Þjóðviljinn - 02.09.1950, Síða 1

Þjóðviljinn - 02.09.1950, Síða 1
EF.R. Skálaferð í dag klukkan 2 e. li. Skálastjórn. 15. árgangor. Laugardagnr 2. september 1950 194. tölublað. milljónum króna í erlendum gjaldeyri hefur nú verið kastað á glæ vegna andstöðu útgerðarauðvaldsins við rétt lætiskröfur sjómanna um mannsæmandi hvíld og sóma samleg lífskjör. Á sama tíma segja skýrsl- ur að útflutningur Ivvfi fyrstu sjö mánuði ársins aðeins numið 208 milljónum en var á sama tíma í fyrra 295 millj. og í hitteðfyrra 427 milljónir. Á sama tíma liggja í landinu 8000 tonn að hrað- frystum þarskflökum sem Bjarni Benediktsson hefur, gefizt upp við að reyna að selja, þótt hann banni öllum öðrum að reyna sölu. Á sama tíma stendur fs- lendingum til boða frjáls- marítaft'ur í Þýzkalandi fyrir 20.000 tonn af ísfiski. Hversu lengi ætla fslend- ingar að þola þessa glæp-i samlégu óstjórn? Frakkar vilja ekki lengja herskyldu Fréttaritarar hafa eftir tals- manni Frakklandsstjómar að hún hafi alls ekki í hyggju að fara að dæmi Breta og lengja herskyldutímann, sem er nú eitt ár. Sagði talsmaðurinn, að vopnaverksmiðjur Frakklands kæmust ekki yfir að framleiða nema fyrir þarfir þess herafla, sem fengist með núverandi her- skyldutíma. Kanada þvær hendur sínar af Taivan-ævintýri Trumans Lester Pearson utanrikisráð- herra Kanadastjómar hefur iýst yfir, að Kanadastjóri vilji engan hlut eiga í hernámi Bandaríkjamanna á kínversku eynni Taivan og því síður hjálpa til að reyna að hefja Sjang Kaisék til valda í Kína á ný. Pearson kvað Kanada einnig andvígt bandarískum kröfum um „fyrirbyggingar- styrjöld" og myndi ckki láta afskiptalaust er aðrir bæru þær fram. Formenn Dagsbrúnar, Þróttar og Verkamannaíélags Akureyrarkaupstaðar lysa yíir: Alþýðusambandsstjóm ber ein alia ábyrgð á jrví ú kjararýmun gengislækkunarmnar kefur ekki fengizt bætt Feilum frá fulitrúakjön aila forsvarsmenn núver- andi stjómar Alþýðusambandsins Sigurður Guðnason formaður Dagsbúnar, Gunnar Jóhannsson formaður Þróttar og Björn Jónsson formaður Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar hafa sent frá sér eft- irfarandi Yfirlýsingu: ,,Vegna framkomu stjórnar Alþýðusam- bands íslands í launamálum verkalýðsfélag- anna undanfarið viljum við undirritaðir lýsa yfir eftirfarandi: Með bréfi dags. 22. júlí s.l. hvatti stjórn ASÍ öll sambandsfélög til að segja upp samningum ,,til þess að fá uppborna þá kjararýrnun, sem alþýða manna hefur orð- ið fyrir af völdum gengislækkunarinnar“. Daginn áður hafði Helgi Hannesson, for- seti ASÍ, lýsti yfir í Alþýðubl. baráttu verk- lýðsfélaganna til þess að fá uppborna ,,alla þá kjararýrnun, sem gengisfellingin hefur orsakað* . Þann 22. júlí barst stjórn ASÍ fyrsta áskorunin um að halda ráðstefnu verkalýðs- félaganna til þess að undirbúa þessa bar- áttu á landsmælikvarða, móta kröfurnar, tryggja samheldnina og velja sameiginlegan tíma og yfirstjórn. Þrátt fyrir samskonar áskoranir margra helztu verkalýðsfélaga landsins hefur stjórn ASI þverskallazt við þeim og ekki einu sinni svarað viðkomandi aðilum. I stað þess að vinna ötullega að því að treysta einingu og baráttuþrótt verkalýðs- ins, hefur stjórn ASÍ haldið að sér höndum Með því að hundsa kröfuna úm ráðstefnu, með aðgerðaleysi sínu, með því að hafa ekkert samráð við félögin um sameiginleg- ar kröfur né annað, lamaði hún baráttuvilja verkalýðsins og tvístraði honum. Þegar sýnt var að stjórn ASÍ ætlaði að bregðast samstarfi félaganna, tilkjmntum við henni það álit okkar- að ekki mætti lengur dragast að ákveða aðalkröfur félag- anna og að við teldum 30% kauphækkun vera lágmarkskröfu. En þvert ofan í allar fyrri yfirlýsmgar sínar hefur stjórn ASÍ nú lýst vfir fullu sam- þykki sínu við hin nýju bráðabirgðalög rík- isstjórnarinnar, lýst, ástæðurnar fyrir samn- ingsuppsögn brottfallnar og skorað á félög- in að framlengja samninga sína óbreytta. Þrátt fyrir alla þessa framkomu stjórnar ASI er það skoðun okkar, að unnt hefði ver- ið með samstilltu átaki allra þeirra rúmlega 40 félaga, sem sagt hafa upp samningum, en í þeim hópi voru flestöll fjölmennustu og þýðingarmestu verklýðsfélög landsins, að heyja sigursæla kaupgjaldsbaráttu gegn kaupráni gengislækkunarlaganna. Frá þessu áliti okkar skýrðum við stjórn ASI á fundi hennar 30. ágúst sL, en á þeim fundi samþykkti hún að fallast á bráðabirgalögin og aflýsa deilunum. Af því, sem að framan greinir- er 1 jóst: Að stjórn ASÍ hefur algerlega brugðizt eigin yfirlýsingum um að fá uppborna launaskerðingu gengisfellingarinnar. Að stjórn ASI hefur með yfirlýsingu sinni sætt sig við gengislækkunarlögin og launaskerðingu þeirra og því raunveru- lega samið um kauplækkun. Að stjórn ASÍ hefur lamað samtökin, vegið aftan að þeim með samningum sín- um við ríkisstjórnina og hindrað sameig- innlega kaupgjaldsbaráttu þeirra. Að verkalýðurinn getur ekki treyst slíkri sambandsstjórn til að fara áfram með málefni heildarsamtakanna. Við lýsum allri ábyrgð á hendur stjórnar ASl á því, að verkalýðurinn hefur ekki að þessu sinni fengið bætta kjararýrnun geng- islækkunarinnar. . . Enda þótt við álítum, að með þessum að- gerðum sínum hafi sambandsstjórn hindrað sameiginlega kaupgjaldsbaráttu verkalýðs- félaganna eins og sakir standa, teljum við óumflýjanlegt, að verkalýðurinn búi sig undir nýja sameiginlega sókn til að rétta hlut sinn gagnvart kaupráni gengislækkun- arlaganna. Við álítum, að fyrsta og nauðsynlegasta sporið í þessa átt sé það, að verkalýðurinn skipti um forystu í Alþýðusambandi íslands. Við skorum því á verkalýð alls landsins að undirbúa nú þessa sókn á vettvangi verklýðsfélaganna um land allt. Við heitum á alla einlæga verklýðssinna, á alla andstæð- inga gengislækkunarinnar að gera næsta þing ASl að barátfcuþingi íslenzka verka- lýðsins með því að fella frá fulltrúakjöri alla forsvarsmenn núverandi sambandsstjórnar, en kjósa fulltrúa, hvar í flokki sem ^ir annars standa, sem vil.ia skapa Alþýðn- sambandinu nýja sambandsst jórn, verkalýðurinn geti borið fullt traust '-1 ^rr sem er fær um að leiða réttláta barátlu 1 i- fyrir bættum Iífskjörum fram til sigurs.“

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.