Þjóðviljinn - 04.10.1950, Page 4

Þjóðviljinn - 04.10.1950, Page 4
Þ J 6 Ð VIL J1N N Miðvikudagur 4. október 1950. Krossgáta nr. 47. pJÓÐViLJINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýBu — Sósíallstaflokkurlns. Hitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórl: Jón Bjamason. Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnas. Auglýsingastjóri: Jónstelnn Haraldsson. Ritstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár linur). Askriftarverð: kr. 14.00 á mán. — Lausasöluverð 60 aur, elnt, Prentsmiðja Þjóðviljana h. f. ¥ Undir erlendri stjérn í júlímánuði í sumar fór Hermann Jónasson, land- ■búnaðarráðherra, til útlanda með fríðu föruneyti til að sækja fundi samkomu þeirrar sem nefnd hefur verið skálkaskjól fyrir skrafskjóður. Varla var hann fyrr kom- inn til landsins en Bjarni Benediktsson, utanríkisráö- herra, fór utan með öðru föruneyti til að taka við fyrir- skipunum á fundi Atlanzhafsbandalagsins um þátt ís- lands í stríösundirbúningnum. Og um leið og Bjarni Banediktsson, utanríkisráðherra, kom aftur til landsins fór utan Björn Ólafsson, viðskiptamálaráðherra, með þriðja föruneytinu til að sækja fundi svokallaðs greiðslu- bandalags Evrópu, en það er einn angi marsjallstofnun- arinnar. Þegar hann kemur svo heim er röðin eflaust komin aö þeim þremur sem enn eru ótaldir. Þannig fer nú stjórn íslands að svo verulegu leyti íram í útlöndum að ekki myndi af veita að útnefna einn eða tvo útlandsráðherra sem hefðu fast aðsetur utan iandssteinanna, enda myndi það spara mikið fé í ferða- kostnaði og öðru umstangi og vési. Og enginn skyldi ætla að ferðir ráðherranna væru aðeins skemmtiferðir. Það er nú svo komið að engin mikilvæg ákvörðun verður tekin hér á landi án leyfis einnar eða fleiri erlepdra stofnana undir yfirstjórn Bandaríkjanna. Glöggt dæmi þess er saga áburðarverk- smiðjumálsins. Eitt mesta hagsmunamál íslendinga væri að koma upp mikilvirkri áburðarverksmiðju sem fært gæti þjóðinni hundruð milljóna í útflutningstekjum á ári. Hafa sósíalistar margsinnis borið fram tillögur um þessa glæsilegu framkvæmd, en þær hafa engan árangur borið, m.a. fyrir afskipti erlendra áburðarhringa. Hins vegar hefur afturhaldinu veriö mjakað til þess að fall- ast á að byggð verði verksmiðja sem miði afköst sín við jnnanlandsneyzlu. En einnig sú innanlandsframkvæmd verður nú því aðeins að veruleika að útlendingar leggi blessun sína fram. Af þeim ástæðum var Vilhjálmur Þór sendur utan 1 sumar (ráðherrarnir hafa sennilega verið vant við látnir) til þess að fá leyfi hjá hinum raunverulegu ráða- mönnum íslands. Hann dvaldist lengi erlendis, gekk á milli manna meö betlistaf, en þegar heim kom lét hann Timann hafa eftir sér að málinu ,,hefði þokað drjúgum áleiðis við för hans.“ Síðan bætti hann við: „Endanlega verður þó ekki sagt um afdrif þessa mikilsverða máls. Um það’ verður fjallað seint í októbermánuði á fulltrúafundi Evrópuþjóða þeirra, sem njóta Marshall-aðstoðarinnai*. Síðan mun Marshall-skrifstofan í París hafa það með höndum, og að lokum verður það sent til endan- legrar afgreiðslu til Marshall-stofnunarinnar í Washington.“ Það eru sem sé þrír aðilar erlendis sem fjalla um Jiað hver á eftir öðrum hvort íslendingar eigi að fá leyfi til að framleiða áburð handa sjálfum sér! Þannig er ástandið nú á öllum sviðum. Afleiðing- arnar voru birtar skýrt og skorinort í fyrirsögn sem Morgunblaðið setti á ræðu þá sem Bjöm Ólafsson kvaddi þjóð sína með áður en hann fór utan: „Margskonar aðsteðjandi örðugleikar, verðfall ís- lenzkra afurða, þrenging markaða, verðhækkanir á jiauðsynlegum innflutningi og vinnustöðvanir." Boðskapurinn um sóðaskap Islendinga Hingað kom í sumar banda- rískur sérfræðingur til að opin- bera okkur ýmsa leyndardóma markaðsmála. Og hann lýsti því yfir að fslendingar væru, einsog stæði, of miklir sóðar til að framleiða mat oní Bandaríkja- menn. Þið verðið að þvo ykkur betur ef við eigum að kaupa af ykkur fiskinn, sagði sérfræð- ingurinn. Þið verðið líka að skafa undan nöglunum. Einu- sinni fann bandarísk húsmóðir hár í fiski frá Islandi. Það var ljóta landkynningin. Banda- ríkjamenn tapa nefnilega lyst- inni ef þeir finna hár í mat sínum. Þið megið fyrir alla muni ekki missa af ykkur hár- ið samanvið útflutningsmatvæl- in, sagði sérfræðingurinn. — Einna mesta áherzlu lagði hann þó á nauðsyn þess að við kæmum okkur upp sæmilegum klósettum í sambandi við mat- vælaverksmiðjurnar, en hættum að nota fjörurnar. • Vissu það ekki fyrr? Landsmenn tóku þessum boð- skap hins bandaríska sérfræð- ings með skilningi og án þess að fyrtast, og var það eðli- legt. Hitt var óeðlilegra, að opinberir aðiljar ýmsir og á- byrgir talsmenn tóku honum með undrun mikilli einsog þeir gerðu sér nú fyrst grein fyrir þeim sannleik sem í honum fólst. Það var þvílíkast sem þeir hefðu ekki fyrren þetta haft hugmynd um að sóðaskapur er mjög óheppilegur til afspurnar um þá þjóð sem vill heita siðuð og hefur hug á að selja öðrum þjóðum mat. Maður skyldi hafa haldið, að alvarlega þenkjandi markaðsmálaráðherr- ar og aðrir slíkir æðstu menn hefðu verið búnir að átta sig á þeim einfalda vísdómi að fólk sem framleiðir matvæli þarf helzt að vera þvegið um hend- urnar, — svo ekki sé talað um þá lágmarkskröfu að Islending- ar séu nógu miklir nútímamenn til að hafa klósett. Hreinlætið gagnvart innlendum neytendum Nú er það reyndar kunnugra manna mál, að íslenzkir sér- fræðingar hafi árum saman ver- ið búnir að flytja stjórnarvöld- um landsins þessar skoðanir og allar aðrar sem fram komu í margumtalaðri skýrslu Cooleys, — stjórnarvöldin hinsvegar al- veg daufheyrzt við þeim, þang- aðtil þær gengu loksins fram af bandarískum munni. En við skulum leiða hjá okkur þessa hlið málsins í dag. Afturámóti skulum við snöggvast athuga hvernig hreinlætisáhugi yfir- valdanna birtist þeim megin sem snýr að íslenzkum neyt- endum, — og tökum sem dæmi mjóllcur- og brauðsölubúðimar. Pappírsleysi, algjört pappírsleysi Þeir borða ekki skyr í Tim- buktu eða Ivigtut, en væri svo þá mundu þeir áreiðanlega lieimta hreinan pappír utanum það í búðinni. Hér í Reykja- vik verðum við að skaffa sjálfir ílát undir skyrið, eða halda á því heim í berum lúkunum ella. En látum vera þó að ekki fáist brúklegur pappír utanum skyr- ið. Það fæst ekki pappír ut- anum neitt í mjólkur- og brauð- sölubúðum Reykjavíkur. Það er talið sjálfsagt að við höldum á franskbrauðunum og rúg- brauðunum umbúðalausum und- ir handleggnum, og vínarbrauð- unum getum við stungið í vas- ann. Fólk er vinsamlegast beð- ið að koma sjálft með umbúða- pappír, segja yfirvöldin. Hvaða pappír? Halda háttvirt yfir- völdin að venjulegar reykvískar f jölskyldur lumi á pappírsverk- smiðjum niðrí kjallara hjá sér, eða hvað? Samanburður útávið og innávið Ástandið í afgréiðslumálum mjólkur- og brauðsölubúða er eitt hið argasta hneyksli af mörgum slæmum sem hér hafa orðið á sviði hreinlætismála. En á meðan þetta hneyksli við- gengst, er hafin sérstök her- ferð til að tryggja fullkomið hreinlæti í framleiðslu og frá- gangi þeirra matvæla sem ætluð eru Bandaríkjamönnum og öðr- um útlendingum. Um þá her- ferð er auðvitað ekkert nema gott eitt að segja. En málið hlýtur að freista til samanburð- ar á afstöðu yfirvaldanna útá- við og innávið. Og niðurstaða slíks samanburðar getur naum- ast orðið önnur en þessi: Banda ríkjamenn eru fínt fólk. Banda ríkjamönnum má ekki bjóða annað en hreinan og fínan mat í fallegum umbúðum. íslending- ar eru ósiðað rakkarapakk. Is- lendingar geta étið skít. / á ÍSJL i> 7 $ 4 KS " ii 4 '3 /y íS /? Skipadeild SÍS Arnarfeil er í Ibiza. Hvassafeil fór frá Reykjavík 2. þ. m., áleið- is til ttalíu með saltfislc. Eimskip Brúarfoss er i Færeyjum. Detti- foss fór frá Reykjavík kl. 10 í gærkvöld til Hull, Hamborgar og Rotterdam. FjallfosS fór frá R.- vík 30.9. til Svíþjóðar. Goðafoss er í Vestmannaeyjum. Gullfoss fór frá Leith 2.10. til Reykjavík- ur. Lagarfoss fór frá Akureyri í gær 3.10. til Norðfjarðar. Selfoss er í Keflavík. Tröllafoss fór frá Halifax í gær 3.10. til Reykjavík- ur. Næturvörður er í Laugavegsapóteki. 1616. — Sími Næturlæknir í læknavarðstofunni, Austurbæj- arskrólanum. — Sími 5030. Lárétt: 1 fiskinn — 6 veitinga- stað — 7 skammst. — 8 aftök- unni — 10 verkfæri — 11 prédik- unin — 14 áflog — 15 barst — 17 sárrar. Lóðrétt: 2 sjá — 3 hljóðið — 4 miskunn — 5 verða að — 7 sterk 8 þjóðflokk — 9 aftar — 12 borð- andi — 13 handlegg — 15 knatt- spyrnufélag. Lausn á nr. 46. Lárétt: 1 smára — 6 ósi — 7 ar — 8 krókana — 10 tau — 11 kinna — 14 an — 15 æða — 17 nagaði. Lóðrétt: 2 mór — 3 ásókn — 4 rik — 5 fraus — 7 ana —• 8 kaka 9 ataða — 12 inn — 13 næg — 16 að. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína, ungfrú Vigdís Þor- móðsdóttir (Sig- urðssonar prests að Vatnsenda í Ljósa- vatnsskarði) og Sveinn Skorri Höskuldsson, stúdent (Einarsson- ar, bónda að Vatnshorni í Skorra dal). — Nýlega opinberuðu trú- lofun sína Kristín Salómonsdóttir, Stóraási, Seltjarnarnesi og Hall- grímur Pétursson, Tjarnargötu 10. Nýlega voru gef in saman í hjónaband af sr. Jóni Thorar ensen, ungfrú Ingibjörg Hjart ardóttir og Ragnar S. Gröndal, þjónn á Goðafossi. 20.30 Útvarpssag- an: Ketillinn. 21.00 Tónleikar: Howard Barlow og hljóm- sveit hans leika létt lög. (plötur). 21.20 Erindi: Um framkvæmda- stjórn sveitarfélaga. 21.40 Danslög. 22.10 Danslög. 22.30 Dagskrárlok. PUNDUR i kvöld kl. 8.30 á venjulegum stað. STUNDVISI. Einn dag í sein- ustu viku var skrít ið rökkur hér I — j, ,) Keykjavík, og aust- urá Norðflrði sýnd ist mönnum sólin blá. Ekki er kunnugt að fyrir- bæri þessi hafi nokkurstaðar vald- ið taugaæsingi hériendis. En áhrif þeirra urðu þeim mun fírugri í löndum þar sem virðulegir menn eru vísir til að hlaupa út um gfugga, þegar sjúkrabíllinn keyrir framhjá, haldandi að þarna séu Bússarnir Icomnir tii að skera þá á háls, sem sagt: í löndum þar sem tæknilegar framfarir hafa tryggt ímyndunarafli fólksins fullkomið „vestrænt frelsi." Þannig segir AI- þýðublaöið um áhrif nefndra fyrir- bæra í Bandaríkjunum: „Margir urðu óttaslegnir í stór- borgunum og héldu að kjarnorku- sprengin hefði orðið og sumir jafnvel að heimsendir væri að koma. Hænsni fóru inn í kofa sína, og þegar myrkrinu létti síðla dags, komu hánar út og göluðu sem um morgun. Eln útvarpsstöð í Bandaríkjunum tilkynnti, að kviknað væri í Kanada.“ ■Mal Leikhúsmál, 3.—4. tbl. 1950, er komið út. Efni: Haraldur Björnsson: Vígsla Þjóðleikhússins. Guðlaugur Rósin- kranz: Menningarhlutverk Þjóð- leikhússins. Ásgeir Hjartarson: Frá vígslu Þjóðleikhússins. Ási- geir Hjartarson: Nýársnóttin. Hörður Bjarnason: Byggingameist ari Þjóðleikhússins, Guðjón Sam- Framh. á 7. síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.