Þjóðviljinn - 08.11.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.11.1950, Blaðsíða 8
Framleiðsla Sovétríkjanna hefur auk- ÆJl m á einu ári Sala neyzluvarnings lókst um þriSjung Áætlunaraefnd Sovétríkjanna hefur tilkynnt, að framleiðslan á þriðja ársfjórðungi yfirstandandi árs ha.fi verið 24% meiri en á sama ársfjórðungi í fyrra. Framleiðslumarkmiðið á fyrsíu níu mán- uðum þessa árs hefur verið uppfyllt með 103%. Heimsftskideilelin minnist Jóns Arasonar Nýjar og hagkvæmari fram- leiðsiuaðferSir hafa haft í för með sér 7% sparnað í fram- leiðslukostnaði á árinu. Upp- skeran hefur verið eins góð og í fyrra en þá var met upp- skera. Baðmullaruppskeran fór 19% fram úr áætlun. Á fyrstu níu mánuðum 1950 hefur land- búnaður Sovétríkjanna fengið 130.000 dráttarvélar, 33,000 uppskeruvélar og 66,000 vöru- bíia. Nautgripum hefur fjölgað um 19%, svinum um 41% og hestum um 17%. Nýlega fóru þeir dr. Sigurð- ur Pétursson, gerlafræðingur, og dr. Þórður Þorbjarnarson, forstöðumaður rannsóknarstofu Fiskifélags Isiands, til Banda- ríkjanna. Mun dr. Sigurður dveljast vestra í 8 mánuði og kynna sér gerlarannsóknir m. a. í sambandi við fis'kiðnað. Dr. Þórður mun dveljast í Banda- ríkjunum í 3 nánuði og kymia sér ýmiskonar rannsóknir í þágu fiskiðnaðar. För þeirra dr. Sigurðar of dr. Þórðar er einn liður tæknilegr- ar aðstoðar, sem efnahagssam- vinnustjórnin í Washington veitir, og greiðir hún allan er- lendan kostnað vegna fararinn- ar. (Frá viðskiptamálaráðun.) Meiri . gengíslækkim! Kristján Friðriksson, forstjóri, flutti fyrirlestur um íslenzk at- vinnumál í Listamannaskálan- um siðastliðinn sunnudag. Taldi hann, að Islendingar ættu að leggja stund á stóriðju (eink- um að vinna úr ull og bómull). Þá taldi hann nauðsynlegt að koma á og viðhalda réttu gengi, en rétt gengi er það, að Islend ingar séu jafnlengi að vinna fyrir andvirði eins sterlings- punds og Englendingur er að vinna sér inn eitt pund. (Verka mannakaup í Bretlandi mun vc-ra nálægt 5 pundum á viku, og miðað við það ætti verka- mannakaup hér að vera ca. 900 krónur á mánuði miðað við nú- verandi gengi). — Annars var erindi Kristjáns sambland af „sjálfsögðum hlutum“ og hag- fræði svipaðri þeirri sem þýzk- ir spekingar, t. d. Spengler héldu mjög á lofti um það leyti, sem Hitler var að festa sig í sessi í Þýzkalandi. Vörusala í ríkisverzlunum og samvinnuverzlunum hefur auk- izt um 33% á einu ári. Á þriðja ársfjórðungi vfirstandandi árs var selt 33% meira kjöt en á sama tíma í fyrra, 52% meira feitmeti og 32% meira sykur. Aukningin er enn meiri á sölu iðnaðarvarnings, og nem ur 36% hvað snertir ullarvör- ur, skófatnaðarsalan hefur auk- izt um 50%, mótorhjólum 150% og saumavélum 27%. Alls jókst sala matvæla um 33% en iðnað- ar\'amings 37%. Á einu ári hafa 220.000 ungl- ingar lokið iðnnámi og 264.000 sérfræðingar í ýmsum grein- um útskrifast úr menntastofn- anum. Um 800.000 nýir nem- endur byrjuðu nám við tækni- skóla og aðrar æðri mennta-' stofnanir. Heimspekideild Háskólans efndi í gær til samkomu i há- tíðasal háskólans til minnii gar um Jón biskup Arason og soiiu Iians. Dr. Einar Ölafur Sveinsson próf. forstöðumaður deildarinn- ar setti samkom.ma eg minnt- ist Jóns Arasonar. Þá söng Dómkirkjukórinn Davíðsdiktur o.fl. eftir Jón Arason. Þá flutti próf. Þor&ell Jóhannesson cr- indi um Jón Arason. Dómkirkju kórinn söng því næst. Lárus Pálsson leikari las lcvæði Ólafs Tómassonar um Jón Arason og synii hans. Að lckum var þjóð- söngurinn sunginn. I gagnfræðaskólanum á Akur eyri var Jóns Arasonar einnig minnzt með ræðu er Þorsteinn M. Jónsson flutti og Jóhann Frímannsson las kvæði Matthí- asar um Jón Arason. MELK0RKA — tímarit sem allar konur þurfa að lesa Melkorka, tímarit kvenna, 3. hefti 5. árgangs, er komið út, vandað að efni og frágangi að vanda. Tvær konur skrifa þar um baráttuna fyrir friði. Nanna Öl- afsdóttir greinina: Hvers vegna frið. Þar segir m. a. svo: ,,. . . . Þegar fólkið stendur sameinað gegn stríði verður það í fyrsta sinn í sögunni sem hinn al- menni maður ræður úrslitum um það, að stríð varð ekki háð. En áður en það skeður mun ekkert verða tilsparað að sundra almenningi í þessu hans mesta máli. . . . Því hefur ver- ið reynt að gera friðarbaráttu mannkynsins tortryggilega. Hún sé aðeins ákveðnum þjóð- um í hag og því forkastanleg. Þar með er gefið í skyn að bar- átta fyrir friði sé einhverjum öðrum þjóðurn í óhag. Þær þjóðir eru svo ekki nánar skii- greindar, enda farið með dóm- greindarlausan tilbúning". . Sigríkur Eiriksdóttir skrifar greinina: Hvað gerir kirkjan? Rekur hún þar hervæðingarkröf ur íslenzkra blaða og flokka og segir svo m. a.: „Mikil á- byrgö hvílir nú á kristinni kirkju á íslandi. Henni ber sið- ferðileg skylda til að skerast í málin og spoma af öilum mætti gegn því að hér verði komið upp innlendum her, í hvaða mynd sem er. . . . Til allra kvenna í landinu vil ég segja þetta: Látið ekki blekkj- ast af styrjaldaráróðrinum, reynið að skilja hina ómælan- legu fórn, sem styrjaldir hafa krafizt af eiginkonum og mæðr- um frá ómunatíð og til þessa dags.... Takið höndum saman og heitið áhrifum yðar til þess að kveða niður þann hernaðar- anda, sem nú er að rísa með þjóðinni. Fáið kirkjuna í lið með yður til að hindra að ís- lenzkum mönnum verði hrundið út í ihannvíg.“ Anna Sigurðardóttir skrifar um Efnahagslegt jafnrétti; birt er viðtal við Ólafíu Ein- arsdóttur, fyrsta íslendinginn sem tekur próf í fornleifafræði; Grethe Benediktsson skrifar um öryggisnælur og prjón. Smá saga er í heftinu sem nefnist Sebastiana. Birt er myndaopna af konum er hafa getið sér heimsfrægð fyrir frelsisbaráttu. Ennfremur er kvæði, afmælis- grein, mjnningargrein, spuming ar o. fl. Melkorka er tímarit sem all- ar konur ættu að lesa. 'Samkvæmt 39. gr. laga nr. 80 11. júní 1938 um stéttarfé- lög og vinnudeilur hefur nú verið skipað í Félagsdóm til næstu þriggja ára frá 1. okt. s.I. að telja. Dóminn skipa þess ir menn: Hákon Guðmundsson, hæsta- réttarritari, skipaður af Hæsta- rétti, og er hann forseti dóms- ins, Gunnlaugur Briem, skrif- rettarritari, skipaður af Hæsta- rétti, Isleifur Árnason, fulltrúi borgardómara, skipaður af fé- lagsmálaráðuneytinu, Einar B. Guðmundsson, hæstaréttarlög- maður, skipaður af Vinnuveit- lUÓÐyiUINN ÁxanguE „viðíeísnasiimar" hjá itínaðarmönnnm: Nerðið ntiftiséliiia, ©g sera fyrsS! Þegar forseti Landssambands iðnaðarmanna, Helgi Hermann Eiríksson setti 12. iðnþingið þann 4. þ.m. ræddi hann noldiuð í setningarræðu sinni um afkomu iðnaðarmanna. Sagði hann m.a. að ekki væri annað sjáan’.egt en að iðnaðarmenn, jafnvel í stærra mæli en aðrar stéttir þjóðfélagsins, yrðu að herða mittisólina og það sera fyrst. Kvað hann lilutverk þingsins verða fyrst og fremst það, að reyna að finna skynsamlegar og hald- góðar leiðir til að bjarga iðonaðinum frá stórfelklu hruni, og íkapa iðnaðinum trygga fótfestu á krepputímum þeim sem fram undan væru. Þannig lýsir formaður Landssambands iðnaðarmanna árangrinum a| hinni alliliða „viðreisn" sem stjómar- völdin boðuðu með gengislækkuninni. Reykvlkingar tóku félaga- söfnun Rauða Krossins á sunnu daginn ágætlega. Enn eiga nokkrir þeirra sem söfnuðu fé- lögum eítir að gera skil, en komnir eru 1200 nýir félagar í deildina. Síðar mun reynt að senda í allmörg hverfi bæjarins, sem ekki reyndist unnt að ná til, en þeir sem vilja gerast félag- ar eru beðnir að hringja í skrif stofusíma RKI 4658 og láta skrá sig sem félaga. Reykjavíkurdeildin biður blað ið að færa unga fólkinu bezta þakklæti fyrir ágætt starf og þakkar Reykvíkingum skilning á starfseminni. Þessir skólar önnuðust félagssöfnunin: Varð fyrir bifreið I gærmorgun varð Hlöðver Magnússon, Ilverfisgötu 106, fyrir bifreið á gatnamótum Hverfisgötu og Snorrabrautar. Hlaut Hlöðver mikil meiðsl á höfði við áreksturinn. Var hann fluttur í Landsspítalann og ltom þiar í ljós að liann hafði höfuðkúpubrotnað og fengið heilahristing. endasambandi Islands, og Helgi Hannesson, bæjarstjóri, skipað- ur af Alþýðusambandi Islands. Varamenn eru þessir skipaðir af sömu aðilum taldir í sömu röð: Ragnar Jónsson, hæstarétt arlögmaður, Sigtryggur Klem- enzson, stjórnarráðsfulltrúi, Benedikt Sigurjónsson, fulltrúi borgardómara, Sigurjón Jóns- son, fyrrverandi bankaútibústj., og Þorsteinn Pétursson. Þær breytingar urðu á skipun dóms ins að þessu sinni, að Alþýðu- samband Islands nefndi nú Helga Hannesson bæjarstjóra í stað Ragnars Ólafssonar hæsta réttarlögmanns. Þeir Hákon Guðmundsson og Gunnlaugur E. Briem hafa átt sæti í Félags dómi allt frá stofnun hans ár- ið 1938. Hjúkrunarkvennaskóli Is- lands, Húsmæðraskóli Reykja- víkur, Gagnfræðaskóli Vestur- bæjar og Ljósmæðraskólinn. Reykvíkingar, sem ekki náð- ist til á sunnudaginn var, til- kynnið þátttöku yðar í síma Rauða Krossins 4658 eða komið í skrifstofuna í Thorvaldsens- stræti 6. Allsherjar manntal L des. n.k. Hinn 1. desember n. k. á al- mennt manntal að fara fram hér á landi. Er svo fyrir mælt í lögum, að 10. hvert ár, er ártalið endar á 0, skuli taka almennt manntal um land allt hinn 1. desember og skuli því lokið þann sama dag, nema tálmanir, sem ekki vcrður við- ráðið, banni. 1 kaupstöðum annast bæjar- stjórn um framkvæmd mann- talsins, en annarsstaðar prest- arnir með aðstoð hreppstjóra og lireppsnefnda. Til þess að unnt sé að taka manntalið á einum degi, þarf aðstoð margra manna, hinna svokölluðu telj- ara. Áður en manntalið á fram að fara, skal skipta hverjum kaupstað og prestakalli í svo mörg umdæmi eða hverfi, að einn maður komist á einum degi yfir að afla þaðan þeirra upp- lýsinga, sem krafizt er. Telj- arastarfið er trúnaðarstarf sem enginn getur skorazt und- an, sem til þess er hæfur. Það er mjög mikilsvert, að teljar- ar.séu vel valdir, því að undir þeim er að miklu leyti komið, hvernig manntalið tekst. En þess verður að gæta, • að telj- urunum sé ekki íþyngt um of með því að háfa telajrasvæð- in of stór. því að þá er hætt við, að verkið verði ekki eins vel unnið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.