Þjóðviljinn - 21.10.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.10.1950, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. október 1950 Vestmanneeyjar Framh. af 5. síðu unni miðar vel áfram og lokið verður við að steypa efstu hæð- ina í haust. Með byggingu hans er leyst þörfin fyrir gagnfræða skólahús, og til að byrja með mun hægt að hafa þar einnig kvennaskóla. Elliheimili tekur til starfa. — Voruð þið ekki að stofna elliheimili ? — Jú, og það er um það bil að taka tii starfa og mun taka um 23 vistmenn. — Hvemig er það, var ykkur ekki á sínum tíma neitað um leyfi fyrir fatnaði? — Jú, en það fékkst að lok- um. Almenningur fær ekki ao byggja yfir sig. — En svo við víkjum aftur að byggingum, hvernig er með ibúðabyggingar ? — Um byggingar almennings er það að segja að raunveruiega er þrotlaus vilji hjá fólki til að byggja yfir sig og að mörgu leyti virðast möguleikar til þess, en það strandar allt á efnis- leysi, það er ekkert til af neinu byggingarefni. Þetta er mjög bagalegt vegna þess að það er áberandi að- streymi í bæinn, tugir fjöl- skyldna vilja nú flytja til Vest- mannaeyja, en það strandar allt á húsnæðisleysi. Vestmannaeyingar sem fyrir nokkrum árum fluttu burt eru nú að flytja þangað aftur, ungt fólk er hafði staðsett sig ann- arsstaðar er nú að koma heim aftur og fleiri vildu koma — ef þeir gætu fengið þar nokkurt húsnæði. Ég þakka Ólafi fyrir upplýs- jngamar. Hann er að flýta sér og viðræðumar verða ekki lengri, en af þeim liggur við- horfið samt ljóst fyrir: Við Vestmannaeyjar eru ein beztu fiskimið landsins. Þar er enn nóg að vinna við fram- leiðslustörf. Fjöldi manna vill flytja þangað. En fólk blátt éfram fær ekki að flytja til Vestmannaeyja til að vinna þar 4« framleiðslustörfum vegna þess að því er bannað að byggja yfir sig. Hve lengi á það að ganga þannig til ? J.B. Ma&m emokunarinnai Framhald af 3. síðu. hefði hún heimild til að banna efnin í þann drykk og nota sykurinn, sem í hann fer, til annars. Eigi þjóðin að spara við sig, verður sá sparnaður að ganga jafnt yfir alla, gæðingar .valdhafanna eiga ekki að fá þær vömr, sem almenningi er neitað um að fá innfluttar. — Með þessum ákvæðum getur ríkisstjómin tryggt, að vöru- skiptum sé feinbeitt að nauð- synægri vöm. En nauðsynlegt er, að slíkur bannlisti sé aug- lýstur fyrir fram fyrir hvert ár, svo að þeir, sem byggja að einhverju leyti framleiðslu sína á vöruskiptum, hafi eitt- hvað ákveðið að halda sér við. —- Rétt er, að innflutningsáætl- un yfir þarfir landsmanna sé birt fyrir fram fyrir ár hvert, eins og ætlazt var til, að fjárhagsráð gerði, en að bæði bankar og þeir, sem annast inn- flutning, ekki sízt á vöruskipta- grundvelli, geti á hverjum tíma fengið að vita bæði um áætlun- ina varðandi hverja vörutegund og hve miklar ráðstafanir séu þegar gerðar til þess að bæta úr þeirri þörf. 'jjhlgangur 6. gr. er að auka áhuga manna á því að finna nýjar afurðir eða vörur til að flytja út og efla þannig útflutning landsmanna. Það er m. a. nauðsynlegt að gefa ís- lenzkum iðnaði þennan mögu- leika. Eigi sá iðnaður að geta borið sig, þarf að vera hægt að reka hann með fullum afköst- um, en nú háttar svo til, að mikið af íslenzkum iðnaði hef- ur nú svo mikil afköst, að hann gerir meira en að fullnægja þjóðarþörf. Það er alkunna, að aðrar þjóðir gera sig sérstak- lega samkeppnisfærar í iðnaði með því að sitja í fyrsta lagi sjálfar að heimsmarkaðinum, en geta svo flutt umfram vöruna út og hagnýtt þannig afkasta- getu verksmiðja til fulls. Það er eitt af verkefnum þjóðarinn- ar að koma upp iðju og iðnaði í sem stærstum stíl, og það verður ekki gert nema með því, að ýtt sé undir framfarir og framtak í iðnaðarmálum, full hagnýting verksmiðjanna tryggð, framtaki einstaklinga og ýmissa samtaka gefnar frjálsari hendur og svo sam- tímis framtaki rikisins beitt á þeim svioum stóriðju, sem eng- um íslenzkum einstaklingum væri fært né heppilegt þjóðar- innar vegna, að þeir legðu i, svo sem áburðarframleiðslu og sementsgerð. ■Undlr eilífðarstjörnum Eftir A.J. Cronin 'j 1. IB BAGUR Ný framhaldssaga byrjar í dag. Fylgizt meö frá byrjun FYRRI HLUTI Það var dimmt og nístingskalt þegar Marta vaknaði. Stormurinn utan af Norðursjónum næddi gegnum rifumar á litla, hrörlega tveggja herbergja húsinu. I fjarska heyrðist öldugjálfur. Annars var allt hljótt. Það fór illa um hana í rúminu í eldhúsinu, því að hún lá frammi á brúninni, til þess að vera eins langt frá Róbert og mögulegt var. Hósti hans og órólegur svefn höfðu vakið hana hvað eftir annað um nóttina. Hún lá kyrr og hugsaði um daginn sem framundan var, meðan hún reyndi að bæla niður beizkjuna til manns- ins. Svo beit hún á jaxlinn og steig fram úr rúminu. Steingólfið var eins og ís undir berum fót- um hennar. Hún klæddi sig í flýti, örugg, ró- leg og vinnuvön kona, þó ekki útslitin. En hún varð móð af áreynslunni. Hún var ekki svöng — af einhverri ástæðu hafði versta hungrið liðið hjá fyrir nokkrum dögum — en hún var lasin, sárlasin. Hún dróst að eldhúsvaskinum og skrúfaði frá krananum. Ekki deigur dropi. Það var frosið í pípunum. Hún stóð kyrr andartak og þrýsti rauðri, hjúfri hendinni að uppþembdu kviðarholinu og starði gegnum gluggann á aftureldinguna. Þama stóðu hús námuverkamannanna í röðum hjúpuð morgunmóðunni. Til hægri lá bærinn Sleescale eins og dökkur óskapnaður, bak við hann var höfnin, ber og köld, og lengra burtu var nístandi hafið. Til vinstri gnæfði líflaus tuminn eins og gálgi sem bar við bleikfölan austurhimininn og stjómaði bænum, höfninni og hafinu. KVIKIftYHDIR; Nýja Bíó: Freistingar stór- borgarinnar Þetta er einstaklega leiðinlegur þvætting- ur um sveitakonu í Budapest, gerður eftir sögu Vicki Baum, sem enginn skyldi lesið hafa. Leikacarn- ir gera sitt til að skapa jafnvægi, það er fullkomið samræmi milli efnis og fram- setningar. Sveitakon- an Danielle Darrieux er reyndar fjarska lagleg. Hún starfaði með kvislingum í Frakklandi á striðs- árunum og það mætti segja manni að hér væri list þeirra á ferð inni. Manni verður ó- sjálfrátt hugsað með tilhlökkun til Sölku VÖlku þegar maður hefur séð hina ágætu Manonfilmu í Aust- urbæjarbíói, vonandi er tryggt að fólkið sem á sök á Freist- ingum stórborgarinn- ar komi hvergi nærri, þegar hafizt verður handa i Grindavík næsta sumar. JMÁ. DAVIÐ 'Hrukkan í enni Mörtu varð dýpri. Verkfallið hafði nú staðið í þcrjá mánuði. Hún nísti tönn- um við tilhugsunina og flýtti sér að snúa sér frá glugganum til að kveikja upp í eldavélinni. Það var þrælavinna. Hún átti ekki annað en blauta rekaviðinn, sem Sammy hafði tínt sam- an daginn áður og dálítinn kolasalla sem Hughie hafði kraflað saman. Henni fannst óþolandi að hún, Marta Fenwick, eiginkona faglærðs námuverkamanns, sem hafði að sjálfsögðu allt- af haft beztu tegimd af kolum til að kveikja upp með, væri nú neydd til að nota úrgang. Loks tókst henni að fá lif í eldinn. Hún fór. út um bakdymar, 'braut íslagið sem hafði myndazt á vatnstimnunni um nóttina, fyllti ketilinn, fór aftur inn í eldhúsið og setti hana yfir eldinn. Það leið á löngu áður en vatnið sauð. En þegar það tókst að lokum, fyllti hún bolla með. áfergju og hnipraði sig saman við eldinn og hélt báðum höndum utanum bollann. Sjóðheitt vatnið hlýjaði henni þægilega innvortist. Auð- vitað var það ekki á við te, æ nei — ekkert jafnaðist á við te — en samt sem áður var ánægjulegt að finna lífið vakna í sér. Eldtung- umar flögruðu um votan viðinn og vörpuðu skyndilega bjarma á rifrildi úr gömlu dagblaði sem hún hafði notað til að kveikja upp með. „Hr. Keir Hardie lagði fram þá spurningu, hvort ríkisstjómin að gefnu tilefni ætlaði að gefa skólayfirvöldunum í Norðurenglandi vald til að sjá um matgjafir til fátækra barna. Og svariðl var á þá leið að stjómin hefði ekki í hyggju að gefa þeim vald til að sjá um matgjafir til fátækra barna". Hún las orðin ósjálfrátt með- an hún dreypti á heitu vatninu. Magurt andlit hennar sýndi engin svipbrigði, hvorki áhuga né reiði. Það var sviplaust eins og á líki. Allt í einu leit hún við. Hann var vakandi og lá og horfði á hana með hönd undir kinn eins og hann var vanur. Og um leið fylltist hún beizkju að nýju. Allt var þetta honum að kenna — allt. Svo fór hann að hósta; hún vissi' að hann hafði reynt að bæla hóstann niður hennar vegna. Þetta var ekki þurr, sogandi hósti; hann var djúpur, mjúkur, æfður — og Mtamingjuleitin hvort hún var ein í vagninum. Nei, ef til vill var hún ekki dáin í augum Hinriks. Mannshjartað bjó yfir svo miklum djúpum, var svo órótt og viðkvæmt. Ef til vill áttu hún og Hinrik eftir að segja hvort öðru ótal margt — reiði, deilur, þrá, sættir. En múra siðgæðisins bar við himin á milli þeirra. Ekki einu sinni í fylgsnum hugana leyfðist þeim að segja: ég elska þig. Ennþá. Þrátt fyrir allt. Gripin óljósri heimþrá mundu þau halda aðskildar leiðir, sem lægju ekki saman' og heim. Og þegar þau væru glöð, væri það ekki af því að þau voru saman, og væru þau' óhamingjusöm, væri það ekki af þvi að þau voru aðskilin, tilefnin til geðbrigða þeirra væru allt önnur. Sá tími sem þau hefðu átt saman, 'liði æ lengra inn í fortíðina, tilheyrði æskunní, hinu gleymda og óafturkallanlega. Og stund- um kæmi minningin þeim á óvart eitt andar- tak, vakin til lífsins af ilmi, lagstúf, tóni frá hörpu Orfeusar — eitt hugljúft, náið andar- tak, og siðan kæmi undrun og vantrú: átti ég þetta einu sinni? Var ég einhvern tíma svona ung? Hef ég. .. . „Óðinstorg“. B-NDIR |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.