Þjóðviljinn - 02.08.1950, Síða 5

Þjóðviljinn - 02.08.1950, Síða 5
Miðvikudagur 2. ágúst 195(3'. ÞJÓÐVILJIXN 9 KÓREA Kórea er hið evrópska :aafn laadsins. Það er dregið af Korjú konungsættinni sem réði þar ríkjvun 'frá 10. öld til 14. aldar. Þegar sú konungsætt missti völdin 1392 var nafni landsins breytt í Tsosen, er þýðir „land morgunkyrrðar“ og sú skáld- léga nafngift hefur haldizt til þessa dags. En gamla nafnið gleymdizt ekki, því var haldið við í Kína og tveimur öldum eftir fall Korjú-konungsættar- innar var það flutt til Evrópu af portúgölskum sjómönnum og hefur haidizt við lýði með öllum Evrópuþjóðum. Kórea liggur austast á megin landi Asíu, og nær yfir sam- nafndan skaga og um fjögur þúsund nærliggjandi eyjar af ýmsium stærðum. Stærst þeirra Tsejúdo (einnig þekkt með portúgalska nafninu Quelpart) er 1850 ferkm að stærð. Á þrjá vegu er Kórea umíiot- iu sæ. I norðri Uggja að henni Sovétríkin og Kína. Næstu grannlönd yfir sjó eru Japan og Kína. Japanska eyjan Tsúsíma er einungis 55 km frá Kóreu- strönd og til Honsúeyjar í Jap- an er ekki nema 180 km haf. Kórea er lítið laad, einungis 220 700 ferkm. Skagalögunin er greinileg, löng og mjó land- ræma teygist út í hafið. Land- ið er eins konar brú af náttúr- ^ unni gerð frá meginlandi Asíu j út til Japans. Japönsk ágengnis-j öfl hafa jaftian kunnað að meta þetta einkenni á legu landsins og hvað eftir annað not- að þessa „brú“ til árása á Kína og Rússland. Heraám Kóreu- brúarinnar er eln meginætlun bandarísku heim3valdasinnanaa í ágengnisstríðí þeirra nú. Kórea er land inargbreyti- legs landslags og náttúrufeg- urðar. Nærri þrír fjórðu hlutar landsins eru fjalllendi, hæstu og tígulegustu fjallgarðarnir norðarlega, en þar ná Norður- Kóreufjöllin yfir meginhluta landsins. Það landslagseinkenni sem skýrast er á Kóreukorti er hinn mikilfenglegi fjallgarður Eftir V. Sajtvíkoff - Fyrri grein - er teygir sig nærri 400 km eftir strönd Japanshafsins frá Kojre úng til Kontsjereúngs-skarðs- ins. Það eru Túman og Pút- sjenrengfjallgarðarnir, en tign- arlegir tindar þeirra gnæfa yf- ir 2000 metra í loft, snarbratt- ar, nærri þverhníptar hlíðar þeirra liggja allt niður að Jap- anshafi. • En Túmanfjöllin eru ekki hæstu f jöll Kóreu. Hærra gnæf- ir hinn frægi Pektúsan („Hvít- kollur“) frægur úr kóreskum þjóðsögum, úr bókmenntum og list Kóreu. Pektúsan er gamalt eldf jall en gígur þess er nú fyllt ur af djúpu stöðuvatni, en suðu sveipir leita sífellt upp á yfir- borðið og leggur af þeim gufu- stróka, þeir bera með sér vikur duft og smásteina er berst langt upp úr skörðóttum barmi hins bikarlagaða gígs. Jarðeld- urinn í Pektúsan varð áður fyrr til þess að koma inn hjá fólki hjátrúarkenndri virðingu fyr- ir fjallinu, því var trúað að fjallið væri heimkynni dreka. Umhverfis Pektúsan eru illfær- ir frumskógar er á japönsku hernámsárunum urðu hæli Kóreum er flýðu undan of- sóknum Japana, og miðstöð skæruliðahreyfingar er gerði japanska hernárasliðinu í Kóreu og Mansjúríu hinar þyngstu búsifjar. Keúmgangsan (Demantsfjöll) í miðju landinu ná að strönd Japanshafsins og eru talin fegurstu fjöll landsins. Þau eru fremur lág, margir fjall- garðar og hásléttur simdur- grafnar djúpiun gjám, með hin- um furðulegustu og margbreyti- legustu myndum. Fjallshlíðarn- ar virðast hafa verið höggnar, slípaðar og skreyttar af snilld- armyndhöggvara. En Demants- fjöll eru ekki einungis fræg fyrir fegurð sína, víðáttumikla skóga og drynjandi fossa. Djúpar gjár þeirra eru geymslu staðir margra fróðlegra leifa fornkóreskrar byggingarlistar og málverka, Búddistahelgi- dóma, pagóða og áietrana höggvinna á fleti granítveggja. Þessi fjöll eru vinsæl af skemmtiferðamönnum og nátt- úruskoðurum. Þar hafa einuig risið upp átta hressingarhæli og hvíldarheimili verkamanna í alþýðulýðveldi Kóreu . Suður-Kórea er ekki eins fjöllótt og norðurhluti landsius þar er nægt landrými á opnum sléttum. Þær eru aðallega á vestri hluta skagans, nærri strönd Gulahafs, og þær eru þéttbýlustu og bezt ræktuðu landssvæði Kóreu. Enda þótt Kórea liggi á sömu breiddargráðum og Italía og sé umflotin sæ á þrjá vegu er veðráttan miklu kaldari og meginlandslegii. Því valda Aust ur-Asíustaðvindamir. Á vetrum ’myndast háþrýstisvæði yfir |hinu kalda yfirborði Asíumegia landsins en lægð yfir Kyrra- hafi, ríkjandi vindátt er norð- læg og norðvestlæg, þurrir vind ar og kaldir.. Vetrarkuldi í Kóreu getur orðið allt að 30—• 40 stiga frost. Á sumrin er meginlandið hlýrra en hafið og sunnanvindur og suðvestan færa mikinn raka. Rigningar- tími hefst 10.-20. júlí og stend- ur um fimm vikur. Reguið er oft ofsalegt Þennan tíma vaxa ámar ört og flæða yfir bakk- ana, svo oft verða úr því tor- timingarfljót. Árleg úrkoma í Framhald á 7. síðu. . IA/WWIMfl.WIAiVUWy%NnJVWWVVWWVWWUVWA/WWVUVWWAVUWU*JWW%^WWVWVUVLVWVVVWW,AftrtrtWVUVVUWWVWA^/V,AWVW gjlÐASTLIÐIÐ fimmtudags- kvöld fóru þú3undir manna hópgöngu um aðalgöt- ur Brussel, höfuðborgar Belgíu. Manngrúinn stefndi til Laeken, hallar Leopolds III. Beiga- konungs, sem fáum dögum á5- ur hafði snúið heim eftir sex ára útlegð. Fyrir framan kon- ungshöilina stóð röð 1000 vopn- aðra ríkisiögreglumanna. Fólkið nálgaðist, hrópandi: „Niður með Leopold — Leopold á höggstokkinn!" Slik ávörp til þjóðhöfðingja hafa vart heyrzt í smáborgaralegum og konung- hollum löndum Vestur-Evrópu siðan í frönsku byltingunni, þegar gerð var alvara úr að afhöfða Loðvík XVI. og Maríu Antoinettu. Við því hefði mátt búast, að lögregluvörðurinn í kringum Laeken brygði skjótt við er lífi konungs var svo opinskátt ógnað. En það fór á aðra leið. Fólksfjöldinn ruddi lögregluvörðunum úr vegi og varð ekki stöðvaður fyrr en við sjálft hallarhliðið. Vopnuð- um ríkislögregluþjónunum féll- ust hendur, er þeir sáu í fylk- ingarbrjósti þúsundanna, sem gáfu hástöfum til kynna, að þær væru komnar þeirra er- inda að ganga á milli bols og höfuðs á kóngi sínum, meðal annarra foringja belgiskra sósí aldemókrata Paul Henri Spaak, fyrrverandi forsætisráðherra Belgiu, forseta stjórnmálanefnd ar allsherjarþings Sí>, forsðta Evrópuráðsir.s og ásamt Win- ston Churchill aðalforingja hreyfingarinnar Sameinuð Evr- ópa. JgN Spaak og félagar hans í forystuliði belgiskra sósíal LeopoM á köggstokkinn! demókrata gerðu fleira óvænt en að lýsa yfir að þeir ætluðu að hálshöggva Leopold III. Síð ustu daga hefur Spaak sérstak lega ekkert tækifæri látið ó- notað til að prédika byltingu, borgarastyrjöld, upplausn belg- íska ríkisins og pólitiskt alls- herjarverkfall svo ekki sé minnzt á smámuni eins og að sprengja upp brýr, rafleiðsl- ur og vatnsleiðslur, setja járn- brautarlestir útaf sporinu, strá nöglum undir hjól bíla á þjóð- vegunum og fremja önnur skemmdarverk. „Byltingu og uppreisn munum við taka bók- staflega,“ sagði verkalýðsfélags formaðurinn André Renard i Liege. „Við munum ekki taka tillit til verkfæra og véla í verksmiðjunum. Við munum láta vatnið streyma inní kola- námurnar. Stájofnanir fá að passa sig sjálfir. Koksofnanir verða yfirgefnir. Þetta er ha- tíðleg aðvörun okkar.“ Og all- ur þessi hamagangur, byltingin, borgarastyrjöldin og skemmd- arverkin, hafði það markmið að hrinda ákvörðun um aftur- komu Leopolds konungs, sem meirihluti Belga hafði lýst sig samþykkan í þjóðaratkvæða- greiðslu og þingmeirihluti hafði staðfest. En sósíaldemókratarn ir í Belgíu lét ekki slík forms- atriði á sig fá. Þeir boðuðu allsherjarverkíall til að knýja afturhaldsmeirihlutann á þingi til að taka aftur ákvörðun sina og þegar belgiska ríkis- útvarpið gerðist bert að hlut- drægni Leopold í vil tók ieyni- útvarpsstöð sósialdemókrata til starfa og útvarpaði eggjunum til verkfallsmanna. B1 lELGISKI sósíaldemókrata- flokkurinn er eins og kunnugt er einn þeirra sem hæst eru skrifaðir í Kómiskó, alþjóðasambandi hægrikrata og foringi hans Spaak hefur ár- um saman verið bjartasta leið- arljósið i þeim hóp. Hann hef- ur gengið fram fyrir skjöldu í að fordæma lífskjarabaráttu róttækra verkalýðssamtaka sem pólitísk og því óheimil verkföll. Mun enginn í dús- bræðrahópnum hafa jafnast við hann i þessu nema ef vera skyldi Stefán Jóhann Stefáns- son fulltrúi Alþýðuflokksins hjá Kómiskó. Við því hefði mátt búast, að mikið harma- kvein risi upp í röðum hægri- krata yfir hinum glataða syni, er þetta skrúðgræna tré í reit Kómiskó bar þvílíkan ávöxt. En það var öðru nær. Þær málpípur Kómiskó, sem oftast ná eyrum okkar Islendinga, Al- þýðublaðið og brezka útvarpið, voru allt í einu farin að segja frá byltingartali, borgarastyrj- aldarhótunum og skemmdar- verkum sem ef ekki lofsverð- um þá að minnsta kosti eðli- legum athöfnum. Alþýðublaðið, sem hefur froðufellt yfir nær hverju kjaradeiluverkfalli í Vestur-Evrópu undanfarin ár, hvort sem i hlut hafa átt Dagsbrúnarmenn hér í Reykja- vík eða kolanámumenn í Frakklandi, sem „pólitísku verk fallsbrölti kommúnista“, skýrði nú með augljósri velþóknun frá allsherjarverkfalli, sem hafði það „ópólitíska" markmið að hrekja þjóðhöfðingja frá völdum. Þegar Spaak dúsbróðir Stefáns Jóhanns, eftir að hafa boðað stóraukin skemmdarverk, færði sig uppá skaftið og hót- aði byltingu, skýrði Alþýðublað ið frá því stórhrifið. Menn hljóta að spyrja, hvað valdi þessari gagngerðu hugarfars- breytingu. Eiga t.d. ís'.enzkir al- þýðuflokksmenn að búast við að Stefán Jóhann, Emil og Finnur taki að prédika skemmdarverk og borgarastyrj öld að dæmi hinna dáðu flokks bræðra i Belgíu? Vonandi stendur ekki lengi á svari. ^^LGAN í Belgiu útaf kon- ungsmálinu, sem nálgaðist uppreisn þegar mest gekk á, sýnir annars hversu grunnt er á óánægju fjöldans í Marshall- löndum Vestur-Evrópu með ríkjandi ástand. Allsherjarverk fall hálfrar milljónar Beiga og alllt, sem því var samfara, sýnir ekki aðeins reiði almennings, þegar reynt er að þröngva uppá nær helming þjóðarinnar kon- ungi, sem var í vinfengi við nazista á striðsárunum og er kunnur að þvi að draga taum auðstéttarinnar og kaþólsks afturhalds. AUsherjarverkfall- inu og ókyrrðinni veldur einnig reynzlan af Marshallstefnunni og hervæðingarbröltinu, at- vinnuleysi hundraða þúsunda og skert lífskjör þeirra, sem hafa vinnu. Marshallkreppan hitti Belgíu fyrst allra Vestur- Evrópulanda og það er því ekki nema eðlilegt, að óánægj- an brjótist fyrst út þar. Sósíal demókrataforingjarnir gerðu sér þetta vel ljóst. Þessvegna hafa þeir reynt með öllum ráð- um að hindra að baráttan, sem heimkoma Leopolds III varð tilefni til, fengi raunhæft, fé- lagslegt innihald, með því að banna allt samstarf við komm únista í allsherjarverkfallinu og reyna að beina henni inná brautir meiningarlauss stjórn- leysis með hvatningum til skemmdarverka. Spaak og fé- lagar hans voru auðsýnilega orðnir hræddir við þá hreyf- ingu, sem þeir höfðu hjálpað til að vekja, en urðu þó að fylgjast með nokkuð áleiðis um leið og þeir gerðu sitt til að veikja málstað andstæðinga Leopolds. Síðan gripa þeir fyrsta tækifæri til að semja við konung og gengu að skilyrð- um, sem geta gert honum fært að beita nýjum brögðum, svo sem ef hann dvelur í Belgíu og hefur hönd í bagga með ríkis- stjórn sonar síns á bak við tjöldin. M.T.Ó. .A.vvvvvvr\/vvvvvrjvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvA,vvvvvvvvvv"vvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvv.v wvwwwwvwwww"\^«vwwwvwwwwwww«i/wwn

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.