Þjóðviljinn - 21.10.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.10.1950, Blaðsíða 3
Laugardagur 21. október 1950 HÖÐVILJINN Frumvarp Einors Olgeirssonar um afnám einokunarverzlunar reynlr á heillndi hinna opinheru ástvina .-frjálsrar verzlunar” Eins og Þjóðviljinn hefur skýrt fíá hefur Einar Olgeirsson flutt á þingi mjög mikilvægt frumvarp um afnám verzlunareinokunarinnar. Yrði frum- varpið samþykkt myndu greinar þess verða á þessa leið: Undirritum Stokkhólmsávarpið! Islendingar! Stöndum með þeim sem MorgimHaðiS ofsækir íslendingar hafa ætíð risið öndverðir gegn hvers- konar skoðanakúgun og skerðingu á persónulegu frelsi manna. Þessi afstaða er þeim í blóð borin. Hún er á- vöxtur aldalangrar baráttu Islendinga fyrir frelsi sínu og sinnar þjóðar. En nú bregður svo við, að íslendingar mega ekki vera á móti skæðasta múgmorðstæki nútímans, án þess að verða fyrir persóriulegum ofsóknum og hótunum um atvinnumissi. Nú nýlega hafa 130 íslendingar ritað nafn sitt undir áskonui um að banna það að nota kjarnorku- sprengjuna í hernaði. Og hafi þeir þökk fyrir. En þá tek ur Morgunblaðið að níða þetta fólk niður, ofsækja það hrakyrða og hóta því atvinriumissi. Svona villimann- Ieg framkoraa hefur komið mörgum Sjálfstæðismann- inum ta að hugsa sitt. Því hvað er fasismi, ef ekki þetta? Það sem Morgimblaðið sagði við okkur Islendinga er í rauninni þetta: Ef þú vogar þér að biðja um frið á jörðu, þá skaltu ofsóttur. Ef þú villt banna kjamorkuvopn og forða með því lífi þínu og niðja þinna frá þeim ægilega voða, þá skaltu brennimerktur, úthrópaður á strætum og gatnamótum, þá skaltu missa atvinnu þina og böm þín þar með fyrir- vinnúna. Ef þú vilt legg'ja þinn litla skerf frani til að ætt- land þitt og þjóð verði ekki sviðin af eldi kjamorkn- bálsins, þá skal þér eliki verða vært. Hvað gæti oprað augu fslendinga betur fyrir nauð syn þess að undirrita Stokkhólmsávarpið en einmitt þetta ofsóknaræði Morgunblaðsins? Og hvar væri frelsið í landinu statt, ef þessir menn gætu öllú ráðið og bannað íslendingum að skrifa nafnið sitt? Og svo er annað. Er það ekki orðin skylda hvers íslendings, sem vill fá að hafa skoðanir sínar óáreittar, að taka svari þeirra 130 manna, sem Morgunblaðið nú ofsækir, með því að undirrita ávarp þeirra? Eigum við ekki að taka. okkur saman og sýna hin- um ofsóttu, að þeir fslendingar eru margir, sem þakka þeim og standa með þeim? EINN AF MÖRGUM 1. GR. Frjálst ér að bjóða til sölu, selja og flytja út íslenzk- ar afurðir, með þeim takmörk- unum einum, sem þessi lög á- kveða eða ákveðnar eru í öðr- um lögum um gjaldeyrisverzlun. 2. GR. Rikisstjórninni heim- ilast að auglýsa lágmarksverð á hverri vöru, sem út er flutt, og er hver útflytjandi skuld- bundinn að bjóða eigi út né selja undir þvi lágmarksverði. 3. GR. Nú gerir ríkisstjómin samning við önnur ríki um sölu ákveðinna vörutegimda þangað, og er henni þá heimilt að á- kveða, að eigi megi bjóða til þess ríkis, selja þangað eða flytja það magn af vörutegund- xun, sem hún hefur samið um sölu á, nema að fengnu leyfi hennar og með þeim skilyrðum, er hún setur. 4. GR. Nú selur' útflytjandi eigi vöru sína gegn frjálsum gjaldeyri né upp í viðskipta- samninga almennt samkvæmt 3. gr. þessara laga, og skal hon- um þá heimilt að kaupa í skipt- um vörur til innflutnings, enda sé innflutningur slíkra vara eigi bannaður eða aðeins leyfður einkasölum ríkisins. Skyldur er hann að hlíta lágmarksverði samkv. 2. gr. Eigi þarf inn- flutningsleyfi fyrir innflutningi vara, sem þannig eru keyptar, en tilkynna skal fjárhagsráði vörutegundir, verð, magn og komutíma. Skulu vörur þessar verðlagðar samkvaunt venjuleg- um álagningarreglum og einnig heimilt, ef þörf þykir, að setja á þær sama hámarksverð í smásölu og gildir um samsvar- andi vörutegundir keyptar inn í landið fyrir frjálsan gjaldeyri, enda sé lágmarksverð samkv. 2. gr. miðað við sama verðlags- gnmdvöll. Þyki þörf á slíku, skal þ'-i.' liámarksverð auglýst sem almennt smásöluverð við- komandi vörutegunda. Afhenda skal gjaldeyriseftir- litinu sölu- og kaupreikninga allra slíkra vöruskipta, og er þvi skylt að athuga, að eigi sé framinn gjaldeyrisflótti með slíkum vöruskiptum. 5. GR. Ríkisstjórniimi heimil- ast að banna innflutning á vissum vöruflokkurr., sem þjóð- in er ekiki talio b ífa ífni á að flytja inn, og skal hún fyrir 1 des. ár hvert oirta skrá yfir þá vöruflokka. ro u bannað er að flytjá inn á komandi ári. Má rikisstjóm11 síðar á því ári fella niður bann á einstök- um vöruflokkum. er ekki bæta nýjum við. 6. GR. Hver sá, sem flytur út vörutegund, sem áður hefur ékki verið flutt út frá landinu, skal hafa sama rétt og fyrir er mælt í 4. gr. og sömu skyldur. I greinargérð segir: öruskortur er orðinn almennur í landinu sökum þeirra stjómarhátta, sem nú ríkja á sviði innflutn- ings og útflutnings. Öllum ber saman um nauðsyn þess að efla útflutninginn og gera hann sem margbreytilegastan, til þess að afla sem mestra vara inn í landið. Jgeynslan hefur sannað, að núverandi fyrirkomulag, að einoka útflutningsverzlunina í höndum ríkisstjórnarinnar, hefur gefizt illa. Þetta frumvarp stefnir að því að vekja meiri áhuga á útflutningnum og tengja saman hagsmuni þeirra, sem flytja út og flytja inn. Það er óhjákvæmilegt, að þeir, sem flytja vörur inn í landið, verði að gera sér ljóst, að til þess að hægt sé að flytja vörumar inn, þurfi þeir eins og aðrir eftir megni að hjálpa til við að flytja sem mest út og afla sem mestra markaða. Jafnframt er nauðsynlegt, að þeir, sem áhætt una hafa af framleiðslu til út- flutnings, geti, ef þörf gerist, að nokkru leyti tekið til sín nokkuð af þeim hagnaði, sem venjulega hefur verið á inn- flutningsverzlun hér á landi, þótt tap hafi verið á útgerð. Með þessu frumvarpi yrðu samkvæmt 4. gr. opn- aðir möguleikar til vöruskipta við þau lönd, sem ríkisstjómin hefur ekki gert sérstaka verzl- imarsamninga við. I þeirri horðu baráttu, sem nú er háð um fiskmarkaðina, er þjóðinni nauðsynlegt, að allir kraftar séu notaðir til markaðsöflunar, og það er óvinnandi verk fyrir Islendinga að vinna í stórum stíl nýja markaði, ef þeir eru f jötraðir einokunarböndum fjár hagsráðs og rikisstjórnar hér heima. Og einmitt til þess að liagnýta sér einnig þá mögu- leika, sem vöruskiptaverzlun („clearingviðskipti" og „comp- ensation") kann að bjóða, er nauðsynlegt að slaka á þeim höftum, sem nú eru. En um leið óg slíkt yrði gert, þarf að reisa vissar skorður vegna al- menningsheilla, og eru þær að- allega þessar: Það þarf að hindra gjaldeyriKflótta. Það er tilgangur 2. gr. laganna. Með því að heimila ríkisstjórninni að setja lágmarksverð á útfluttu vöruna, tryggir hún það tvennt í senn, að þjóðin fái gjaldeyri eða vörur, sem lágmarksverðinu samsvarar, fyrir útfluttu afurð- irnar, og að útflytjendur undir- bjóði ekki hver annan og skaði þannig hagsmuni þjóðarinnar. Það þarf að tryggja há- marksverð á þeirri vöru, sem inn er flutt. Þetta er nauð- synlegt fyrir alþýðu manna, sem nú berst í bökkum vegna þeirrar dýrtíðar, sem núverandi stjómarvöld liafa leitt yfir hana og leiða í æ ríkari mæli. Það er tilgangur 4. gr. laganna að koma í veg fyrir, að vöru- skiptaverzlunin verði hagnýtt til slíks. Nú er það svo, að ís- land verzlar eða getur verzlað við allmörg verðlagssvæði í heiminum og þarf að geta liag- nýtt sér markaðina í þeim öll- um. Á sumum þessara verðlags- svæða fæst ef til vill miklu hærra verð fyrir íslenzkar vör- ur en á öðrum, en sumar vörur þaðan eru ef til vill líka mim dýrari. Þá þurfa útflytjendur og innflytjendur að eiga þess kost að jafna þessu verði sin á milli, þannig að eigi verði þau viðskipti til að auka dýr- tíðina í landinu. Þann kost eiga þeir, ef þeir verða að skila lágmai-ksverði í smásölu, enda sé hvort tveggja miðað við sama verðlagssvæði, sem ísland vildi halda sínu verðlagi á. Stundum mundu slík vöruskipti ef til vill gefa útflytjendum og innflytjendum ríflegan hagnað, ef heppilega er selt og keypt, stundum yrði vafalaust mjög mjótt á mununum, og yrðu þeir þá að deila sín á milli um, hvernig þeir minnka milliliða- kostnaðinn. Er það ekki nema heilbrigt. Það þarf að tryggja það, að fyrst og fremst séu fluttar inn nauðsynja- og menn- ingarvörur, en bannaður óþarfi og lúxus, meðan þjóðin hefur ekki efni á að veita sér hann. Það er tilgangur 5. gr. að tryggja þetta. Samkvæmt þeirri grein getur rikisstjórnin bann- að innflutning á vissum vöru- flokkum, — og er þá algerlega bannað að flytja þá til landsins. Þannig gæti ríkisstjórnin t. d. bannað innflutning á bílum, ýmsum lúxusvörum, jafnvel ef hún áliti Coca-cola óþarfa, þá Framhald á 6. síðu | ........................................ \ Ný framhaldssaga byrjar í dag IJnt&ÍP eilífðarstjörnum eftir A. J. Cronin Sænska sagan „HAMINGJULEITIN” eftir GERT- RUD LIUU sem verið hefur framhaldssaga Þjóðviljans undanfarna mánuði hefur orðið mjög vinsæl. En óhætt er að ráðleggja ÖLLUM lesendum, líka þeim sem ekki eru vanir að lesa framhaldssögur, að fylgjast með sög- nnni sem hefst í dag, „UNDIR EILÍFÐARSTJÖRNUM“ eftir hinn heimsunna skozka skáldsagnahöfund A. J. CRONIN. Islenzkir lesendur eru orðnir kunnugri Cronin en flestum nútímarithöfundum erlendum. Mesta atiiygli af bókum hans vafeti BORGARVIRKI, sem M.F.A. gaf út fyrir áratug, en nokkrar aðrar skáldsög’ur hans bafa verið þýddar á íslenzku, ein þeirra kom sem framhalds- saga í Þjóðviljanum „SYSTURNAR". Skáldsagan „UNDIR EILÍFÐARSTJÖRNUM“ er meðal merkustu skáldsagna Cronins. Hann lýsir þar lífi enskra námumaima og kemur raunar víða við í því þjóðfélagi sem sögufólk hans lifir í. En öll er frásögnin yljuð af mennsku höfundar og heiðarleik, og honum tekst hvergi betur að láta fóik sitt Iifa og starfa svo að lesandinn hrífst með og fylgir því af áhuga á bókarenda. ; ....................................... >■..... ■ '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.