Þjóðviljinn - 08.11.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.11.1950, Blaðsíða 4
ÞJÖÐVILJINN Miövikndagur 8. nóv. l&oO. þlÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (,áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Óiafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 14.00 á mánuði. — Lausasöluverð 60 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. f* U ¥ I l. i SIÓMENN ÓBUGAÐIR Þaö er hœgra og hættuminna hendur rétta móti auð inni í stofu og ylinn finna en að sækja þangað brauð. Svo kvað íslenzkt alþýðuskáld um sjómenn og gerir ' ekki til þó upp sé rifjað nú, þegar togarasjómenn eru að leggja út í skammdegissjósókn enn á ný, að undangengnu 129 daga yerkfalli, lengsta .verkfalli sem íslenzkir sjó- menn iiafa háð, að því er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Sigurjón Á. Ólafsson, upplýsir diýgindalega . 1 viðtali við málgagn Ólafs Thors, Morgunblaðið. Sigri var fagnáð í fyrrakvöld. Ekki áheimilum togara- sjómanna, þeir fara nú út í skammdegistúrana enn á ný án þess áö hafa fengiö framgciigt réttlætiskröfu sinni um 12 stunda hvíld á öllum veiöum, nú strax fara nokkrir togaranna á ísfiskveiðar, en þar er tilætlun útgerðar- manna og stjórnar Sjómannafélags Reykjavíkur að 16 stunda þrældómurinn haldist enn um skeið. Umbætumar á launakjörum eru langt frá því að svara til dýrtíðar- flóðsins sem steypist yfir alþýðuheimilin og hins langa og erfiða verkfalls, og raunar er emi ekki séð, hvort eða hverjar verulegar kjarabætur fást. Mestur tími samning- anna milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins í þess- • ari deilu fór til þess áð finna nýtt fyrirkomulag á launa- greiðslum togarasjómanna, svo þeir ættu sem örðugast um samanburð á því og fyrri kjönim. Því er það að sjó- menn vita nú lítið hvað nýju samningarnir færa þeim. En samt var sigri fagnaö í fyrrakvöld. Á heimilum auðburgcisa og braskaralýðs Reykjavíkur var sigri fagn- að, á heimilum forystumanna Alþýðuflokksins var líka fagnaö sigri. Víða var skálag fyiir sigrinum í dýru víni. Skálaö iyrir sigri samfylkingar Ólafs Thórs og Emils Jónssonar, fyrír samfylkingu Sigurjóns Á. Ólafssonar, Sæmundar Ólafssonar, Ólafs Fríðrikssonar og Garðars Jónssonar við útgerðarburgeisa höfuðstaðarins, skálað fyrir því að þessari fríðu samfylkingu hefði loks-tekizt að fá meirihluta togarasjómanna til að fallast á smánar- tilboð sem útgerðarburgeisaniir töldu sjómönnum nægja. Skálað fyrir þvi að Ólafur Thórs og kumpánar geta nú í næði tekið upp fyrri iðju að hrifsa til sín gírugum höndum auö þann er togarasjómennirnir ausa, á land. skuldakóngarnir sem óðu í bankana og léku sér að hinum fáu milljónum fátækrar þjóöar fyrir stríöið, og fengu við það aðstöðu til að verða gróðahringar síðar meir. Allt þáð hyski fagnaði sigri í fyrrakvöld. En skyldi ekki hafa verið tómahljóð í krístalsglös- unum, vcttað fyrir aðvörunarhljómi? Ef fagnendurnir hefðu talað við togarasjómenn, bæði þá sem atkvæði greiddu með smánartilboðinu síðasta og hina sem eftir 129 daga verkfall höfðu enn þrek og manndóm til að segja nei, hefði auðburgeisa Reykjavíkur ef til vill gninað áð siguröl þeirra kynni að reynast görótt, og tvísýnt hvort fögnuður þeirra væri ekki helzt til snemmtekinn. Togarasj ómenni rnir sem nú fara út í skammdegis- túrana eru ekki samir menn og þeir sem gengu í land með pokann sinn um miðsumar. Hver mánuður þessarar erfiðu deilu hefur fært þeim dýrmæta reynslu, hert þá og stælt í barátt- umii um réttlætiskröfur sínar, sýnt þeim áþreifanlega veilurnar í baráttunni, kennt þeim hvað það kostar aö hafa í aöalfélagi sínu stjórn sem flanaði út í verkfall þegar það kom sízt við andstæöinga sjómanna, neitar svo mánuðum saman sjomönnum run fund í félagi sinu, lýs- ir sig hlutlausa á örlagastundu í verkfallinu, snýst síöan gegn sjómönnum, 1 lið með útgerðarburgeisunum, og gríp ur loks til þess óþokkabragðs að smala hundruðum manna úr öörum starfsgreinum til að bera togarasjó menn atkvæðum í félagi sínu, Sjómannafélagi Reykja- víkur, urn.mál sem réðu úrslitum og árangii verkfallsins. Það er vél skiljanlegt, að eftir slíkar aðfarir hafi margur iSjómaður talið, að með slíkri íorystu yrðí -ekki meira Fræðsla um Púertó Ríkó Hvað er Púertó Ríkó, hvar er það land ? Þannig hafa mai-g- ir spurt er fréttimar bárust um grimmdaraðferðir banda- ríska landstjórans gegn sjálf- stæðishrej-fingu þessarar ný- lendu Bandaríkjanna í Vestur- Indíum, og tilræðið við Truman forseta. Hér er ekki staður né rúm til að svara ýtarlega þessari spum ingu; ég læt mér nægja að benda þeim sem vildu fá ræki- lega fræðslu um þetta land að lesa grein í tímaritinu Rétti, þriðja hefti árgangsins í fyrra (1949) sem nefnist „Cr sögu Púertó Ríkó. Hvað kostar það þjóð að verða nýlenda Banda- ríkjanna?“ Þar er rakin í meg- indráttum saga eyjarinnar og ýtarlega lýst stjómmálaþróun undanfarinna ára og stjóra- málaástandinu nú. Þeir sem ekki em áskrifendur að Rétti ættu að nota tækifærið um leið og þeir ná sér í það hefti. Árgangurinn kostar 25 krónur, og ríst er um að þeim krón- um er ekki illa varið. £*£.!!£B Grímur Thomsen og H. C. Andersen Margir af fyrirlestrum þeim sem fluttir eru í háskólanum fyrir almenning eru hvort- tveggja í senn, gagnfróðlegir og vel fluttir, og ættu skilið. að vera betur sóttir. Þannig munu erindi sem danski sendi- kennarinn Martin Larsen ætlar að fl>rija á næstunni vekja at- hygli margra Islendinga, en þau snerta atriði sem oft hefur verið á minnzt hér á landi. Er það ritdómur Gríms Thomsens um rit H. C. Andersens, ævin- tjTaskáldsins danska, er birtist 1855. Hefvwr því verið haldið fraap að Danir hafi lítt kunnað að meta H. C. Andersen fram- an af, en hinn lofsamlegi rit- dómur Gríms valdið miklu um breytta afstöðu til hins danska skálds. Hvað er hæft f þessu? I erindum sínum ætlar Martin Larsen að fjalla um þetta mál, einkum hver . áhrif ritdómur Gríms hafi haft á mat manna í Danmörku á skáldskap H. C. 'Andersens. Verður fyrsta er- indið í kvöld, miðvikudag í 2. kennslustofu Háskólans, og hefst kl. 7.30. Islendingum hef- ur jafnan þótt mikið til koma þessa atriðis úr ritferli Gríms Thomsens, og þykir vafalaust fróðlegt að heyra niðurstöður nákv'æmrar rannsóknar um það efni. Og svo er það — happdrætti Þjóðviljans, sem vekur sívaxandi eftirtekt í borginni og hefur þá náttúm að menn af öllum stjórnmála- skoðunum kaupa miða, — ekki sízt hafi þeir séð munina í sýningarglugga Málarans í Bankastræti! Elmskip Brúai-Toss kom til Sauðárkróks síðdegris í grær, 7. nóvember, fer þaðan á Húnaflóahafnir. Detti- foss fór frá Rvík 2. þ.m. austur um land til Rvíkur, Fjallfoss fór frá Rvík 4. þ. m. til Leith og Khafnar. Goðafoss fer frá Rvík í dag tii New York. Lagarfoss er í Rvík. Gullfoss er í Khöfn. Selfoss fór frá Uleá í Finnlandi 3. þ. m. tU Rvíkur. Tröllafoss er í New York, fór þaðan væntanlega í gær til Rvíkur. Laura Dan fermir í Halifax um 20. þ. m. til Rvikur. Pólstjarnan fermir í Leith 6. þ. m. til Rvíkur. Heika fór frá Hamborg 4. þ. m. til Antwerpen, Rotterdam og Rvikur. Foldin tók vörur i Hull 6.-11. til Rvíkur. SkipadeUd SIS Arnarfell er í Rvík. Hvassafell er á leið til Rvíkur frá Valencia. Kíkisskip Hekla fer frá Rvík kl. 20 í kvöld austur um land til Siglu- fjarðar. Esja er í Reykjavík, Herðubreið er i Rvík. Skjaldbreið var væntanleg til Sauðárkróks i nnnið en þegar var fengið fyrir harðfylgi sjómanna. Hvaö eftir animð í þessari deilu sýndu togarasjómenn bm-geis- imum svo í tvo heima aö þeir glúpnuðu. Geröardómsfrum- varpið sem lá tilbúið í skúffu Ólafs Thórs í stjörnarráö- inu, þorðu þeir ekki að sýna. Eftir að sjómenn felldu næst síðustu miðlunartillöguna gerðu útgeröarmenn fastlega rað fyrir þvi aö þeir yrðu aö láta undan með hvíldai’- tímann. En þeir kipptu að sér hendinni meö þaö er þeir sáu að Sigurjóni tókst óþokkabragöið með fundinn, og hertu upp hugann til að sýna nýtt smánartilboö, en öll Alþýðuflokkshersingin lagðist á sjómenn til aö neyða þá til að samþykkja þáð, sem og varð. Baráttan heldvu* áfram. Núverandi kjör eru meö öllu óviöunandi, og átökin verða harðari næst, betui- undir- búin, háð af meiri reynslu og með traustri forustu. Út- gerðarburgeisunum og vinum þeirra í Alþýðuflokknum er óhætt aö hafa þann fyrirvara í fögnuði sínum að íslenzk alþýöa linnir ekki sókn fyn- en sigur er fenginn, sókn til góðra lífskjara og alþýðuvalda. Og hér eftir verður harðsnúið lið sjómanna í fylkingarbrjósti þeirrar bar- áttu, eins og var á upphafsárum verkalýðshreyfingai-- innar og aftur eftir stofnun Hásetafélags Reykjavíkur. Það er einn árangur þessa langa verkfalls, og líklega, auk 12 stunda hvíldarirtnar, stærsti vinningurinn. gærkvöld á norflurleið. Þyrill er væntanl. til Rvikur í dag að aust- an úr hringferð. Straumey fcr frá Rvík i dag til Snæfellsneshafna, Gilsfjarðar og Flateyjar. _ ’ ( Óháði fríkirkjusöfnuðurin Skrifstofa safnaðarins, LauBavég 3 (bakhúsinu), er opin á laug- ardögum kl. 2—5 og miðvikudags- kvöldum kl. 8—10. w/K Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20.30 Kvöldvaka: — a) Gunnar M. Míign- úss rithöf. flytur erindi: Grænlend- ingar gista lsafjörð (fyrra erindi). b) Andrés Björnsson les úr ljóð- mælum Símonar Dalaskálds. c) Einsöngur: Maria og Einar Mark- an syngja (plötur). d) Vilhj. Þ. Gíslason flytur hugleiðingu eftir séra Jónmund Halldórsson á Stað í Grunnavík: Prestur í 50 ár. 22.10 Danslög (plötur) til 22.30. Loftleiðir. Flugferð ir innanlands mið- vikudaginn 8. nóv. X dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar kl. 10, til Isafjarðar og Patr- eksfjarðar kl. 10.30, til Vestmanna- eyja kl. 14.00. Auk þess til Siglu- fjarðar. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrkr kl. 10.00 og til Vestmannaeyja kl. 14.00. Hinn 4. nóv.' opin- beruðu trúlofun sina ungfrú Krist- jana Syeinsdóttir frá Siglufirði og Jóhann Rúnar Guðbergsson, Austurgötu 3. Hafn- arfirði. — Nýlega opinberuðu trú- lofun sina ungfrú Halldóra Daní- elsdóttir frá lsafirði og Magnús Jónsson, húsgagnasmiður, Skúla- götu 54. Fimmtugur er í dag Böðvar Högnason, tóbaksgerðarmaður, Njálsgötu 90. 1 gær voru gef- in saman í hjónaband af sr. Jóni Thór- arensen, ung- frú Ágústa Sig- urjónsdóttir, Stórholti 32 og Sig- urður Marinósson simritari, Borð- eyri. — Nýlega voru gefin sarn'an í hjónaband ungfrú Kristín Ei- ^íksdóttir, Borgarkoti, Skeiðum og Ingólfur Bjarnason, Hlemmi- skeiði, Árnessýslu. Mlnningarguðsþjónusta vegna frá- falls Gústafs Sviakonungs verður haldin í Dómkirkjunni útfarar- daginn, fimmtudag 9. nóv., kl. 2. Samtíðin, 9. hefti 1950, er komin út. Efni: Sjónvarp er stórkostleg tiekni- nýjung. Nýja borg in við ölfusárbrú, samtal við Egil Gr. Thorarensen. Skáldið í íslenzka sendiráðinu i Kaupmannahöfn. Maðurinn i spegl inum. Menc tckel abstraktlistar- innar, eftir Loft Guðmundsson. Heimsókn í Sjófataverksmiðjuna h. f. Bamaverndarféiag Rvíkur heldur kynníngar- og skemmti- kvöld í Listamannaskálanum í kvöld kl. 9. — Sigurbjörn Einars- son, prófessor flytur erindi. Frú Þurfiður Pálsdóttir og ungfrú Guðrún Tómasdóttir syngja dúett. Kaffidrykkja og frjálsar umræður. Guð komi... til! Er nú ekki jafnvel Þórólfur Smiður (sá er ritar nafn sitt upp á enskan móð og skrifar í Vísi) farinn að finna að forsjóii hinna vísu stjórnarvalda er ekki með öllu óskeikul. Raunar var það „talsvert alvörumál" sem opn- aði augu hans, ekkert minna en það, að „þeir sem karlkyns eru á þessu landi verði að safna al- skeggi". Hvað ætli viðskiptamála- ráðherrann segi cf þessi ósköp skyldu standa lcngi hjá Smlðn- um?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.