Þjóðviljinn - 24.08.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.08.1950, Blaðsíða 1
15. árgangur. Fimmtudagur 24. ágúst 1950. 186. tölublað. Flokksfclagar, komið í skrif- stofu Sósíalistafélagsins, Þórs- götu 1 og greiðið flokksgjöld ykkar. Skrifstofan er opin dag- lega frá kl. 10 f.h. til tl. 7 e.h. Stjórnin Ágæt frammistaða Islend- r 1 2. inga á EM-motinu Briissel í n*er i 4x100 á eftir Rússum, Haukur, Pirmbjörn og Gu<5- mundur komusf i milliriSla Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum hófst í gær á Heyselieikvanginum í Bruxelles. Um 25 þúsund áhorfendur voru komnir til að horfa á um 500 keppendur frá 22 löndrnn. Boudoin ríkiserfingi setti mótið. Rétt áður en keppni skyldi hefjast í fyrstu greininni 110 m grinda- hlaupi, gerði þrumuveður og úrhellisrigningu, svo að fresta varð keppninni um 15 mínútur. íslendingarnir sem kepptu í gær stóðu sig framar beztu vonum, Haukur, Finnbjörn og Guð- mundur komust allir í milliriðlakeppni, enníremur íslenzka sveitin í 4x100 metra hlaupi. Finnbjöni og Haukur urðu báðir aðrir í riðlum sínum, hlupu báðir á 11,0. Bezta tíma í 100 metrum hafði Bretinn Grieve 10,6. Guðmundur keppti aðeins við annan mann í 400 metrum og hljóp á 49,8, Eng- lendingurinn Pugh var hinn á 49,8. Bezta tíma í 400 m hafði Wollbrant Svíþjóð 48,8. Pét- ur Einarsson varð sjötti í sínum riðli í 800 metrunum á 1,56,7. Magnús er einnig úr leik. Bezt- an tíma í 800 m hafði Han- senne Frakklandi 1,50,8. Und- anrásarkeppnin í 4x100 metr- unum var mjög hörð. Rússar voru lengi fyrstir, Islendingar aðrir, en Bretar fóru fram úr Framhald 4 7. síðu. „Fyrir friði og hagsæld . . . og kjarnorku- sprengjum" Fulltrúar brezku kratanna á hinu svonefnda Evrópu- þingi í Strassburg hafa sam- ið ávarp, sem aðrir krata- fulltrúar á þinginu hafa sam þykkt. Ávarpi þessu er beint gegn Stokkhólmsávarpinu að því sagt er af upphafsmönn- um þess, og er ekki hægt að skilja það nema á einn veg: að það fari fram á að kjam- orkusprengjunni sé varpað. í þessu ávarpi, sem á að kenna við Strassburg, er lýst stuðningi við allt það sem stuðlar að friði og aukinni hagsæld í heiminum, og jafn- framt við árásir bandarískra flugvéla á varnarlaust fólk í borgum Kóreu. Engin síld — en mikið af ufsa Siglufirði í gærkvöld. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Ekkert veiðiveður hefur verið undanfarið fyrr en í dag. 1 dag var sasmilegt veiðiveður á mið- svæðinu, nokkuð bjart, en í kvöld var kominn austan strekk Ingur og ekki bátaveður eftir klukkan 6. Ekki er vitað að önnur síld hafi sézt í dag en smápeðra austur af Axarfirði, en hún var komin niður áður en bátur- inn náði að kasta á hana. Á austursvæðinu var sæmi- legt veður, en þó þoka fram yfir miðjan dag, en enga síld að sjá. 1 dag hefur hinsvegar verið töluverð ufsaveiði og frá því á hádegi í dag til kl. 8.30 í kvöld bárust S.R. á Siglufirði 3500 mál af ufsa. Vitað er að Framh. á 4. siðu. laflUjaianna á bæi Kóreu bafa kostað 11.583 lífið Utanríkisráéherra Méreu seudir mótmmiitU $3* Útvarpið í Pyongyang skýrir frá því, að 11.583 ó- breyttir borgarar hafi farizt í morðárásum Bandaríkja- ríkjamanna á varnarlausa bæi og þorp Norður-Kóreu, og er þetta nær sjötti hluti þess f jölda, sem fórst í árásum þýzku nazistanna á Bretland á fimm árum. 16.500 hús hafa „vemdarar lýðræðisins” jafnað við jörðu og 11 stór ar verksmiðjur. Þessar tölur ná yfir tíma- bilið frá 2. júlí til 3. ágúst, en allt bendir til, að þær séu miklu hærri nú. Flugvirki af gerðinni B-26 gerðu í fyrradag loftárásir á Inchon, Yongdok, Taejon og 10 aðra bæi í Suður-Kóreu. — Risaflugvirki réðust á Pyong- yang, vörpðu ,80 .Íestum af sprengjum á hana og var ár- angurinn „ágætur“, eins og segir í tilkynningu MacArthurs. Brezkar og ástralskar flugvél- ar taka þátt í þessum morðá- rásum. 8. ágúst sendi utanríkisráð- herra alþýðulýðveldis Kóreu mótmælaskjal til öryggisráðs- ins vegna hinna villimannlegu árása bandarisku flugvélanna, sem ekki skirrast við að skjóta á varnarlaust fólk á götum þorpanna úr vélbyssum. — , .Bandaríkjamenn hafa einsett sér að eyðileggja iðnað Kóreu og leiða þannig ólýsanlegar hörmungar yfir kóresku þjóð- ina, og senda í samræmi við það flugvélar sínar til að eyðileggja iðjuver oe verksmiðjur, sem ekki hafa neina hernaðarlega þýðingu. Þessir glæpir eru allir látnir heita lögregluaðgerðir og eru drýgðir í nafni sameinuðu þjóðanna. Ef öryggisráðið neit- ar að koma í veg fyrir þessi of- beldisverk, mun ábyrgðin fyrir þau ekki einungis hvíla á Banda ríkjunum heldur einnig á öll- um þeim rikjum, sem eiga sæti í öryggisráðinu“. Adenauer krefsf aukins setuliðs og dulbuins hers i Vesfur-Þýzkalandi i Blaðaviðtal sem vekur furðu Adenauer ríkiskanslari Vestur-Þýzkalands hefur látið hafa það eftir sér í blaðaviðtali, sem vakið hefur mikla athygli og furðu, að vestur-þýzka stjómin kysi að setulið vesturveldanna í Þýzkalandi yrði aukið, jafnframt þvi sem Þjóðverjum yrði leyft að koma sér upp „öryggislögreglu“, þ. e. dulbúnum her. Þessar ráðstafanir væru nauðsynlegar, ef Þýzkaland og „önnur lýðræðisríki" ættu að geta varizt „ógnuninni úr austuri“. Er ekki fjarri því, að óljúfar minningar vakni upp hjá mönnum við þessi orð kanslarans. EL B ■ Þrioji i Beikur Þjéðuerjauna Þriðji leikur þýzka liðsins verður í kvöld kl. 7,30 og leik'ur það þá gegn sameinuðu liði Vals og K.K. I gærkvöld var ekki ákveðið hvor þeirra Helga Dan íelsson- ar og Arnar Sigurðssonar yrði í markinu, en að öðru leyti verður liðið þannig skipað, tal- ið frá hægri bakverði: Guð- brandur Jakobsson Val, Guð- björn Jónsson KR, Gunnar Sig- urjónsson Val, Einar Halldórs- son Val, Hafsteinn Guðmunds- son Val, Hörður Óskarsson KR, Sigurður Bergsson KR, Sveinn Helgason Val, Halldór Hall- dórsson, Val og Ellert Sölva- son, Val. Viðtalið hefur einnig sætt harðri gagnrýni. Schumacher leiðtogi sósíaldemókrata í Vestur-Þýzkalandi hefur jafn- vel ráðizt á Adenauer, þó einkum fyrir það, að hann hafi farið á bak við vesturveldin með þessum yfirlýsingum. Talsmaður franska utanríkis- ráðuneytisins lét þess getið í tilefni af þessum ummælum Adenauers, að franska stjórnin væri því andvíg, að Þjóðverjar fengju að koma sér upp her eða hergagnaiðnaði. McCloy hernámsstjóri Banda ríkjanna skýrði frá því í sam- bandi við viðtalið, að sameig- inleg stjórn hermála Vestur- veldanna væri gagnslítil ef Þýzkaland væri ekki haft með í ráðum, og framtíðaráætlanir um hana næðu einnig yfir Þýzkaland. Kuomintang ræðir árás á Kéna Yfirmenn herafla Kuomin- tangklíkurmar, sem situr á Tai- van í skjóli bandarísks flota, komu saman á ráðstefnu í Taipe, höfuðborg eyjarinnar um helgina. Fréttaritarar segja, að þeir hafi rætt um mögu- leikana á innrás á meginland Kina. Er MacArthur, yfirmað- ur herafla Bandarikjanna í Austur-Asíu, var í heimsókn á Taivan nýlega, lýsti Sjang Kai- sék yfir, að bandarisk aðstoð til baráttu gegn alþýðustjórn Kína værj tryggð, Pyongyang: Alþýðu- herinn sækir fram á öllum vígstöðvum Tilkynningar styrjaldaraðila í Kóreu stangast nú mjög á. Herstjórnartilkynning alþýðnhersins sem gefin var út í Pyongy* ang í gær segir að alþýðuherinn sé í sókn á öllum vígstöðvum, einkum þó á suðurströndinni. Öllum árásum bandarísku inn- rásarsveitanna hafi verið hrundið við mikið mannfaii þeirra. 1 herstjórnartilkynningunni var ennfremur skýrt frá því, að herskip Bandaríkjamanna héldu áfram árásum sínum á hafnar- bæi og þorp Kóreu fyrir norð- an 38. breiddarbaug. Banda- ríski tundurspillirinn 726 gerði þannig harðvítuga árás á smá- bæ einn á austurströndinni sem svarað var af strandvirkjum alþýðuhersins með þeim afleið- ingum, að tundurspillirihn var hæfður 27 skotum og varð loks að láta undan síga. Hann lét illa að stjórn og er talið að hann hafi solckið. Pyongyangút- varpið skýrði frá því, að enn hefðu skjöl fallið í hendur al- (þýðuhersins, sem sönnuðu, að Iklíka Syngman Rhees hefði lengi undirbúið árásina á Norð- ur-Kóreu. Sendinefnd frá Suð- ur-Kóreu er nú komin til Py- ongyang til að kynna sér þær- miklu framfarir sem orðið hafa. í landinu á síðustu ánim. Herstjórnartilkynning Banda- ríkjamanna segir að þeir vinni að því að styrkja aðstöði', sína, og sókn alþýðuhersins só h- \r- vetna stöðvuð. Þó er við- urkennt, að honum hafi tekizt að koma talsverðum liVafla yfir Naktongfljót í nágrenni Waegwon, en þar helzt mrg'n- styrkur hans austan fljótsins við

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.