Þjóðviljinn - 02.08.1950, Síða 4
■nsaw
ÞJ'ÓÐVILJINS
ÞlÓÐVILIINN
Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíali3tafIokkurinn.
Bitstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, á.5.
Fréttaritstjóri: Jón Bjamason.
Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson,
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
RitBtjóra, afgreiðsla, augiýsingar, prentsmiðja: Skóiavörðu-
stig 19. — Simi 7500 (þrjár línur).
Aakriftarverð: kr. 14.00 & mán. — Lausasöluverð 60 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans li. f.
„Flokkur allra stéttau
Sjálfstæðisflokkurinn er sem kunnugt er „flokkur
allra stétta“. Hann er ekki síst „flokkur verkalýðsins", eins
og komizt er að orði í Holsteini á tyllidögum. Þessi „flokk-
um allra stétta“ sem fyrst og fremst er þó „flokkur verka-
lýðsins“ á einnig nokkra fulltrúa í áhrifastöðum í verka-
lýðshreyfingunni. Flestir þessir menn hafa fengið völd
sín á síðustu árum fyrir atbeina Alþýðuflokksins, sem
þannig hefur lagt fram getu sína til að auðmannaþjón-
arnir í Holsteini gætu þeim mun meiri áherzlu lagt á hin
fögru kjörorð sín.
Einn þessara manna er Böðvar Steinþórsson, formað'-
ur sambands matreiðslu- og framreiösiumanna. Hann
hefur verið sauðtryggur Sjálfstæðismaður, frambjóðandi
flokksins, ræðumaður í Holsteini 1. maí og einn helzti rit-
höfundur á heimdallarsíðu Morgunblaðsins. Hefur eng-
inn dregið flokkshollustu hans í efa.
Böðvar Steinþórsson hefur nú forustu fyrir verkfalli
Sambands matreiðslu- og framreiðslumanna. Hafði sam-
bandið undirbúið kjarabaráttu sína um margra mánaða
skeið og reynt eftir megni að koma á friðsamlegri lausn.
Þær tilraunir báru þó engan árangur, þótt launakjörin
á kaupskipaflotanum séu svo hörmuleg að engin tök séu
á að lifa mannsæmandi lífi af þeim. Var því hafið verk-
fall um mánaðamótin.
Nú skyldi maður ætla að Böövar Steinþórsson hefði
fengið öflugan stuðning hjá flokki sínum, „flokki allra
stétta“ sem fyrst og fremst er „flokkur verkalýðsins11. En
því fer víðs fjarri. Morgunblaðið birti s.I. sunnudag grein
um verkfallið með stórri fyrirsögn: „Verkfall matsveina
og þjóna ógnar atvinnulífi þjóðarinnar. Hætt við að
olíuflutningai til síldveiðiflotans stöðvi3t.“ Síðan segir
svo m. a. í greininni: „Verkfali 34 faglærðra matsveina og
þjóna sem skella mun á á miðnætti aðra nótí ógnar nú
um hábjargræðistímann öllu atvinnulífi þjóðarinnar.
Kröfurnar sem félag þeirra gerir mun vera svo miklar að
skipafélögin telja þær með öllu óaðgengilegar fyrir skipa-
félögin og af þeim sökum er hætta á að allur verzlunar-
flotinn stöðvist“. Þegar Böðvar Steinþórsson svaraði
þessari hvatvíslegu árás í hógværri grein og leiðrétti
verstu stórlygarnar var Morgunblaðið allt í einu lokað
þessum ágæta flokksmanni. Afstaða Vísis er hin sama,
glórulausar árásir á félag það sem Böðvar Steinþórsson
hefur forustu fyrir.
Það er alkunna að „kommúnistiísk verkalýðsfélög
heyja baráttu sína samkvæmt fyrirskipunum frá Moskvu
og telja það aðalhlutverk sitt að „ógna atvinnulífi þjóð-
arinnar". Hafa þau vondu verk einmitt verið aðalrök-
semdin fyrir því að verkamenn ættu að fela Sjálfstæöis-
mönnum forustuna; þeir myndu eingöngu hugsa um
hagsmuni launþega. En hvað þá um Böðvar Steinþórs-
son? Er hann þá svikari við Stjálfstæðisstefnuna, erind-
reki Moskvuvaldsins, kommúnisti í sauðargæru?
Já, Böðvar Steinþórsson er svikari. Milljónararnir sem
eiga Sjálfstæðisflokkinn ætlast ekki til þess að þjónar
þeirra í verkalýðshreyfingunni heyi kjarabaráttu. Hlut-
verk þeirra er þvert á móti að koma í veg fyrir kjara-
baráttu, halda lífskjörunum niðri, tryggja auðmanna-
stéttinni gróða og öryggi. Því hlutverki hefur Böðvar
Steinþórsson brugðizt, nauðugur eða viljugur. Því fær
hann nú óþvegnar sendingar í flokksblöðum sínum. En
skyldu þeir verða margir sem trúa á áróðurinn um „fiokk
alira stétta“ sem um fram allt sé „flokkur verkalýðsins“
eftir þessa ágætu kennslu í raun.
Þakkir til S.Í.B.S.
S.Í.B.S. hefur á þessu sumri
aukið nýjum þætti í sitt ágæta
starf, en sú nýbreytni var uþp-
tekin, að í hálfsmánaðar sum-
arleyfi vistmanua að Reykja-
lundi var fyrverandi berkla-
sjúklingum gefinn kostur á að
dveljast þar sér til hvíldar og
hressingar. Við, sem fyrir því
happi urðum, viljum með þess-
um línum færa lækni staðarins,
herra Oddi Ólafssyni, yfir-
hjúkrunarkommnni, fröken Val
gerði Helgadóttur, vistmönnum,
3tarfsfólki og öðrum, sem að
sumardvöl þessari stóðu, okkar
alúðlegustu þakkir fyrir hug-
kvæmni, góðvild og ágætan að-
búnað.
Megi Reykjalundur blómgast
og blessast og starf S.I.B.S. upp
skera eins og til er sáð með
hugsjónaríku og dáðmiklu
starfi og trú á inanngöfgi og
líknarlund. Undir kjörorðinu:
Styðjum sjúka tii sjáifbjargar,
hafa á undanförnum árum ver-
ið unnin þvínær einstæð afrek.
Kærar þakkir.
Sumargestir í Reykjalundi
Nýja frímerkjaútgáfan.
ÖIi skrifar bæjarpóstinum:
„I „Vísi“ síðastliðinn laugar-
dag kom fregu um undirbúning
að útgáfu nýrra frímerkja. Seg
ir svo í fréttinni: „Hin nýju
frímerki sýna ýmsar greiuar
af atvinnulífi landsmanna, svo
sem nýtízku togara, Vest-
mannaeyjahöfn, fjárhóp og
dráttarvél við plægiugu."
★
ArðsamastS atvimrn-
vegnrinn.
Það vekur sannariega undrun
hvað forsvarsmenn og eigendur
þeirrar „atvinuugreinar,“ sem
mestan arðinn ber, eru hógvær
ir og vilja lítið láta bera á sinni
starfsemi. Eftir öll þessi blóma
ár heildsalanna, sem virðast
nú hvað stæltastir á sama tíma
sem aðrar atvinnugreinar eru í
hnignun, hefði maður getað bú-
izt við að fá minnsta kosti eina
útgáfu af cóca-cólafrímerkjum
eða heildsalafrímerkjum með
mynd af pattaralegum heildsala
eins og Ásbirni Ólafssyni eða
harð pólitískum heiidsala eins
og Coca-cola-birni.
Venjulegt yfirlætisleysi.
Engin mun bera brigður á að
heUdverzlun (og reyndar alls
kyns önnur verzlun) sé sú at-
vinnugrein, sem með mestum
blóma stendur. Hvers vegna
ekki að sýna þetta á frímerki?
Hví þessa hógværð um blóm-
legustu atvinnugreinina ?
Úr því verið er að gera frí-
merkin að táknmyndum fyrir
atvinnugreinarnar, þá nær ekki
nokkurri átt að gleyma heild-
verzlun. Þess vegna er tUlaga
vor þessi: Gefiu 3kulu út fri-
merki með mynd af feitum heild
sala sitjandi á bakinu á horuð-
um útgerðarmanni.
ÓU.“
★
Hekla til Kóreu!
Sem betur fer eru nú horfur
á að einuig verði um íslenzkt
framlag að ræða í Kóreu. Það
er Loftleiða-flugvélin Hekla
sem mun vera á förum þangað
austur til að annast birgðaflug
tU hinna fótfráu Bandaríkja-
manua ef þeir verða þá ekki
hlaupnir út í sjó. Málavextir
eru þeir að Hekla á senn að
fara í alisherjarendurskoðun í
Bandaríkjunum og kostar hún
mikið fé. Loftleiðir munu
hvorki hafa féð né gjaldeyr-
inn, og því hefur sá kostur ver-
ið tekinn að leigja bandarísku
félagi vélina um 10 mánaða
skeið til þess að fá upp í kostn
aðinn við endurskoðunina.
Bandaríska félagið mun hins
vegar ætla að nota vélina í Kór
eu. Hið íslenzka framlag er
þannig harla einkennilega til
komið og ber ekki vott um
mikla reisn, frekar en aspirín-
sendingar Dananna. Þó mun
Bjarni geta hælt sér af þessu
stríðsframíagi sínu í skorti á
öðru meira.
Miðvikudagur 2. ágúst 1950.
I . Hjónunum Hönnu
J / Aðalsteinsdóttur og
f/ /jj ~ Fannar Marteins-
^ syni, Skipasundi 53
\.sW fæddist 16 marka
sonur síðast liðínn sunnudag. —
Áttræður
er i dag Sigurður Þórðarson
Njarðvík, Grund við Múlaveg.
Sigurður er gamall og þekktur
nótabassi á síldveiðiskipum.
Fastir liðir eins og
venjulega. — Kl.
19. 30 Tónl.: Óperu
lög (plötur). 20.30
Útvarpssagan:
„Ketillinn“ eftir
William Heinsen; XVII. (Vilhjálm
ur S. Vilhjálmsson rithöfundur).
21.00 Tónleikar: „Gayaneh", ball-
ettmúsik eftir Khachaturian (plöt-
ur). 21.25 Staðir og leiðir: Kring-
um Lagarfljót (Ragnar Jóhann-
esson skólastjóri.). 21.45 Danslög
(plötur). 22.00 Fréttir og veður-
fregnir. 22.10 Danslög (plötur).
22.30 Dagskrárlok.
Pálmi fariim vestnr
Vestur-íslendingar efna til
hátíðar að Gimli mánudaginn
7. ágúst n. k. til að minnast
75 ára landnáms Islendinga í
Manitoba. Bauð hátíðarnefndin
ríkisstjórninni að senda fulltrúa
frá Islandi á hátíðina og vald-
ist Pálmi Hannesson, rektor, til
fararinnar. Fór Pálmj og kona
hans flugleiðis vestur um haf í
gærkvöld.
Afgreiðsla Laxfoss hefur sima
6420 og 80966.
Fimskip
Brúarfoss er í Kiel. Dettifoss
fór frá Hafnárfirði 28. júlí til
Irland3 og Rotterdam. Fjallfoss
fór frá Reykjavík 30. júlí vestur
og norður. Goðafoss fór frá Húsa-
vík 30. júlí til Rotterdam og Sví-
þjóðar. Gullfoss fór frá Leith i
gær til Khafnar. Lagarfoss er í
Reykjavik. Selfoss er væntanlega
x Lysekil í Sviþjóð. Tröllafoss
kom til NevvYork 28. júli frá Rvik.
rSÍÍÖSV
Ríkisskip
Ilekla er i Thorshavn í Faer-
eyjum og fer þaðan kl. 18 í dag
til Glasgow. Ksja verður væntan-
lega á Akureyri i dag á leið tii
-Þórshafnar. Herðubreið er i Rvik.
Skjaldbreið var á Skagaströnd i
gærkvöld. Þyrill er í Reykjavik.
Ármann fór frá Rcykjavík í gær-
kvöld áleiðis til Vestmannaeyja.
Sklpadeild S. 1. S.
Arnarfell er í Reykjavík. —
Hvassafell losar sement á Vest-
fjörðum.
Erlend mynt — Sölugengi.
Bandaríkjadollar
kr. 16.32
Sterlingspund — 45.70
Kanadadollar — 14.84
Danskar kr. 100 — 236.30
Norskar kr. 100 — 228,50
Sænskar kr. 100 — 315,50
Finnsk mörk 100 — 7,09
Franskir frankar 1000 — 46.63
Belgiskir frankar 100 — 32.67
Svissn. frankar 100 — 373.70
Tékkneskar kr. 100 — 32.64
HoU. gyllirii 100 — 429. W
FAKFCGLAR
Ferðir um næstu helgi verða.
1. Gönguferð uni Brttarár-
skörð. Ekið að Úthlíð í Biskups
tungum og gengið þaðan um
Brúarskörð, Rótarsand, Hlöðu-
velli, á Hlöðufell (1188 m) og
Skjaldbreið (1160 m.) og
um Eyfirðingaveg á Hofmanna-
flöt.
2. Ferð um Borgarfjörð. Ek-
in verður leiðin; Þverárhlíð,
Húsafellsskógur, Lundarreykja-
dalur, Uxahryggir, Þingvellir,
Reykjavík. Allar upplýsingar á
Stefáns Kaffi Bergstst. 7 kl.
9—10 í kvöld.
Meisfaramótið
Framhald af 8. síðu.
því búizt. Margir þeir, sem
skráðir voru til leiks mættu ekki
til keppninnar, og var því ekki
keppt í einni greininni 5,000 m
hlaupi, þar sem aðeins einu
mætti. Það bætti nokkuð úr
skák að Gunnar Huseby, sem
ekki var skráður til keppninu-
ar, mætti. Hins vegar vantaði
Hauk Clausen og Torfa Bryn-
geirsson. Gunnar Huseby náði
góðum árangri, einnig Jóel Sig-
urðsson, Öm Clausen og Pétur
Einarsson. Reykjavíkurmeista-
arar urðu þessir í gær. (íslands
met í svigum): 400 m grinda-
hlaup: Ingl Þorsteinsson KR
56,5 (56,1). Kúluvarp: Gunnar
Huseby KR 16,18 (16,41). Lang
stökk: örn Clausen IR 6,95
(7,24). Spjótkast: Jóel Sigurðs-
son ÍR 61,90 (66,99). 200 m hl.:
Ásmundur Bjarnason KR 22,0
(21,5). 800 m hlaup: Pétur Ein.
arsson IR 1,56,3 (1,54,0). Há-
stökk: örn Clausen IR 1,83