Þjóðviljinn - 28.09.1950, Blaðsíða 5
Fiinmtudagur 28. sept, 1950.
ÞJÖÐVILJIN N
B
Sjómannafélagi númer ...:
Þar við liggur heiður okkar
Margt hefur verið ritað og
rætt um yfirstandandi kjara-
deilu sjómanna, því hún er fyrir
margra hluta sakir alveg ein-
stök í sinni röð.
Útgerðarmenn hafa sýnt
meira ábyrgðarleysi en nokkru
sinni áður og með fjandskap
sínum við sjómenn rænt úr
þjóðarbúinu allt að 70 milljón-
um króna dýrmæts gjaldeyris.
Er auðsætt að slíkir menn eru
sizt verðir þess trúnaðar, að
hafa undir höndum afkasta-
mestu framleiðslutæki þjóðar-
innar.
Er þá næst að líta á hlut sjó-
mannasamtakanna í þessu máli
og getur þá engum sanngjörn-
um manni blandazt hugur um
að 12 stunda hvíld sem sannað
fer að skerðir að engu leyti hag
útgerðarinnar nema síður sé og
nokkur kjarabót frá því sem
var að öðru leyti, er óumdeilan-
legt sanngirnismál.
Hins vegar verður það ekki
dulið fyrir augum heilskyggnra
manna, hvað sem sagt er, að
stjórn Sjómannafélags Reykja-
víkur varð á hrapaleg yfirsjón
er hún hafnaði tilboði útgerðar
manna um karfaveiðasamning
með kjörum er gilt hafa á Ak-
ureyri og Neskaupstað, þvi
sannanlegt er að sá samningur
hefur fært sjómönnum þar að
jafnaði 3500—4000 króna kaup
á mánuði eða 10 500—12 000 kr.
þrjá síðastliðna mánuði.
En þótt hver eyrir sé nú
mikils virði vinnandi mönnum
eru þó þessar 10—12 þúsund
krónur ekki aðalatriðið í þessu
máli heldur hitt: að með þess-
ari ráðabreytni stjórnar Sjó-
mannafélags Reykjavíkur var
tími til verkfalls valinn betur
fyrir kaupkúgunarmennina í
hópi útgerðarmanna heldur en
sjómenn.
Um þetta er vissulega það
að segja, að öllum getur yfir-
sézt. En hvernig stjórn Sjó-
mannafélagsins hefur brugðizt
við gagnrýni sjómanna á þess-
ari yfirsjón, sem allir sjá, er
frá mínum bæjardyrum séð al-
varlegasta hlið málsins. En við
bragð hennar hefur verið það,
að hylja eigin yfirsjón í reyk-
skýi ásakana og óhróðurs um
forystumenn annarra sjómanna
félaga, er sýnt hafa meiri hag-
sýni í félagsstarfi sínu en for-
ystumenn Sjómannafél. Réykja-
víkur.
Ég hefi nú bráðum verið tutt
ugu ár í Sjómannafélagi Reykja
víkur enda þótt ég hafi ekki
verið á sjó síðustu tíu árin,
jafnan haft mig litið í frammi
þegar deilt hefur verið milli
hægri og vinstri, enda ekki
hneigður fyrir pólitískar deilur.
Aftur á móti hafi ég þótzt hafa
opin augu fyrir því hvað vel
eða illa hefur verið gert í fé-
lagi mínu.
. Veturinn 1949 þótti mér til
dæmis mjög miður farið þegar
stjórn sjómannafélagsins tók
þvert fyrir alla samvinnu við
fulltrúa sjómannasamtakanna
úti á landi með þeirri óvitur-
legu röksemd, að þeir væru
„kommúnistar“ en varð svo
sjálf, en ekki þeir, uppvís að
því að hafa lagt fyrir útgerð-
armenn samningsuppkast er
ekki var hægt að nota sakir
vansmíða. Og framkoma henn-
ar öll gagnvart sjómönnum í
félaginu fannst mér þá vera
þannig að ekki væri sæmandi
öðrum en yfirlýstum andstæð-
ingum, svo ég ekki fari að rifja
upp aðferðina sem hún notaði
til að þvinga fram ómyndar-
samninga þá er sagt var upp r
vor.
Hneykslanleg og ógleyman-
leg var framkoma stjórnar
Sjómannafélags Reykjavíkur og
allra fulltrúa þess á síðasta
sambandsþingi, er þeir beittu
sér gegn samþykktinni um 12
stunda hvíld á togurunum.
Þeir geta ekki borið við þekk-
ingarleysi og fávitaskap í þessu
máli eins og bændafulltrúarnir
sem þar voru.
Af sama toga finnst mér
spunnin framkoma hennar í
allsherjaratkvæðagreiðslunni
við stjórnarkjörið í fyrra:
að meira sjómönnum afnot
af kjörskrá í eigin stéttarfélagi
að neita sjómönnum um að
fylgjast með kjöri og vinna að
kosningu löglcga framborins
lista.
að neita sjómönnum sem
stiilendum síns eigin lista um
að hafa fuiltrúa við talningu at-
kvæða
en Ioka sjálfa sig inni í skrif
stofu félagsins með „kjörskrá“
atkvæðakassa og við að skipu-
leggja kosningu sjáifrar sín á
meðan sjómenn þessa sjó-
mannafélags eru lokaðir úti.
Allt þetta er svo einstakt í
sinni röð, að erfitt er í svip að
gera sér þess grein að hér sé
að verki stjóm sjómannafélags.
Að sjálfsögðu kærðu sjó-
menn þetta athæfi fyrir Al-
þýðusambandinu, en fengu ekki
annað en samþykki við svívirð-
ingunni hjá þeirri sambands-
stjórn, sem okkur er nú boð-
ið upp á að endurkjósa næsta
laugardag og simnudag.
Allir sjá að þáttur stjórnar
S. R. í yfirstandandi deilu er
markaður sama heimóttar-
skapnum og rangsnúðnum £
garð sjómanna sem fyrr, að
viðbættri óvenjulega mikilli við
leitni hennar til að sýnast anií
að en hún er í augum kjósenda
á sambandsþing.
Mér er það ljósara nú eir
nokkru sinni áður að núverandi
ráðamenn sjómannafélagsins og:
hin spillta klíka hennar ala von.
ir um að geta notið atfylgis
míns og annara sjómannafé-
laga sem komnir eru í1 land til
að bera sjóínenn atkvæðum £
Sjómannafélagi Reykjavíkur
við fulltrúakjörið á sambands-
þing og koma aftur til valda
í heildarsamtökunum túkall-
sviikurunum, sem lögðu blessun
sína yfir svívirðinguna í garð
sjómanna við stjórnarkjörið £
fyrra, í trausti þess að við sé-
um komnir það langt úr tengsl
um við fortíðina á sjónum og
hina virku sjómannastétt að
hægt sé með skrilslegum upp-
hrópunum um „kommúnisma"
að smala okkur sem grýluhrædd
um börnum á kjörstað og fá
okkur til að vega að málstað
sjómanna í þeirra eigin félagi.
Eg tel mér heiður að því að
vera í félagi sjómanna en tel
minn heiður þar við liggja, að
Framh. á 7. síðu
^JJÁLFRELSI, prentfrelsi,
skoðanafrelsj og félaga-
frelsi hefur verið afnumið í
Bandaríkjunum með iögum um
„eftirlit með undirróðursmönn-
um,“ sem öldungadeildin sam-
þykkti endanlega s.l. sunnu-
dag. Með þeim eru ákveðnar
stjórnmálaskoðanir lýstar ólög
legar og háar sektir og margra
ára fangelsisvist iögð við því
að stofna samtök til að koma
þessum skoðunum fram og
flytja þær i ræðu eða riti. Ut-
lendum mönnum, sem aðhyllast
eða hafa einhverntíma aðhyilzt
þessar skoðanir er bannað að
stíga fæti á land í Bandaríkj-
unum og fyrirskipað að gera
landræka þá, sem þegar dvelja
þar og þessar skoðanir aðhyll-
ast. Ekki nóg með það, heldur
skulu settar á stofn fangabúðir
til að geyma í þá útlendinga,
sem ekkert ríki viil taka við
en eru fundnir sekir um að
ala í brjósti óamerískar skoð-
anir. Hvenær sem ríkisstjórn-
inni þólinast að lýsa yfir hættu
ástandi, skal einnig varpað í
fangabúðir þeim bandariskum
ríkisborgurum, sem aðhyllast
hættulegar skoðanir. Sendi-
menn erlendra ríkja, sem þess-
ar sömu skoðanir aðhyllast,
skulu reknir úr landi. Allir
meðlimir Kommúnistaflokks
Bandaríkjanna og stjórnarmeð
limir og starfsmenn allra ann-
arra samtaka, sem þriggja
manna nefnd kann að úr-
skurða, að séu undir áhrifum
kommúnista, skulu skyldaðir
til að láta skrásetja sig á svart
an lista yfir óameríska einstakl
inga eða þola ella sektir og
LýSrœSisgríman fellur
fangelsi. Pólk sem aöhyllist ó-
amerískar skoðanir, er svipt
rétti til að gegna opinberum
stöðum og bannað er að gefa
þvi vegabréf til ferðalaga úr
landi.
K
ÚGUNARLÖGIN, sem af-
Bandaríkjunum eiga sér langa
forsögu. Frumvarp í sama
anda og þessi nýju lög fluttul
fyrst tveir republikanar úr ó-
amerísku nefndinni illræmdu,
þeir Mundt og Nixon. Prum-
varp þeirra dagaði uppi en var
borið fram á ný og sigldi loks
hraðbyri gegnum báðar deildir
þingsins nú í sumar og haust.
Ofsóknaræðið var svo magnað,
að einungis örfáir menn í
hvorri deild dirfðust að hreyfa
andmælum. Truman forseti
neitaði að undirrita frumvarpið
og benti réttilega á, að það
gæfi yfirvöldunum víðtækt vald
til að skerða málfrelsi manna,
fæli ríkisstjórninni eftirlit með
hugsunum borgaranna og væri
í einu orði sagt óframkvæman-
legt. Auk þess sagði Truman,
að það myndi vekja andúð á
Bandaríkjunum erlendis og
hafði þar vafalaust lög að
mæla. Ýmislegt bendir þó til,
að forsetanum hafi ekki verið
jafnt leitt og hann lét að sjá
kúgunarlögin samþykkt. Það
var boðskapur frá honum um
„verndun innanlandsöryggis
Bandarikjanna," sem losaði
kúgunarlagafrumvarpið úr
KARL MUNDT
öldungadeildarmaður frá Suður
Dakota og frumkvöðull kúgun-
arlaganna.
nefnd, og talsmenn Trumans
á þingi, sem fylgja boði hans
og banni, þegar forsetinn vill,
reyndu síður en svo að bregða
fæti fyrir frumvarpið. Þvert
á móti reyndu þeir með öllum
ráðum að greiða götu þessa
frumvarps, sem forsetinn yfir-
boðari þeiri'a sagðist vera and
vígur, enda var neitun hans á
staðfestingu hrundið með mikl-
um atkvæðamun.
yfirborðinu er látið heita
svo að kúgunarlögunum
sé beint gegn kommúnistum,
en í raun réttri eru þau til-
ræði við öll þau öfl í Banda-
ríkjunum, sem á einhverju
sviði berjast fyrir framförum
og frelsi almennings. Hver þau
samtök, sem i einhverju máli
eiga samleið með kommúnist-
um, eiga á hættu að vera lýst
undir áhrifum kommúnista og
ofsótt samkvæmt lögunum.
Kommúnistar berjast fyrir
jafnrétti svertingjum til handa
og nærri má geta, að hinn fjöl
menni hópur talsmanna kyn-
þáttakúgunarinnar á Banda-
ríkjaþingi greip fagnandi tæki
færið til að setja lög, sem gera
mögulegt að fá alla þá, sem
berjast gegn kynþáttakúgun,
lýsta kommúnista og svipta al-
mennum mannréttindum. Sama
máli gegnir um verkalýðsfélög
in. Eitt af þeim atriðum, sem
kúgunarlögin mæla fyrir um
að teljast skuli sönnun um að
félag sé kommúnistiskt eða
undir áhrifum kommúnista, er
ef meðlimaskrám þess er hald-
ið leyndum. Talsmenn verka-
lýðssambandanna bandarísku
hafa bent á, að verkalýðsfélög
standi uppi varnarlaus fyrir á-
rásum fjandsamlegra atvinnu-
rekenda, ef þau birti meðlima-
skrár sínar, en geri þau það
ekki eiga þau á hættu að vera
ofsótt samkvæmt kúgunarlögun
um nýju. Sá þingmeirihluti á
Bandaríkjaþingi sem varði
Taft-Hartley þrælalögin einsog
sjáaldur auga síns eftir kosn-
ingarnar 1948 hefur vafalítið
grátið þurrum tárum þótt kom-
ið væri höggi á verkalýðshreyf
inguna í heild undir því yfip-
skini að verið væri að klekkja
á kommúnistum einum.
•^TERKALÝÐSSAMBÖNDIN
og frjálslynd, borgara-
leg samtök, sem hafa reynt að
kaupa sér grið fyrir ofsóknar-
æði afturhaldsins með því að
taka þátt í árásunum á komm-
únista, uppskera nú einsog þau
hafa sáð. Æðinu, sem þau hafa
hjálpað til að magna er beint
gegn þeim sjálfum. Truman
forseti, sem nú þykist harma
skerðingu á frelsi og lýðræði,
undirbjó jarðveginn fyrir kúg-
unarlögin með tilskipun sinni
22. marz 1947 um brottrekstur
fólks með óamerískar skoðanir
úr opinberum stöðum. Kúgun-
arlögin bandarisku bera tegund
arhrein einkenni fasismans,
einsog heimurinn hefur kynnzt
honum frá Þýzkalandi, Italíu
og Spáni, Kúguninni er í orði
kveðnu beint gegn kommúnist-
um, en í verki gegn öllum, sem
dirfast að standa í vegi fyrir
sótsvörtu ofstæki kynþáttakúg
aranna og gróðafíkn peninga-
valdsins. Fordæmi Hitlers og
Mussolinis er fylgt út í yztu
æsar, meira að segja svo ná-
kvæmlega, að fangabúðavist er
búin fólki, sem ekkert hefur
brotið af sér, annað en að að-
hyllast skoðanir, sem valdhöf-
unum gezt ekki að. Eftir sam-
þykkt þessara laga getur það
engan blekkt lengur þótt mál-
svarar bandaríska auðvaldsins
sveipi sig skikkju lýðræðis og
frelsis í áróðri sínum. Kúgun-
arlögin hafa svipt af þeim
blæju hræsninnar og sýnt öll-
um heimi grett trýni trylltrar
auðstéttar, smetti fasismans.
M. T. Ó.
/tfWWWWWVWWWWWWWWWWWWWVW WWtfWWVVWW^WWVWWWVNftWftWVVVVVW rfwwy|wi|yvwwwwwwwiwviwiwwviw,y,wvw,w,wiwiu,w,vwwi,wiw|i;'