Þjóðviljinn - 30.09.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.09.1950, Blaðsíða 1
15. árgangar. Laugardagur 30. sept. 1950. 217. tölublað. HvaS ei auglýsS í SMÁMJGLÝS- INGADÁLKNUM í dag SléHiiiiiafélagskosDinprni- ar hefjast á morgun S|ómannalélagsst|órniii kafilar lista sjó- manna 9,verkfallsbrjótalista*f! — Ilisn mun fá eftirmmnilegt svar Allsherjaratkvæðagreiðslan í Sjómannafélagi Reykja- víkur hefst á morgun og stendur í þrjá daga. Verða greidd, atkvæði í skrifstofu félagsins, Hverfisgötu 8—10, kl. 1—10 á morgun, en kl. 2—10 á mánudag og þriðju- dag. Listi sjómanna er B-listi. Var umboðsmönnum hans afhent kjörslírá í gær. Alþýðublaðið, málgagn þess lista sem nú er borinn fram í beinni samvinnu við útgerðarauðvaldið, heilsar sjómamialistanum með sérstæðu móti í gær. Það talar í foriistugrein um „það hneyksli, að verkiallsbrjótaxnir skuli nú bjóða Sjómannalélagi Reykjavíkur upp á sérstakan lista við fulltrúakjörið á Alþýðu- sambandsþing". „Verkfallsbrjótarnir“, það eru þeir menn sém nú hafa háð þriggja mánaða verkfall við útgerðarauðvaldið, hinir starfandi sjómenn sem milljónaraklxka Roykjavíkur er að reyna að kúga til hlýðni með svipu fátæktarinnar. Þessa menn leyfir málgagn atvinnurekendaþjónanna sér nú að ávarpa með svívirðingum á sama hátt og Morgim- blaðið, Tíminn «og Vísir. Hin sameiginlega yfirstjórn leynir sér ekki. Sjómannalistinn — B-listinn — er skipaður þessum mönnum: Aðalfulltrúar: Einar Guðmundsson, Hvg. 74, m. b. Helgu Hreggviöur Daníelsson, Hávallag. 51, b.v. Geir Karl Sigurbergsson, Úthl. 4, m.b. Skiða Guðni Sigurðsson, Gren.22, b.v. Garðari Þorsteinss. Jón Halldórsson, Laufholti, Ásveg, b.v. Aski Erlingur Klemensson, Hagam. 22, m.b. ísleifi Guðmundur Pétursson, Seljaveg 3, b.v. Goðanesi Ámi J. Jóhannsson, Sogaveg 116, m.s. Straumey Þorsteinn Þorsteinsson, Fálk. 18, b.v. Jóni forseta Bjarni Bjarnason, Kambsveg 7, b.v. AsM Diðrik Jónsson, Kirkjut. 11, b.v. Hvalfelli Ketill Pétursson, Tjarn. 28, b.v. Garðari Þorsteinss. Einar Ólafsson, Ásvallag/ 53, m.b. Helgu Guðmundur Magnússon, Gren. 36, b.v. Ingólfi Arnars. Einar Hafberg, Hraunt. 24, m.b. Skálafelli Jón Gíslason, Þverveg 40, Hval I. Varafulltrúar: Enok Ingimundarson, Hjallaveg 50, m.b. Nönnu Guðlaugur Þorsteinsson, Hringbr. 54, b.v. Aski Björgvin Þórðarson, Fjólug. 25, b.v. Jóni Þorlákss. Hólmar Magnússon, Mikl. 64, m.s. Rifsnesi Ferdinant Söebeck, Sólvallag. 55, m.b. Helgu Lúðvík Dagbjartsson, Hringbr. 97 Sigurður Bárðarson, Bergþg. 2, b.v. Jóni forseta Gústaf Einarsson, Hvg. 59, b.v. Venusi Magnús Guðjónsson, Hoft. 44, b.v. Geir. Guðmundur Elías Símonars., Hringbr. 84, b.v. Jóni f. Halldór Stefánsson, Laugat. 40, b.v. Búðanesi Ólafur B. Ólafsson, Bræðr. 4, b.v. Fyllci Ólafur Sigurðsson, Hverfisg. 108, m.s. Esju Pétur Stefánsson, Grjótag. 9 b.v. Garðari Þorsteinss, Ásgrímur Guðjónsson, Grund. 11, b.v. Bjarna riddara Jóhann Jónsson, Ásvallag. 10, b.v. Egill Skallagrímss. Allir sjómenn og a,llir þeir aðrir sem vilja eíla styrk sjómannasamtakanna munu sameinast um að tryggja þessum lista sigur og geía útgerðarmanna- þjónunum verriuga hirtingu. er Kosning fulltrúa tll Alþýðu- sambandsþings hefst í Sveina- félagi skipasmiða í dag kl. 2 e. h. og stendur til kl. 10 í kvöld og heldur áfram frá 2 tií 10 e. h. á mórgurt; • Listi skipasmiða er A-listi. Fulltrúaefni hans er Sigurður Þórðarson, hinn þrautreyndi formaður félagsins sem árum saman hefur staðið öruggan vörð um hagsmuni félagsins, maður sem allir skipasmiðir vita að aldrei muni bregðast hagsmunum þeirra. Varamaður hans er Helgi Arnlaugsson. 1 félaginu er einnig borinn fram kauplækkunarlisti atvinnu rekenda og er hann B-listi, skipaður Daníel Þorsteinssyni og Jóni Óskarssyni til vara. Listi Þróttarfeíl stjóra er FuIItrúakosning til Alþýðu- sambandsþings hefst í Vöruhíl- stjórafélaginu Þrótti í dag kl. 1 e. h. og stendur til kl. 9 í kvöld. Á morgun heldur kosn- ingin áfram frá kl. 1 til 9 é. h. Listi Þróttarbílstjóra er B- listi, skipaður þeim Einari Ög- mundssyni, Sveinb. Guðlaugss. og Tómasi Sigvaldasyni, sem allt eru menn er ötullega hafa barizt fyrir hagsmunum vöru- bílstjóra, m. a. á síðasta Alþýðu sambandsþingi. Húsgagnasmiðir kjósa sameÍRÍngar mann á þing A.S.Í Á fundi Sveinafélags hús- gagnasmiða í gærkvöldi var Guðmundur Samúelsson í einu hljóði kjörinn fulltrúi félags- ins á Alþýðusambandsþing. — Varafulltrxii var kosinn Bolli A. Ólafsson, einnig með sam- hljóða atkvæðum. Tiiganguriim með striðinu ú her- nema Norður-Kóreu segir Rhee „AuövitaS eiga hersveitirnar að halda áfram yfir 38. breiddarbauginn. Það er tilgangurinn meö stríðinu“, sagði Syngman Rhee, leppforseti Bandaríkjanna í Suður- Kóreu í Seoul í gær. Rhee lét þessi orð falla við hátíðlega athöfn, er MacArth- ur hershöfðingi afhénti honum og stjóm hans völdin í Seoul. Fréttaritarar sögðu í gær- kvöld, að lepphersvéitir á aust- urströnd Kóreu væru komnar að 38. breiddarbaugnum og héldu uppi stórskotahríð á stöðvar alþýðuhersins við hann. — Bandaríska herstjómin var Framhald á 8. síðu. gengislækkunarlista Framboð Frlðíéifs hiiis „úrskurðaða“ í efsta saeti til fulitrúakjörs í Þrótti er eitt ósvífnasta og grímuiaus- asta framboð atvinnurekenda í verkalýðsfélögunum. Maður þessi er algert handbendi atvinnurekenda í vörubílstjórafélaginu enda ekki farið dult með þjónustu sína við atvinnurekenduastéttina. Hann er helzti agent gengislækkunarinnar I verkalýðssamtökunum og BARÐ- IST AF ALEFLI FYRIR ÞVÍ Á VERKALÝÐSRÁÐ- STEFNUNNI S. L. VETUR AÐ VERKALÝÐSSAMTÖK- IN SÆTTU SIG VÍÐ KJARASKERÐINGU GENGIS- LÆKKUNARSTJÖRNARINNAR ÞEGJANDI OG BÖTALAUST. 1 þessum kosningum gerir Alþýðuflokkurinn bandalag við helzta boðbera gengislækkunarinnar í verbalýðs- samtökunum, og sést bezt af því hver alvara þeim flokki er með kjafthættinum gegn gengislækkuninni. 'Það var Alþýðuflokkurinn sem „úrskurðaði“ að þessi gengislækkunarpostuli skyldi stjórna Þrótti og ber því raunverulega alla ábyrgð á atvinnurekendaþjónustu hans og afglöpum í Þrótti. Alþýðuflokksmenn hafa fram að þessu með hangandi hendi og sér þvert um geð hlýtt skipunum Alþýðuflokksforingjanna um að kjósa þenna mann. Nú er þolinmæði þeirra þrotin, nú láta þeir ekki lengur skipa sér að k jósa helzta talsmann gengislækkun- arinnar og lífskjaraskerðingarinnar. Undir stjórn þessa gengislækkunarpostula og atvinnu- rekendaagents hafa öil mál vörubílstjóra komizt í hina mestu niðurlægingu. Hann hefur tekið upp í félaginu þær fasistaaðferðir sem svartasta afturhaldið dreymir um að koma á: svift menn máifrelsi og tillÖgurétti í félaginu og slitið fundum í miðjum klíðum, og liggja nú kærur á hann fyrir lagabrot og ofbeldi hjá Alþýðu- sambandsstjórninni, en túkalisstjórnin þar hefur haft annað að gera undanfarið en að sinna þeim — máske er líka ofbeldi atvinnurekenda í verkalýðsfélögunum ein- mitt það sem þeir herrar meina þegar þeir tala um „lýðræði"! ■ Niðurlæging sú sem vörubílstjórafélagið Þróttur hef- ur komizt í undir stjórn gengislækkunarpostulans hefur rýrt álit félagsins meðal annarra stéttarfélaga, fé- lagið liefur glatað áliti og trausti undir stjórn atvinnu- rekendaþjónsins. Vörubílstjórar! I fulltrúakosningunum í dag cg á morgun þvoið þið þann sinánarblett af sem stjórn geng- lækkunarpostulans hofur sett á félag ykkar. Svarið ósvífni og árásum atvinnurekenda með j:ví að fella gengislækkunarlista atvinnurekendanna!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.