Þjóðviljinn - 21.10.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.10.1950, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. október 1950 ÞJÓÐVILJINN 5 Vestmannaeyingar framleiða 9-10% af heildarútflutnmgi sjávarafurða Fólki sem vill flytja þangað og vinna að framleiðslo- störfum gert það ókleift — það fær ekki að byggja yfir sig Viðtal við Ólaí Kristjánsson bæjarstjóra í Vestmannaeyjum — Það eru 2 bátar nýkomnir til bæjarins og likur fyrir aukn ingu á bátaflotanum. Verf.íoni s.l. vetur var góð. Otgcrð frá Eyjum vii’ðist vera talsvert hagstæð miðað við aðra staoi.! — Hvað um síldveiðarnar? ' — Um síldveiðarnar í sumarj er það sama að segja og hjá öðrum, en síldveiðin í haust. erj alveg nýtt atriði hjá ckkur. ; Það er nokkuð táknrænt að við höfum haft 9% af fiskút- flutningnum og síldveiðin hjá okkur hefur verið nokkuð yfir' 7 þús. tunnur, þ.e. tíundi hlutf haustveiðanna við Suðuriand. Flestir bátanna eru í gangi með re'.inet. Gagn f ræðaskólaby ggin g- unr.i loldð. — Hefur þá nokkurt atvinnu;. leysi verio hjá ykkur? Nei, ennþá hefur ckkcrt atvinnuieysi verið hjá okkur. — Hvað liður gagnfræðasóla— byggingunni ? — Gagnfræðaskólabygging— Framhald á 6. síðu Á síðustu árum hefur straumurinn snúizt við i Vestmanna- eyjum. Fyrir nokkr'um árum fór íbúum bæjarins fækkandi, en á siðustu árum befur bæjarbúum fjölgað og fólk er hafði flúið bæinn hefur flutt þangað aftur, en færri geta setzt þar að en vilja, vegna húsuæðisleysis í Eyjum. Við Vestmannaeyjar em ein beztu fiskimið landsins og Vestmannaeyingar hafa ætíð verið harðduglegir sjómenn enda hefur útflutningur sjávarafurða frá Vrestmannaeyjum verið tíundi liluti af heildarútflutningi landsmanna. Þjóðviljinn hafði fyrir nokkru tal af Ólafi Kristjánssyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og spurði hann um framkvæmdir og viðhorf í Vestmaimaeyjum. Höfnin orðin mjög örugg. Hvað er að frétta af hafnar- málunum hjá ylíkur ? — Hafnargerðinni hefur mið- að allvel áfram. Dýpkunarskip- ið Grettir hefur unnið þar seinni hluta sumarsins um tveggja mánaða skeið við að dýpka og breikka innsigling- una. Dýpið í hafnarmynninu verður um 20 fet á stórstraums f jöru. Þá hefur verið unnið við að fullgera bryggjuna í Friðarhöfn inni, dýpi þar við bryggjuna er 20 fet á stórstraumsfjöru og geta því stærstu skip okkar nú athafnað sig þar, Fossarnir eru afgreiddir þar síðan. Er höfnin nú orðin mjög örugg höfn. Alls hefur verið unnið að hafnarframkvæmdum í sum- ar fyrir 1 millj. kr. Vestmannaeyingar fram* leiða 9—10% af heildarútflutnmgnum. — Hefur útgerðin aukizt nokkuð ? WWVWW Afl.V.VJVWWWW-wWWUV. þ ESSA dagana situr fram- kvæmdanefnd heimsfriðarhreyf ingarinnar á fundi í Praha og undirbýr annað friðarþingið, sem boðað hefur verið S brezku vopnaiðnaðarborginni Sheffield í næsta mánuði. Á þinginu í. Sheffield verður haldið áfram þeirri sókn fyrir máistað frið- arins, sem hafin var fyrir al- vöru eftir fyrsta heimsfriðar- þingið í Stokkhólmi snemma á siðastliðnu vori. Þar var sam- þykkt ávarpið gegn kjarnorku- vopnum, sem siðan hefur farið þá sigurför um heim allan, að cins dæmi er í sögunni. Um fjögur hundruð milljónir manna hafa þegar undir- ritað ávarpið, þrátt fyrir ákaf- an andróður þeirra afla, sem græða á styrjöldum, og þjóna þeirra. Krafan um útrýmingu versta múgdrápstækis verald- ar á slikan hljómgrunn meðal siðaðra manna, að í tveim fjöl- mennustu löndum V-Evrópu, þar sem vinir kjarnorkusprengj unnar hafa haft sig mjög í frammi, Frakklandi ög Italíu, er tala undirskrifta þrátt fyrir það komin hátt á annan tug milljóna í hvoru landi um sig. • BÁBÆBAR undirtektir und ir Stokkhólmsávárpið hafa orð- ið ' heimsfriðarhreyfingunni hvöt til að fylgja sigri þess eftir með enn víðtækari ráð- stöfunum. Kjarnorkufræðingur- in Frédéric Joliot-Curic, for- Kjarnorkubann og afvopnun 'seti friðarhreyfingarinnar, hefi- ur lýst yfir, að verkefni frið- arþingsíns í Sheffield verði að undirbúa sókn fyrir almennri afvopnun. Nú hefur það verið ein af falsmótbárum gegn Stokkhólmsávarpinu, að það taki aðeins til eins vopns, ýmsir hafa ekki þótzt geta gert sig ánægða með svo lít- ið. Þessir menn ættu, ef hug- ur fylgdi máli hjá þeim, að hafa glaðzt manna mest yfir friðarþinginu í Sheffíeld, sem einmitt hefur það yfirlýsta hlutverk að fullnægja kröfum þeirra. En svo undarlega hef- ur brugðið við, að heift þeirra í gárð íriðarhreyfingarinnar' hefur aukizt en ekki minnkað. Stjórn brezka Verkamarinh,- flokksins hafði til dæmis stimplað Stokkhólmsávarpið falsávarp vegna þess, að það tekur aðeins til kjarnorku- vopna. En þegar boðað hafði verið þing í Sheffield til að leggja á ráð um baráttu fyrir almennri afvopnun, varð rikis- stjórn þessa sama flokks hin versta og hefur gert ýmislegt til að erfiða þinghaldið. Eðli- legast hefði verið, að frám- kyæmdanefndin, sem undirbýr þingið, hefði starfað á þing- staðnum sjálfum, og það var líka ætlun hennar. Ríkisstjórn brezka Verkamannaflokksins kom þó í veg fyrir það með því að neita framkvæmdanefnd armönijunum um landvistar- leyfi i Bretlandi, og því starfar nefndin nú austur í Praha. Hvernig skyldi standa á því, að íslenzk blöð einsog Tíminn og Alþýðublaðið, sem daglega hella sér yfir Stokkhólmsávarp- ið, vegna þess að þar séu ekki öll vopn fordæmd, þegja einsog steinar þegar reynt er að tor- velda friðarþinghald, sem hef- ur það meginverkefni að skipuleggja baráttu fyrir al- mennri afvópriun? Slík afstaða hlýtur vissulega að vekja grun- semdir um heilindi þeirra manna, sem fjandskapast við Stokkhólmsávarpið og þykjast miklu betri friðarsinnar, en þeir, sem að þvi standa. ^3 ^ staðhæfing andróðurs- mannanna gegn Stokkhólms- ávarpinu, að það sé lævís til- rauri útsendara Rússa til að klekkja á Bandaríkjamönn- , um, fékk slæman skell nýlega og höggið kom úr hörðustu átt, sá sem það greiddi heitir Stuart Symington og er nú annar voldugasti embættismað- ur í Bandaríkjunum, því að Truman forseti hefur veitt honi- um svo viðtækt vald til að' stjórna hervæðingu landsins að hann er settur yfir alla ráð- herrana í stjórn Trumans og hefur vald til að skera úr á- greiningsmálum milli þeirra. Symington kallaði nýlega fyrir sig 50 bandaríska kvennaleið- toga og brýndi fyrir þeim, að tilkoma kjarnorkuvopna hefði það í för með sér, að hægt sé nú að sigra Bandarikin í styrj- öld. Symington sýndi konunum uppdrætti af því, hvernig þungaiðnaður Bandarikjanna er samanþjappaður á tiltölu- lega lítið svæoi suður og aust- ur af vötnunum míklu. Iíjarn- orkuárás á valin skotmörk á þessu svæði gæti riðið Banda- ríkjunum að fullu, sagði-Sym- ington og minnti áheyrendur sína á, að það væri engum vafa bundið lengur, að Sovét- ríkin réðu yfir kjarnorkuvopn- um. Erindi hervæðingarstjór- ans við kvennaleiðtogana var að brýna fyrir þcim, hve mikij- vægu lilutverki bándarískar konur gætu gegnt í loftvörnum. ^ TAÖHÆFING Symington, að yfir Bandaríkjunum vofi nú sú hætta, að þau bíði algeran ósigur í kjarnorkustyrjöld, gengur af þeirri blekkingu Valtýs Stefánssonar og sálu- félaga hans steindauðri, að það sé greiði v.ið Sovétríkin en ó- leikur við Bandaríkin að krefj- ast að kjarnorkuvopn verði bönnuð. Herfræðingum ber sam an um það, að ekkert rlki nema kannske Kina sé jafn ósigrandi með kjarnorkuhern- aði og Sovétríkin. Þveröfugt við Bretland og Bandaríkin er þungaiðnaður Sovétríkjanna dreifður um allt landið og það sem meira er, enginn utan Sovétríkjanna hefur húgmynd um, hvar ýmsar mikilvægustu verksmiðjurnar standa. Hir.ar ströngu takmai-kanir á ferðum útlendinga um Sovétríkin hafa náð þeim tilgangi sínum, að svipta njósnara öllum starfs- skilyrðum. (Annað mál ex-, að takmarkanirnar hafa létt undir með þeim, sem hafa að at- vinnu að semja tröllasögur um Sovétríkin íyrir sorpblöð auð- valdslandanna). Það er sem sagt viðurkennd staðreynd, að Bandar.kin eru langtum ber- skjaldaðri fyrir kjarnorkuvopn- um en Sovétrikin, fullyrðing- ar áróðursmannanria gegn Stolikhólmsávarpinu um hið ga0hstæða hafa ekki við neitt aJ styðjast. Slíkt ætti lika ekki að skipta máli fyrir neina andlega heilbrigða manneskju. Fólk með óbrjálaða siðferðisvit- und spyr ekki að því, hverra lífi kjarnorkubann myndi bjarga, milljónamorð væru jafn glæpsamleg hvort sem ibúar Moskva eða New York yrðu fyrir þeim. M. T. ó. I ! \ í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.