Þjóðviljinn - 29.08.1950, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 29.08.1950, Qupperneq 7
friSjudagur 29. ágúst 1950. ÞJÓÐVILJINN vj: í:.í>t>ri.-v % V ”, ii ð' Aljþýðusambandsst|óriiiii og hagsmunamáflin Á þessum stað tekur blaðið til birtingar smáauglýs ingar um ýmiskonar efni. Þser eru sérstaklega hentugar fyxir allskonar smáviðskipti, og þar sem verðið er aðeins 70 aurar orðið eru þetta lang- samlega ódýrustu auglýsingarnar sem völ er á. Ef þér þuríið að selja eitthvað eða kaupa, taka á leigu eða leigja, þá auglýsið hér. Kaup-Sala Frímerkjaskipti Sendið mér 100 ísl. frí- merki og ég sendi ykkur í staðinn 200 erlend. Jónsteinn Haraldsson, Gullteig 4, Rvík. Húsgögnin frá okkur: Armstólar, rúmfataskápar, dívanar, kommóður, bóka- skápar, borðstofustólar og borð margskonar. Húsgagnaskálinn, Njálsgötu 112. Sími 81570 Kaupum hreinar ullartuskur. Baldursgötu 30. M u n i ð Kafíisöluna í Hafnarstræti 16. Kaupum tuskur Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Daglega Ný egg soðin og hrá Kaffisalan Hafnarstræti 16. Kaupum húsgögn, heimilisvélar, karl mannaföt, útvarpstæki, sjón auka, myndavélar, veiði- stangir o. m. fl. Vöruveltan | Hverfisgötu 59.—Sími 6922 Karlmannaföt — Húsgögn j Kaupum og seljum ný og I notuð húsgögn, karlmanna- j föt og margt fleira. Sækjum — Sendum, Söluskálinn Klappastíg 11. —Sími 2926 Fasteignasölumið- stöðin Lækjargötu 10 B, sími 6530, annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Ennfremur allskonar tryggingar o. fl. í umboði Jóns Finnbogasonar fyrir Sjóvátryggingarfélag íslands h. f. — Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5 á öðrum tímum eftir samkomu lagi. Kaupum — Seljum og tökum í umboðssölu alls- konar gagnlega muni. GOÐABORG Freyjugötu 1 — Sími 6682 Lögfræðistörf Áki Jakobsson og Kristján Eiríksson, Laugaveg 27, 1. hæð. — Sími 1453. Skóvinnustofan NIAISGÖTU 80 annast hverskonar viðgerðir á skófatnaði og smiðar sand- ala af flestum stærðum. Nýja sendibílastöðin, Aðalstræti 16 — Sími 1395 Ragnar ðlafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi. Lög- fræðistörf, endurskoðun, fasteignasala. Vonarstræti 12 — Sími 5999 Húsgagnaviðgerðir Viðgerðir á allskonar stopp- uðum húsgögnum. Húsgagnaverksmiðjan, Bergþórug. 11. — Sími 81830. Lokað til 31. ágúst SYLGJA Laufásveg 19. — Sími 2656 Látið okkur gera gamlar sængur og kodda sem nýja. Fiðurhreinsun Hverfisg, 52. Sími 1727. Fpamhatj! af 5. siðu. islækkunarinnar“, en hvað það þýðir í reynd þekkja allir laun- þegar. Kauprán gengislækkun- arinnar er að leiða sárustu.fá- tækt og allsleysi yfir þúsundir alþýðuheimilá. Það er sú „vin- samlega framkvæmd gengis- lækkunarinnar" sem hvert laun þegaheimili landsins þekkir af reynslunni. Nú verður ekki lengur komist af með fögur fyrirheit og orðagjálfur sam- bandsstjórnar, hversu fegin sem hún vildi sættá alþýðuna :áfram við slíkt. Ekkert nema órofa eining verkalýðsins og falslaus for- ganga heildarsamtakánna í bar áttunni fyrir því að rétta skert an hlut launastéttanna getur tryggt alþýðusamtökunum sig- ur. Afturhaldið hefur skapað sér þá vigstöðu með beinum stuðningi og atfylgi sambands- stjórnar að á öllu þarf að halda eigi kaupgjaldsbarátta verka- lýðsfélaganna að verða sigur- sæl og skila þeim árangri sém nauðsynlegur er eins og nú er komið máliun. Tækifæri sem verkalýðurinn má ekki láta ganga sér úr greipum Fari hinsvegar svo, sem sterkar líkur benda til, að stjórn afturhaldsins í A.S.I. taki að nýju upp samninga við gengislækkunarstjórnina um „vinsamlega framkvæmd geng- islækkunarinnar“, láti hún sér nægja ódýr og loðin loforð rík- isstjórnarinnar um „viðleitni í þá átt að halda vöruverðinu í skefjum“ (sbr. Alþbl.) og semja við hana um einhverjar gagnslausar smánarbætur á þessum forsendum, þá kemur til kasta sambandsfélaganna og meðlima þeirra. Þá verður sam- bandsstjórn svörtu samfylking- arinnar frá 1948 orðin alþýð- unni það 'kostnaðarsöm, að raunhæfasta og nauðsynlegasta átakið í hagsmunabaráttu verkalýðsins verður það, að gera ráðstafanir sem duga til þess að losa heildarsamtökin undan fargi atvinnurekenda- þjónanna, í núverandi sam- bandsstjórn, sem hafa stuðlað að og liðið stórfeldari rýrnun á kaupi og kjörum allra laun- þega í landinu s.l. tvö ár en átt hafa sér stað á nokkrum öðr- um sambærilegum tíma frá því að verkalýðssamtökin hófu starfsemi sína. Þetta tækifæri gefst alþýðunni í kosningunum til 22. þings Alþýðusambands- ins, sem fram eiga að fara í haust. Velferð og framtíð verka lýðssamtakanna og afkoma ís- lenzkrar alþýðu um ófyrirsjá- anlegan tima getur oltið á því að íslenzkur verkalýður láti það tækifæri, sem þá gefst til þess að endurheimta yfirstjórn sam taka sinna ekki ganga sér úr greipum. Guðmundur Vigfússon. KvÓIdskó!iK.F.U.M. Framhald af. 8. síðu. kenndar: ísiehzlfa, ’ danska, enska, kristin fræði, reikningur, bókfærsla og handavinna (námsmeyjum) í byrjunardeild- unum, en í framhaldsdeildinni er auk þess kenndur upplestur (framsagnarlist) og íslenzk bókmenntasaga. Umsóknum um skólavist verð ur eins og áður veitt móttaka í nýlenduvöruverzluninni Vísi á Laugavegi 1 frá 1. sept. og þar til skólinn er fullskipaður að því marki, sem hið takmark- aða húsrúm hans setur hon- um. Er fólki eindregið ráðiagt að innrita sig sem allra fyrst, því að ólíklegt er að unnt verði að Verða við öllum inntöku- beiðnunum, en nemendur eru á- vallt teknir í skólann í þeirri röð, sem þeir sækja. Fólk er að gefnu tilefni beð- ið að athuga, að kvöldskólinn verður settur í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg mánudag- inn 2. okt. kl. 8,30 síðd. stund- víslega. Eiga allir þeir, sem sótt hafa um skólavist, að koma til skólasetningarinnar eða aðstandendur þeirra, svo og þeir, sem kunna að hafa ver- ið skrifaðir á biðlista vegna mikillar aðsóknar. Verða þeir síðarnefndu þá teknir í skól- ann, eftir því sem rúm leyfir, ef enginn mætir við skólasetn- ingu fyrir hönd þeirra, sem fengið höfðu loforð fyrir skóla- vist. Kennsla mun væntanlega hefjast fimmtudaginn 5. okt. Svik JII fiýðnfiokksbrsdtlanna Framhald af 8. síðu. framleiðslugjald o. fl. nr. 22 1950.“ Sigurður Guðgeirsson kvaðst styðja tilmæli Alþýðusambands stjórnarinnar um að samning- um félagsins yrði sagt upp og rökstuddi nauðsyn þess vegna aukinnar dýrtiðar, launaráns o. fl. Lagði hann sérstaka áherzlu á einingu Alþýðusambandsfé- laganiia í baráttu fyrir bættum kjörum og að prentarafélagið mætti undir engum kring- umstæðum skerast úr leik og veikja þar með aðstöðu ann- arra sambandsfélaga í barátt- unni fyrir bætíum kjörum. Fulltrúar gengislækkunar- stjórnarinnar fluttu dagskrár- tillögu um að vísa tillögu Sig- urðar frá og var dagskrártil- lagan samþykkt. Þeita gamla félag, Hið ís- lenzka prentarafélag, sem löng- um hefur verið litið á sem eitt af forustufélögunuin, og sem á sér glæsilega baráttusögu að baki, hefur nú skorizt úr leik í sameiginlegri baráttu vérka- lýðsins. Með samþykktinni að bregðast í sameiginlegri bar- áttu verkalýðsins hefur verið settur blettur á sögu þess. Framkoma Alþýðuflokksfor- ustumannanna í prentarafélag- inu sýnir hinsvegar greinilega að Alþýðuflokkurinn meinar ekkert með fögrum orðum um bætt kjör. Hann ætlar einungis að tala fagurt, mótmæla vísi- töluskerðingu, semja síðan við gengislækkunarstjórnina um „vinsamlega framkvæmd geng- islækkunarlaganna" og setjast síðan sjálfur inn í sjálfa gegns- lækkunarstjórnina til þess að Alþýðuflokksforustan geti á- fram lifað prugg á bitlingun- um hjá gengislækkunarstjórn- inni — meðan kjör þess al- mennings sem forustan hefur svikið, fara hríðversnandi. Sjómevm immu engan bilbug sýna Framhald af 3. síðu en hásetinn, þó hann hafi unn- ið 112 stundir sem er eins og allir sjá upp undir þrisvar sinn um lengri vinnuvika og finnst mér að menn mættu gjarnan ræða þetta mál meira á þess- um grundvelli. I þessari deilu munu sió- 'menn enga linkind sýna. Þeim J er það öllum fullljóst að það er vafasamur greiði viö þjóðfélag- ið að láta hafa sig að ginning- (arfíflum bæði hvað snertir að láta þræla sér út með forneskju legum vinnuháttum og í því að láta bjóða scr lífskjör sem ekki eru sambærileg við aðra þegna þjóðfélagsins sem vinna hliðstæð störf. Sé ekki hægt að koma þessu saman svo að allir megi vcl við una þá veroum við að sætta okkur við þá stað reynd að það borgar sig ekki að vciða fisk til útflutnings sem verkaður er í salt og ís eins og undanfarið hefur verið gert og verða þá hinir vísu ^ráðamenn okkar að leggja Iiöf- uðin í bleyti og finna nýjar leið- til gjaldeyrisöflunar fyrir þjóð okkar. i G. Sigurðsson Jaröarför mannsins míns, fööur og tengda- fööur, íóms íóbaimssoHas, fer fram frá Kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 31. þ. m. kl. 1,30 e. h. Rósa Finnbogadóttir, Karlotta og Eggert ísdal.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.