Þjóðviljinn - 20.08.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.08.1950, Blaðsíða 6
f é Þj'ÖÐVtLJltíÍÍ T>ni l-H.-s; M .T-s. • • :.^ - Sunnudagur- -20. ágúst Í950. / i t t x V iSreisnaráÍagníngin Framhald af 8. síðu. um er heildsöluálagning 9,%, smásöluálagning 27% og 34% sé keypt frá útlöndum. Heild- söluálagning á frakka, kápur, dragtir, kjóla, blússur, pils, Barna- og unglingafatnað er 13%, smásöluálagning29% og 40% sé keypt beint frá út- löndum. Olíufatnaður og sjóklæði úr gúmmí, heildsöluálagn. 10,5% smásöluálagning á innlend- um heildsölubirgðum 24% en 31% beint frá útlöndum. Heildsöluálagning á prjóna- garni, tvinna, töskum, vefnað- arvöru, metravöru, fatnaði og leðurvöru er 9,5%, smásöluá- lagning 30 og 38%. Heildsöluálagning á gúmmi- stígvél og karlmannaskóhlífar er 10,5% og smásöluálagning 24 og 30%. Heildsöluálagning á kvenskó er 3,5—10,5%, smá- .söluálagning má ekki vera hærri en 35 og 45%. Heildsöluálagning á leir- og glervörur er 25%, smásölúá- lagning 42 og 59%. Skrautvör- ur úr gleri, kristal og öðrum steinefnum 21% í heildsölu, j smásölu. Á útgerðar- og 38 og 52% í smásölu. Álagn- skipavörur aðrar !2% en 36 og 34% (eftir efni), álagning a vatnskrana 38%, fittings 51%, línóleum 22% í heilum rúllum og 28% bútað, álagning á furu og greni er kr. 2,36 á kubikfet, á allan annan við 25%. Sé viður úr a-flokki •þurrkaður 'hér reiknast 12% aukaálagning. Heildsöluálagning á rúðugler er 26% og 63 og 91% í smá- sölu. Heildsöluálagning á máln- ingu, lökk og trélím er 10,5% en 27 og 40% í smásölu. Heild söluálagning á fernisolíu er 13% en 33 og 45% í smásölu. Heildsöluálagning á krít, þurrk efni, kítti, tjöru og blackfemis 13% og 27 og 34% i smásölu Þegar varan er seld sundur- vegin má enn leggja á hana 15%. Heildsöluálagning á fiski- línur, öngultauipa, þorskaneta- slöngur, reknet og rekneta slöngur er 10„5% en 21 og 30% í smásölu. Heildsöluálagn ing á dragnætur, dragnótatóg, lóðabergi, stálvír, manilla, sísal, botnvörpugam og fiskbindi- gam er 12% en 25 og 36 í ing á potta, pönnur, katla 13% 5 heildsölu, 33 og 44% í smá- sölu. Álagning á þvottavindur, taurullur, olíuvélar og olíuofna 10,5% i heildsölu, 24 og 30% í smásölu. Á öll önnur búsáhöld, eldhúsáhöld, handverkfæri og burstavörar 14% í heildsölu, 39 og 48% í smásölu. Álagning á rafmagnseldavél ár, þvottavélar og kæliskápa „ein álagning“ 21%, en „ef j lieildsali selur smásala“ 28%. Heildsöluálagning á lækninga- tæki, rafgejma, hreyfla, vind- rafstöðvar og öll önnur raf- magnstæki til iðju og iðnaðar 12%, smásöluálagning 25 og 31%. Ljósakrónur, lampar, mælitæki og perur 22% í heild sölu, 44 og 57 í smásölu. Rör, leiðsluvír, innlagningarefni við gerðarefni og allar aðrar raf- magnsvörur 16,5% í heildsölu, 39 og 51% í smásölu. Saumavélar, baraavagnar og xeiðhjól, heildsöluálagning: 10,5%, 22 og 34% í smásölu og álagning á varahluti. 15,5% í heildsölu og 30 og 44% í smá sölu. ' . • Álagning. á sement er 6%' „að viðbættum 23 kr. á smá- !est“ steypustyrktarjára 6% (ð viðbættum 15,73 kr. á 100. g., miðstöðvarofna 12% að viðbættum kr. 6,29 pr. fermeter Heildsöluálagning á saum er €% að viðbættum kr. 18,29 á 100 kg.; smásöluálagning er 12 <og 18% að viðbættum kr. 0,44 á kg. Álagning á steypumóta- vír er 18%. Álagniiig á rnið- átöðvarkatla, baðvatnsgeyma, ■éldavélár, vatnsleiðslurör, þák- X>lötur, þakhellur, gólfflísar, <einangrunarplötur, þakpappa, loftpappa, veggjapappa, mask- ínupappa, filtpappa og smárið- dð víraet er 28%. Álagning á jþvottapotta, baðker, vaska, fikolprör og veggflísar er 30 og 51% í smásölu. Álagning a strigapoka 18—22%. Heild- söluálagning á gaddavír, stór- riðin vimet, girðingarstaura og annað girðingarefni 10,5% og smásöluálagning 17 og 23% Álagning á smíðajárn 13%. Álagning á píanó og orgel er 23%, önnur hljóðfæri 34% og varahluti 45%. Á muni úr silfri, pletti og gulli er heild- söluálagning 14% og smásölu- álagning 35 og 45%. Sama á- lagning er á allskonar íþrótta- tækjum. Heildsöluálagning á skotvopn og skotfæri er 14% og í smásölu 33 og 44%. Heildsöluálagning á innflutt húsgögn er 10,5% . og í smá sölu 17 og 25%, og ef smásali annast samsetningu og viðgerð ir má hann bæta 9,5% við verð ið. Álagning á vélar, áhöld, verk færi og allskonar tæki sem ekki hafa verið talin annars- staðar þar með taldár bifreið- ar og bifhjól, er 23% sé verð- ið undir 1000 kr., en 11% sé verðið 1—5 þús. kr. — að við- ■bættum 120 kr. og 6% sé verð- ið yfir 5000 kr. Sama álagning ’er á varahlutum sem pantaðir hafa veriðmeð verkfærunum, en. annars er álagiiing á vara- hluta í vélar og verkfæri 51 %• og við það má enn bæta 6% ! Þá er ennfr.emur í tilkynning unni þessi klausa: Almenn á- kvæði: Á engar yörur, hvort sem, þær era innfluttar eða framleiddar hér á landi og sér stök' verðlagsákvæði gilda ekki um, eða auglýst hefur verið, má leggja. meira en hér segir, nema sérstakjt leyfi verðlags- stjóra komi til: í heildsölu: 14%. 1 smásölu:. a. þegar keypt er af innlendum heild- sölubirgðum 42% b. þegar keypt er beint frá útlöndum 54%. Söluskatti má bæta við söluverð álagniúgar* Gert vnd L i Ij a : Hammgjuleitin 30. DAGUR Alfridu við frú Fahlgren, það hlaut að minna hana óþægilega á atburðinn síðast liðið sumar. En, æ, veslings Alfrida varð að fá atvinnu. Og hver gat skilið hana betur en kona, sem sjálf hafði átt í sálarstríði. Sjúkrahúsvist Alfrídu hafði tekið langan tíma og réttarhöldin enn lengri tíma. Hún gat ekki öllu lengur borgað litla herbergið sem hún leigði — Alfrida varð að fá atvinnu. „Afsakið,“ stamaði Marta rugluð. „Við vorum að leita að frú Fahlgren ....“ Konan brosti. Það blikaði á tennurnar fyrir innan þykkar, rauðar varirnar. Silkið féll þétt að brjóstunum. Um háls hennar var festi úr stóram tréperlum, hárið lá í djúpum, gljáandi bylgjum og af henni var sterk ilmvatnslykt. Marta leit sem snöggvast á Alfridu og sá að hún horfði eins og í leiðslu á þessa dásamlegu opinberun — eiginlega vantaði ekki annað en hvítan hest, fjölleikasvið og áhorfendur. „Eg er frú Fahlgren." Marta var komin með afsökun fram á varirn- ar: við höfum villzt, en hún fékk ekki tóm til að segja það upphátt, því að frú Fahlgren bauð þeim innfyrir. Marta sagði til sín ringluð og viðutan. Frú Fahlgren lagði spumingar fyrir Alfridu, fékk að líta á meðmæli hennar, las þau lauslega og spurði engra óþægilegra spurainga. „Meðmæli ungfrú Borgström era í rauninni nægileg," sagði hún kurteislega. Marta leit á Alfridu. Hún einblíndi aðdáunar- augum á frú Fahlgren. Að hætta samningaum- leitunum þegar h'ér var komið hefði valdið henni sárum vonbrigðum. Og þegar á allt var litið • var þetta ekki eina táekifærið fyrir Alfridu? Var það ekki einmitt kvenmaður í skærrauðum buxum sem yrði miskunnsömust gagnvart for- tið Alfrídu? Þegar Marta og Alfrida gengu niður stigana skömmu síðar, var Alfrida ráðin sem vinnustúlka hjá frú Fahlgren. Andlit Alfridu Ijómaði af ánægju, svipur Mörtu var blandaðri. Hún hefði átt að fara þangað ein. En hún hafði ekki viljað eiga neitt á hættu* heldur þotið til Arfridu, strax og hún var búin að lesa auglýsinguna. Hún hafði hugsað sér að fá að tala við frú Fahlgren í einrúmi og segja henni sögu Alfridu. En frammi fyrir þess- ari ókunnu frú Fahlgren hafði hún lamazt og ekki •minnzt einu orði á fortíð Alfridu. Strax og húnkæmi heim yrði hún að hringjá til hennar og skrifta fyrir henni.... Hvar skyldi hin raunverulega frú Fahlgren vera?- Og í þessum hugsanagraut fékk hún allt í einu skýringu á. atviki, sem henni hafði áður verið óskiljanlegt.°Það .hlaut að hafa verið þessi yfirvofandi skilnaður hjónanná, sem hafði orsak- að sund frú Fahlgren. Atvikið vár þá ekki eins óskiljanlegt og þá hafði virzt. Skyldi hún hafa flutzt úr bænum? Það hafði ekkert sézt til baraanna hjá seinni frú Fahlgren. Skyndilega datt Mörtu í hug, að það hefði varla unnizt tími til löglegs skilnaðar og nýrrar giftingar enn -— Seinni frú Fahlgren.hafði ekki beðið eftir þvi. Alfrída hafð fengið atvinnu, en Marta fann ekki til neinnar hreykni yfir þessu vel heppnaða leiðangri. Hún horfði óróleg í ljómandi og von- góð augu Alfrídu, þegar þær skildu. Til hvers hlakkaði hún? Til heiðarlegrar atvinnu, góðrar vistar hjá glæsilegri húsmóður — eða til nýrra ævintýra ? Þegar Marta ætlaði að beygja inn um hliðið heim til sín, kom hún auga á föður sinn og gekk á mótin honum. i „Hefurðu verið á göngu?“ spurði hann vin- gjamlega. „Ekki beinlínis. Eg var að fást við þjóðfélags- lega hjálparstarfsemi.“ „Jæja ?“ . „Það var ekkert glæsileg byrjun.“ Rektorinn hló. „Láttu mig vita, þegar þú heldur fyrsta opin- bera erindið, svo að ég geti hlustað. Marta brosti. „Þú fengir sízt af öllu að hlusta.“ „Hvers vegna?“ „Vegna þess að. þú ert hættulegasti gagnrýn- andinn.“ - Þau vora komin upp tröppurnar. Samtalið hætti að sjálfsögðu, en þau voru bæði brosandi, þegar þau komu inn i anddyrið. "Wi ÁTTUND KAFLI ■ Mats hljóp yfir grasflötina með reikulum, hik- andi skrefum og upprétta handleggi. Hinrik var að vinna í jarðarberjabeði, klæddur sam- festingi og ilskóm. Hilla sat úti og saumaði. Ester, arftaki Sveu, kom gangandi eftir stígn- um með tóma körfu á handleggnum. „Hvað er þetta? Er karfan tóm? Engar nýjar kartöflur, engir tómatar, engin stikilsber?“ „Ivarsson var ekki heima.“ „Sjálfur garðyrkjumaðurinn ....“ „Eg hitti Söru sem -býr í næsta húsi. Hún sagði að hann væri að vinna við kirkjuna, að múra skíraarfontinn." Ester stóð fyrir framan Hillu með hátiðlegan alvörasvip. ,',Nú já, einmitt það ..“ sagði Hilla hikandi. „Hvenær (hélt Sara, að ívarsson yrði-heima?“ „Það verður víst ekki fyrr én skírnarfontur- inn er tilbúinn." „Tekur langan tíma að múra skírnarfont ?“ Hinrik rétti úr sér. ... „Eg býst ekki við að við getum beðið með matinn, þangað til skíraarfonturinn er tilbúinn," sagði hann. < ’ , DAVÍÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.