Þjóðviljinn - 30.09.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.09.1950, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN ,(«m 4qw M nfaá&tesaiJ Laugardagur 30. sept. 1950* "'inf''}:;'','i' , 6.-~ trL"\ 11 " ,l >'■ ' ■ ’ UWftíWVVWVWWSftVVWftíWVWWyVWVirHWVVWbVSftiVVVWWVVWUWWUWUWUWWVUVWWUVW Sjómannafélag Reykjavíkur AugSýsing UM ATKV.ÆÐAGREIÐSLU Allsherjaratkvæðagrejiðsla í Sjómannafélagi Reykjavíkur, um kosningu 16 aðalfulltrúa og 16 Varafulltrúa á 22. þing Alþýðusambands íslands, fer fram í skrifstofu félagsins, Hverfisgötu 8—10, dagana 1.—3. cktóber 1950, að báðum dögum meötöldum. Kosning verður sem hér segir: Sunnudag, 1. október, frá kl. 1 til kl. 10 e.h. Mánudag, 2. október frá kl. 2 til kl. 10 e.h. Þriðjudag, 3. október, frá kl. 2 til kl. 10 e.h. og er þá kosningu Iokið. Kjörskrá liggur frammi í skrifstofu félagsins. Reykjavík, 29. sept. 1950. Kjörstjórnin. **+ Síðasti innritunardagur er í dag. Innritao í Miðbæjarskóla.num kl. 5—7 og 8—9 s.d. ForsföðukonústöSurnar við leikskóla, Sumargjafar í Drafnarborg og Barónsborg eru lausar til umsóknar. Umsóknar- frestur til 1. des. 1950. Umsóknir sendist skrifstofu félagsins Hverfisgötu 12. Stjérnln. Börn óskast HiS að. sfljar miða í Siappdrætti i'rfiöfélaí Miðarnir eru afhentir hjá: Haraidi Snorrasyni, Hverfisgötu 90 og einnig hjá Halldóri Sigurðssyni, Fálkagötu 25 eftir kl. 7 á kvöldin. Mjög aóð sölulaun Ðregso á morgun Þjéðvilisf?n vantar URglinga til að bera bla.ðið til kaupenda frá næstu mán- aðamótum í eftirtöldum hverfum: Vesturgata Ránargata Sólvallagölu ásvallagöfu Grímsstað?.’iolt. Miðbæ Voga Kringlumýri Þórsgata Seltjarnarnes Sogamýri Teiga TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA SEM FYRST. ÞJÖÐVILJINN. sími 7500. Gertrud Lilja: Hammgjuleitin WWWWWJW 63. DAGUR. eins og fullorðinn mann, og Jerk svaraði alvar- legur og kotroskinn. Hillu fannst sér alltaf vera ofaukið þegar hún heyrði þá tala og hlæja í herbergi Þórs. Þór skipti sér aldrei af Lenu. Hann strauk einstöku sinnum yfir hár hennar af skyldurækni, en gat ekki dulið áhugaleysi sitt og jafnvel andúð. Stundum reyndi Hilla að bera sig hetjulega og sagði við sjálfa sig, að lífið hefði sýnt óvenju mikla illgirni með því að gera barn skáldsins að fávita. Og verra yrði það þeg- ar Lena stækkaði og vankantar hennar kæmu greinilegar i ljós. Frá þeirri stundu að Jerk kom í húsið, virtist hann líta á Lenu sem barn Hillu einnar. Þegar Jerk ávarpaði Hillu í fyrsta sinn, hafði hann kallað hana Hillu. Hilla og Þór höfðu hlegið, en þegar enginn bað hann um að breyta ávarpinu, hafði hann haldið því áfram. Og það var betra en mamma eða frænka, hugsaði Hilla. Hilla sat í svefnherberginu og annaðist Lenu meðan Jerk og Þór léku sér í herbergi Þórs með nýtt rafmagnsleikfang sem Jerk hafði fengið og faðir hans hafði ekki minni áhuga á en hann sjálfur. Eins og venjulega gramdist henni lítið eitt hávaði þeirra og hlátur. Hún brosti til Lenu, lyfti henni upp, hjalaði við hana og reyndi að seiða fram "bros, eitthvert merki um gleði og hugsun. En augu Lenu voru alltaf jafnsljó. Loks fór Hilla að gráta. Hún lagði Lenu frá sér og grét við rúmstokk hennar, hún gleymdi Þór og Jerk, gleymdi öllu nema hyldjúpri örvæntingu sinni. Hún tók ekki eftir því að útidyrnar lokuðust á eftir Þór, og Jerk kom inn til hennar. Hún kom ekki auga á hann, fyrr en hann var kominn alveg að henni. Hann stóð þarna, hraustlegur, rjóður í kinn- um, með forvitnisglampa í bláum, skýrlegum augunum. Hilla þoldi ekki að horfa á hann. „Farðu,“ sagði hún. En hann fór ekki. „Af hverju ertu að gráta?“ spurði hann. Og rödd hans titraði lítið eitt. Hilla horfði á hann og skyndílega varð hún gripin meðaumkun með honum. Veslings barnið, honum var varpað hingað inn gegn vilja sínum. Ilann hefði helzt af öllu viljað fá að vera kyrr hjá ömmu, heima í skógum Dalanna, hann hafði aldrei kært sig um að koma til Stokkhólms og klæðast öðrum fötum og tala annað mál en hann var vanur. .... „Af hverju ertu að gráta, Hilia?“ endurtók hann. „Af því að ég er hrygg.“ „Af hverju ertu hrygg ?“ - „Af því að Lena er veik.“ „Er hún veik?“ Það var nýr áhugi í rödd hans. Veikindi voru engir smámunir, amma hafði verið veik, og allir vissu hvemig það fór........ Enginn vissi betur en hann hvað veikindi gátu verið alvarleg. „Er það þess vegna sem hún getur ekki tal- að ?“ Hilla kinkaði kolli. Hann horfði á Lenu sem var sofnuð og 1ái grafkyrr. „Er hún dáin?“ hvíslaði hann. Hilla hristi höfuðið. Hann rétti hikandi fram höndina og strauk yfir kinn Lenu, mjúkt og blíðlega. „Veslingurinn að vera lasinn," sagði hann þýðum róm. Nú hætti hann öllum aðfinnslum og gagnrýni, hún var veik, það útskýrði allt, allan ódugnað hennar. Hilla horfði á hann. Það var bróðir Lenu sem þarna stóð. Hún dró hann að sér. „Ætlarðu alltaf að vera góður við Lenu? Þó að hún geti ekki leikið við þig eða talað eða gengið ?“ „Hún má fá bílinn minn lánaðan,“ sagði liann. Bílinn, dýrgripinn, sem hann svaf með í fangi sér. SJÖUNDI KAFLI. Örlög ráða. I „Mér finnst eins og skólaárið hafi byrjað í gær og nú er komið vor,“ sagði Dagmar, þegar hún og Hinrik fylgdust að heim úr skólanum. „Já kennslutíminn líður ótrúlega fljótt,“ sagði Hinrik. „Og þó eru dagarnir oft langir.“ „Fyrir mig eru þeir varla nógu langir,‘‘ sagði Hinrik og benti á töskuna. Ætlaði hún nú að fara að narta í hann rétt einu sinni? Minna hann á að hann væri einmana, óhamingju- samur, fráskilinn eiginmaður. .... „Það væri gaman að fara í gönguferð,“ sagði hún. Hann horfði á hana. Eiginlega var durtslegt af honum að sýna henni aldrei nein vinarhót. „Ef ég væri ekki með töskuna vildi ég gjarnan fylgjast með þér,“ sagði hann. „Þú getur geymt töskuna í tóbaksbúðinni. ..“ Þau gengu þögul um stund eftir að Hinrik hafði losað sig við töskuna. „Eg hef oft furðað mig á því að þú skulir búa áfram í íbúðinni þinni,“ sagði Dagmar loks- ins. Hinrik leit aftur á hana. Hvers vegna lei'ddi hún alltaf talið að einkalífi hans? Var það af samúð eða hnýsni? Særði hún hann með vilja eða óvilja? Hún minntist sjaldan á Karinu Dahl D a v i S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.