Þjóðviljinn - 05.10.1950, Síða 3
Fimmtudagtir 5. október 1950.
v . c j s ' :. i
ÞJÓÐVILJINN
Ritstjóri: Þóra Vigfúsdóttir.
FÓRNIN A ALTARIFATIKTARINNAR
Fátækt almúgans á Ítalín mun ekki geta farið fram
lijá neinum ferðalang, sem augu hefur að sjá. Ítalía
hefur hlotið Marshall-„blessunina“ eins og fleiri og þar
eins og annarsstaðar finnur almenningur ekki mikið fyrir
endurreisninni. Tímaritið „Við konur“ birti nýlega nokkr-
ar greinar eftir hinn kunna blaðamann, Ezio Taddei,
sem hafði ferðazt bæði um norður og suður Ítalíu og
einkum kynnt sér tvennt: skólagöngu öreigabarna og
fæðuna sem þau fá. Eins og lesandinn kannski man
varð uppi fótur og fit í hinum vestræna heimi, þegar
öreigarnir á Ítalíu gerðust svo djarfir að taka sjálfir
landspildur til ræktunar af stórjarðeigendum. Lesandinn
man kannski líka að stjórn de Gasperi lét lögregluna
kenna þessu fólki undirgefnina aftur en sýnilega hafði
verið skortur á henni.
Hér fer á eftir stuttur útdráttur úr þessum greinum
Taddeis. Tilefni ferðalaga hans var einkum það að al-
þýðulýðveldi Austur-Evrópu höfðu boðið 300 börnum
ítalskra öreiga í sumarleyfi, en börnunum verið neitað um
fararleyfi á þeim forsendum að „með því að senda
hungruð og klæðalaus börn til annarra landa yrði ítalska
stjórnin sér til skammar.“ Frjálslynd félög í Austurríki
höfðu einnig boðið 50 börnum, en börnunum var ekki
heldur veitt fararleyfi.
LUCANIA
Vagninn stanzaði.
„Þarna er Cesina“.
,,Hvar?“
„Húsin þarna yfir frá“.
Ég hélt í áttina. Bóndi nokk-
ur vísaði mér leiðina til kenn-
arans. Hún bjó á litlu bænda-
býli. Helming stofunnar notaði
fjölskylda bóndans fyrir svefn-
hús. Hinn helmingurinn var
skólastofan. Kennarinn svaf í
skólastofunni bak við páppírs-
tjöld. Þarna voru borð og bekk-
ir fyrir 18 nemendur. Sjö af
átján nemendum voru mættir
þennan morgun.
„Hvar er Tonius í dag?“
„Tonius kemur ekki meira í
skólann, hann gætir kúa“.
„Lucia, þú hefur ekki sczt
í viku“.
„Ég var að gæta kinda“.
„Þú líka, ykkur vantar öll
meir og minna í skólann.
Ég fór út. Ég kom við í öll-
um húsunum i Cesina. Allstaðar
fékk ég sama svarið. Þegar
börnin eru sex til sjö ára verða
þau að fara að vinna, gæta
kinda eða kúa. Launin eru lamb
á ári. Þegar ég spurði um fæð-
una sem þau fengu, var eir.nig
alltaf svarið: Brauð, og einnig
stundum „eitthvað soðið“.
„Fáið þið kjöt?"
„Áðeins þegar við erum
veik“.
I bænum Potenza búa börnin
við ömurleg skilyrði. í sjálfri
póstbyggingunni hýrast heim-
ilislausar fjölskyldur. Þarna eru
börnin eins og mý á mykju-
skán. Á göngunum í bygging-
unni gerir fólk elda á stein-
gólfinu. Yfir þessum eldum er
búin súpa úr brauðskorpum og
grasi. Þetta er það sem börnin
eiga við með „eitthvað soðið“.
I Potenza eru 35.000 ibúar.
Læknar eru tveir. „Stór hluti
barnanna er berklaveikur, þau
éta allt sem tönn á festir, og
hver getur látið meðöl við slík
um kvilla“, sagði annar lækn-
irinn við mig.
FU CINO-D ALURINN
Frá Potenza fór ég til Fucino.
Á fjölda húsa í Fucino stóð
skrifað „Burt með Torlonia“.
„Niður með Torlonia".
Torlonia á hér allt. Fólkið
hatar hann.
„Hvað borðið þið á morgn-
ana?“ spurði ég fyrstu kon-
una og börnin sem ég hitti.
„Stundum fáum við aðeins
eina kartöflu hvert“.
„Og svo ?“
„Um kl. 4 á eftirmiðdaginn
fáum við súpu, ef hún er til“.
„En ef hún er ekki til?“
„Þá ekkert“. —
Börnin í skólanum eru flest
fátækra foreldra. Þau ganga í
druslum og eiga engin vetrar-
föt. Því koma þau ekki nema
stöku sinnum í skólann á vetri.
MILANO
Það virðist ekki beinlínis auð-
velt að fá að sjá líf fátækl-
inganna í Milanó.
„Farðu og skoðaðu minnstu
húsin“, sagði maður við mig.
Skrítið. Minnstu húsin? Þegar
ég kom þangað var fyrsta
spurning mín: „Hvar sefur
fólkið ?“
„Þarna niður í kjöllurunum.
Tvö hundruð og sjötíu fjöl-
skyldur búa þarna“.
Ég fór niður um gatið sem
átti að heita gangurinn "niður.
Það fyrsta sem ég sá var skolp-
ræsi sem lá um gangana niður
í kjallarana. Börnin í þessum
neðanjarðarholum eru lystar-
laus og sljó. Þau stara á mann
þegjandi, svara ekki þegar þau
eru spurð og reyna að leyna
sannleikanum ef þau svara.
En öll hafa þau eina scgu
að segja: „Pabbi er atvinnulaus.
Við erum hér af því að við get-
um hvergi annarsstaðar verið.
Það er dimmt inni og drýpur
af veggjunum. Konurnar reyna
Tölur
sem
tala
Síðan í ársbyrjun 1947 hafa
mjólkurafurðir hækkað í útsölu
sem hér segir, auk hinna stór-
felldu niðurgreiðslna, sem nú
nema 30 aurum á hvern lítra:
Mjólkurlitrinn um 72 aura,
eða rúm 36%.
Rjómalítrinn um 6.40 eða
rúm 49%.
Skyrkílóið um kr. 1.20 eða
rúm 36%.
Smjörkílóið um kr. 12.50 eða
42%.
allt hvað hægt er að halda
hreinu, en loftið er svo ger-
samlega mettað af ódauninum
frá skolpræsinu, að það er eins
og maður standi við sorptunn-
una.
Maturinn er að mestu leyti
grænmeti. Kjöt afarsjaldan.
Mjólk sést varla, segir kona
ein við mig. Lítill drengur held-
ur í pils hennar. Og konurnar
segja: „Guði sé lof að nú er
grænmbtis-tíminn. Þá er lífið
ekki eins erfitt.“
„Stundarðu skóla?“spurði ég
dreng nokkurn.
„Nei, hvernig ætti ég að geta
það ?“
„Hvað færðu að borða?“
Hann leit á mig án þess að
svara.
„Hvað fékkstu í dag?“
„Ekkert“.
„Hvað ertu að segja?“
„Ég hef ekki borðað neitt.
Ég er hungraður“.
Já, það er ekki auðvelt að
kynnast lífi fátæklinganna í
Milanó. Það er miklu auðveld-
ara að ganga um borgargöngin
í Galleria, lífæð borgarinnar, og
finna hið iðandi líf, yndislega
ilmvatnslykt af hefðarkonum
sem ganga þar, láta sem maður
viti ekkert um hvað er að ger-
ast í kringum mann, og brosa
glaðlega, og vera ekkért að
hirða um allsleysi annarra.
Mjólkurostur um kr. 3.50
kílóið, eða 22%.
Mysostur um kr. 3.00 kílóið,
eða um 46%.
Fiskverð hefur hækkað ný-
lega um 5—25 aura pr. kg.
(það er athyglisvert að fisk-
tegundir sem hafa áhrif á vísi-
töluna hækka aðeins um 5 aura,
en þær sem ekki hafa áhrif á
vísitöluna hækka um allt að
25 aurum á kg).
Verð á bjúgum, pylsum, kjöi-
farsi hækkaði um ca. 25%.
Verð á vínarpylsum og bjúgum
hækkaði um 3 kr. kg. eða úr
13 í 16 krónur. Miðdegispylsur
hækkuðu um 4.30 hvert kg.
eða úr kr. 10.45 í kr. 14.75.
Kjötfars hækkaði úr kr. 9 í kr.
10 pr. kg. eða um 1 kr.
4. sept. hækkaði kaffið aftur
um 45 aura kg., kaffibætir um
30 aura, blautsápa um 20 aura
og smjörlíki um 10 aura kg.
(Þessar tölur eru teknar úr
tímaritinu Vinnan og gefa góða
hugmynd um hækkun verðlags
af völdum gengislækkunarinn-
ar.)
I Tékkóslóvakíu vinna
konur með brermandi
áliuga að framkvæmd
liinnar sósíalistísku á-
ætlunar.
Kökur úr vatnskökudeigt
125 gr hveiti |
125 gr smjör 11 " j
% I vatn 1
4 stk. lítil egg
Ví 1 rjómi
Vatnið og smjörið er látið sjóða
(smjörið brætt fyrst) potturinn
tekinn ofan og allt hveitið hrært
í einu út í vatnið. Sett augnablik
yfir eidinn aftur, þar til deigið
losar sig við pottinn, en þá er
hann tekinn ofan og eggin hrærð
út í, eltt í einu. Eklti má hræra
mikið, eftir að búið er að láta
síðasta eggið út í. Deigið er sett
með lítilli skeið á smurða plötu
og bakað góða stund við hægan
hita. Kökurnar geta ekki annað
en heppnazt vel, ef gætt er þess
að vigta nákvæmlega og hafa
eggin lítil. Þegar kökurnar eru
kaldar, er gerður skurður í miðj-
una og þær fylltar þeyttum rjóma
með vaniljusykri.
•
Smjörstengur ‘
2 egg * |
2 matsk. rjómi t
% kg sykur »" 1
% kg hveiti
% kg smjörlíki
Eggin, sykur og rjómi er hrært
vandlega saman. Hveitið er látið
í og smjörinu núið saman við.
Þetta er svo hnoðað lauslega sam-
an, breitt út heldur þunnt og skor-
ið 1 nokkuð langar ræmur, genf
eru bakaðar ljósgular. Látnar
kólna. Ofan á er borin sykurbráð,
sem er búin til úr flórsykri,
möndlum og 3 eggjahvítum. Hýð-
ið er tekið af möndlunum, þær
saxaðar og látnar saman við syk-
urinn, og stífþeyttar eggjahvít-
urnar hrærðar saman við, þessi
sykurbráð er borin ofan á kök-
urnar, og þær þurrkaðar við.
vægan hita inni í ofni. __ j