Þjóðviljinn - 15.07.1950, Síða 7
0&augard*guij» • 15.. júli^ , lg50.
WlSSHiM
■
A
M*
.Ma
-
TILKYNNING um stóreignaskatt frá Skattstofu Reykjavíkur
MeS skírskotun til bráðabirgðalaga nr. 68/1950 og
eftir ákvörðun fjárrnálaráðuneytisins eru birt eftirfar-
andi fyrirmæli varðandi álagningu stóreignaskatts
samkvæmt lögum um gengisskráningu o.fl. nr. 22/1950,
sbr. reglugerð um stóreignaskatt nr. 133/1950:
1. Samkvæmt ákvæðum 1 2. tölulið 12. gr. laga nr.
22/1950, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 133/1950, skal
við ákvöröun stóreignaskatts telja skip og báta til
eignar með vátryggingarverði, miöað við 31. des.
1949, nema eðlilegt söluverð sé talið annað að dómi
sérstakrar matsnefndar, er skipuð verður sam-
kvæmt hinni tilvitnuðu reglugérðargrein.
Þeir eigendur skipa og báta, hvar sem er á land-
inu, er óska þess að umrædd matsnefnd framkvæmi
mat á þessum eignum þeirra í stað þess að fylgt sé
vátryggingarverði, skulu hafa tilkynnt um það til
hlutaðeigandi yfirskattanefndar eða skattstjóra í
síðasta lagi fyrir 1. ágúst næstk., að öðrum kosti
verður slíkri beiðni ekki sinnt.
2. í 3. tölulið 12. gr. laga nr. 22/1950, sbr. 7. og 9. gr.
reglugerðar nr. 133/1950, er ákveðið að innstæður
er skattgreiðendur kunna að eiga erlendis, eða aðr-
ar slíkar erlendar eignahlutdeildir, miðað við 31.
des. 1949, skuli taldar til eignar með skráðu kaup-
gengi 20. marz síðastl., að því leyti sem þær eru
þá óeyddar. Hafi umræddar innstæður rýrnað á
þessu tímabili, þ.e. frá því síðasta skattframtal var
gert tiT 19. marz sl., ber að gera hlutaðeigandi yfir-
skattanefnd eða skattstjóra grein fyrir því í síðasta
:
■
hvers einstaks eiganda miðað viö 31. des. 1949,
skulu hafa afhcnt þessar skrár í síðasta lagi fyrir
1. ágúst næstk., að öðrum kosti fer skiptingin á
eignum félaganna fram eftir áætlun.
8. Þau sameignaríélög verða talin að hafa skilað
ófullnægjandi framtali, sem eigi hafa fyrir 1. ágúst
næstk. gert hlutaðeigandi yfirskattanefndum eða
skattstjórum fullnægjandi grein fyrir hvernig
eignahlutföllum milli eigenda og ábyrgðarskiptingu
er háttað, og sé þessum gögnum ábótavant, verða
eignir eigenda áætlaðar.
9. Hverskonar innkaupa-, framleiðslu- eða sölusam-
bönd, eða önnur sambönd eöa samlög einstaklinga,
félaga eða fyrirtækja, þar sem skattskyldir aöilar
kunna að eiga einhverjar eignarhlutdeildir, eru
skyld til aö láta skattyfirvöldum í té rekstrar- og
efnahagsreikninga sína ásamt skrá yfir eigendur
sína og þátttakendur, með tilgreindum eignarhlut-
deildum eða eignarhlutföllum miðað við 31. des.
1949. Sé þessari skyldu ekki fullnægt í síðasta lagi
fyrir 1. ágúst næstkomandi, verða eignahlutdeild-
ir þessara áætlaðar hjá hverjum ein^tökum.
10. Eignir félaga cg stofnana, sem njóta skattfrelsis
samkvæmt sérstökum lögum, eru skattskyldar sam-
kvæmt 4. málsgr. laga nr. 22/1950. Eru því slíkir
aðilar krafðir um að senda skattstofu Reykjavíkur
rekstrar- og efnahagsreikninga sina, ásamt skrá
um eigendur og eignarhluta hvers einstaks, í síð-
asta lagi fyrir 1/ágúst næstk.
heild reiknuð til eignar eftir skráðu kaupgengi 20.
marz síðastl.
3. í 4. tölulið laga nr. 22/1950, sbr. 8. og 9. gr. reglu-
gerðar nr. 133/1950, er heimilað að skuldir í erlend-
um gjaldeyri, sem skattgreiðandi skuldar erlendis,
að því leyti scm þær eru ógreiddar 19. marz
síðastl., skuli reiknaðar samkvæmt sölugengi 20.
marz síðastl. Þetta nær þó aðeins til skulda sem
stofnað hefur verið til vegna innflutnings á vörum
eða skipum með leyfi gjaldeyrisyfirvalda, og að því
er vörur snertir bundið því skilyrði að sönnur liggi
fyrir um að útsöluverð vörunnar hafi verið ákveðið
fyrir 19. marz 1950 og útsöluveröið miðað við gengi
fyrir þann tíma.
Öllum sem hér eiga hlut að máli ber því að láta 12. Til þess að samræmi verði komiö á í eignamati
í té skrá um erlendar skuldir sínar miðað við 19.
marz síðastl., ásamt greinargerð fyrir því aö þeir
fullnægi þeim skilyrðum er að ofan greinir. Skulu
gögn þessi komin í hendur hlutaðeigandi yfirskatta-
nefnda eöa skattstjóra í síðasta lagi fyrir 1. ágúst
næstk., ella mega aðilar vænta þess aö njóta eigi
þeirrar ívilnunar, sem hér greinir.
4. Ákveöið hefur verið að þeim einstaklingum og fé-
lögum, hvar sem er á landinu, sem eigi hafa skilaö1
framtali til tekju- og eignarskatts 1950, skuli gefinn 13. Aö gefnu tilefni er bent á, aö viö álagningu stór-
kostur á að skila skattframtali vegna yfirvofandi
stóreignaskatts. Veröi þessi sérstaka framtalsheim-
ild notuð og framtölin ásamt tilheyrandi reiknings-
skilum komin til hlutaðeigandi yfirskattanefndar
eða skattstjóra fyrir 1. ágúst næstk., verður fallið
frá sérstökum viöurlögum stóreignaskattslaga
vegna framtalsvanrækslu, en að öðrum kosti viður-
lögum beitt að fullu.
5. Þeim skattgreiðendum er eigi hafa enn fullnægt
þeirri skyldu að láta fylgja skattframtali sínu full-
nægjandi skrár yfir útistandandi skuldir og verð-
bréfaeignir og skuldir við skuldheimtumenn, þar
með taldar skuldir við handhafa og lánsstofnanir,
er gefinn kostur á að’ senda þessar skrár i siðasta
lagi fyrir 1. ágúst næstkomandi ella veröa framtöl
hlutaöeigenda talin ógild eöa ófullnægjandi viö
ákvörðun stóreignaskatts.
6. Þeim hlutafélögum, sem eigi hafa staðið skil á
fullkomnum skrám yfir hluthafa sína miðað við 31.
des. 1949, er gefinn lokafrestur til að skila þessum
skrám til hlutaöeigandi yfirskattanefndar eða
skattstjóra, í síðasta lagi 1. ágúst næstk., ella verða
framtöl slíkra félaga eigi talin fullgild til stóreigna-
skatts, og sérstckum aöferðum beitt viö ákvörðun á
eignum og eignaskipting'u milli hluthafanna.
7. Kaupfélög. samvinnufélög og önnur félög með
óskiptanlega sameignarsjóöi, sem ekki hafa látið
skattyfirvöldum í té skrá um stofnsjóðseigendur
sína eöa meölimi, með tilgreindri stofnsjóðseign
lagi fyrir 1. ágúst næstk., ella verður innstæðan 1 11. Þar sem víðsvegar á landinu er allmargt félaga og
fyrirtækja, sem talin eru hætt störfum, en hafa þó
eigi gefið skattyfirvöldum lokaskilagTeinar um end-
anlega upplausn, og eigi verið afmáð úr firma- og
félagaskrá umdæmisins, er hér með skorað á þá
aðila, sem síðast eru lögformlega tilkynntir fyrir-
svarsmenn slíkra félaga og fyrirtækja, hvar sem
er á landinu, aö gera hlutaöeigandi yfirskattanefnd
eöa skattstjóra greinargerð þetta varðandi, í síð-
asta lagi fyrir 1. ágúst næstkomandi. Að öörum
kosti geta þessir aðilar átt á hættu að sæta eignaá-
ætlun og viðurlögum, þar sem vitaö er um sum
slíkra félaga og fyrirtækja aö þau eiga einhverjar
óráöstafaðar eignir er til skipta eiga aö koma við
álagningu stóreignaskatts.
Söfnln v
Landsbókasafnlð er opið kl., 10
—12, 1—7 og 8—10 alla virka
daga, nema laugardaga, þá kl.
10—12 og 1—7. — Þjóðskjalasaín-
ið kl. 2—7 alla virka daga. —
Þjóðminjasafnið kl. 1—3 þriðju-
daga, fimmtudaga og sunnudaga.
— NáttúrugripasaJnið er opið
sunnudaga kl. 1,30—3 og þriðju-
daga og fimmtudaga kl. 2—3. —
Listasafn Einars Jónssonar kU
1.30—3.30 á sunnudögum. — Bæj-
arbókasafnið kl. 10—10 alla virka
daga nema laugardaga kl. 1—i
Bólusetning gegn barnavelki.
Pöntunum veitt móttaka í síma
2781 kl. 10—12 f. h. fyrsta þriðju-
dag hvers mánaöar. Fólk er á-
minnt um að láta bólusetja börn
sín.
Minningarspjöld dvalarheimilis
aldraðra sjómanna fást á eftir-
töldum stöðum í Reykjavík, á
skrifstofu Fulltrúaráðs sjómanna-
dagsins í Edduhúsinu við Skugga-
sund, opið kl. 11—12 og 16—17,
sími 80788, og i bókaverzlunum
Helgafells í Aðalstræti og Lauga-
veg 100. 1 Hafnarfirði hjá V. Long.
rekstrartækja og annars lausafjár víðsvegár á land-
inu, sbr. 6. og 19. gr. reglugeröar nr. 133/1950,
munu yfirskattanefndir og skattstjórar á hverjum
stað láta öllum fyrirtækjum í té sérstakar fyrning-
arskýrslur til útfyllingar. Er nauðsyn á að skýrslur
þessar séu útfærðar eins og fyrir'er mælt og þeim
skilað til hlutaöeigandi yfirskat.tanefndar eða skatt-
stjóra, í síðasta lagi fyrir 10. ágúst næstk., ella
verður eignarmatið áætlað.
eignaskatts eru eignir einstaklinga og félaga á-
kveðnar á óvenjulegan hátt, fasteignir meö þre-
földu til sexföldu fasteig-namati, skip og bátar með
vátryggingarveröi eöa áætluðu söluverði, en annaö
lausafé og rekstrartæki er lögheimilt að meta hér
til eignar með áætluðu söluverði, og hefur ekki
enn verið t?kin ákvörðun um það af hálfu skatt-
yfirvalda hvaða matshækkanir þar verði geröar.
Þegar eignir einstaklinga og __ félaga hafa verið
margfaldaðar eöa hækkaðar samkvæmt framan-
sögðu, er eignum hvers félags. að meðtöldum hækk-
uðum eignarhlutdeildum þess í öðrum félögum,
bætt ofan á eignir einstaklinga.
Þetta er tekið fram til að vara við þeirri hættu,
að einhverjir telji sig fyrirfram örugga um að
heildareignir þeirra nemi ekki það’ miklu að nái
stóreignaskatti, hirði því ekki um að neyta þeirra
réttinda eða fullnægja þeim skyldum, sem hér er
ákveðið um, en komi þó síðar til aö greiða stór-
eignaskatt og vera háöir viöurlögum hans. Enn-
fremur til aövönmar einstökum félögum, er kunna
aö skjóta sér undan hér ákveönum skyldum 1 þeirri
trú, aö hluthafar þeirra eöa eigendur komi ekki til <
greina í stóreignaskatti, en geta þar meö bakað sér
ábyrgö cg viöurlög. Þetta er hér brýnt fyrir öllum
aðilum og verður skoöaö af hálfu skattayfirvalda
sem nógsamieg viðvörun, hvaö sem á eftir kemur.
SKATTSTJÓRINN í REYKJAVÍK
MorgunbítVÍS og . i
friðurinn
Framh. af 6. síðu.
vilji láta beita kjarnorku-
sprengjum og fremja múgmorð,
og að það sé alþjóðleg glæpa-
starfsemi að krefjast frioar.
Og ég vil segja meira: aldrei
hefur Morgunblaðið svívirt al-
menna fylgjendur sína jafn
freklega og með því að ætia
þeim það að þeir vilji láta
fremja múgmorð, að þeir séu
alþjóðlegir glæpamenn ef' þeir
vilji að fricur haldist í heim-
inum. Eg get sagt Morgunblað-
inu það í fullri meiningu að al-
mennir Sjálfstæðismenn vilja
frið í heiminum, og þeir eru
því að dómi Morgunblaðsins al-
þjóðlegir glæpamenn.
Það er ónotalegt að vakna
við slík skrif í blaði síns eigin
flokks, flokksins sem maður
hefur fylgt og treyst og barizt
fyrir. Við Sjálfstæðismenn höf-
um haldið að við þekktum Val-
■tý Stefánsson, ritstjóra' Mörg-
unblaðsins, haldið að við þekki-
um Ivar Guðmundsson höfund
Daglega lífsins, þetta' góðmót-
lega feita flón, og vanizt hon-
um í bænum eins og t. d. Óla
Maggadon hér áður fyrr, og við
höfum skilio og fyrirgefio stima
mýkt hans og dálæti á fínu
fólki, en þessi skrif skiljum við
ekki á sama hátt og fyrirgefum
ekki, og okkur hefur aldrei
dottið í hug að þessir menn
vildu beita múgmorðstækjum,
að þeir vildu heimsstrlð.
Þessir menn hafa mcð skrif-
um sínum í Morgunblaðinu sett
svartan blett á okkur Sjálfstæð
ismenn..Þann blett að við t.elj-
um það glæp að heimta kjarn-
orkusprengjuna bannaða, að
við teljum það glæp að lcrefjast
friðar í heiminum.
Það er beinlínis skylda okkar
Sjálfstæðismanna að þvo þenn-
an blett af okkur. Það verð-
ur ekki gert með öðru móti
en að við sýnum í verki ao við
viljum frið, að við erum á móti
múgmorðsvopnum, og það ger-
um við með því að undirrita
Stokkhólmsávarpið.
12. júlí 1950
Gamall Vesturbæingur.