Þjóðviljinn - 15.07.1950, Side 4

Þjóðviljinn - 15.07.1950, Side 4
Þ ’J’ÖÐVTLjl K lí Laugardagur 15. júlí 1950. ÞlÓÐVlLIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Biaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 14.00 á mán. — Lausasöluverð 60 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Fjárgæzla bæjarstjórnaríhaldsins Upplýsingarnar um hinar gífurlegu yfirvinnugreiðsl- ur, sem eiga sér stað í skriístofu borgarstjórans í Reykja- yík, hafa a'ö vonum vakið almenna og verðskuldaða at- hygli. Skikkanlegir íha.ldsmenn, sem hafa staðið í þeirri trú að núverandi flokksforusta þeirra hefði tekið í arf eitthvað af fyrirhyggju og að vissu leyti skiljanlegri íhaldssemi Jóns Þorlákssonar, hafa vaknað við vondan draum og fara ekki dult með að slíkir starfshættir sem þessir séu ekki að þeirra skapi. Og allur almenningur í bænum, sem er ný búirrn að kynnast því hver hlutur hon- um er ætlaður í útsvarsgreiðslum til bæjarins á þessu ári, telur sig eðlilega illa svikinn á fjárgæzlu fhaldsins, þegar það upplýsist að einstökum og örfáum gæðingum þess í bæjarskrifstofunum er hyglað með stórfelldum auka- vinnugreiðslum úr bæjarsjóði, án þess að nokkur tilraun sé gerð tii að skýra eða sýna fram á fyrir hvaða verk þessar greiðslur eru inntar af hendi. Mikið af þessari yfir- vinnu er unnið í næturvinnu og kemst þá kaupgjaldið til gæðinganna upp undir 30 krónur um tímann. Enda eru dæmi þess að greidd yfirvinna til starfsmanns á skrif- stofu bæjarins nam töluvert hærri upphæð en föst laun hans. En þetta er fjármálasiðferði íhaldsmeirihlutans. Og svo er Morgunblaöiö látið lofa íhaldsmeirihlutann fyrir góða fjárstjórn Á sama tíma hækka útsvörin á bæjar- búum um 5—6 milljónir króna frá fyrra ári og þótti flestum alþýðumönnum sinn hlutur ærinn þá. Atvinna fer minnkandi með hverjum mánuði sem líöur, horfurnar verða æ ískyggilegri hjá allri alþýðu, ekki sízt íyrir bein- ar aðgerðir þeirra þjóðfélagsafla, sem ráða bæjarstjórnar meirihluta íhaldsins í Reykjavík. Útsvörin sem íhaldiö hefur úthlutað launþegum og láglaunamönnum Reykja- víkur mun því reynast þyngri baggi og erfiðari á ár en verið hefur um langt skeið. Mörg af stærstu og þýðingarmestu fyrirtækjum bæj- arins eru rekin með sívaxandi halla og mun þó almenn- ingi finnast hann greiða þá þjónustu fullu verði sem í té er látin. íhaldið sér aðeins eitt úrræði: að velta hall- anum af sukkinu yfir á heröar bæjarbúa í liækkandi gjöldum. Hitt kemur því ekki til hugar, sem lægi þó beinast við, að endurskoða reksturinn og framkvæma auðveldar og nauðsynlegar sparnaðarráðstafanir. Bæjar- búar telja sér áreiðanlega ekki skylt né bænum hag- kvæmt að standa undir kostnaði við flokksstarf íhaldsins eóa bera kostnað af heræfingum þess í Holstein þegar óróleg samvizka ásækir brodda íhaldsins. ‘ En eignir bæjarins hafa aukizt s.l. ár um 13 millj. segir Morgunblaðiö og er stórhrifið. Ætli göturnar og aðrar slíkar eignir reynist ekki léttar í vasa þegar til þarf að taka, þótt nauðsynlegar séu og sjálfsagðar. En ^versvegna gleymdi(?) Morgunblaðið að fræða Reykvík- inga um skuldir bæjarins, sem nema við síðustu áramót nærri 25 milljónum króna, og það eftir mesta fjárhags- lega góðæri sem yfir bæinn og landið hefur gengið? Éf til vill hefur Morgunblaðinu ekki þótt slík smáupphæð þess virði að hennar væri getið. , Fjárgæzla bæjarstjórnaríhaldsins er sannarlega ekki ta fyrirmyndar. Og á henni þarf aö verða mikil breyting til batnaðar eigi Reykjavíkurbær að sinna skyldum sín- BÆJARPOSTIRINN MESSCR Á MORGUN: f' Dónfklrkjan. UHjrXI. k, 1;l fh _ géra Jón Auðuns. Frí- kirkjan. Messað kl. 2 e.h. — Séra Þorsteinn Björns* son. Laugarneskirkja. Messa kl. 11 f.h. — Séra Garðar Svavars- Hæríngur á förum Það var útlit fyrir það í gær, að það yrði vætusamt hér í Reykjavík nú um helgina, Verði veðurútlitið ekki betra í dag má búast við að fleiri bæjarbúar sitji heima um helgina en ver- ið hefur að undanförnu. Það er heldur ekki ósennilegt að sumir hugsi sér að vera við- staddir þá gleðilegu athöfn, sem búið er að auglýsa að fari fram í kvöld hér niðri á höfn. Hæringur er á förum. Það á að reyna að sigla honum út úr höfninni á flóði í kvöld, og hefur mönnum orðið tíðrætt um það þessa dagana, hvort takast muni að koma honum heilu og höldnu út úr hafnar- mynninu. Reykvíkingar eru fegnir að losna við þetta tal- andi tákn marsjallviðreisnar- innar, en spurt er: Hvers eiga Seyðfirðingar að gjalda? Hæringur er talandi dæmi.... En þó tónn sá, sem við hafður er í umræðum manna á milli um Hæring, sé gaman- samur og brandaramir fjúki á alla bóga, þá ætti það ekki að verða til þess að menn gleymi, hvílík alvara liggur á bakvið það mál. Hæringur er meira en stórgallað skip. Hann er aðeins eitt dæmi þeirra afglapa sem afturhaldið hefur framið gegn íslenzkri þjóð á seinni ár- um. En hann er talandi dæmi um þá fjötra örbirgðar og úr- ræðaleysis sem verið er að hneppa Islendinga í. sérstaklega ef góð viðtæki eru ekki við höndina. Finnst stöð- in oft ekki fyrr en langt er komið í fréttirnar, og farið að þylja upp samþykktir hrossa- ræktarfélaga og þvíumlíkt. Væri nauðsynlegt, að útvarpið sendi út kynnistón í a. m. k. 5 mín. áður en dagskráin hefst, svo að menn gætu notað þann tíma til að finna stöðina“. Bæjarpósturinn beinir þess- um tilmælum til réttra hlutað- eigenda. tJtvarpið til útlanda „Hafnarstúdent, nýkominn heim“ skrifar blaðinu svohljóð- andi. — Enda þótt samgöng- ur við Island og frá íslandi séu orðnar greiðari en áður og póstur fáist nú jafnvel oft í viku að heiman, er það svo, að við íslendingar sem erlend- is dveljumst erum ætíð fíknir í fréttir að heiman. Sunnudags- útvarpið á stuttbylgjum til út- landa er því velþegið, þó cfft sé lítið á því að græða. „Hlut- leysi“ útvarpsins gerir það að verkum að það minnist oftast nær ekkert á þau mál, sem allir vilja foi-vitnast um. En annar er sá hængur á þessu útvarpi, að það heyrist heldur illa. Verða menn stundum að leita lengi áður en stöðin finnst, Kíkissklp Hékla er væntanleg til Reykja- víkur um hádegi í dag frá Glas- gow. Esja fór frá Akureyri í gær, vestur um land til Akureyrar. Herðubreið er í Reykjavík. Skjald breið var á Skagaströnd í gær. Þyrill fór frá Hvalfirði í gærmorg un vestur og norður. Ármann var í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Skipadeild SiS Arnarfell er í Hamina í Finn- landi. Fer þaðan sennilega í dag til Kotka. Hvassafell er á leið til Bremen. Eimsklp Brúarfoss fór frá Reykjavík 12.7. til Xriands, Rotterdam og Kiel. Dettifoss er í Rotterdam, fer þaðan 15.7. til Antwerpen. Fjallfoss fór frá Uddevalla í Sví- þjóð, 13.7. til Húsavíkur. Goðafoss fer frá Hamborg 15.7. til Svíþjóðar og Islands. Gullfoss fer frá Reykjavík kl. 12.00 í dag 15.7. til Leith og Kaupmannahafn- ar. Lagarfoss kom til N. Y. 7. 7. frá Reykjavík. Selfoss er á Siglu- firði. Tröllafoss er í Reykjavík. Vatnajökull fór frá Reykjavík 7.7. til N.Y. Kaldalónsþáttur: a) Erindi um Sig- valda Kaldalóns tónskáld (eftir Arn grím Fr. Bjarna- son ritstjóra. — Þulurflytur). b) Sönglög eftir Sig- valda Kaldalóns. 21.10 Upplestur: „Sálsjúklingur látinn laus til reynslu," smásaga eftir Svein Bergsveinsson (höfundur les). 21.40 Danslög. 22.05 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Loftleiðir: \ Innanlandsf lug: X dag er áætlað að fljúga til Vestm,- eyja kl. 13.30, til Akureyrar kl. 15.30. Auk þess til Xsafjarðar, Patreksfj. og Hólmavikur. Á morgun er á- ætlað að fljúga til Vestmannaeyja kl. 13.30. Utanlandsflug: Geysir er í Grænlandsflugi. Næturlæknlr er í læknavarðstof- unni, Austurbæjarskólanum, simi 5030. I Nýlega opinbaruðu trúlofun sína ung- frú Lára Hansdótt jr, Seljavegi 3 A og Hafsteinn Sig- iv urðsson, Mímisv. 4. — Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Málfríður Guðsteins- dóttir, Laugaveg 34 og Ólafur Dið riksson, Blönduhlíð 26. Nýlega hefur verið undirritað samkomulag um afnám vegabréfs- áritana milli Xslands og Finnlands. Samkomulagið mun ganga í gildi hinn 15. þ.m. (Frétt frá utanríkisráðu- neytinu). ) ^ X gær voru gefin saman í í hjónaband af * sr. Jóni Auðuns ungfrú Gunn- * hildur Jóhanns- dóttir, verzlunarmær og Björn Mekkinósson, verzlunarmaður. Heimili þeirra verður á Lauga* vegi 33. MæðrafélagiS efnir til skemmti ferðar að Gullfossi, Geysi og Skál holti á morgun (sunnudag). Uppl. í simum 7808 og 5573. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki, sími 1616. Húsmæðrafélag Beykjavíkur fer skemmtiferð mánudaginn 17. júlí. Ekið verður upp Hreppa að Gull- fossi og um Þingvelli til baka. Upplýsingar i símum 5972, 4190, 81449 og 4442. vd. IÞémurimn um við íbúana, þegar auðvaldskreppan skellur yfir af öllum þunga. Þá munu rísa hátt kröfur almennings um að fúinn sé skorinn burt. En það mun reynast örðugt viðfangs nema orsökin sjálf sé brott numin: Völd hinna fáu og ríku yfir bæjarfélaginu, sem birtast í myndum fhaldsmeirihlutans í tæjarstjóm Reykjavíkur. um 30. marz i Tveir menn hafa fengið mig dæmdan í meiðyrðamáli vegna þess að þeirra var minnzt i Þjóðviljanum í sambandi við réttarhöldin eftir 30. marz, og mætti ætla af frásögn Morgun- blaðsins að hér hafi Þjóðvilj- inn hlotið skell. Lítilþægir gerast þeir, seku mennirnir frá 30. marz! Morg- unblaðsmenn hafa sjálfir borið fram það álit innan Blaða- mannafélags Islands, að meið- yrðalöggjöfin íslenzka sé skerð ing á prentfrelsi í landinu, og annar Morgunblaðsritstjórinn. vann meira að segja að því fyrir félagið að semja ákveðn- ar tillögur fer ætlað var að sníða af löggjöfinni verstu van- kantana. Svo er það talin stór- frétt að tekizt hafi að dæma ritstjóra Þjóðviljans eftir þess ari löggjöf, — og það sem spaugilegast er: sagt frá dóm- unum með orðalagi sem sjálf- sagt gæti varðað meiðyrðadómi. Hitt vita þeir Morgunblaðs- menn að dómurinn um 30. marz og „réttarhöldin“ vegna þess dags verður ekki kveðinn upp sem meiðyrðadómur. Dómurinn um 30. marz verður einungis kveðinn upp af Islandssögunni. Þjóðviljinn óttast ekki þann dóm. S. G. ,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.