^VVVVIA/VVVSWVVVW Lesið smáauglýsingarnar á 7. síðu Tilkynning um afhendingu trjáplantna Afhending pantaðra trjáplantna hefst á morgun, föstudaginn 26. maí, að Sölfhólsgötu 9. — Lausa- sala verður engin fyrr en eftir hvítasunnu. Pant- anir sækist fyrir n. k. miðvikudag, annars seldar öðrum. Skógrækt ríkisins. Skógræktarfélag Reykjavíkur. Hótelbygging í Borgarnesi og Fjárhagsráð Mönnum hér er það ráðgáta hversvegna Tíminn getur þess í frétt 17. maí sl. „Að byrjað sé að grafa fyrir grunni að hó- teli“ í Borgarnesi, og búizt sé við að ljúka. megi gnmni og einni hæð i sumar.“ Eins og skýrt var frá í „Þjóðviljanum, stöðvaði Fjárhagsráð hinn 3. maí byggingu hótelsins i Borg- arnesi, daginn sem byrjað var að steypa. Unnið var að grunni í vetur, og var því dýra verki þá að mestu lokið. — Eftir nokkurt þóf, fékkst óstaðfest leyfi fyrir að halda áfram, — með fyrirheiti um að Ieyft yrði að steypa á yfirstandandi ári kjallara og eina hæð, — en efri hæð (gestaherbergi) yrði að bíða. Á s.I. hausti þegar hótelið hér brann, kom oddviti með vil- yx-ði Fjárhagsráðs fyrir endur- byggingu hótelsins. — Var þá safnað kr. 450 þús. hlutafé til nýrrar hótelbyggingar, svo hægt vei'ði að taka hér á móti ferðafólki og veita því mat og gistingu. Með nýrri hótelbyggirigu verður að sjálfsögðu bætt úr þeirn göllum, eftir beztu getu sem hið margviðbætta gamla hótel hafði; — þrátt fyrir þó nýja hótelið sé ekki að mun stærra. Það er alveg ótækt að Fjár- hagsráð heimili ekki að byggja hótelið sti’ax í fullri stærð; og lxér er um byggingu að ræða sem þarf að koma upp sem allra fyrst. Það stendur ekki á grumxinum, hann var að mestu tilbúinn fyrst í maí. Borgncsingur. Að gefnu tilefni minnist ég hér með á Benedikt Gröndal og útvarpserindi hans um hernáms daginn 1940. Og hirði ekki um að grennslast eftir, hversvegna B. Gr. var valinn til þess að flytja þetta erindi, — þó væri það ef til vill ómaksins vert. En ekki skal því leynt, að ég hlustaði með nokkurri forvitni á erindið, af þeim sökum, er nú skal greina: Þegar fyrsta bindið af riti mínu um hernám íslands, Virk- ið í norðri, kom út, veittist B. Gr. að mér með nokkrum að- súg í blaði sínu. Þetta varð mér þó ekki til meins. Eftir út- komu annars bindis Virkisins var B. Gr. sýnu verr haldinn illum anda í minn garð, og veitti nú hinum lægri hvötum sínum allmikla undanlátssemi. Taldi hann bókina ómerkilega og fáfæklega frá höfundar hendi, jafnvel svo ómerkilega, að hún myndi fæla sagnfræð- inga og fræðimenn frá hinu markverða efni. —- Ojæja, —■ þetta stakk nú nokkuð í stúf við dóma margra annarra, er um bókina rituðu. En hvað um það. B. Gr. hafði kveðið upp sinn stóradóm um Virkið, —enginn merkismaður myndi róa þar á mið til fanga. Nú veit ég ekki, hvort B. Gr. er fugl eða fiskur á þessum sviðum, sennilega hvorugt. En nú bregður svo kynlega við, að B. Gr. verður fyrstur manna til þess að nota Virkið sem aðal- heimild, — ég vil segja, að hann hafi notað það sem einu heimild að erindi sínu um her- námsdaginn, þótt hann léti þess að engu getið. Þetta kann að leynast hlustendum almennt en ég tel rétt að skýra frá því og sýna, hversu mikið mark er takandi á þessum manni sem gagnrýnanda eða leiðandi manns. Þegar hann samdi er- indið um hernámsdaginn, hafði hann Virkið I. fyrir framan sig og las blaðsíðu eftir blað- síðu frá 7—95, að báðum með- töldum, skrifaði síðan upp. Þetta get ég sannað. Það er þá fyrst, að efnisröð- un erindisins var þvínær eftir bók minni, og er það þó ekki aðalatriði; — í öðru lagi voru sumar setningar teknar orðrétt úr bókinni og aðrar með samr. svipmóti, — í þriðja lagi, saf'' fyrirlesarinn frá atvikum, sem hvergi hafa verið birt nema í Virkinu, og er það veigamest. Eg skal nú nefna nokkur dæmi þessu til sönnunar: B. Gr. sagði frá öxinni, sem hernámsmenn notuðu við úti- dyr landssímahússins, hann sagði einnig frá vöku Jóns Eyþórssonar í húsinu umrædda riótt, og minntist á lyklana, sem sóttir voru til dyravarðar- ins. Frá þessu sögðu mér J. Eyþ/ og Magnús Þorláksson næturvörður, og var sumt af því hvergi birt,-fyrr en i Virk- inu. Þetta skrifaði B. Gr. því upp af bls. 16—18 i bókinni. B. Gr. sagði frá aðbúnaðl lögreglunnar undir væntanlega atför að Gerlach ræðismanni. Frá þeim undirbúningi scgðu mér Hermann Jónasson, þáver- andi forsætisráðherra og Agn- ar Kofoed-Hansen, þáverandi. lögreglustjóri. Þetta skrifaði B. Gr. upp af bls. 44 og 45 í Virk- inu. B. Gr. segir, að forsætisráð- herra hafi haft símtól á nátt- borði sínu. — Þetta er eitthvert gleggsta dæmið um áhrif Virk- isins á höfund erindisins. Ég sagði frá þessu í nákvæmri lýs ingu á afstöðu forsætisráð- herra þennan morgun. He-- mann Jónasson sagði mér frá þessu og ýmsu öðru, sem ek,..i. var birt almenningi fyrr er í Virkinu, þar á meðal um sím-. tólið á náttborðinu og um si...- töl þau, er hann átti um morg- uninn. Þetta skrifaði B. Gr- upp af bls. 49 í Virkinu. Þá tók B. Gr. að lýsa því, hvernig sætum var skipað kring- um borðið í herbergi forsætis- ráðherra, þegar Howard Smith sendiherra afhenti ríkisstjórn- inni skilríki sín. Aðspurður- skýrði Hermann Jónasson mcr í'rá þessu, þegar ég bað hann um nákvæma lýsingu af þess- um sögulega fundi. Þetta er aðeins að finna í Virkinu. Skrif' aði B. Gr. það upp af bls. 50 og 51. B. Gr. sagði lauslega frá ræðumönnum og ræðunum er fluttar voru á fundi þessum. Þetta skrifaði hann upp úr Virkinu bls. 51 og 52, hefur jafnvel gengið þar svo langt, að sumar setningar hans ættu. að vera innan gæsaleppa. — Þegar ég skrifaði þennan kafla, hringdi ég til Ólafs Thórs, sem þá var forsætisráðherra og- spurði, hvort ég gæti fengi5 aðgang að ræðum þeim, sem. fluttar hefðu verið við þetta. tækifæri. Hann kvað engar ræð ur hafa verið bókaðar á þeim. íundi. Leyfði hann mér þá a5 taka mjmd af sendiherraskír- teini H. Sm. En útdráttinn úr ræðunum birti ég eftir frásögn Hermanns Jónassonar. Þetta var þvi hvei'gi birt fyrr en í Virkinu. 0~ enn er það fleira, sem færði mér rök fyrir því, að B. Gr. hefur grúskað í Virkinu, þótt ég nenni ekki að tína flcira til að sinni. En það, sem. cc hef liér di'egið fram, kann r.o varpa. nokkru ljósi á vinnu-. brigð þessa manns og sómx. hans. Eg á reyndar margt ó- talið enn, sem sterklega vitnar i sömu átt og fyrrgreind atriði. Stórmannlega hefur Benedikt Gröndal því ekki farizt í þessu. Og sá er spádómur minn, að meiri maður en þetta reynist. Bonedikt Gröndal aldrei. Gunnar M. Magnúss.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.