Þjóðviljinn - 04.10.1950, Page 5

Þjóðviljinn - 04.10.1950, Page 5
Miðvikudagur 4. október 1950. ÞJÓÐVILJIN N Lærdómur Alþýðusambands- kosninganna Afturhaldsblöðin klifa nú mjög á því í áróðursskyni að úrslit Alþýðusambandskosning- anna til þessa sýni „fylgishrun og hrakfarir kommúnista", en því nafni nefna þau allt stétt- víst verkafólk. Þessi áróður styðst þó ekki við nein rök. Samciningarmcnn hafa nú að heita má nákvæmlega sömu full trúatölu og þeir höfðu fyrir tveimur árum í þeim félögum sem kosið hefur verið í, þeir hafa misst fulltrúa í fáeinum félögum en unnið það upp í öðrum. Atkvæðatölur samein- ingarmanna eru yfirleitt hærri en ;þær voru fyrir tveimur árum. Eru þó þessar kosning- ar sóttar af eindæma ofsa af hálfu afturhaldsins og öllum þeim ráðum beitt sem tiltæk eru; einkum beitir Ihaldið nú atvinnukúgun í skjóli atvinnu- skortsins. Nei, það er vissulega ekki „hrakfarir kommúnista" sem móta þessar kosningar heldur allt önnur þróun, sem sé sú að Alþýðuflokkurinn er að af- sala ítökum sínum í verkalýðs- hreyfingunni í hendur íhalds- ins, atvinnurekendaflokksins. I öllum þeim félögum þar sem harðast hefur verið barizt hef- ur íhaldið haft forustuna, AI- þýðuflokkurinn fengið að hafa einn frambjóðanda af sjö, átta eða níu fyrir náð. Afleiðingin verður sú að íhaldið mun hafa mjög öflugan hóp á næsta Al- þýðusambandsþingi, en Alþýðu- flokkurinn að sama skapi veik- an. Nái hin svarta samfylking völdum á ný fær íhaldið því enn meiri völd í forustu hennar, þannig að Alþýðusamband ís- lands yrði eins konar undirdeild atvinnurekendasambandsins. Það er þessi þróun sem mótar Alþýðusambandskosning- arnar til þessa. Sameiningar- menn munu verða lang fjöl- mennastir á þinginu, en atvinnu rekendaagentarnir verða auð- sjáanlega næstfjölmennastir. — Ætti öllum að vera Ijóst hversu geigvænleg þessi þróun er. En Alþýðuflokksbroddarnir eru ef- laust ánægðir; þeir munu fá sína umbun fyrir svikin. Námskeið íyrir leikstj. utan af landi Bandalag íslenzkra leikfélaga, sem stofnað var hér í bænum í ágústmánuði s.l. í þeim til- gangi að vinna að eflingu leik- listarinnar í dreifbýlinn, hefur ákveðið að halda námskeið fyr- ir leikstjóra utanaf landi þ. 15.—30. okt. n.k. Ævar Kvaran annast tilsögn í leikstjórn, þar sem tekin verða til athugunar m.a. eftir- farandi atriði: Skipulagning verkaskiftingarinnar á leik- sviðinu; 2. leikritavalið; 3. und- irbúningsvinna leikstjóra við handritið; 4. hlutverkaskipan; 5. æfingarnar, og 6. sýningin. Magnús Pálsson mun kenna grunnflatarteikningu og út- skýra ýmis tæknileg atriði í sambandi við leiksviðið og bygg ingu og fyrirkomulag leiktjalda. Magnús hefur stundað nám í Birmingham í Englandi í þess- um efnum. Þá mun Haraldur Adolfsson, starfsmaður við Þjóðleikhúsið, kenna andlitsförðun. Kennslustundir verða á tíma- bilinu 15.—30. okt. nlc. dagl. kl. 8—12 f.h. og kl. 4—7 e.h. í teiknisal Handíðaskólans í húsi Egils Vilhjálmssonar við Lauga veg 118; forstöðumaður skól- ans Lúðvíg Guðmundsson, hef- ur vinsamlegast lánað salinn til þessara afnota. Kennsla í and- litsförðun fer hins vegar fram í Þjóðleikhúsinu, en Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri, hefur vinsamlegast veitt leyfi sitt til þess. Námskeið þetta, sem er hið fyrsta í þessari grein hér á landi, er ókeypis fyrir félaga Framhald á 6. sííhi iírlit í shélum Menntamálaráðuneytið hefur ritað skólastjórum, er undir það heyra svohljóðandi bréf: „Ráðuneytið telur nauðsyn- legt, að strangt bindindiseftir- lit sé haft í skólum landsins. Er því lagt fyrir skólastjóra í skólum, sem fræðslumálastjórn' inni lúta, að sjá um að eftir- farandi fyrirmælum sé hlýtt: 1. I skólabyggingum, sem reistar eru með styrk af al- mannafé og / eða standa undir eftirliti fræðslumálastjómar, má ekki hafa áfengi um hönd á skemmtunum eða fundum, sem nemendur eða aðrir halda í skól unum. Eigi má heldur áfengi| um hönd hafa í skemmtiferð- um nemenda, sem farnar eru á vegum skólanna eða fyrir þeirra atbeiria. 2. Nemendum skal gefin ströng áminning, ef þeir koma í kennslustundir undir áhrifum víns eða neyta áfengis í hí- býlum skólans. Sé endurtek- inni áminningu ekki sinnt, skal hinum brotlega vikið úr skóla. 3. Komi kennari í kennslu- stund undir áhrifum víns eða vanræki kennslu eða önnur skyldustörf í skólanum sakir áfengisneyzlu, ber hlutaðeig- andi skólastjóra þegar í stað Ekkert sleifarlag framar FRÉTTAMAÐUR íslenzka Ríkisútvarpsins hjá Sam- einuðu þjóðunum lét þess getið í lok einnar heimsend- ingar sinnar nýlega að héðan í frá mundi ekki ríkja það sleifarlag þeirrar virðulegu stofnunar gagnvart árásar- seggjum sem átt hefði sér stað að undanförnu — og það var þetta yndislega flug í rödd hans sem er einkenni æskumannsins þegar hann veit sig boða mikilsháttar tíðindi. Það er ekki ónýtt fyrir okkur, þessar hræður hér norður við heimskautsbaug- inn sem einu sinni vorum svo fáar, fátækar, smáar, að fá slíkan gleðiboðskap inn í nýju stofurnar okkar beint að vestan — beint út úr . hinu unga hjarta sjálfs ,' vestursins. Hvílíkur unaður til þess að hugsa að vera nú loksins kominn í hinn friðsæla faðm öryggisins, þar sem óamerísk — og þá auðvitað jafnframt óíslenzk — uppreisn gegn dollara og atómsprengju skal nú loks kveðin niður fyrir fullt og allt. Það er dásamlegt að vera ungur Islendingur i dag — ekki sizt ef maður er nú fyrir vestan að þjóná ör- ygginu. Skyldi það vera mun ur ellegar þegar við Helgi Hjðrvar, sem nú erum báðir orðnir sköllóttir, vorum að þjálfa raddir okkar fyrir sunnan tún til árásar á allt það sem okkur fannst móðg- un við heiður okkar heilögu íslenzku fátæktar — og tungu. En tímarnir breytast og mennirnir með. 0G nú skal sleifarlagið sem sagt afnumið. Á sama tíma sem verið er að keyra gegnum Bandaríkjaþing lagabálk um fangabúðir fyr- ir óamerískar skoðanir flyt- ur Acheson tillögur á þingi Sameinuðu þjóðanna um grundvallarbreytingar á starfstilhÖgun Allsherjar- þingsins — meðal annars um heimild til að kalla það saman með eins sólarhrings fyrirvara ef vanda ber að höndum, einnig um myndun fastahers á vegum samtak- anna. Eins og allt er í pott- inn búið er þetta úrslitatil- raun til að gera stofnunina að þægu verkfæri í höndum amerísku heimsveldisstefn- unnar. Sleifarlagið sem hverfa skal er með öðrum crðum allt áhrifavald hins sósíaliska heims á þessum þýðingarmesta tilraunavett- vangi til alþjóðasamkomu- lags sem skapaður hefur verið til þessa hér á jörð- unni. að gera fræðslumálastjórninni aðvart, og mun slík hegðun kennara látin varða stöðumissi. Sama gildir, ef kennari verður sannur að hneykslanlegri fram- komu á almannafæri sakir vín- neyzlu. Skólastjórar bera ábyrgð á, hver í sínum skóla, að farið Þessu gerræði til réttlæt- ingar er því linnulaust hald- ið fram að Sovétríkin séu ekki samvinnuhæf vegna „hinnar rússnesku útþennslu- stefnu“. Þó ætti það að vera hverjum manni kunnugt að forystumenn sósíalismans hafa margsinnis lýst yfir þeirri skoðun sinni að frið- samleg samskipti milli sósí- alískra þjóða og kapítal- ískra séu ekki einungis æski- leg og möguleg, heldur blátt áfram lífsnauðsynleg — engu síður nú en á styrj- aldarárunum gegn fasisman- um. Og í samræmi við þessa skoðun höguðu þeir sér í hvívetna, þar til hinn vest- ræni auðvaldsheimur hóf kalda stríðið á hendur þeim. Hitt leiðir svo af sjálfu sér að sé allur viðgangur sósialiskrar lífshyggju víðs- vegar um heim talinn glæpsamleg rússnesk út- þennslustefna, þá er sjálfur grundvöllurinn að eðlilegri þróun mannlegra samskipta algerlega rofinn. Annar aðil- inn hefur þá verið sviptur frumrétti alls lífs, vaxtar- mðguleikanum. Sé persónu- leg þjóðfélagsskoðun mín gerð að rússneskri út- þennslustefnu, þá eru öll rök þess frelsis og lýðræðis sem hinn vestræni heimur þykist berjast fyrir þar með úr sögunni. KÍNVERSKA alþýðubylt- ingin er í rauninni sá þyngdarpunktur sem heims- viðburðirnir hvíla nú á. Með sigri hennar röskuðust hlut- föllin milli stríðsgróðavalds- ins og hins vinnandi fólks svo skyndilega að amerísku dollarabófarnir ærðust. Sið- ferðilegt hrun Sjangkajsélc- klikunnar var þó svo algert að klókara þótti fyrst um sinn að þreifa fyrir sér um hina nýju kínversku lýð- stjórn og herða heldur einu sinni enn á lygunum um rússnesku útþennslustefn- una. Tekinn var upp tvíleik- ur eins og stundum fyrr: Bretar ásamt nægilegum minnihluta viðurkenndu hina nýju stjórn, Bandaríkin með sinn nægilega meirihluta stóðu á móti. Á si5mu lund fór í Ör- yggisráði og varð það til þess að fulltrúi Sovétríkj- anna lagði niður störf uni sinn í mótmælaskyni. Þar sá ameríska stríðsgróðavaldið sér brátt leik á borði: undir leiðsögn bandarískra hernað- arfræðinga lætur það lepp- stjórn sína í Suðurkóreu egna til átaka við 38. breidd- arbauginn og 25. júní er kóreska borgarastyrjöldin í fullum gangi með hraðri sókn norðanhersins í suður- veg. Hin vestræna Kóreu- nefnd Sameinuðu þjóðanna sendir þegar skeyti um þessa „kommúnistaárás" með al- þýðuböðulinn Syngman Rhee að heimildarmanni. Tveim dögum síðar er ólöglegur fundur haldinn í Öryggis- ráði, þar sem það „fyrirskip- ar“ Bandaríkjunum ólöglega, vopnaða íhlutun í borgara- styrjcíldina — sem Truman var raunar búinn að setja í fullan gang f jórum klukku- stundum áður. Þar með var spilið unnið um sinn: banda- rískum her gert kleift að ná fótfestu við bæjarþröskuld hinna sósíalísku meginrikja í Asíu. AMERlSKÁ atómstjórnin veit vel að ef Öryggis- ráð hefði verið löglega skip- að þann 27. júní s. 1. þá hefði innrás Bandaríkjahers í Kóreu verið hindruð með neitunarvaldi Rússa og Kín- verja. Og nú finnst stríðs- æsingafíflunum það óþolandi sleifarlag að eiga þetta svi- virðilega neitunarvald leng- ur yfir höfði sér. Þessvegna skal nú íhlutunarvald Sam- einuðu þjóðanna fært úr Öryggisráði yfir til Alls- herjarþingsins, þar sem tveir þriðju hlutar atkvæða ráða úrslitum slíkra mála. Við vitum að sá meirihluti er sem stendur fyrir hendi — einnig hitt hver stjórnar honum. Það er því deginum ljós- ara hvert stefnir. I stað þess að vera öryggisstofn- un heimsfriðarins þar sem samkomulags sé leitað um deiluatriði með gagnkvæm- um skilningi á höfuðskilyrð- um mannlegrar þróunar skulu nú Sameinuðu þjóð- irnar gerðar að miskunnar- lausu meirihlutavígi auð- valdsheimsins undir forustu 'Bandaríkjanna. Þannig skal skapa „löglegt“ skálkaskjól til að brjóta niður með vopnavaldi hverskonar frels- ishreyfingar alþýðunnar í heiminum, á sama hátt og verið er að gera með afnámi stjórnmálafrelsis í Banda- ríkjunum sjálfum. Mun þá eigi á löngu líða þar til hinn ungi fréttamað- ur útvarpsins þar vestra getur með margfölduðu stolti tjáð oss hér heima að nú sé hinu gamla sleifarlagi loksins að fullu lokið. Og segja mætti mér að ef við Helgi vinur minn Hjörvar höldum þá mjög fast við heiður okkar gc'mhi fátækt- ar og tungu munum vér áður langt líður verða að strjúka skallann í öllu harð- ari sessi en þeim er nú sitj- um vér. sé eftir fyrirmælum þessum, og skulu námsstjórar einnig hafa eftirlit með því, að þeim sé hlýtt. Björn Ólafsson (sign.) Birgir Thorlacius (sign.) Ráðuneytið tekur fram, að bréfið er ekki ritað að gefnu sérstöku tilefni, enda kunnugt, að kennarastéttin er ein hin bindindissamasta í landinu, heldur til að gera ljósar þær kröfur er ráðuneytið gerir í þessum efnum. (3. okt. 1950). (Frétt frá menntamáia- ráðuneytinu).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.