Þjóðviljinn - 30.09.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.09.1950, Blaðsíða 8
öryggisráðið býður alþýðustjórn Kína að taka þátt í umræðunum um Taivan IDagai3 ÍKiieeiiiiÉangfislMrMa la|á SP tafdir Samþykkt öryggisráðsins að bjóða íulltrúa írá alþýðustjórn Kína að taka þátt í umræðum um kæruna á hendur Bandaríkjunum fyrir árás á Taivan, er örlagarík ákvörðun, sagði fréttaritari brezka útvarpsins hjá SÞ í gær. Almennt ber mönn- um saman um það í Lake Succcss, bætti frétta- ritarinn við, dð þegar sendinefnd frá alþýðustjórn- inni einu sinni er komin þangað, eru dagar Kuo- mintangsendinefndarinnar hjá SÞ taldir. Samþykktin um að bjóða full- trúa frá alþýðustjórninni á fundinn um Taivan var gerð á öryggisráðsfundi í gær með sjö atkvæðum gegn þrem en einn fulltrúi sat hjá. Með boð- inu voru fulltrúar Sovétríkj- anna, Indlands, Noregs, Bret- lands, Júgóslavíu, Frakklands og Equador en á móti fulltrú- ar Bandaríkjanna, Kúbu og Kuomintang. Egypzki fulltrúinn sat hjá. Skriða flytnr 40 huslOOmetra Skriða mikil féll i gær á þorp á bakka Gautelfar 15 km norð- ur af Gautaborg í Svíþjóð. — Ruddi hún 40 húsum á und- an sér um 100 metra vegalengd. Að minnsta kosti einn maður foeið bana en margir meiddust. Stórrigning olli skriðufallinu. ísienzk listsýning í Oslo Félag norskra myndlistar- manna og norska ríkisstjórnin hafa óskað eftir því að íslenzk myndlistarsýning verði haldin í Osló næsta vor. Menntamála- ráð hefur samið við þá Jón ÍÞorleifsson, Jón Stefánsson, Sigurð Sigurðsson og Þorvald Skúlason að velja málverk og teikningar og þá Ásmund Sveinsson, Magnús Árnason og Sigurjón Ólafsson að velja högg myndir. Öllum er heimilt að senda nefndinni listaverk og tekur hún á móti þeim í þjóð- minjasafninu dagana 15.—20. okt. n. k. KÓREA Framhald af 1. síðu. sögð hafa skipað lepphersveit- unum að nema staðar og bíða þess að þær verði endurskipu- lagðar. Bevin utanríkisráðherra Bret lands sagði í New York í gær, er hann lagði af stað heimleið- is, að hann sæi enga ástæðu til að láta innrásarherinn stinga við fótum við 38. breiddarbaug- inn. Brezka stjórnin er sögð fylgjandi því, að Bandaríkja- her fari yfir breiddarbauginn og hertaki Pyengyang, setiu- alþýðustjórnarinnar, en sæki ekki alla leið til iandamæra Kína og Sovétríkjanna. Strax eftir atkvæðagreiðsluna reis Kuomintangfulltrúinn á fæt ur og hélt því fram, að mót- atkvæði sitt gilti sem beiting neitunarvalds. Hann stóð þó einn uppi með þá skoðun, ailir aðrir fulltrúar kváðu hér um að ræða málsmeðferð en ekki málsúrslit. Eftir langar umræð- ur lýsti Sir Gladwyn Jebb. for- seti öryggisráðsins yfir að samþykktin stæði í fullu gildi. Var síðan ákveðið að fresta Taivanmálinu þangað til 15. nóvember, þegar allsherjarþing- ið hefur fjallað um það. Allsherjarþingið kaus í gær nýja fulltrúa í öryggisráðið. Holland tekur við sæti Noregs um áramótin og Brasilía við sæti Kúbu en ekki varð lokið kosningu.ríkis til að koma í stað Egyptalands. Níu sinnum var kosið á milli Tyrklands og Líb- anon en hvorugt fékk þau 40 atkvæði, sem þarf til að kosn- ing sé gild. Vegna þess hve kosningin drógst á langinn vannst ekki tími til að halda fund i stjórn málanefnd þingsins, en þar ætl aði brezka sendinefndin að leggja fram tillögur sínar um framtíð Kóreu. Kosinn ein- róma Á fundi í Félagi ísl. prent- myndasmiða var Sigurbjörn Þórðarson formaður félagsins einróma kosinn fulltrúi á næsta Alþýðusambandsþing. Varamað- ur hans var kosinn Benedikt Gíslason. Kosningu í Múrarafélaginu Annáll er- lendra tiSinda Annáll erlendra tíðinda, júli- ágúst-heftið, er kominn út. Að- algrein annálsins fjallar um styrjöldina gegn Asiu, en kafla- fyrirsagnir hennareru: „Klaufa skapurinn í Kóreu“, „Friðar- hræðan“ og horfur atvinnulífs- ins, ,,Smástríð“ — eða hvað?, Hver ber sök á styrjöldinni?; Kórea og Formósa, Indland og sjálfstæðisbarátta Asiu, Barátta Rússlands í öryggisráðinu, Tveir styrjaldarmánuðir. I Víð- sjá mánaðarins I eru þessar greinar: Leopold konungur og Belgia, Fimm ára áætlun Aust- ur-Þýzkalands, en í Víðsjá II.: MacArthur — hið ameríska karlmenni, Kim Ir Sen -— þjóð- hetja Kóreu, Formósa, 4. punkt- ur Trumans, Iran — hættu- svæði i lieimsstjómmálum. Leikstjórnar- námskeið Bandalag ísl. leikfélaga hefur ákveðið að halda námskeið fyr- ir leikstjóra utan af landi þ. 15.—30. okt. n. k. Umsóknir þurfa. að sendast Ævari Kvar- an, Bergstaðastræti 36 Reykja- vík, fyrir 10. okt. n. k. — Nán- ar síðar. t Kosning fulltrúa á Alþýðu sambandsþing í Múrarafélagi Reykjavíkur hófst í gær og kusu 70—80 af 130 á kjör skrá. Listi sameiningarmanna er A listi skipaður Guðjóni. Bene- diktssyni og til vara Þorsteini Löve. Listi Ihaldsins er B-listi, skipaður Ölafi Pálssyni og til vára Eggert Þorsteinssyni. Atkvæðagreiðsla hefst í dag kl. 1 og lýkur í kvöld kl. 9. SVIUINM IpSp Ihaldsiiis við vöfubílsijóía: Áf þvi ekkert lefur verið gert til ú teta ót afvinmleysi vörubil- stjóra sér Ibaldið ekki ástæðu til að gera neitt!!! Engin stétt hefur undanfarið búið jafnlengi við al- mennt atvinnuleysi og vörubílstjórar. Skipulagning at- vinnuleysis og eymdar kom fyrst niður á vörúbílstjór- um og heíur því bitnað tilfinnanlegast á þeim. Á bæjarstjómarfundinum 21. þ. m. flutti Einar Ög- mundsson svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir með sérstöku tilliti til hins alvarlega atvinnuástands vörubílstjóranna í bænum, aö verða við tilmælum þedm sem Vörubílstjórafélagið Þrótt- ur samþykkti á fundi síntun 12. apríl s. 1. að beina til bæjarstjómar ReykjavJkur, um að félagsmenn fái að vinna af sér með bifreiðavinnu hjá bænum, þau opin- ber gjöld er þeim er ætlað að greiða til bæjarins“. Lögregla New York gerspillt Komi/.t hefur upp um víðtækt samstarf milli lögregiunnar og glæpamanna í New York, stærstu borg Bandaríkjanna. Greiddu glæpamennirnir lög- regluþjónum og lögregluforingj um ríflegar mútur til áð vera látnir í friði við iðju sína, — Skipt hefur verið um lögreglu- stjóra í borginni og var fyrsta verk Thomas Murpliy, sem við tók, að senda 21 af æðstu lög- regluforingjunum fyrir kviðdóm inn, sem er að rannsáka þessa fjármálaspillingu. ðfbeldi gegn æskulýð Lögreglan í stærstu borgum Vestur-Þýzkalands hefur lýst yfir að ofbeldi verði beitt til að hindra fjöldafundi Frjálsr- ar þýzkrar æsku á sunnudaginn. Æskulýðsmót í Dortmund hafði áður verið bannað og voru fund ir í einstökum borgum þá boð- aðir. Sjómeim! MUNIÐ að athuga strax í dag hvort þið eruð á kjör- skrá í Sjómannafélagsnu. Einar rökstuddi málaleitan bílstjóranna með því að lýsa atvinnuástandi stéttarinnar og benti á að þéss væru dæmi að farið væri að selja vörubfla upp í opinber gjöld, þár sem vörúbflstjórarnir hefðú ekki getað stáðið í skilum sckum atvinnuleysis. Vörubílstjórar og aðrir skyldú ætla að íhaldið í bæjar- stjórninni hefði litið með skiln- ingi á málaleitun bílstjóranna og brugðið við þeim til aðstoð- ar, — það hefði verið rökrétt framhald af fullyrðingum I- haldssmalanna um að vörubíi- stjórar ættu að kjósa FriO- leif, því hann sé í Sjálfstæð- isflokknura og eigi svo góðan aðgang að valdamönmmum til að koma fram bagsmunamálum bílstjóranna. Það kvað samt við annan tón hjá Ihaldinu. Borgarstjór- inn viðurkenndi allt sem Elinar sagði um atvinnule.ysi bílstjóra — en kvað ekkert hægt að gera fyrir þá, og flutti tillögu um að visa frá málaleitan þeirra, er Einar Ögmundsscn hafði tekið upp í tillöguformi. Þegar Einar krafði3t þess1 á bæjarstjórnarfundi s. 1. vetur að bæjarstjóm gerði ráðstafan- ir til að bæta úr atvinnuleysi vömbflstjóra hélt borgarstjóri því fram að Sogsvirkjunin myndi bæta úr atvinnuleysi þeirra og jafnframt flutti hann áskorun á Alþingi um að hefja lagningu Austurvegar — og kvað nú vörubílstjórum myndi vel borgið-!! Það var ekki byrjað á Aust- urvegi — og engum dettur í hug að við þann veg fái vöru- bílstjórar nokkra vinn'u í ná- inni framtíð. Og íhaldinu tókst með seinagangi sínum og slóoa- skap að koma því þannig fyr- ir að Sogsvirkjúnin bætti ekk- ert úr atvinnuleysi vörubii- stjóra á s. 1. stunri. En hvað skeður á síöasta bæj arstj ómarfundi! Borgar- stjórinn leggur til að vísa frá málaleitan bílstjóranna um að fá að vinna af sér bæjargjöld og rökstyður það með því að bæjarstjórn „hafi lagt áherzlu á að haf- izt yrði handa um tvær stór- framkvæmdir, Sogsvirkjun- ina og Austurveg sem hvpr um sig MYNDI veita mikla vinnu fyrir vörubílstjóra“!! Með öðrum orðum: af þvi ekkert hefur verið gert til að bæta úr atvinnu- leysi vörubílstjóra sér í- haldið enga ástæðu til að gera neitt til að bæta úr því!! Á kuldalegri og lúalegri hátt gat íhaldið ekki skop- azt að atvinnuleysi reyk- vískra vörúbílstjóra. Vörubílstjórar þurfa að hafa þetta í huga þegar sendlar íhaldsins nú koma og biðja þá að kjósa Friðleif hinn úrskurðaða, þetta vilja lausa verkfæri atvinnurek- endanna 1 íhaldsflokknum. 'Sý skáldsaga efÉir nýjan höfund Út er komin ný skáldsaga eftir nýjan íslenzkan höfund. Nefnist hún „Leiðin lá til vest- urheims“ cg höfundurinn kallar sig Svein Auðunn Sveinsson, en talið er að það muni vera dul- nefni. — Gerist sagan í Banda- ríkjunum og lýsir lífi ungs fólks við háskólanám þar vestra. Bókin er um 350 síður að stærð í allstóru broti, gefin út af Keilisútgáfunni. Indónesk 60. ríki SÞ Þing SÞ tók í fyrrad einróma Indónesíu upp í bandalagið. -— Er hún 60. meðlimaríkið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.