Þjóðviljinn - 08.11.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.11.1950, Blaðsíða 1
15. árgangur. Miðvikudagur 8. nóv. 1950. 250. tölublaiú Kíitverjar bregða skjóSt viðKóngurinniNepal * _ _ , _ , settur af til aðstooar vio Koreubua Fylgiríki Baiidarik|aiisia áhyggjufull yfi®* afleiðingum árásarinnar á Káreu Kínverska þjóðin heíur brugðið íljótt og vel við áskorun stjórnmálaflokka Kína um aðstoð við Kórea í barátiu beirra gegn innrásarher Banda- ríkjamanna. Fregnii frá Peking herma, að stúdentar og verkamenn gerist hópum saman sjálfboðaliðar í hjúkrunar- og hersveitir til Kóreu. Brezka stjórnin hefur neitað 10 fulltrúum á friðarþingið í Sheffield um landvistarleyfi. Sex þeirra eru Tékkar, tveir Ungverjar og tveir Brasilíu- menn. Attlee forsætisráðherra hafði lýst yfir, að hverjum þeim fulltrúa, sem væri illa séður af brezku stjórninni yrði neitað um landvistarleyfi. Frakkar hörfa viS ffanoi Franska herstjórnin í Indó Kína tilkynnir að undanhald liðs hennar frá útvarðstöðvum suðvestur af. borginni Hanoi hafi tekizt að óskum. Hefur liðið tekið sér stöðu í nýrri varnarlínu 32 km utan borg- arinnar. Bálför Shaw í fyrradag fór fram í London bálför Bernard Shaw. Var í öllu fylgt fyrirmælum skáldsins. Nánustu ættingjar og vinir ein- ir voru viðstaddir og leikin voru lögin „We are the Music- makers“ eftir Elgar og Libera me úr Requiem Verdis. Líkræða var engin en einn af vinum Shaw las kafla úr „För píla- grímsins" eftir Bunyan. Vel er af stað farið. Ritið> er tvær arkir i stóru broti. Halldór Kiljan Laxness skrifar Inngángsorð. Af öðru efni má ncfna: Friðárstefna Sovétríkj- anna ,eftir Magnús Torfa Ölafs- son. Kjarnorka til hernaðar eða friðartímaþarfa, eftir J. D. Bernal, prófessor. Frá daglegu lífi verkamannafjöls'kyldu í Ráð stjórnarrikjunum. 20. ártíð Ma- jakovskis, eftir ritstjórann. Eyðimörkum breytt í akurlönd o. m. fl. Allir sem hirða um hlutlæga fræðslu um Ráðstjómarríkin, líf og starf þeirra þijóða, er þau byggja og uppbyggingu sósíalismans í fyrsta alþýðu- lýðveldi heimsins, ættu ekki að láta hjá líða að kaupa og lesa tímarit þetta. Halldór Kiljan Rithöfundasamband Kína hef ur skorað á þjóðina, að veita Kóreum efnahagslega aðstoð cg verkamenn í ýmsum verk- smiðjum hafa lýst yfir, að þeir muni leggja sig alla íTam til að auka framleiðsluna til að efla hjálpina til Kóreu. Utvarpið í Peking hefur skýrt frá því, að 3000 sjálfboðaliðar frá Kína séu komnir til Kóreu og 10.000 í viðbót' séu á leið- inni. I síðustu herstjómartil- kynningu alþýðuhers Kórea er minnst á að kínverskír sjálf- boðaliðar hafi tekið þátt í bar- dögum með alþýAuhernum. Ábyrgðir er Bandaríkjanna Blöð og útvörp um heim all- • an ræða mjög hin nýju viðhorf í Kóreu. Brezka blaðið „Man- chester Guardian", sem alltaf hefur stutt árásarstyrjöld Bandaríkjamanna, segir í gær, að vafasamt sé að MacArthur hafi tekið nóg tillit til afstöðu Laxness lýkur Inngángsorðum sínum þannig: „Þetta félag MÍR, og það mál- gagn sem vér ráðumst nú í að gefa út, á eingan höfuðstól nema bjartsýni þeirra sem að því standa, þá trú að þrátt fyrir óheppilega framkomu ýmsra opinberra aðilja vorra, dagbmða og stjórnmálamanna, í garð vir.þjóðar vorrar í Ráð- stjórnarríkjunum, séu þó enn til nógu margir íslendíngar trú- ir hinu fomíslenska grandvall- aratriði, að vilja vita réttar staðreyndir í hverju efni, nógu skynsamir til að Iáta ekki ástríðufulla hleypidóma hafa áhrif á sig, eða óvandaða valda- menn hræða sig frá því að afla sér vits og þroska hvar sem slíks er von.“ Kína, er hann skipaði herjum sínum að sækja norður yfir 38. breiddargráðuna. Indverska borgarablaðið „Indian News Chronicle" segir, að nú séu komnar í ljós afleiðingamar af því, að Bandarl'kjastjóm virti að vettugi aðvaranir Indlands- stjórnar við sókn norður yfir 38. breiddarbaug. „People’s Daily“ í Peking segir, að máske sjái nú árásarseggirnir í Kóreu að sér og fallist á friðsamleg málalok. Fundur öryggisráðsins I dag kemur öryggisráðið saman til aukafundar vegna skýrslu MacArthurs um kín- verska þátttöku í Kóreustyrj- öldinni. Fréttaritari norska út- varpsins í Lake Success sagði í gær, að Bandaríkjamenn legðu á það megin áherzlu að halda stuðningi allra þeirra rikja, sem upphaflega samþýkktu að- gerðir þeirra í Kóreu. Megi því búast við að bandaríski full- trúinn leggi fram mjcg hóflega orðaða tillögu um að ráðið endurnýi áskorun sína á öll ríki um að veita Norður-Kóreu enga aðstoð og verði Kina ekki nefnt á nafn í því sambandi. Búizt er einnig við, að í tillög- unni verði Kína fullvissað um að fullt tillit verði tekið til hagsmuna þess í Kóreu. Bamlarísk krafa nm árás á Kína Bandarísk blöð eru mjög stór orð vegna atburðanna í Kóreu. „New York Herald Tribune" ábyrgasta republikanablaðið, krefst þess að MacArthur verði þegar í stað leyft að láta gera loftárásir á lið og flugvelli i Mansjúríu. „New York Times“ tekur í sama streng með væg- ara orðalagi. Fréttaritari Reuters í Lake Success segir, að vonir manna þar um að ekki muni draga til alvarlegra tíðinda útaf aðstoð Kínverja við Kórea fari vax- andi. Auðséð sé á skýrslu Mac- Arthurs að kínversku svcitirnar hafi tekið sér stöðu sunnan rafstöðvanna við Yalufljót, sem leggja Mansjúríu til raforku. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins harðneitaði í gær orðrómi um að Bandaríkja- stjóm hafi sett Kína úrslita- kosti vegna aðstoðarinnar við Kórea. Bandaríska herstjórnin segir lið <sitt hafæ sótt fram um 5 km í gagnsókn á vesturströnd- inni, þar sem það hörfaði 112 km undanfarna daga, en viður- kennir að alþýðuherinn sæki fram í fjalllendinu á Kóreu- skaga miðjum. Á undan hópgöngunni fór fram hersýning og Budenni marskálkur flutti ræðu. Full- vissaði hann sovétþjóðirnar um að herinn væri fær um áð standa vörð um hagsmuni þeirra. Hellirigning var i Moskva í gær og varð því að aflýsa flugsýningu. í hópgöngunni voru bornir fánar með áletrunum, þar sem lýst var yfir friðarvilja Sovét- ríkjanna og samúð með frelsis- baráttu kúgaðra þjóða. Skorað var á sovétþjóðirnar að auka sem mest framleiðsluna og leggja sig fram um að leysa af hendi þær miklu ræktunar- Piparskattur til hervæðingar í Ðanmörku Kristensen fjármáiaráðherra tilkynnti danska þinginu í gær, að stjórnin hefði ákveðið að afla 500 milljón króna nýrra tekna til að standa stráum af hervæðingunni. Af því á að afla 200 milljóna með skyldulánum og beinum sköttum en 300 milljóna með óbeinum skött- um. Meðal annars á að leggja sérstakan skatt á piparsveina og piparmeyjar. Eriksen for- sætisráðlierra sagði, að Danir yrðu að minnka neyzlu sína frá því sem nú er. Þær fregnir bárust frá Nýju Dehli höfuðborg Indlands í gær, að konungur smáríkisins Nepal í Himalayafjöllum milli Tíbet og Indlands hefði verið settur af. Hafði hann leitað hælis í indverska sendiráðinu í höfuð- borginni Katmandu en þriggja ára sonarsonur hans verið út- nefndur konungur af ríkis- stjórninni. Gamli konungurinn, hafði lengi viljað fara til Ind- lands vegna stjórnmáladeilna i Nepal en forsætisráðherrann memaði honum það. Staða for- sætisráðherra er arfgeng í Ne- pal og ræður hann öllu í land- inu. Hefur forsætisráðherrann tekið mjög illa kröfum, sem far ið hafa vaxandi uppá síðkastið, um umbætur á lénsskipulagmu í landinu. og vatnsvirkjunarframkvæmdir5 sem ákveðnar hafa verið. Forst á tindi Mont Blanc Indverska fiugvélin, sem saknað var á föstudag hefur sézt úr lofti sundurtætt nærri hátindi Mont Blanc, hæsta fjalls Evrópu. Einn af færustu fjallamönnum Frakka fórst í fyrradag í snjóflóði á leið á. slysstaðinn. Við það hætti franski herinn við allar björg- unartilraunir enda er engin von til að neinn hafi komizt lífs af. Flugmenn segja, að ef vélin hefði flogið 90 letrum. hærra hefði hún sloppið við tindinn. Kosningar í Bandaríkjunnm Þingkosningar fóru fram x Bandarikjunum í gær. Voru kosnir 432 þingmenn af 435 í fulltrúadeildina og 36 af 96 i öldungadeildina. Einnig voru kosnir ríkisstjórar í 33 af 48 ríkjum og menn í fjölda ann- arra embætta. Republikanar þurfa að vinna 49 sæti í full- trúadeildinni en 7 í öldunga- deildinni til að hrinda meiri- hluta demokrata á þingi. Or- slit verða ekki kunn fyrren eft-< ir nokkra daga. Tímarltið MÍR Félagið MÍR — Menningartengsl íslands og Ráðstjórnar- ríkjanna — hefur sent frá sér 1. tbl. tímaritsins MlR. Það kom út í gær, á 33 ára afniælisdegi rússnesku byltingarinr.ar. Tímarit þetta á að koma út sex sinnum á ári. Ritstjóri er Geir Kristjánsson, en í ritnefnd eru Halldór Kiljan Laxness, Iíristinr F. Andrésson og Magnús Torfi Ólafsson. Milljón manna i iópgönp á Ranða torginu þfátí fyrir hellirigningu Um milljón maiina tók þátt í hópgöngu um RauÖa torgið í Moskva í gær á 33. afmælisdegi alþýðubylting- arinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.